Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 Skoðun I>V Ferðu oft í Ijós? Guðrún Karlsdóttir námsráðgjafi: Mjög sjaldan, þaö er svo óhollt fyrir húöina aö fara oft í Ijós. Guðríður Ingólfsdóttir nemi: Ég fer aldrei í Ijós. Hingaö til hef ég ekki haft áhuga á því. Soffía Grímsdóttir leiðbeinandi: Stundum, þaö er svo afslappandi að fara í Ijós. Oli Hjörtur Olafsson vaktstjóri: Ég fer aö meöaltali einu sinni á ári, í mesta lagi. Ég sé einfaldlega ekki tilganginn meö því aö fara í Ijós. Heiða Ágústsdóttir og Júlía Sól, 11/2 árs: Nei, þaö gerum viö aldrei því viö höf- um ekki tíma til þess. Birgir Orn Jónsson nemi: Nei, ég borga ekki fyrir aö svitna. Léttvín og fjór- réttað fyrir lítið Andri Kárason, rekstrarstjóri Nings, skrifar: Vegna skrifa Sigurðar í DV mánudaginn 30. júlí vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég get heilshugar tek- ið undir það að verð á léttvíni og bjór á veitingastöðum borgarinnar er oft á tíðum óheyrilega hátt. Mig langar hins vegar að benda Sigurði og öðrum lesendum DV á að veitingahúsið Nings hefur um allnokkurt skeið boð- ið lágt verð á léttvini og er mér óhætt að fullyrða að fáir ef nokkrir veitingastaðir bjóða sambærilegt verð. Við fógnum tíu ára afmæli á þessu ári og höfum boðið úr- vals rauðvín og hvítvín á kr. 1.490, þá bjóðum við upp á bjór í flöskum á kr. 290. Viðskiptavinir okkar hafa tekið þessu afar vel og lýst mikilli ánægju með þetta verð. Hvað varðar fullyrðingar Sigurðar að islenskar fjöl- skyldur neyðist til að fara á skyndibitastaði til að gera sér dagamun er ég honum ósammála. Fyrir það fyrsta, þá er flóra veitinga- og kaffihúsa orðin mjög mikil og verð á veitingum mismunandi, allt eftir þvi hvers kon- ar staði um er að ræða. Hjá Nings er verði stillt í hóf og hægt að fá staka rétti af matseðli frá kr. 590 eða velja úr fjölbreyttu úrvali af réttum dagsins hverju sinni sem kosta frá 690 til 990 krónur. Þá er einnig hægt aö velja um margrétta tilboð fyrir hópa. Sem dæmi má nefna að hjón með tvö börn geta hæglega fengið sér fjögurra rétta máltíð og léttvínsflösku með matnum og gos fyrir bömin fyrir rétt um 6 þúsund krónur, svo dæmi sé tek- ið. Þannig að fullyrðing Sigurðar mn að hinn almenni launamaður geti ekki boðið konu og bömum út að borða fyrir minna en 10 þúsund krónur, fellur um sjálfa sig. - Sigurður, vertu velkominn til okkar á Nings! Ut að borða á veitingastað Þá er einnig hægt aö velja um margrétta tilboö fyrir hópa. Sem dœmi má nefna að hjón með tvö böm geta hœglega fengið sér fjögurra rétta máltíð og léttvínsflösku með matnum og gos fyrir bömin fyrir rétt um 6 þúsund krónur. íbúðir eða áhætta? m ‘iMÍÉSí'Sji ‘9- / Jón Kjartansson frá Pálmholti, Stundum koma til mín menn að ræða málefni. Einn slíkur sagði: íslensk stjómvöld hafa stofnað Qölda sjóða i ýms- um tilgangi og eyðilagt þá alla nema lifeyrissjóð- ina. Þeir verða formaöur Leigjenda- H samtakanna, skrifar: næsur, sagoi ................. hann og hló um leið og hann kvaddi. Mér komu þessi orð í huga vegna frétta af kröfu stjómvalda um þátt- töku lífeyrissjóðanna í byggingu virkjana og álvers sem valdamenn kalla sjálfir áhættufjárfestingu. í áratugi áttu lífeyrissjóðir þátt í að fjármagna félagslegt húsnæði og græddu sjóðirnir og fólkið. Félags- lega húsnæðiskerfið galt þess að ekki mátti breyta því í takt við þjóð- félagsbreytingar. Kerfið varð fórn- arlamb pólitískrar misnotkunar eins og margt annað. Fyrir nokkrum árum samþykkti Alþingi lög sem heimiluðu lifeyrissjóðum „Félagslega húsnœðiskerfið galt þess að ekki mátti breyta því í tákt við þjóðfélagsbreyt- ingar. Kerfið varð fómarlamb pólitískrar misnotkunar eins og margt annað. “ þátttöku í áhættufjárfestingum. Ög- mundur Jónasson greiddi atkvæði gegn því einn þingmanna. Félagslegt íbúöakerfi lagt niður Síðan var félagslega húsnæðis- kerfið lagt niður og afleiðingamar blasa við; rekstrartap lífeyrissjóð- anna vegna þátttöku m.a. í erlend- um hlutafélögum og húsnæðisskort- ur sem sprengt hefur húsnæðis- kostnað íslenskra heimila upp úr öllu valdi. Ögmundur er stjórnarfor- maður Lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna og hefur þar beitt sér gegn áðumefndri kröfu stjómvalda. Andstæðingar hans kalla það póli- tíska afstöðu sem er hárrétt. Aðrir lífeyrissjóðir hafa þrátt fyrir reynsl- una mælt með þátttöku sjóða sinna í álveri og virkjun. Það er líka póli- tísk afstaða, því pólitík snýst ekki síst um forgangsröðun verkefna og meðhöndlun fjármagns. Ögmundur hefur einnig lagt til að lífeyrissjóð- imir verði á ný látnir fjármagna fé- lagslegt húsnæði, enda er það hvort tveggja í senn öruggasta fjárfesting- in og öruggasta lausnin á hrikaleg- um húsnæðisvanda. Miðstjórn ASÍ hefur samþykkt tillögu um nýja húsnæðisstefnu sem byggir m.a. á þátttöku lífeyrissjóðanna. Þær til- lögur hafa nær ekkert verið ræddar eða kynntar, enda fátæklega hús- næðisumræðan nær eingöngu bund- in við „ástand á fasteignamarkaði" því réttur fólks til heimilis hefur aldrei fengist virtur í verki. Þrátt fyrir þetta hefur félagsmálaráð- herra sýnt skilning á vandanum en kemst lítið áfram vegna fjármála- ráðherrans og liðsins í kringum hann. Það lið lifir og hrærist í áhættufjáifestingum og spila- mennsku. íslensku yfirstéttina vant- ar gjaldeyri hvað sem hann kostar, til að halda áfram bruðli sínu á kostnað alþýðunnar. Hrægammarnir „Þegar ég les sumt af því, sem skrifað er vegna máls Árna Johnsens, eða hlusta á það, sem sagt er í útvarpi eða sjónvarpi, dettur mér í hug dýralífsmynd frá Afríku. Hjörð af dýrum er á ferð um gresjuna, eitt þeirra heltist úr lestinni og ekki líður á löngu, áður en það er umkringt af hrægömmum, sem linna ekki látum, fyrr en þeir hafa fellt dýrið og drepið með því að rífa úr því innyflin. Til þess að koma í veg fyrir, að þannig sé far- ið með okkur sjálf og meðbræður okkar, höfum við mennimir komið á fót rannsóknarkerfi og dómstólum, þar sem öllum á að gefast kostur á að skýra mál sitt og setja fram málsbætur." Á þessum orðum hefur Bjöm Bjamason mennta- málaráðherra pistilinn sem hann setti inn á vef- síðu sína um helgina. Hrægammar þjóðfélagsum- ræðunnar eru nú lagstir á hinn pólitíska ná Áma Johnsens og Birni er augljóslega nóg boðið. Ekki bara Árni En það er ekki bara að hrægammarnir séu vondir við Áma því Bjöm bendir á að rangindin og illskan leynist víöa og hrægammarnir hafi meira að segja fengið leyfi frá Hæstarétti til að ráðast á fólk, svo framarlega sem það sé áber- andi í Sjálfstæðsflokknum. Ekki er hægt að skilja ráðherrann öðruvísi en svo að hann telji að forustumenn sjálfstæðismanna búi við þá sér- kennilegu aðstööu að njóta ekki - einir manna - almennra borgara- legra réttinda. Björn visar 1 því sambandi til niðurstöðu Hæsta- réttar i málaferlun Kjartans Gunnarssonar gegn Sigurði G. Guðjónssyni, vegna greinar sem Sigurður skrifaði í Dag á sínum tíma. Því máli tapaði Kjartan og um það segir Bjöm: „Með öðmm orðum er það svo samkvæmt dómi meirihluta hæstaréttar (2:1), að beri menn eitthvað á einhvem, sem gegnir áberandi stöðu innan Sjálfstæðisflokksins, þurfa þeir ekki að sanna, að þeir hafi rétt fyrir sé, ef það er þeim óhæfilega erfitt. Minnir þetta á það, sem George Orwell sagði: Öll dýr eru jöfn. En sum dýr eru jafnari en önnur.“ Gammarnir halda áfram Árásimar á Árna Johnsen eru því meiri en ella vegna þess að hann var forustumaður i Sjálf- stæðisflokknum og nýtur sem slíkur ekki al- mennra réttinda. Og eftir að hann er hættur sem forustumaður í flokknum - búinn að segja af sér - halda hrægammamir áfram og ráðast einfaldlega á næsta sjálfstæðismann og reyna að finna á honum höggstað. Þetta er vitaskuld afskaplega ósanngjörn staða og aumt til þess að vita hvað allir eru vondir við forustumenn í Sjálfstæðisflokknum. Garri hallast nú helst að því eftir lesturinn á pistli Björns að hér sé um dæmigert eineltis- mál að ræða. Það er beinlínis verið að leggja sjálfstæðis- menn í einelti - og eins og oft vill verða með fórnarlömb eineltis þá segja þau ógjaman sjálf frá eineltinu. En nú hefur Bjöm sem sé brotið ísinn og látið heyra frá sér þannig að forsendur ættu að vera til að taka á þessu máli af festu. Garri sér fyrir sér að fyrsta skrefið gæti verið að beita hörðu til aö þagga niður í hrægömmunum og banna þá í fjöhniðlum þannig að menn fengju einhvern frið. í framhaldinu mætti svo klára málið, t.d. með því að vængstýfa gammana, og þannig tryggja að forustumenn í Sjálfstæðisflokknum gætu gert það sem þeir telja sig þurfa að gera án þess að eiga á hættu að verða úthrópaðir fyrir vikið. Þá yrðu loksins allir jafn jafnir, nema kannski sjálf- stæðismenn sem yrðu fyrir vik- ið heldur jafnari en aðrir. Smáiminasemi Samkvæmt nýrri reglugerð fjármála- ráðuneytisins sem iS tekur gildi 1. ágúst 2001 verða vasapen- ingagreiðslur til þeirra sem dvelja á elliheimilum eða sambærilegum stofn- unum staðgreiðslu- skyldar frá þeim tíma. Fjármálaráðu- neytið hefði átt að byrja á því að leiðrétta rangindin í skattagreiðsl- um á ellilífeyrisþega en þar munar mörgum prósentum. Mismunun virðist vera ær og kýr þeirra sem sitja við stjórnvölinn i landinu. Brynjólfur Brynjólfsson skrifar: Goðapylsur Þær eru einstaklega góöar enda þarf mikiö til að vörumerki vinni sig í gegn í huga fólks og standi fyrir meira en „bara pylsa“. Mjög góöar Goðapylsur Sigrún skrifar: DV birti frétt fyrir skömmu þess efnis að pylsurnar frá Goða væru að ná sístækkandi markaöshlutdeild á kostnað helsta keppinautarins, SS. Það hlýtur að koma flestum á óvart að sala á einni vöru, eins og pyls- um, fimmfaldist á nokkrum mánuð- um. Ég skil það þó vel því pylsurn- ar frá Goða eru einstaklega góðar enda þarf mikið til að vörumerki vinni sig í gegn í huga fólks og standi fyrir meira en „bara pylsa“. Hinar nýju pulsur sem Goði setti nýlega á markað eru einnig ákaf- lega góðar. Markaðssetningin á þeim er skemmtileg og höfðar til unga fólksins. Pulsur eru herra- mannsmatur! Endurvinnsla fyrir alla Gunnar Bragason, framkvæmdastjðri Endurvinnslunnar hf., skrifar: Þann 1. ágúst birtist á les- endasíðu bréf þar sem kvartað var yfir að ekki væri skilagjald á bjórflöskum. Þetta er ekki rétt, 8 krónu skilagjald er lagt á allar bjór- og áfengisflösk- ur sem seldar eru hér á landi. Þeim umbúðum er því unnt að skila til umboðs- manna Endur- vinnslunnar hf., eins og áldósum, plast- og glerflösk- um sem áður hafa geymt gos eða ávaxtasafa. Upplýsingar um um- boðsmenn, staðsetningu þeirra og afgreiðslutima má finna á vef End- urvinnslunnar, www.endurvinnsl- an.is. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst S netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyKiavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Bjórumbúöir 8 krónu skilagjald er lagt á allar bjór- og áfengisflöskur sem seldar eru hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.