Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 7
MIDVIKUDAGUR 8. AGUST 2001 Fréttir Seyðir finnast á blót staðnum á Hólmi DV. HORNAFIRDI: Fornleifarannsóknum á Hólmi i Laxárdal í Nesjum hefur verið haldið áfram i sumar undir stjórn dr. Bjarna Einarssonar fornleifafræðings. Þetta er þriðja sumarið sem unnið er að uppgreftri og leit fornminja á Hólmi en þar fannst fyrsti blótstaðurinn á ís- landi. Að sögn Bjarna er blótstaðurinn á Hólmi mjög ólíkur öðrum blótstöð- um og hefur enginn slíkur fundist á Norðurlöndum, nema á Borg í Austur- Gautlöndum, sem hægt er að líkja við hann. Bjarni segir að óskir sínar og þrár um að finna seyða (soðholur) og járnframleiðsluofn hafi að miklu leyti ræst i sumar. „Við fundum þrjá seyða á hólnum þar sem blótstaðurinn var og á hóln- um er allt morandi af soðsteinum og sýnilegt að þeim hefur verið kastað yfir allan hólinn. Þetta merkir að ekki hefur átt að ganga á hólnum, það hef- ur eiginlega ekki verið hægt því soðsteinarnir eru hvassir og beittír og það er enn ein ábending um að þessi staður hefur verið allt öðruvisi en aðr- ir blótstaðir því annars staðar eru soðsteinar á öskuhaugum ásamt ösku úr eldstæðum." í sumar fannst bæjarstæði um 250 metra frá blótstaðnum og var um eins metra þykkt jarðvegslag ofan á rústun- um. Margir merkilegir gripir hafa fundist þarna, svo sem perlur, hnifar, snældusnúðar, kljásteinar, eldsláttu- steinar og eitt lóð. „Lóðið er mjög merkilegur gripur," segir Bjarni, „því þessi tegund er alltaf eins að lögun, mjög sjaldgæf og hefur helst fundist í Norður-Noregi. Þetta hefur verið hánorræn byggð hér tals- vert fyrir árið 1000 og við finnum alls staðar mannvistarlög hér á svæðinu en eigum eftir að finna skálann þar sem fólkið svaf. Ekki er hægt að segja til um hversu margt fólk hefur verið á Hólmi fyrr en skálinn fmnst, þá er not- Blótstaðurinn dv-myndir júlía imsland Fomleifafræöingarnir Alison og Leif rannsaka blótstaöinn af mikilli ná- kvæmni. Annika, Bjarni og hundurinn Busi Fornleifafræðingurinn Annika frá Svíþjöö þvær og hreinsar sýni úr mannvistar- lögum sem síðan veröa rannsókuð í Svíþjóð. að ákveðið reiknilíkan til að fara eftir. Fjöldi húsa á svæðinu segir ekkert til um fólksfjölda en hér hafa verið vinnuhús, skepnuhús, geymslur og smiðjur. Bjarni segist viss um að járnfram- leiðsluofn hafi verið til á svæðinu og járn hafi verið smíðað á Hólmi því hrájárn hefur fundist á blótstaðnum og inni í Laxárdal er allt morandi af mýrarrauða sem notaður var til járn- framleiðslu. í sumar unnu ásamt Bjarna sex er- lendir forníeifafræðingar, einn nemi í fornleifafræðum og menn frá sýslu- safninu á Höfn við uppgröft og rann- sóknir á Hólmi og næsta sumar verð- ur hafin leit að heimilisskálanum. -JI •"wjm BJarní með lóöið Þessi lóð voru mjög sjaldgæf og voru notuð við veiðar á hafi úti á til- tölulega miklu dýpi. Slapp ótrúlega vel Njáll Reynisson var heppinn að slasast ekki alvarlega þegar hann fékk nagla á kaf í brjóstkassann. Fékk nagla á kaf í brjóstið „Naglinn fór á kaf, rétt fyrir neðan geirvörtuna, en ég áttaði mig samt ekki á því í fyrstu hvað gerst hefði," sagði Njáll Reynisson sem slapp ótrúlega vel þegar nagli gekk á kaf í brjóst hans. Heppnin var heldur betur með hon- um á miðvikudaginn i síðustu viku. Njáll, sem er 18 ára, búsettur á Djúpa- vogi, hefur í sumar unnið á lyftara hjá Fiskverkuninni Búlandstindi. Þegar hann var þar við vinnu síðastlíðinn miðvikudag hljóp slysaskot úr nagla- byssu með áðurgreindum afleiðingum. Fljótlega eftir að hann fékk naglann í sig fór hann að finna til þar sem naglinn var og þótti ráðlegast að flytja hann með sjúkrabíl til Hafnar í Horna- fírði og þaðan með TF-LÍF til Reykja- víkur. Þegar DV heimsðtti hann á Landspitalann - háskólasjúkrahús í Fossvogi sagði hann að aðeins hefði sést í hausinn á naglanum í síðunni. „Ég fór síðan í aðgerð þar sem naglinn var fjarlægður og heppnaðist hún vel þrátt fyrir að nokkuð eríiðlega gengi að ná honum út," sagði Njáll sem var ninn hressasti. Njáll er nú á góðum batavegi og segja læknar hann heppinn þar sem naglinn olli ekki alvarlegum meiðslum. Hann er þakklátur læknum og öllum þeim sem komu að málinu og segist ætla að passa sig þegar hann er stadd- ur nálægt slikum byssum í framtið- inni. Hann var útskrifaður af sjúkra- húsi í fyrradag. -MA NÚ Standa yfír QÍ||||Cf || SÚÍIÍIIOðF Aukasýníngar uegna fjölda áskoranna! ástórsöngleiknum Wake MeUp... Hmmtudaourinng ágúst w 2000 10«»*»™«*. í RnrnarlPÍIfflHQÍílll Lau^nlagurinn 11.ágúst-kl.20.-OO lörfásæuiausj ™M~ # • ' 0 *2&n) ® K'^ ^^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.