Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 23
MIDVIKUDAGUR 8. AGÚST 2001 27 i>-v Tilvera ¦ælisbarniö Dustin Hoffman er 65 ára í dag Stórleikarinn Dustin Hoífman er 64 ára í dag. Hoffman er fæddur og uppalinn í borg englanna og er hann sex barna faðir. Hann er einn verð- launaðasti leikarinn í Hollywood enda hefur hann slegið í gegn í hverri myndinni af annarri. Hoffman hefur sjö sinnum verið tilnefndur til ósk- arsverðlauna og tvisvar hefur hann hampað styttunni góðu. Það var fyrir leik í myndunum Kramer vs. Kramer og Rain Man þar sem mótleikari hans var Tom Cruise. Tviburarnlr (2 Stjörnuspá Glldlr fyrir fímmtudaginn 9. ágúst Vatnsberinn (20. ian.-l8. fehr.): ¦ Dagurinn einkennist af rólegu og þægilegu and- rúmslofti. Þú gætir orðið vitni að deilum seinni hluta dagsins. Það er litið sem þú get- ur gert til að koma í veg fyrir það. Fiskarnlr (19. febr.-20. marsl: | Það verða miklar Iframfarir á einhverj- um vettvangi i dag. Peningamálin valda þér samt einhverjum áhyggjum og erfiðleikum. Hrúturinn (21. mars-19. aprih: i Þú þarft að bíða eftir I öðrum í dag og vinna þín líður fyrir seina- gang annarra. EkM láta undan þrýstingi annarra í mikilvægum málum. Nautið (20. apríl-20. maí): Þín bíður gott tæki- færi fyrri hluta dags- ins. Það gæti tengst peningum á einhvern hátt Þú hugar að breytingum heima fyrir. Tviburarnlr (21. mai-21. iúní): Dagurinn verður góð- 'ur og þú gætir orðið heppinn i fjármálum. Tíma, sem þú eyðir í skipuíágningu heima fyrir, er vel varið. Krabblnn (22. iúni-22. iúlB: | Vertu orðvar, þú veist I ekki hvernig fólk tek- ur því sem þú segir. mÞú gætir lent í því að eða misbjóða því. Happatölur þínar eru 4,11 og 36. LlÓnlð (23. iúlí- 22. ágústl: Þótt eitthvert verk gangi vel í byrjun skaltu ekki gera þér of miklar von- ir. Nú er tími breytinga og þú þráir að taka þér eitthvert nýtt verkefni fyrir hendur. Mevjan (23. aeúst-22. seat.): ^\<y Þúminnistgamalla "V^^ tíma í dag og það teng- ^^k^lfcist ef til vill endurfund- ^ f um við gamla vini. Ef þú hyggur á ferðalag er góður tími núna til skipulagningar. Vogin (23. sept.-23. okt.): Vonbrigði eða óvæntar fréttir gætu haft skað- leg áhrif á stöðu þína fyrri hluta dagsins. Þú skált því fresta mikilvægum ákvörðunum þar til síðar. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.): > Ekki treysta á aðra til flað hjálpa þér að halda f loforð þin eða leysa j verkefni fyrir þig. Treystu heldur á eigin dómgreind og þá mun allt fara vel. Bogamaður (22. nóv.-21. des.): |Þú gætir átt í erflöleik- rum í samskiptum við ; fólk í dag og það gerir I þér erfitt að nálgast þær uppiýsingar sem þú þarfhast. Reyndu að taka því rólega í kvöld. Steingeitin (22. des.-19. ian.): Fólk gæti reynt að nýta sér góðvild þína og þú verður að beita kænsku til að koma í veg fyrir það án þess að valda deilum. Vogin (23. se DV-MYND DVÓ Vígalegar á mótorhjólum Marlies Weggemans og Marian Splintergefa strákunum ekkert eftir í aö þeysa um landið á stórum mótorhjólum. Tvær hollenskar ævintýrakonur: Þeysast á mótor- hjólum um landið DV, BORGARFIRÐI:______________________________ Það er sjaldgæf sjón að sjá ungar stúlkur á mótorhjólum á vegum landsins, alla vega íslenskar, en það virðist vera vinsælt hjá erlendum stúlkum, að minnsta kosti þeim frá Hollandi. DV rakst á tvær hollensk- ar yngismeyjar, Marlies Wegge- mans og Marian Splinter, sem voru að koma til landsins í annað sinn og fara um landið á stórum mótorhjól- um eins og strákarnir. Þær sögðust hafa tekið ástfóstri við mótorhjólið fyrir um ellefu árum og það væri mjög vinsælt hjá stúlkum í Hollandi að þeysa um á mótorhjólum. Þær sögðu þetta vera í annað skiptið sem að þær þeysast um landið á mótorhjóli. Þær fóru fyrir þremur árum um þjóðveg 1 og á Vestfirðina og eftir það hugsuðu þær með sér að ef þær ætttu kost á því að koma aftur myndu þær gera það og tækifærið kom þegar þær fengu 4 vikna sumarfrí. „Við komum fyrir um þremur vikum til Seyðisfjarðar og höfum keyrt 1000-1500 km en ferðin öll á að vera um 3000 kílómetrar. Við höfum farið til margra landa á mótorhjóli, meðal annars til Frakklands, Aust- urríkis, Italíu, Noregs, Svíþjóðar og fleiri landa og það er alltaf gaman að koma til íslands því það er svo fallegt hérna. Verðlagið mætti vera aðeins lægra, þá kæmum viö oftar," sögðu hollensku mótorhjólakonurn- ar við DV og þær hvöttu íslenskar stúlkur til að fá sér mótorhjól, það væri alveg yndislegt að þeysa um þjóðvegina á þeim. -DVÓ Cusack til forseta Nú er farin af stað her- ferð í Bandaríkjunum til að fá leikarann góð- kunna, John Cusack, til að bjóða sig fram til for- seta árið 2004. Cusack hefur náð 35 ára aldri sem gerir hann löglegan í framboð. Herferðinni var hrund- ið af stað af þeim Dan Carol og Stuart Trevelyan sem bæði unnu hjá stjórn Bills Clintons. Miðstöð herferðarinnar er á vef- síðunni www.junction- Fer hann fram Cusack hefur ekki gefib út neinar yfirlýsingar vegna herferöarinnar. city.com. Þar getur fólk skráð sig á und- irskriftalista. Rókin fyrir framboði Cusacks er að hann tók erfiðar ákvarð- anir í Grosse Point Blank, var óspilltur í Eight Men Out, er svalari en John Malkovich og hefur skynsamlegar póli- tískar skoðanir. Dan Carol segir aö ætlunin sé að safna nægum stuðn- ingi þangað til Cusack fer að taka eftir honum. 200 manns hafa boðið sig fram til aðstoða við framboðið. Varavalkostur stuðningsmanna hans er systir hans, Joan. Frekar Griffith en Banderas Leikkonan Angelina Jolie hefur orð á sér fyrir að vera æsileg kynbomba. Hún er ekki einungis æsileg heldur er hún einnig hugmyndarík og öðruvísi. Aðspurð á dögunum hvort hún vildi rekkja með Antonio Banderas, mót- leikara sínum í kvikmyndinni Orig- inal Sin, svaraði kvendið: „Hann er kvæntur þokkafullri konu. Ég myndi miklu frekar vilja rekkja með henni en vera í sambandi við hann," svaraði hún. Banderas er sem kunnugt kvænt- ur leikkonunni Melanie Griffith. Kannski Billy Bob ætti að fara að passa sig. Kaþólikkar mótmæla Kaþólsku samtökin Catholic Charismatic Renewal hafa lagt fram skriflega beiðni hjá borgaryfirvöldum í Glasgow þess efnis að rapparinn Eminem og sjokkrokkarinn Marilyn Manson fái ekki að stíga á stokk í borginni. Tónlistarmennirnir tveir eru á meðal aðalnúmera á tónlistarhátíð- inni Gig on the Green sem haldin verður í Glasgow 25. ágúst. Kaþólikk- arnir segja texta um dýrkun á dópi, kynlífi og djöfladýrkun ekki eiga heima í Glasgow. Talið er nokkuð víst að andstæðing- ar tónlistarmannanna tali fyrir daufum eyrum í borgarráðinu. Að- standendur tónleikana hafa líka bent á að ungum krökkum sé ekki hleypt inn. Harrison Ford og Nicole Kidman Stórstjörnurnar Harrison Ford og Nicole Kidman ræddu saman baksviös á Hollywood Film Festival Awards síöastliöinn sunnudag. Nicole fékk verðlaun fyrir besta leik konu í kvikmyndinni Moulin Rouge. Hún er nýskilin við Tom Cruise og virtist falla vel atlot Indiana Jones-leikarans geðþekka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.