Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 11
MIDVIKUDAGUR 8. AGUST 2001 11 I>V Utlönd Aætlanir um klónun manna gagnrýndar Heitar umræður um klónun á mönnum áttu sér stað á ráðstefnu visindamanna í Bandaríkjunum sem sett var í gær. Þar kynntu þrír vísindamenn áætlanir sínar um að klóna fólk í þeim tilgangi að hjálpa ófrjóum pörum að eígnast börn. Vísindamennirnir þrír, Zavos Panos, Severino Antinori og Brigitte Boisselier, sem kynntu áætlanir sinar, sátu fyrir spurning- um sem og gagnrýni annarra vis- indamanna, sérstaklega þeirra sem unnið hafa við klónun á dýrum. Rudolf Jaenisch, líffræðingur og einn þeirra fyrstu til að klóna dýr, kallaði áætlanir starfsbræðra sinna léleg visindi. Hann telur, eins og flestir aðrir sem fundinn sátu, að klónunartæknin í dag sé engan veg- inn nógu fullkomin til að réttlætan- legt sé að nota hana við klónun á mönnum. Jaenisch segir að aðeins 1-5 prósent klónaðra dýrafóstra lifi af fæðingu. Af þessum deyi mörg eftir fæðingu vegna ýmissa fæðing- argalla. Einnig sé' offita algengt vándamál hjá klóhuðum dýrum. Brjálaðir vísindamenn? Antinorí, Pavos og Boisselier sitja fyrír svörum á ráðstefnu og verja áætlanir sínar um klónun á fólki til getnaöar á ráðstefnu um klónun í Bandaríkjunum í gær. Þau hyggjast hefjast handa ekki síðar en í nóvember. Þótt aðferðir við klónun eigi eftir að verða fullkomnari þá er það skoðun flestra vísindamanna að klónun á mönnum sé engan veginn siðferðis- lega réttlætanleg. Antinori og Pavos, sem starfa saman, fullvissuðu starfsbræður sína, blaðamenn og almenning um að þeir myndu vinna hörðum hönd- um að öruggum aðferðum til klón- unar. Pavos benti hins vegar á að náttúrulegur getnaður væri hvergi nærri fullkominn. Ekkert væri 100% öruggt. Boisselier er talsmað- ur Clonaid, hóps tengdum Raelian- sértrúarhópnum sem telur að mannkynið sé tilkomið vegna erfða- fræðitilrauna geimvera. Hún segir mikla eftirspurn vera eftir klónun til getnaðar. Hún telur að fólk ráði sjálft hvað það gerir við eigin gen. Vísindamennimir gáfu ekki upp hvar klónunin mun fara fram. Bann við klónun á mönnum til getnaðar eða allri klónun ríkir nú í 24 lönd- um í heiminum og líklegt þykir að Bandarikin bætist þar inn. Þar gæti klónun orðið glæpsamlegt athæfi. Solo Spirit yfir Kyrrahafi Belgfarinn Steve Fossett svífur enn yfir Kyrrahafi. Ein tilraun hans end- aði i sjónum austur af Nýja-Sjálandi. Fossett svífur yf ír Kyrrahaf í Milljónamæringnum og ævin- týramanninum Steve Fossett geng- ur hægt en ágætlega í sjöttu tilraun sinni til að fljúga í kringum jörðina í loftbelg. Hann reynir nú að verða fyrstur til að gera þrekvirkið ein- samall en alþjóðlegt teymi varð fyrst til að klára hringflug fyrir tveimur árum. Leið Fossetts á loftbelgnum Solo Spirit liggur frá Ástralíu austur yf- ir Kyrrahaf til Suður-Ameriku. Það- an fer hann yfir Suður-Afríku og austur yfir Indlandshafið til Ástral- íu þar sem ferðinni lýkur, gangi bet- ur en í síðustu 5 skipti. Hann flýgur í 9 kílómetra hæð yfir jörðu í 50 metra háum silfurloftbelg. Barn svívirt í áætlunarflugi Tíu ára gömul stúlka hefur sakað 27 ára gamlan indverskan mann um að hafa svivirt sig í áætlunarflugi milli Kansasborg og Detroit. Maður- inn er með tímabundið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og var í tengiflugi til heimaborgar sinnar, Bombay. Hann sat við hliðina á stúlkunni í fiuginu sem tók tæpa tvo tíma. Stúlkan greindi foreldrum sínum frá því á flugvellinum að Indverjinn hefði farið með höndina undir blússu hennar og buxur. Hún segist hafa verið of hrædd til að segja frá atvikinu um borð í vélinni. Indverjinn heldur fram sakleysi sinu og segist ekki hafa snert stúlk- una á óviðeigandi hátt. Hann hafi reynt að róa hana en annað ekki. FBI rannsakar nú málið. SUZUKI SV 650,04/01, ek.100 km,6 gíra. Ásett verð kr. 750,000. ATH. SKIPTI. Bíldshöfða 5 • S. 567-4949 bilahollin.is Vopnin kvödd Barn skilar hér inn vopni sínu. Yfir 1000 uppreisnarmenn í Afrikuríkinu Sierra Leone hafa afvopnast eftir að Sameinuðu þjóðirnar hófu friðargæslu í landinu. Afþessum 1000 uppreisnarmönnum eru meira en 100 börn. Sendiráð Kólumbíu í Ástralíu hertekið Hópur Kólumbíumanna, þar á meðal nokkur börn, tóku sendiráð Kólumbiu í Sydney, Ástralíu, her- skildi í nótt. 16 Kólumbiumenn með ástralskt ríkisfang vildu mótmæla því sem þeir kölluðu „bandaríska innrás" inn í heimaland sitt. Tals- maður hópsins sagði hann tilheyra samtökum sem kalla sjálf sig Bóli- víska hreyfingu fyrir öðru sjáif- stæði og berjast gegn yfirráðum Bandaríkjamanna í Suður-Ameríku. Mótmælendunum var ekki síst illa við bandaríska áætlun gegn straumi vímuefna frá Kólumbíu. Þess ber að geta að Kólumbía er mesti kókaín- framleiðandi heims og fá skæruliða- samtök mikið af sínum tekjum frá sölu vímuefna. Mótmælum Kólumbíumannanna 16 lauk friðsamlega en 100 þung- Vlðbúnaður í Sydney vopnaðir lögreglumenn voru mættir 100 þungvopnaðir lögreglumenn voru á staðinn þegar þeir gáfust upp. fyrir utan sendiráð Kólumbíu í nótt. X^fCols-m^ Seljum síðustu sýningarvagna sumarsins með góðum afslætti bæði á Akureyri og í Reykjavík. Coleman vagnar af öllum stærðum og gerðum, hlaðnir lúxusbúnaði! 20% afsláttur af sérmerktum aukahlutum Coleman 6 BY FLEETWOOD. Athugið aðeins 10 vagnar í boði BÍLASALA AKUREYRAR HF Sími 461 2533 EVRO Grensásvegi 3 (Skeífumegin) • s: 533 1414 • www.evro.is +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.