Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Side 24
28 ________MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 Tilvera I>V Tónleikar í Deiglunni I kvöld verða tónleikar í Deiglunni á Akureyri þar sem sópransöngkona Guðrún Ingimars- dóttir og Duo Serenade sem er skipað Alexander Auer þverflautu- leikara og Heike Matthiesen gítarleikara koma fram. Á efnisskránni eru spönsk og suður- amerísk sönglög og tangóar. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Síðustu forvöð ERLA VAN DYCK I LISTHUSI OFEIGS I Listhúsi Ofeigs aö Skóla- vöröustíg 5 lýkur í dag sýningu á teikningum eftir Erlu Reynisdóttur van Dyck. Erla er búsett á Englandi og starfar þar sem kennari en hún kennir vefnað og hrynjandálist. Erla vinnur verk sín mjög hratt og er í mikilli nánd viö viðfangsefnið (fyrir- myndina), þar af leiðir að verkin eru sjálfsþrottin sköþun augnaþliksins, þar sem formið sjálft er ekki eins mikilvægt og upplifun andartaksins. Erla notar auk þlýants ýmis óhefð- bundin áhöld eins og t.d. reyrstifti, fjaörir og fingurna og notar báöar hendur jafnt í listskoþun sinni. Rokk TALTONLEIKAR HINS HUSSINS OG RASAR 2 I dag klukkan 17 verða síðustu Taltónleikar Hins Hússins og Rásar 2. Nú munu hljómsveitirnar Mínus og Vígspá stíga á svið og sýna færni sína. Hljómsveitirnar tilheyra báðar harökjarnasenunni sem nýtur sífellt meira fylgis. Klassík KELTNESK TONLIST HJÁ BLAU KIRKJUNNI Næstu tónleikar í tónleikaröð Bláu kirkjunnar á Seyöisfirðl veröa í kvöld kl. 20.30, en þá mun nýr og vinsæll hóþur Alba leika keltneska tónlist. Alba var stofnaöur í Reykjavík áriö 1999. Að tónleikunum loknum er hægt að skella sér á Kaffi Láru eða á Net@ffi í menningarmiöstööina Skaftfell eftir tónleika. Miöa á tónleikana má fá á skrifstofu Bláu kirkjunnar, Ránargötu 3 á Seyöisfirði og í kirkju fyrir tónleika. Aögangs- eyrir er krónur 1000, frítt fyrir 16 ára og yngri. Göngur ÓVISSUGANGA Á VEGUM FERÐAFELAGS ISLANDS I kvöld klukkan 19.30 veröur farið í gönguferö út í óvissuna á vegum Ferðafélags íslands. Fariö verður frá BSÍ og komið viö í Mörkinni 6. Mikill leyndardómur hefur ávallt verið yfir þessum óvissugöngum því ekki hefur neinn vitað hvert farið er fyrr en á áfangastaö er komið. Þó má ijóstra upþ aö reiknað er með 2 til 3 klukkustunda göngu. Verðiö í gönguna er kronur 1500 en 1200 fyrir félagsmenn. Sýningar ___________________ Myndlistarmaöurinn Daöl Guöbjörnsson sýnir í Gallerii Sölva Helgasonar að Lónkotl í Skagafirði. Myndirnar er vatnslitamyndir og hefur Daöi unnið þær allar á þessu ári. Myndefnið er landiö, sjálfstæö tilvera málverksins og sálarkima förumannsins, enda þótt hann hafi skort þau fínu tæki sem nútímalista- maöurinn hefur til hámenningar tilburða. Sýningin stendur til 15. ágúst. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Bonsai-garðurinn í Hellisgerði: Ævaforn japönsk ræktunaraðferð Hellisgerði í Hafnarfirði er einn af elstu skrúðgörðum landsins, hann er líka einn sá fallegasti. í hrauninu eru marglitar blómplönt- ur og sjaldgæf tré sem lífga upp á umhverfið og veita skjól fyrir næð- ingi. Burknar af öllum stærðum vaxa út úr sprungum og ef vel er að gætt má eflaust sjá skrautklædda blómálfa leika sér í grasinu. Á einum stað í garðinum er búið að koma upp sýningarreit fyrir ís- lensk bonsai-tré eða dvergtré. Hall- dór Gunnar Haraldsson, vaktmaður í bonsai-garðinum, segir að hann annist trén í sumar ásamt því að vera starfsmaður hjá skattinum. „Ég sótti bara um starfið af rælni þegar ég sá það auglýst og er ánægð- ur með það. í starfinu felst m.a. að vökva trén og leiðbeina gestum um svæðið." Harðgerðar plöntur „Frá og með 1. ágúst verður safn- ið opið frá klukkan þrjú til átta á virkum dögum en frá eitt til sex um helgar. Tíminn styttist um tvo klukkutíma í hvorn enda þegar kemur fram í október en það er lok- að frá 1. nóvember og fram á vor.“ R5S á6- . • ..> • . -" . .-v Dvergtré í Hellisgeröi Halldór Gunnar Haraldsson, umsjónarmaöur bonsai-garösins í Hafnarflröi, við uppáhaldstréö sitt sem er fjörutíu og níu ára gömul ilmbjörk. Sitkagreni Bonsai er ræktunaraöferö þar sem galdurinn felst í því að rækta tré í pottum. Tré geta oröiö mjög gömul þrátt fyrir aö vera smávaxin. Halldór segir að ástæðan fyrir því að garðurinn sé lokaður á vetuma sé sú að pottarnir þoli ekki frost. „Tré eru harðgerð, geta alveg verið úti allt árið, en pottarnir springa og eyðileggjast." Stöðug aðsókn „Ég er alltaf að fá meiri og meiri áhuga fyrir dvergtrjám og hef verið að lesa mér til, en ég er ekki farinn að skipta mér af ræktuninni. Það var Páll Kristinsson sem kom trján- um á legg og hann sér enn þá um þau.“ Halldór segir að það sé misjafnt milli daga hvað komi margir aö skoða garðinn. „Ætli það séu ekki á milli tuttugu og þrjátíu manns og stundum koma hingað stórir hópar af túristum á vegum ferðaskrifstof- anna.“ Fjörutíu og níu ára gömul ilmbjörk Halldór leggur áherslu á að þetta séu allt venjuleg tré en ræktunarað- ferðin geri þau svona smá. „Þetta er ævaforn japönsk aðferð sem hefur náð miklum vinsældum um allan heim. Ég held að bærinn eigi um hundrað og tuttugu tré en það eru bara fimmtíu til sýnis í einu. Elsta bonsai-tréð í garðinum er fjörutíu og níu ára gömul ilmbjörk. Tré eru flest tuttugu til þrjátíu ára gömul. Persónulega held ég mest upp á birkið og mér finnst sitkagrenið líka mjög flott. Annars finnst mér mjög erfitt að gera upp á milli þeirra - þau er öll mjög falleg.“ -Kip á Grimm helgi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar. „Þar sem maður sat heima mest alla helgina hvarflaði einstaka sinnum að manni að maður œtti að vera þama úti eins og dllir hinir. Svo komu sjónvarpsmyndimar og birtu nöturlegan veru- leika. Dauðadmkkið fólk, sem hafði ekki rænu á að taka til eftir sig og brenndi tjöld sín fremur en að pakka þeim saman. “ Þá er mesta sukkhelgi ársins að baki. Maður fylgdist með henni á skjánum. Hún minnti um of á hryllingsmynd. Æskulýðurinn streymdi frá byggð út í náttúru og hið grimma frumskógarlögmál tók völdin. Of margir voru étnir. Þar sem maður sat heima mest- alla helgina hvarflaði einstaka sinnum að manni að maður ætti að vera þarna úti eins og allir hin- ir. Svo komu sjónvarpsmyndimar og birtu nöturlegan veruleika. Dauðadrukkið fólk sem hafði ekki rænu á að taka til eftí#sig og brenndi tjöld sin fremur en að pakka þeim saman. Ekki til fyrir- myndar en sýndist þó saklaust miðað við fréttir af nauðgunum og eiturlyfjaneyslu. „Slæm mál, slæm mál,“ sögðu mótshaldarar, en manni fannst samt eins og þeir gerðu ekki ráð fyrir öðru en að svona hlyti þetta að vera. Það er víst mikÚ harka í þessu samfélagi og erfitt að ráða við hana. Fyrir allnokkrum árum sagði mér ungur piltur frá því þegar hann og félagar hans hefðu um verslunarmannahelgi haft samfar- ir við dauðadrukkna og rænulausa stúlku. Hann sagði frá atburöinum eins og skemmtisögu. Þegar ég nefndi orðið nauðgun horfði hann á mig furðu lostinn. Hann leit ekki sig sem nauðgara. Hann var bara ungur strák- ur með náttúru, eins og vinirnir, og stúlkan hafði verið full. Hann skildi ekki fordæmingu mína og reiði, fór í vörn og varð meira að segja sár. Hon- um fannst hann ekki sekur. Hann kom frá góðu heimili, hafði fengið ágætt uppeldi og var í skóla þar sem hann tók góð próf. Hann hefði átt að gera sér grein fyrir glæp sínum. Þaö gerði hann hins vegar ekki. Honum fannst stúlkan hafa boðið upp á þetta með því að verða drukkin. í hans augum var hún bara drusla. Ég hef ekki séð piltinn síðan hann sagði mér þessa sögu en veit að hann er í góðri stöðu, er giftur og á börn. Hann hefur semsagt komið sér ágætlega fyrir í lífinu. Ég veit ekki hvort hann leiðir nokkru sinni hugann að stúlkunni sem hann nauðgaði. Reyndar held ég að menn flýi ekki misgjörðir sínar þótt þeir losni við opinbera ákæru heldur verði að lifa með þeim. En það er bara mín heim- spekilega afstaða og byggist senni- lega fremur á sterkri tilfinningu en beinni rökhyggju. Fréttir síðustu helgar um nauðganir og hópnauðganir hljóta að kalla á viðbrögð. Ég á í sjálfu sér enga lausn. Ég held hins vegar að ef fólk gerir sér grein fyrir þvi að náunginn er manneskja eins og það sjálft þá leiki það sér ekki að því að skaða hann. En það virðist æði erfitt að koma þessari hugsun til skila - ekki hvað síst um verslun- armannahelgi, þar sem hluti af „skemmtuninni" virðist vera að sleppa öllum hvötum lausum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.