Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 I>V Bill Gates og Derek Jacoby Hefur verið líkt við börn. Neita nú að gefast upp. Microsoft áfrýjar Hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft áfrýjaði til Hæstaréttar í gær og gerði þar með úrslitatilraun til að snúa viö úrskurði um að fyrirtækið hefði brotið samkeppnislög. Áfrýj- unin kemur í kjölfar úrskurðar áfrýjunardómstóls á fimmtudag sem staðfesti sekt Microsoft. Að- standendur fyrirtækisins segja mál- ið vera prófstein á bandarískt rétt- arkerfi og biðja Hæstarétt að snúa þeim úrskurði við sem staðfesti að fyrirtækið væri sekt um að vinna gegn hagsmunum neytenda með einokunartilburðum á hugbúnaðar- markaðnum fyrir einkatölvur. Á síðasta ári fyrirskipaði héraðsdóm- arinn Thomas Penfield Jackson að leysa skyldi fyrirtækið upp. Hann þótti síðar of hlutdrægur þegar hann líkti stjómendum fyrirtækis- ins við börn og sagði einn þeirra, Bill Gates, vera eins og Napoleon. Afganistan: Hjálparstarfs- menn enn í haldi Fjöldi ríkisstjóma reynir nú til þrautar að fá Talebanastjórnina í Afganistan til að sleppa 24 hjálpar- starfsmönnum sem handteknir voru á sunnudag fyrir að breiða út kristni. Verknaðurinn er ólöglegur undir hinni ströngu íslömsku lög- gjöf í Afganistan. Starfsmennimir eru allir á vegum þýsku hjálpar- stofnunarinnar Shelter Now International. Fjórir þeirra eru þýskur, 2 Ástralir, 2 Bandaríkja- menn og 16 Afganir. Ekki er ljóst hvort viðurlög við glæpum þeirra geti náð dauðarefsingu eða hvort starfsfólkið verði einfaldlega sent úr landi en það er enn í haldi Tale- bana. Vestrænar ríkisstjórnir hafa ekki fengið aðgang að föngunum, sem margir hverjir eru konur, og treysta orðum Talebana um að þeim líði vel. Aðstandendur fórnarlambs Eiginkona manns sem missti fótinn í gin hákarls brotnaði niður i gær. Hákarlaárás við Bahamaeyjar Bankastarfsmaður frá Wall Street missti vinstri fótinn þegar hákarl réöst á hann við strönd Bahamaeyja um helgina. Avemaria Thompson, eiginkona mannsins, hélt blaða- mannafund á sjúkrahúsi hans í Mi- ami í Flórída í gær þar sem hún lýsti hetjulegri baráttu hans. Hann var skorinn á höndum eftir að hafa slegiö hákarlinn ítrekað og losnað úr haldi hans. Hann kallaði á hjálp en enginn á ströndinni þorði út i vatniö. Því synti hann með hálfaf- bitinn vinstri fótinn í höndinni á meðan strandverðir og gestir stóðu og horfðu á. íran: Kathami sver embættiseið Mohammad Khatami sór í dag emb- ættiseið fyrir annað kjörtímabil sitt sem forseti íran. Athöfninni hafði ver- ið frestað í þrjá daga vegna deilna á milli harðlínuklerka sem stjórna mestöllu í stjórnkerfi landsins og tals- manna umbótasinna á íranska þing- inu sem eru í meirihluta. Bitbeinið milli þessara tveggja andstæðu fylkinga var val á nefnd- armönnum í nefnd sem fer yfir öll lög sem þingið setur og passar að þau brjóti ekki í bága við Kóraninn. Nefndin, sem harðlínumenn ráða, tilnefnir sjálf nýja nefndarmenn en þingið verður að samþykkja þá, sem það gerði ekki. Ayatollah Ali Kah- menei, erkiklerkur og harðlínumað- ur, kom þá í veg fyrir embættistöku Khatamis. Málinu var skotið til úrskurðar- nefndar að lokum. Formaður henn- ar, Hashemi Rafsanjani, sem hlið- hollur er harðlínuarmi írans, lagði til að tveir þeirra sem tilnefndir voru og flest atkvæði, ekki endilega Mohammad Khatami Berst fyrir umbótum með 77% fylgi eftir seinustu kosningar. meirihluta, fengu í kjöri til eftirlits- nefndarinnar tækju sæti í henni. Þetta þýddi að tveir harðlínumenn komust í eftirlitsnefndina og harð- linumenn halda henni enn. Khatami sagðist við embættistök- una sverja við Kóraninn að við- halda trú þjóðarinnar auk réttinda fólksins. Hann sagði einnig að mik- ilvægt væri að nauðsynlegt væri að skapa íslamskt lýðræðisríki, sem hefði verið upphaflega ætlunin með hinni íslömsku byltingu. Að lokum sagði Khatami að mikilvægasta verkefni landsins væri að koma á lögum og reglum sem gerðu þjóð- inni kleift að hafa stjórn á sterkum stofnunum innan stjórnkerfisins. Skilja má á ræðunni að barátta Khatamis og umbótasinna sé hvergi nærri búin. Eftirlitsnefndin sem deilurnar stóðu um var sett á fót af Ayatollah Khomeini, fyrsta erkiklerk íran, og hefur komið í veg fyrir margar lagalegar umbætur frá Khatami og umbótsinnum. Beöiö eftir regni Lítil stetpa hvílist í hengirúmi í smábænum Jaguas í Nígaragúa. Hún er hluti af meira en milljón manns sem þjást vegna mikilla þurrka sem ná yfir Nígaragúa, El Salvador, Hondúras og Guatemala. Alþjóðlegar hjálparstofnanir telja að um 16.500 tonn af matvælum þurfi til að koma í veg fyrir hungursneyð I löndunum. Norður-írland: Mótmælendur ekki sáttir David Trimble, leiðtogi sam- bandsinnaflokks Ulsters á Norður- Irlandi, sagði í gær að tillögur írska lýðveldishersins, IRA, um afvopnun þyrftu að vera skýrari. Hann gaf IRA frest til hádegis á fimmtudag til að sýna vilja sinn í verki og gefa klárlega í ljós að afvopnun yrði haf- in. Martin McGuinness úr Sinn Fein, stjómmálaarmi IRA, gagnrýndi Trimble harðlega fyrir að slá á út- rétta hönd IRA. McGuinness sagði Trimble vera að koma í veg fyrir að friðarsamkomulag kennt við föstu- daginn langa næöi fram að ganga. Hann hélt áfram og taldi tímabært að Trimble léti alþjóðlegri nefnd sem hefur yfirumsjón með hugsan- legri afvopnun um þau mál og hann ætti þess í stað aö snúa sér að því að bjarga friðarsamkomulaginu. David Trimble Er ekki sáttur við afvopnunar- yfirlýsingu IRA. David Ervine, leiötogi framsækna sambandssinnaflokksins, lýsti því yfír í gær að hann og hans flokkur hefðu aldrei haft áhyggjur af af- vopnun IRA. Það eina sem hann vildi heyra væri opinber yflrlýsing frá IRA um að hemaði þess væri lokið fyrir fullt og allt. Flokkur Ervines er tengdur einum hryðju- verkasamtökum sambandssinna. Svarfrestur deiluaðila á Norður- írlandi við sáttatillögum frá stjóm- völdum Bretlands og Irlands sem rann út á miðnætti á mánudag var virtur að vettugi af báðum aðilum. Bæði lönd hafa látið það óátalið. Þau vonast þó eftir svari fyrir sunnudag þegar bresk stjómvöld þurfa aö ákveða hvort halda eigi kosningar á Norður-írlandi eða taka eigi héraðið aftur undir beina stjóm frá London, báðir slæmir kostir. Hyggst sigra krabbamein Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, seg- ist geta unnið bug á krabbameininu sem hann er hald- inn. Mandela geng- ur nú undir 7 vikna geislameðferð eftir að hafa verið greindur með sjúk- dóminní síðasta mánuði. Barnamorð í Hondúras Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa beðið stjórnvöld í Hondúras um að rannsaka morð á yfir 800 bömum síðustu 3 og hálft ár í landinu. Gullklúbbur verður garður Ákveðið hefur verið að leggja hinn alræmda Gullklúbb í Atlanta við jörðu og reisa almenningsgarð á rústunum. í nýlegum réttarhöldum yfir eiganda staðarins hefur komið fram að frægir íþróttamenn hafi sótt þangað í kynlíf og meðal annars sást Svíakonungur á staðnum. Cannosaferö Milingo Erkibiskupinn Emmanuel Mil- ingo, sem kom kaþólsku kirkjunni i uppnám með því að giftast kóreskri konu undir handleiðslu sértrúar- leiðtogans Sun Myung Moon, heim- sótti Jóhannes Pál páfa annan á sveitasetri hans í gær. Milingo er sambískur að uppruna og stendur frammi fyrir bannfæringu ef hann afneitar ekki Moon og konunni. í Bólivíu Hinn 41 árs gamli Jorge Quiroga tók við forsetaembætt- inu í Bólivíu af Hugo Banzer í gær. Banzer þjáist af krabbameini. Quiroga situr til ágúst árið 2002 en þá eru næstu forsetakosningar. Hitabylgja veldur dauða Stæk hitabylgja hefur orðið að minnsta kosti 27 börnum að bana í Bandaríkjunum í sumar. Þau voru flest hver skilin eftir í bílum. Einnig hefur mollan orðið ófáum eldri borgurum að íjörtjóni. Spenna vegna ræöu Gríðarleg spenna ríkir nú i írak yfir fyrirhugaðri opin- berri ræðu Sadd- ams Husseins for- seta í dag. Reiknað er að hann muni tjá sig um vaxandi spennu milli íraks og Bandaríkjanna eða jafnvel eftirmann sinn. Kynferðisbrot strákahóps Hópur 12 til 13 ára gamalla drengja í Malmö í Svíþjóð er grun- aður um að hafa staðið að fleiri kyn- ferðisbrotum en nauðgun á tveimur 13 og 14 ára stúlkum um helgina. í lok júlí voru framdar svipaðar nauðganir á unglingsstúlkum á svæðinu. Hjálpar elnstæðri móður George Walker Bush Bandaríkja- forseti hefur ákveðið að taka sér stutt hlé á mánaðarlöngu fríi sínu til þess að hjálpa einstæðri móður við að byggja heimili sitt. Hann er gagnrýndur fyrir langt frí. Nýr forseti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.