Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 9 Norðurland Fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri: Mun færri gestir en reiknað hafði verið með „Þaö sem stendur upp úr eftir helgina að mínu mati er aö mjög vel tókst til meö allt sem boðið var upp á og þátttaka bæjarbúa í dagskránni virðist hafa verið mun almennari en áður hefur verið í atburðum um þessa helgi. Það sem við bölvum hins vegar mest er veðurspáin sem við fengum fyrir helgina en hún hef- ur án efa orðið til þess að við feng- um mun færri gesti til bæjarins en ef spáin hefði verið í líkingu við það veður sem hér var,“ segir Bragi Bergmann hjá kynningarþjónust- unni Fremri á Akureyri en það fyr- irtæki var framkvæmdaaðili fjöl- skylduhátíðarinnar Einnar með öllu á Akureyri um helgina. Þeir sem gerst þekkja til telja að aðkomumenn á Akureyri um helg- ina hafi verið á bilinu 2-3 þúsund en það er ekki langt frá því sem ger- ist um venjulega helgi um hásumar. Oft eru þó fleiri aðkomumenn í bænum, t.d. fyrstu helgina í júlí ár hvert þegar tvö knattspymumót eru haldin en þau sóttu t.d. um 5 þús- und manns í sumar. Svokallaðir „hagsmunaaðilar" hafa staðið að samkomuhaldi um verslunarmannahelgi á Akureyri undanfarin ár, fyrst undir nafninu Halló Akureyri en nú undir öðru nafni. Þessir hagsmunaaðilar eru fyrst og fremst verslunar- og veit- ingamenn sem hafa þá hagsmuni að geta haldið uppi öflugri starfsemi þessa helgi. Eftir að allt hafði farið úr böndunum undir nafninu Halió Akureyri var söðlað um og í stað þess að höfða fyrst og fremst til ung- linga var áhersla nú lögð á fjöl- skylduna sem markhóp en útkoman varð sú að færri komu en vonir stóðu til. „Vissulega hefðum _ við viljað fá fleiri gesti til bæjarins en við gerum okkur ljóst að það tekur tíma að byggja upp fjölskylduhátíð sem þessa. Upp úr stendur hins vegar góð þátttaka i þeim atburðum sem voru á boðstólum, fjölmenni var t.d. á Ráðhústorgi alla dagana og á sunnudagskvöld voru 4-5 þúsund manns á Akureyrarvelli og skemmtu sér konunglega, m.a. við fjöldasöng," segir Bragi. Talið er að kostnaður viö hátíð- ina Eina með öllu sé um 5 milljónir króna. Þar af greiðir Akrueyrarbær tæplega milljón en hagsmunaaðil- arnir annan kostnað. Bragi segir að nú þurfi að skoða það hvort fram- hald verði á þessu en hann segist telja það vist að hátíð undir sömu formerkjum verði haldin á Akur- eyri um næstu verslunarmanna- helgi. -gk Rólegt hjá skátunum Ásgeir Hreiöarsson, umsjónarmaður tjaldstæðis skáta við Hamra, sést hér við einn prammann sem búið var að út- búa á svæðinu fyrir helgina. Hetgin var róleg hjá skátunum eins og víðar. Fjölnota íþróttahús á Akureyri 20% dýrara en gert var ráð fyrir: Mjög mismunandi tilboð Tréverk í Dalvíkurbyggð átti lægsta tilboðið í fjölnota íþróttahús á Akureyri sem rísa mun á svæði íþróttafélagsins Þórs. Tilboðið hljóð- aði upp á 447,5 milljónir króna sem er 72 milljónum króna hærra en bæjar- stjórn Akureyrar hafði samþykkt að verja til verksins á 2 ára fram- kvæmdaáætlun, eða um 375 milljón- um króna. Fjögur fyrirtæki sendu inn ails 8 tilboð. Þar af komu 3 tilboð frá Tréverki og önnur 3 frá Kötlu í Dal- víkurbyggð en einnig komu tilboð frá Istaki að upphæð 531 milljón króna og frá íslenskum verktökum að upphæð 449 milljónir króna, með frávikum vegna verktilhögunar sem hækkar til- boðið mismunandi mikið. Tilboðin eru þó mjög mismunandi, ýmsar gerð- ir húsa, ýmist einangruð sem óein- angruö og með mismunandi gervi- grasi. Gengisbreyting orsök hækkunar Þórarinn B. Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður íþrótta- og tómstundaráðs, segir að þetta bil milli áætlunar og tilboða verði að brúa og hluta skýringarinnar sé að leita til gengisbreytinga. Því gangi til- boðin nokkuð eftir vonum. „Það þarf að taka ákvörðun um Þórarlnn B. Jakob Jónsson. Björnsson. hvort treystandi sé að fara í verkið á þessum forsendum. Meginbyggingar- framkvæmdin er fyrirhuguð á næsta ári og það er ekkert nú sem bendir til annars en að staðið verði við áður- gerða byggingaráætlun og húsinu lok- ið árið 2002 en framkvæmdafé færi fram á árið 2003. Það er verið að bjóða okkur heldur betri hús en við ætluð- um að byggja en ljóst er að við þurf- um viðbótarfjármagn ef við ætlum að sjá þetta hús rísa,“ segir Þórarinn B. Jónsson. Bætt við fjármunum vegna stóryrða Jakob Björnsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, sem skipar minni- hluta bæjarstjórnar ásamt L-lista, seg- ir að síðasta vinnuáætlun meirihlut- ans hafi hljóðað upp á 200 milljónir króna vegna fjölnota íþróttahússins en nú sé það að nálgast 400 milljónir króna og dugi greinilega ekki enn til. Jakob segir framkvæmdaráð bæjarins funda um tilboðin strax eftir verslun- armannahelgina. 70 milljónir króna séu um 20% af verðinu og stundum hafi þótt ástæða til að staldra við að fengnum slíkum upplýsingum. „Það verður erfitt fyrir meirihluta bæjarstjómar að stoppa, miðað við þau loforð sem búið var að gefa, auk ýmissa stóryrða sem látin voru falla. Það verður því væntanlega bætt við fjármunum til þess að standa við þau loforð en ég veit ekki hvernig þeir ætla að ljúga sig út úr þvi. En það er ekki bara þetta sem hefur komið til viðbótar við upphaflegar áætlanir í íþróttageiranum, heldur aðstoð við íþróttafélögin, ný skíðalyfta og dýrari skautahöll en áætlað var. En mér, og sjálfsagt engum, eru ljós þau takmörk sem meirihlutinn setur sér þar. En með allar þessar tölur í huga, þrátt fyrir verulega tekjuaukningu, j)urfa menn að hugsa sinn gang alvarlega, því ég minni á að t.d. viðbygging Amtsbókasafnsins verður verulega dýrari en reiknað var með og eru sjálfsagt ekki búnir að bfta úr nálinni með það vegna aukaverka," segir Jak- ob Bjömsson. -GG ÆR, lömb og hrútar Þema sýningarinnar á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit veröur „sauðkindin“. Níunda handverkssýningin hefst á morgun: Handverkshátíð á Hrafnagili Handverkshátíðin Handverk 2001 hefst á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit á morgun, fimmtudag, og stendur í fjóra daga. Handverkshátíðin er sú níunda í röðinni á jafn- mörgum árum og er orðin að föstum og ómissandi lið í tilveru íslensks handverksfólks. Það má með sanni segja að Hrafnagil sé vagga hand- verks á íslandi. Aðsókn að sýning- unum hefur verið einstaklega góð allt frá byrjun og sækja þær milli sex og átta þúsund gestir árlega víðs vegar af landinu. Handverkshátíðin á Hrafnagili er því einn stærsti við- burður i ferðaþjónustu á Norður- landi á hverju ári. Samtals er sýningarsvæðið um 1700 fermetrar í íþróttahúsi Hrafna- gilsskóla og kennsluhúsnæði skól- ans. Einnig er sýnt í útibásum. Á sýningarsvæðinu verða bæði sölu- og vinnubásar handverksfólks og gefst gestum tækifæri á að sjá hand- verksfólk að störfum. Þema sýningarinnar að þessu sinni er „sauðkindin". Leitast verð- ur við að móta umgjörð sýningar- innar og dagskrá með þemað að leiðarljósi. Margt verður til afþrey- ingar á sýningunni, s.s. spuna- keppni, bæði fyrir einstaklinga og lið, tískusýning þar sem megin- áhersla verður lögð á föt úr ull, vinnubás verður fyrir böm þar sem þau geta fengið að spinna og þæfa. Ær, lömb og hrútar verða á svæð- inu. Laugardag og sunnudag verður boðið upp á gæslu fyrir yngstu bömin. DV verður með sérstakan kynn- ingarbás á Hrafnagili um helgina og verður þar dreift handverksblaði sem unnið hefur verið í tilefni sýn- ingarinnar. Heimasíða Handverkshátíðarinn- ar er www.skyggnir.is/handverk. ..þafi sem fagmaðurinn nntarl BYGGINGAVINKLAR Allar gerðir festinga fyrir palla og grindverk á lager Slml: 533 1334 fax-. 55B D439

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.