Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 15
14 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jönsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjórí: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorstelnsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Fjármál stjómmálaflokka Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, ætlar enn og aftur að leggja fram frumvarp til laga um fjárreiður stjórnmálaílokkanna og frambjóðenda. Umræð- an um fjármál stjórnmálaflokkanna hefur kviknað enn á ný eftir að mál Áma Johnsens, fyrrverandi þingmanns, kom upp á yfirborðið. Og þó eiga þessi tvö mál lítið sem ekkert skylt við hvort annað. Mál Árna snýst annars vegar um meðferð á almannafé og siðferðisbrest þess sem trúað er fyrir eigum annarra. Spurningin um hvort rétt sé að skylda stjórnmálaflokka til að opinbera fjármál sín og gera grein fyrir fjárstuðn- ingi einstaklinga og fyrirtækja er fyrst og fremst spurning um hvort og þá hvernig hið opinbera eigi að hafa eftirlit með starfsemi stjórnmálaflokka og/eða einstakra fram- bjóðenda. Draga verður í efa að lög um fjármál stjórnmálaflokka nái tilgangi sínum enda hefur reynslan frá öðrum löndum sýnt að auðvelt er að fara í kringum slik lög með ýmsum hætti. Hugmyndin að baki því að stjórnmálaflokkum verði skylt að gera opinberlega grein fyrir fjárhagslegum stuðningi einstaklinga og fyrirtækja er hins vegar í mörgu byggð á góðri hugsun. Rökin eru fyrst og fremst að reyna að koma í veg fyrir að fjárhagslega sterkir aðilar eða hagsmunasamtök geti í krafti peninga náð óeðlilegum og ósækilegum áhrifum innan stjórnmálaflokka eða haft áhrift á einstaka stjórn- málamenn. En um leið kann sú hætta að vera fyrir hendi að vegið sé að einum grunnþætti lýðræðisskipulagsins - stjómmálaflokkunum. Aldrei má ganga svo langt í lagasetningu um starfsemi stjómmálaflokka að þeim séu settar óeðlilegar skorður og sú hætta er enn meiri þegar reynt er að blanda saman tveimur ólíkum málum, eins og gert hefur verið síðustu vikur. Annars er merkilegt að margir þeirra sem hæst hafa talað um nauðsyn þess að setja reglur - lög - um fjármál stjórnmálaflokka skuli ekki setja gott fordæmi þar sem þeir ráða rikjum. Auðvitað er best að stjórnmálaflokkarn- ir setji sjálfir, án opinberra afskipta, sínar reglur og nái þannig trúnaði kjósenda. Hinn endanlegi dómur verður ætíð í höndum kjósenda. Verst er þó ef ástæða þess að reynt er að setja reglur um fjármál stjórnmálaflokka er ekki síst sú að ná fram aukn- um fjárframlögum úr opinberum sjóðum. Þetta má að minnsta kosti lesa út úr greinargerð með frumvarpi til laga um fíárreiður stjórnmálasamtaka og frambjóðenda i kosningum sem Jóhanna Sigurðardóttir lagði fram ásamt fleirum í sjötta sinn á liðnum vetri. Þar sagði meðal ann- ars: „Auk frjálsra framlaga eru íslensk stjórnmálasamtök fjármögnuð af ríkissjóði. Þetta er gert til þess öðrum þræði að jafna aðstöðu flokkanna. Það samræmist ekki hugmyndum manna um lýðræði ef aðeins fjárhagslega sterk samtök geta boðið fram til Alþingis. í annan stað sporna rikisstyrkir við þeirri tegund af fyrirgreiðslupóli- tík þegar stjórnmálasamtök verða óeðlilega háð styrktar- aðilum. í flestum OECD-löndunum hefur opinber fjár- stuðningur við stjómmálasamtök aukist á undanförnum árum. í lýðræðisþjóðfélögum gegna stjórnmálasamtök veigamiklu hlutverki. Fjárhagsstuðningur hins opinbera er mikilvægur til að samtök geti sinnt nauðsynlegri stjómmálastarfsemi og til að nokkurt jafnræði geti ríkt milli stjórnmálasamtaka.“ Oli Björn Kárason DV Skoðun Nýting Viðeyjar Ein af mörgum nýjung- um sem kynntar eru í drög- um að aðalskipulagi Reykjavíkur er hugmynd um byggð í gamla Viðeyjar- þorpinu og göngubrú úr nýju íbúðahverfi í Gufunesi yfir í eyjuna. Hugmyndin er að opna eyjuna fyrir al- menningi með aðgengilegri hætti en áætlunarsiglingar milli lands og eyjar gera. Sigmundur Ernir Rúnars- son, aðstoðarritstjóri DV, fjallar sérstaklega um skipulag Viðeyjar í rit- stjómargrein 25.7. sl. þar sem hann í raun undrast á því hvers vegna ekki er búið að byggja í Viðey fyrir löngu. Hann bendir á að þarna er bygging- arland í hjarta höfuðborgarinnar sem býður upp á griðarlega mikla möguleika. Ritstjórinn og skáldið fer á flug í hugmyndum sínum og varp- ar fram skemmtilegum hugmyndum um leið og hann spyr hvort eyjan sé heilagt vé sem ekki megi snerta eða þá að hún sé svo nálægt að mönnum hafi yfirsést möguleiki hennar. Spurningarnar era margar hverjar Oskar Bergsson varaborgarfulltrúi: áleitnar og varpa sumar ljósi á staðreyndir málsins. Heilagt vé í hugum margra er Viðey heilagt vé. Þar bjó Skúli Magnússon landfógeti og þar eru Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja ein elstu hús landsins. Eyjan blasir við úr höfuðborginni, ósnortin og yndisleg í sinni mynd, með Viðeyjarstofu og Við- eyjarkirkju í forgrunni. Þar er flölskrúðugt fuglalíf og ósnortin náttúra. Ástæðan fyrir því hvers vegna ekki hefur ver- ið byggt þar fyrir löngu, eins ritstjór- inn kemst að orði, er kannski fyrst og fremst sú að til þess að geta skipu- lagt nútímabyggð í eynni þarf að tengja eyjuna fasta landinu. Brú yfir í eyna annars staðar frá en úr Gufu- nesi sker helstu siglingaleiðir um hafnarsvæði borgarinnar og jarð- gangagerð á íslandi er mjög stutt á veg komin. Það má því segja að raun- hæf lausn á tengingu við Viðey hafi ekki legið á lausu fyrr en nú á allra síðustu árum. Ekki má heldur gleyma því hversu erfltt er að fá fé til samgöngumannvirkja í Reykjavík, sérstaklega þegar horft er til framtíðar. Það má því segja að það séu tvær meg- inástæður fyrir því að eyjan er ekki löngu byggð, annars vegar virðing fyrir eyjunni ósnort- inni og hins vegar kostnaður vegna samgöngumannvirkja sem nauðsynleg eru til tenging- ar lands og eyjar. Göngubrúin og þorpið Með hugmyndinni að land- fyllingum í Gufunesi og þéttri íbúðabyggð þar skapast tæki- færi til að brúa sundið milli Gufuness og Viðeyjar. Göngu- brú út í Viðey opnar þetta svæði fyrir þúsundum borgar- búa sem nýta sér göngustíga- kerfl borgarinnar og galopnar eyjuna til hvers kyns útivistar. Endurreisn gamla Viðeyjar- þorpsins er viðleitni til þess að skapa þar mannlíf sem verður með rólegra og afslappaðra yfirbragði heldur en við þekkjum annars staðar í borginni. Viðeyjarþorpið leysir lika Göngubrú út í Viðey opnar þetta svœði fyrir þúsundum borgarbúa sem nýta sér göngustígakerfi borgar- innar og galopnar eyjuna til hvers kyns útivistar. á margan hátt vandamál sem upp koma við endurskipulagningu mið- borgarinnar. Þar eru fyrir gömul og góð hús sem oft á tíðum standa ein Hart knýr nú Hösmagi hurð vora „Þekktir verða að loknum leik / lukkuskerðar hræður. / Aftur sérðu komna á kreik / Kálfagerðisbræð- ur,“ sagði Sveinn Hannesson þegar aö honum var sótt.. Glámsaugu sögunnar birtast og Allir vita, að sú virkjun er eingöngu ætluð fyrir margumtálað risaálver á Reyðarfirði. Það spyrðuband til „bjarg- ar“ Austfirðingum er dýru verði keypt. minna á sig þegar hliðstæð atvik ger- ast. Þessi vísa eftir Svein frá Elivog- um kom upp í hugann þegar ég sá í fréttum, að Landsvirkjun og Verk- fræöistofa Sigurðar Thoroddsens eru búnar aö koma sér saman um grunn- verkþætti við Kára- hnjúkavirkjun. Sigur- vissir! Og málið er á at- hugunarstigi. - Eða hvað? Dýru verði keypt Landverkfólk á vatnasvæðum Blöndu kannast reyndar við vinnubrögðin, og hefur engu gleymt, eftir deil- una þar sem um óþarfa sóun á landi og lífríki við staðsetningu Blöndulóns var að ræða. En sagan geymir afreksverkin. „Lýðræði í viðjum valds“ er enn- þá rannsóknarefni. Grettir sterki bar naut á herðum sér, og þreytti margar aflraun- ir. - En gæfumaður var hann ekki. - Sagan mun geyma og lengi í minnum hafa óláns glapræði Landsvirkjun- ar við Kárahnjúka ef af verður. I það dæmi vantar samanburðartöl- ur svo „ásættanleg" út- koma náist. - Allir vita, að sú virkjun er ein- göngu ætluð fyrir margumtalað risaálver á Reyðarfirði. Það spyrðuband til „bjargar" Austfirðing- um er dýru verði keypt. Guðríður B. Helgadóttir Blönduósi Og óvíst um árangur. Til samanburðar mætti hugsa sér margs konar aðra uppbyggingu sem gæfi fólkinu á því svæði tryggari atvinnu til frambúðar og áhuga- verðari, ef til væri kost að álíka upphæöum Hvað ef við heitar upp sprettur i jaðri „þjóð- garðsins“ Vatnajökuls væru reist heilsuhótel með skíðaparadís á aðra hönd og heit böð heilsu- linda á hina og svæðið norðan hans friðland til útivistar? Húsvíkingar notast við gamalt, úrelt ostaker sem kostaði ekki neitt! En aðsóknin er mikil og sýnir þörfina. Og Bláa lónið er talandi dæmi um aðdráttarafl heita vatnsins á háa sem lága. Er ekki kominn tími til að staldra við og horfa til staðhátta og meta þetta einstaka land okkar frá hnatt- rænu sjónarmiði? Úti í hinum stóra heimi berjast menn við kúariðu, gin- og klaufaveiki og margs konar óáran í búfé og mannfólki: Manndráp og níðingsverk, hungur og þorsta, sjálfseyðingu borgarastyrjalda, yfir- gang og kúgun auðsöfnunarsjúkra valdhafa. Er það þetta sem við vilj- um helst læra af umheiminum og taka þátt í að kenna bömum okkar og búa þeim slíkan framtíðarheim? - Ég segi nei. Óteljandi möguleikar Okkar land og lífsskilyrði bjóða upp á betri kost. Valið er okkar sem nú getum haft áhrif á stefnumörkun. Stóriðjueinstigið er þröngt og þaðan verður ekki aftur snúið. Ennþá gæt- um við reist hótel og matsölustaði, sem byðu upp á heimsins hollasta fæði, allt ræktað, alið og veitt við heilnæmustu og hreinustu aðstæður sem bjóða mætti upp á ef landsins gæðum verður ekki spillt meira en orðið er. Möguleikarnir eru óteljandi, ef þjónusta öll yrði miðuð við skipulagða uppbyggingu á landinu í heild sem miðstöðvar hollustu, menntunar, menn- ingar og vísinda. Þann vísinda- brunn á að virkja til skilnings og þroska í þágu heimsins. Bjóða ætti ferðamönnum " upp á skoðunarferðir gangandi eða á hestum um víðáttur öræfanna, þar sem villibráðin fær uppeldi sitt, undir beitarstjórnun og faglegu eftir- liti. Lagðprúðar ær, frjálsar hrein- dýrahjarðir og gæsahópar eru meira aunayndi en gruggug, endalaus uppi- stöðulón. Og sem dæmi eru göngur, réttir og stóðsmölun til rétta orðin þekkt og eftirsótt ævintýraferð. Þess- um dýrmætu eiginleikum landsins ber okkur að hlúa að og varðveita, byggja á og sýna umheiminum að hér býr menntuð þjóð, verðug þess að varðveita arf forfeðranna, trúandi fyrir landi og lifi. Litil vin í stríðs- hrjáðum heimi hermdarverka og só- unar. Okkar kynslóð ber skylda til, sem einn lítill hlekkur í lífkeðjunni, að stuðla að þessari manngerðu upp- byggingu að framtíö barna okkar en breyta ekki þessu litla landi, þessari einstöku uppáprettu lifs og sköpunar sem víðerni hálendisins er, í gruggug vatnsflæmi og leirfláka, eða ströndum landsins í fátækrahverfi verksmiðjukumbalda með vélknún- um róbótum og sálarlausum tölvu- heilum í logandi helvítisgufum ál- vera og málmbræðslna. Guðríður B. Helgadóttir og óstudd eftir skipulagsumrót fyrri tima. Með þvi að koma upp aðstöðu fyrir flutningshús í Viðey eru slegnar tvær flug- ur í einu höggi. Það liðkar fyr- ir skipulagsbreytingum i mið- borginni og endurskapar um leið gamalt sjávarþorp í Viðey. Stórt en varfærið skref Með því að fara hægt í sak- irnar og opna dyrnar að Viðey með varfærnum hætti þá nálg- umst við viðfangsefnið á skyn- samlegri hátt heldur en að taka á þessu stigi ákvörðun um nútímabyggð í eynni. Ákvörðun um göngubrú út í Viðey er stór hugmynd og stór hugsun, þótt stórhuga mönn- um þyki þar ekki nógu langt gengið. Ég er sannfærður um það að þegar eyjan verður orð- in flölsótt af íbúum höfuðborg- arsvæðisins þá veröum við bet- ur i stakk búin til að taka ákvörðun um hvemig við viljum stiga næstu skref í skipulagningu Viðeyjar til framtíðar. Óskar Bergsson Ummæli Fókusinn á einkalífinu „Kjarni málsins er sá að Ólafur Ragnar hleypti flölmiðlum nærri sér og sínum í þeim ágæta tilgangi aö byggja nýjar brýr á milli embættis for- seta íslands og þjóðar- innar, en nú finnur hann ekki fram- hald þeirrar leiðar, þegar aðstæður hans hafa allar breyst. Forsetanum tekst ekki að beina athyglinni að orð- um sínum eða ágæti þeirra málefna sem hann leggur lið. Fókus flölmiðla og almennings er á einkalifinu. Eftir standa því spurningar um hvort heppilegt hafi verið að hleypa flöl- miðlum þetta nærri flölskyldulífinu á Bessastöðum." Ásgeir Friögeirsson á pressan.is Ungt fólk vill í álver „Það getur verið að það sé rétt hjá þér að það hafi ekki margir foreldrar þá hugsjón til handa bömum sín- um að vinna í álveri en það er þó þannig að það hefúr sýnt sig í könnun sem gerð var í tengslum við uppbyggingu álvers á Austur- landi að helmingur ungs fólks í Fjarðabyggð og Suðurfjörðum hefur áhuga á að vinna í álverinu. Ég býst við að þetta unga fólk unni náttúru Austurlands og m.a. þess vegna vilji það búa fyrir austan allan ársins hring. Auk þess eru störf í tæknilega fullkomnu álveri hreint ekki óþrifa- leg og hreint ekki óspennandi. Þá má geta þess að starfsaldur í álverinu í Straumsvík og á Grundartanga er að meðaltali hár.“ Valgeröur Sverrisdóttir ráöherra I opnu bréfi á heimasíöu sinni. Spurt og svarað Eru ný tóbaksvarnarlög óframkvcemanleg ogdraga m úr virðingu fó\ Sveinn Andri Sveinsson lögmadur Markmið sem ganga ekki eftir „Ef lögin eru óframkvæman- leg, sem ég hef enn ekki kynnt mér, þá segir það sig sjálft að slíkt dregur úr virðingu fólks fyrir lögunum í landinu almennt. Alþingi hefur í gegnum tiðina stundum verið að setja lög með göfugum markmiðum án þess að hægt sé að fylgja þeim eitthvað eftir, það er þegar pólitískar yfirlýsingar eru settar í laga- bókstafinn. Slikt kann aldrei góðri lukku að stýra. Sjálf- sagt hefur löggjafanum gengið gott eitt til með setningu þessara nýju tóbaksvamarlaga en öllu má nú ofgera.“ Dagbjört Bjamadóttir, rádgjöf í reykbirtdindi Sumt ófram- kvœmanlegt „Mér finnast þessi lög að mörgu leyti góð en ég viður- kenni að um margt er mjög erfitt að fylgja þeim að öllu leyti eftir. Þar á ég til dæmis við ákvæði sem snúast nánast um heimilislíf fólks og reykleysi þar gagnvart börnum. Einnig viðurkenni ég að óframkvæmanlegt er að fylgja því eftir til hlítar að umræður meðal fólks um tóbak megi aldrei vera nema undir neikvæðum formerkjum. Ég held að þessi lög verði á hinn bóginn ekki til þess að draga úr virðingu fólks fyrir lögunum - enda þótt ég viðurkenni fúslega að vankantar á lögunum séu nokkrir." Gunnar B. Guðmundsson, kaupmadur á Selfossi. Hjákátlegur tví- skinnungur „Mér finnst það vera i raun hálfhjákjátlegt hvernig að mál- um er staðið, það er varan sé lögleg og hana megi selja en samt má hún ekki sjást. Mér finnst þessi tví- skinnungur segja allt sem segja þarf um málið. Aftur á móti styð ég allar fyrirbyggjandi aðgerð- ir, svo sem reykingabann á vinnustöðum og að ekki skuli reykt í heimahúsum í návist bama. Forvarnir gagnvart reykingum voru að mínum dómi miklu markvissari fyrir svo sem tuttugu árum en heldur hefur slaknað á þeim í seinni tíð. Þar veldur máski að flölmiðlunin er meiri og hinn góði áróður hreinlega týnist." Að ári liðnu Minningarathöfn fór fram í Skerjafirði í gærkvöld í tilefni af því að þá var nákvæmlega eitt ár liðið frá því að lítil flugvél fórst þar í hræðilegu slysi og allir sem með henni voru. Slysið hefur dregið mik- inn dilk á eftir sér og er enn ekki út- séð hversu umfangsmiklar afleiöing- ar þess verða fyrir ílugmál á íslandi. Enda hefur málið á sér margar hlið- ar. Ein hlið málsins snýr að því unga fólki sem lést í slysinu og aðstand- endum þess sem hafa mátt þola gríð- arlega sorg og mikinn missi. Önnur hlið málsins snýr að flugöryggi í landinu og allri þeirri umgjörð sem flugrekstur í landinu býr við. Með mjög óvenjulegum hætti hafa þessar tvær hliðar málsins tengst saman því það hafa verið aðstandendur fórnarlambanna sem hafa knúið málið áfram með skilyrðislausum kröfum um undanbragöalausa rann- sókn og hlutlægt mat á ábyrgð allra sem málið varðar. Ekki einvörðungu ábyrgð flugmannsins eða þeirra sem beint tengdust atburðarásinni þenn- an örlagaríka dag heldur ekki síður flugmálayfirvalda og „kerfisins" alls. Sjálfstæð rannsóknarvinna Að öörum ólöstuðum eru það kannski fyrst og fremst þeir Friðrik Þór Guðmundsson og Jón Ólafur Skarphéðinsson, feður tveggja pilta sem létust vegna áverka sem þeir hlutu í slysinu, sem hafa borið hit- ann og þungann af þeim þrýst- ingi sem haldið hefur verið uppi í málinu. Mikil sjálfstæð rannsóknarvinna þeirra leiddi til þess að flugmálayfirvöld urðu að svara ýmsum spurning- um, sem augljóslega átti ekkert að svara, og kastljósinu var beint að rannsókn málsins og þeim vinnubrögðum sem beitt var. Þó svo að flugmálastjórn og valdakerfið í kringum hana liti augljóslega lengi vel á aðfinnsl- ur og gagnrýni þeirra Friðriks Þórs og Jóns Ólafs sem pirring og nöldur manna sem væru að Birgir Guðmundsson skrífar: ganga í gegnum sorgarviðbrögð þá gekk slíkt ekki til lengdar og menn urðu einfaldlega að sætta sig við að verið var að spyrja rétta aðila réttra spuminga. í þeim efnum vekur það einmitt aðdáun hversu málefnalegur og hlutlægur málflutningur aðstand- endanna hefur verið þrátt fyrir að undir niðri hljóti að hafa kraumaö gríðarlegt tilfinningabál. Upp á borð Síðasti sigur aðstandendanna í viðureign sinni við kerfið kom fyrir skömmu þegar úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvaö á um að Rann- sóknamefnd flugslysa ætti að birta drögin að skýrslu sinni eins og þau voru áður en Flugmálastjóm hafði gert athugasemdir við hana. Ljóst er að skýrsla Rannsóknarnefndarinnar tók stakkaskiptum eftir að hún hafði farið i gegnum hreinsunareld Flugmálastjórnar. Menn hafa jafhvel geng- ið svo langt að segja að Flugmálastjórn hafi verið eins konar með- höfundur að skýrslunni - sem þó átti m.a. að flalla um þátt Flug- málastjórnar í málinu!!! Það kann að vera eðli- legt að Flugmálastjórn, eins og aðrir sem flall- að er um, hafi rétt til að koma á framfæri athugasemdum við skýrslu Flugslysanefndar áður en hún er endanlega gefin út. Hins veg- ar viröast menn ekki vera að tala um einhverjar minni háttar athuga- semdir sem teknar hafa veriö til greina. Það er beinlínis verið að tala um að skýrslan hafi verið meira og minna umskrifuð samkvæmt óskum Flugmálastjórnar. Ef slíkt vekur ekki efasemdir um stöðu Flugslysa- nefndar sem sjálfstæðs rannsóknar- aðila þá mun ekkert gera það. Bar- átta aðstandenda hefur nú leitt til þess að hlutir sem þessir eru uppi á borðum og í opinni umræðu eins og þeir eiga auðvitað að vera. Vonandi þýðir það líka aukið flugöryggi í landinu og að á þessu ári sem liðið er frá slysinu í Skerjafirði hafi menn gengið þessa götu til góðs. Ásta Möller alþingismaður. Slípast í fram- kvœmdinni „Með nýju tókbaksvarnar- lögunum era fyrst og fremst sett ákveðin markmið til þess að vema fólk sem ekki reykir. Síðan er það auðvitað þeirra sem málið varðar að gera ráðstafanir til að móts við þessi megin- sjónarmið laganna. Það hvemig þessum lögum verður framfylgt á að sjálfsögðu eftir að slípast í framkvæmdinni og frekari reglur verða vænt- anlega settar í samráði við þá sem hagsmuna eiga að gæta. En megininntaki þessara laga er auðvitað lýst í 1. grein þeirra þar sem efnislega segir m.a. að vemda skuli þá sem ekki reykja fyrir skaðlegum áhrifum tókbaksreyks." iakob Möller hæstaréttarlögmaður telur lögin öframkvæmanleg. Frá minningarathöfn í Skerjafirði í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.