Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 13
MIDVIKUDAGUR 8. AGUST 2001 13 I>V Menning Slegist með skáldskap Mikiö má vera ef Hall- grímur Helgason hefur ekki haft veöur af nýjustu keppn- isíþróttinni í Bandaríkjun- um þegar hann skrifaði það frábæra verk Skáldanótt sem sýnt var í Borgarleik- húsinu i fyrrayetur og verð- launað af DV. íþróttagreinin heitir á máli þarlendra „poetry slam" sem þýða mætti með skáldaglammi (með kærri kveðju til Einars skálaglamms) og er fólgin í því að keppendur fara með eigin skáldskap á sviði í þrjár mínútur og tíu sekúnd- ur, alls ekki sekúndu lengur en mega vera skemur. Keppendur eru gjarnan tíu, þeir fá að sanna hæfi- leika sína í tveimur lotum og loks er úrslitakeppni milli tveggja keppenda, rétt eins og í Skáldanótt. Þessa tvo keppendur velja áheyrendur og þeir velja lika sigurvegar- ann. Ekki er leyfilegt að nota hljóðnema, ekki heldur bún- inga eða annan sviðsbúnað og ekki tónlist. Ljóðlistin ríkir ein, framkölluð af rödd skáldsins sjálfs, *>g áheyr- endur láta ánægju.sína og óánægju í ljós þegar í stað og spara þá ekki hávaðann, púa niður skáld sem er leiðinlegt eða fer fram yfir tímann. Gegn leiöinlegum Ijóöalestri „Skáldaglamm" er ekki splunkunýtt fyrirbæri. Bandariska ljóðskáldinu og byggingarverkamanninum Marc Smith datt þetta í hug árið 1986 sem lausn undan hundleiðinlegum hefðbundn- um ljóðalestrum og hóf þá þegar skipulagðar uppákom- ur i djassklúbbinum Grænu myllunni í Chicago. Þessi ný- stárlega keppnisgrein varð strax vinsæl og undanfarin tíu ár hafa bandarísku stór- borgirnar keppt innbyrðis í skáldaglammi. Nú er greinin að breiðast út í Evrópu, 11. ágúst verður til dæmis landsleikur milli Danmerkur og Sviþjóð- ar í Malmö! Þetta er eitthvað sem við ættum að flytja inn og aldrei að vita nema óánægðir boxá- hugamenn gætu sætt sig við skelli með skáld- skap. Frægasta skáldaglamm Bandaríkjanna er tæp- lega þrítug stúlka, Staceyann Chin, sem skemmtileg kvikmynd var sýnd um í danska sjónvarpinu í júlílok. Staceyann er eins og eftir DV-MYND INGÓ Skáldaglamm í Skáldanótt Mikið má vera ef Hallgrímur Helgason hefur ekki haft veður af nýjustu keppnisíþrótt Banda- ríkjamanna, „poetry slam", sem á íslensku mætti nefna skáldaglamm. Staceyann Chin fer framarlega í flokki í íþróttagreininni en síðar í mánuöinum verður hún með sýningu í Kaup- mannahöfn. í nýlegu viðtali sagði Chin: „Ég vil yrkja Ijóð sem New York Times þorir ekki að birta vegna þess að það gæti hrundiö afstað byltingu. ... Ég vil vera stúlkan sem foreldrar þínirnota sem dæmi um slæma fyrirmynd. ..." Myndin er úrsýningu Leikfélags Reykjavíkur á Skáldanótt eftir Hallgrím Helgason. pöntun: fátæk (a.m.k. áður en hún varð fræg), svört og lesbísk - vantar bara hjólastólinn! Hún er frá Jamaica, alin upp á vergangi og kom til Bandaríkjanna fyrir fjórum árum til að finna móður sina sem yfirgaf hana barnunga. Einu sinni höfðu þær mæðgur sést eftir það því móð- irin kom í stutta heimsókn á heimaslóðir þegar stelpan var níu ára. Svo fór hún aftur og sendi ekki einu sinni póstkort. Faðirinn var kínversk- ur og gekkst aldrei við dótturinni. Að búa til nýja manneskju Þessi ömurlega bernska hefur nýst Staceyann afar vel i skáldskapnum. Formið á skáldaglammi hentar vel sorglegum sögum sem má flytja á ágengan og reiðileg- an hátt, því reiði virðist meira áberandi í skálda- glammi en til dæmis fyndni. Flutningurinn minnir á rapp, takturinn ekki eins reglulegur en þó skýr, rímið ekki eins áberandi, þó virð- ast ljóðin yfirleitt lauslega bundin með endarími en stundum er alllangt milli rímorða. „Ég elska orð og mannleg samskipti," sagði Staceyann í sjónvarpinu og sannarlega kann hún að fara með orð. Hún flytur ljóðin sín með miklum sannfæringarkrafti, ljóð um bernskuárin og móð- urmissinn, ljóð um fátækt og niðurlægingu, um að vera hafnað, ekki einu sinni heldur hvað eftir annað. Og svo ljóð um að rísa upp á ný, búa til úr sér nýja mann- eskju úr þvi sú gamla var svona einskis metin, ljóð um frelsun skáldskaparins og heit og opinská ástarljóð til kvenna. Hún segist reyna að fyrirgefa mömmu sinni - eins og dætur fyrirgefi ævin- lega mæðrum sínum - enda hafi mamma hennar kannski gefið henni meira en séð verði í fljótu bragði. Þegar hún fór tók hún nefni- lega með sér allar reglurnar sem góðar mæður innprenta dætrum sínum um að vera þægar og góðar. ... Og hver er þá leiðin til frægöar i skáldaglammi? Að skrifa ljóðin með blóði - að yrkja ljóð sem eru svo heið- arleg að þau skella áheyr- endum um koll. En augljóst var þegar fylgst var með stúlkunni að það er engin tilviljun að hún skuli hafa tekið forystuna í sinni íþróttagrein. Hún er hörkuleikkona og ljóða- flytjandi - en hún er fyrst og fremst það sem kallað er „skáld gott". Silja Aðalsteinsdóttir Þeir sem hafa áhuga á aö kynnast skáldaglammi á heimavelli gætu leitað uppi Nuyorican Poets Café á Man- hattan í New York. Þann 22. og 24. ágúst veröur Staceyann Chin með eins manns sýninguna Unspeakable Things í Café Teatret viö Skindergade í Kaupmannahöfn. Impressjónistar á Netinu: Ægifögur óreiða Listamenn eru í æ ríkari mæli að færa tjáningu sína inn á Netið en með misjöfnum árangri þó. Nýlega var fjallað um tvo listamenn í New York Times en þeir eru báðir með sýningar á Netinu þar sem þeir nota tjáningartæki vefjarins í list- sköpun sinni. Simon Biggs sýnir verkið Babel á www.babel.uk.net og Michael Atavar sýnir verkið .sciis á www.atavar.com/sciis. Sýningar þeirra eru opnaðar á svipuðum tíma og kvikmynda- og tölvufyrirtæki opna árlega sýningu sína, Siggraph, i Los Angeles. Sýningar Biggs og Ata- var eru þó alls óskyldar Siggraph þar sem tölvu- fyrirtækin leggja sem mest á sig til þess að ná að falsa raunveruleikann á eðlilegan hátt. Biggs og Atavar eru frekar í ætt við impressjónistana, þó hvor á sinn hátt. Babels-bókasafnio Sagan af Babelsturninum hefur ætíð verið lista- mönnum hugleikin og á þau fengsælu mið rær Simon Biggs einnig. Verk hans hefur sterk tengsl við sögu Jorge Luis Borges, Babels-bókasafnið. í sögunni segir frá bókasafni sem inniheldur hverja ögn af upplýsingum úr fortíð og framtíð. í upphafi er lýst mikilli hamingju sem snýst að lok- um upp í örvæntingu því ómögulegt er að koma reglu á upplýsingarnar. Tengsl verksins við bókasafnið eru svo sterk að hann Simon Biggs fékk sérfræðinga hjá Dewey Decimal System til að forrita það og búa til teng- ingarnar sem verkið samanstendur af. Þegar komið er inn á síðuna fljóta hvítar tölur um á svörtum grunni og þegar músarbendillinn er látinn á tölurnar kemur 1 ljós að þær eru inni í teningi. Fljótlega birtast ljósir teningar sem aðr- ir gestir síðunnar stjórna með tölvum sínum en tíu manns geta verið á síðunni í einu. Simon Biggs segir að hann hafi með verki sínu viljað að fólk fengi á tilfinninguna að það væri týnt í upplýsingum og að það yrði yfir sig hrifið að ægifegurð óreiðunnar. „Óendanleiki talna hef- ur fletjandi áhrif," segir Biggs, „sem gera það að verkum að allt verður jafnt. Og vefurinn hefur þessi sömu áhrif á ákveðinn hátt". Hægt á tímanum Verk Michaels Atavar er ólíkt Babel að þvi leyti að í stað harðra „ónáttúrulegra" teninga blasir draumkennt þríviddarlandslag við áhorf- andanum. .sciis (borið fram skæs) gerir því aðrar kröfur til þess sem á horfir. Verkið er fremur hægt og ekki er möguleiki að stytta sér leið með músarklikki í gegnum sex stiga framvindu. í upp- hafi fylgir áhorfandinn rauðum vegi sem liggur eftir bláum himni. Þar eltir hann tvö vélmenni sem eru það síðasta sem hann sér af „raunveru- leikamenguðum" verum í þessu verki. Það er erfitt að halda sér á veginum þannig að líkast til mun áhorfandinn „falla" inn i endalausa litadýrð. Atavar segir að þegar hann hafi virt fyrir sér litina sem birtust honum á tölvuskjánum hafi hann langað til að sökkva sér ofan í dýpi þeirra. Atavar er fyrrum gjörningalistamaður og á lista- mannsferli hans hefur hans meginviðfangsefni verið tíminn. Að nokkru leyti flytur verkið .sciis áhorfandann aftur í tímanum þvi það neyðir fólk til að bíða, alveg eins og á upphafsárum Netsins þegar stundum var talað um að www stæði fyrir World Wide Wait. 2001 hefur að margra mati verið gott ár fyrir þrívíddarlistaverk á Netinu. Kannski er komið að því að Netið verði að alvöru listgrein. Byggt á New York Times. Umsjón: Sigtryggur Magnason Filmundur með sítt að aftan Það er eins gott að Duran Duran kynslóð- in fari að stilla gangráðana sína því um helgina verður Filmundur með sérstaka „sítt að aftan" dagskrá í Háskólabíói. Hátíðin hefst með hátíðarsýningu á Flashdance á fimmtudag klukk- an hálfátta þar sem Jennifer Beals sló eftirminnilega í gegn þótt ekki hafi sést mikið af henni síðan. Meðal annarra mynda sem sýndar verða á hátíðinni eru Footloose sem skartar Kevin Bacon í aðal- hlutverki (hver man ekki eftir Kenny Loggins-laginu), Dirty Dancing (Fve had the Time of my Life), Beverly Hills Cop með hin- um óborganlega Eddie Murphy, Absolute Beginners með David Bowie og Top Gun með Tom Cru- ise og Kelly McGillis sem fáir muna eftir. Filmundur veitir því fortíðarfiklum, fólki á þrítugs- og fertugsaldri, tækifæri til að rifja upp gullöld kvikmyndanna. Nýtt tmm í þriðja tölublaði tmm er með- al annars fjallað um Beinamálið 1946 þar sem því er haldið fram að Jónas Hall- grímsson hvíli ekki (allur) í þjóðargrafreitn- um á Þingvöllum. „Leifar hins jarðneska vísindamanns og skálds- ins, sem var ástmögur íslands, eru í tveimur löndum og þremur jurta- görðum Herrans," skrifar sr. Ágúst Sigurðsson á Prestbakka, sem var átta ára þegar komið var með kistu Jónasar Hallgrimssonar til Möðru- valla, þar sem faðir hans þjónaði. Ágúst rifjar upp ýmsar staðreynd- ir um dauða Jónasar, deilurnar um heimflutning beina hans og hvort þau skyldu grafin á Þingvöll- um eða í heimasveit hans, við Bakkakirkju í Öxnadal. Hann minnist leynimakks og yfirhylm- inga og setur fram vísbendingar um afdrif beina skáldsins. Ágúst heldur því fram og rökstyður að bein skáldsins hafi aldrei endað á Þingvöllum - a.m.k. ekki öll, höf- uðkúpan muni enn vera í Kaup- mannahöfn og einhver bein liggi grafin í Öxnadal. í tímaritinu er einnig fjallað um menningu sem atvinnugrein. Ágúst Einarsson fjallar um hlut- deild menningarmála í hagkerfinu og bendir á að menningin skilar álíka miklu (1,90%) til landsfram- leiðslunnar og hefðbundinn land- búnaður (1,96%). Ágúst bendir á áhugaverðar leiðir til að auka um- svif menningar og sundurgreinir það sem kallað er menning. í ljós kemur að íþróttir mynda 28% menningarstarfs í landinu, happ- drætti 14% og hljóðvarp og sjón- varp 33%. Flest störf í menningar- geiranum, skv. hagtölum, eru í iþróttum! Hefðbundin listsköpun einyrkja, eins og rithöfunda, list- málara, myndhöggvara og tón- skálda, er ekki með háa hlutdeild í framlagi menningar til landsfram- leiðslunnar, eða 3%. (Nýjustu tölur eru frá 1997.) Annað efni tmm er fjölbreytt: Haldið er áfram að ræða um frelsi listamanna til að sækja hugmynd- ir í umdeild listform eða stefnur. I framhaldi af því er litið á sýningu á höggmyndalist Þriðja ríkisins. Fjallað er um Línu langsokk sem ofurmenni Nietzsches, kúbverskar bókmenntir, norrænt glæpasagna- þing og Eyjólf Einarsson myndlist- armann. Umberto Eco skrifar um fótbolta, birt er smásaga og fram- haldssaga og margt fleira. Ritstjóri tmm er Brynhildur Þór- arinsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.