Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Page 25
29 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 DV Tilvera Bíófréttir_______________________ Rush Hour 2 í fyrsta sæti Njósnarinn afhjúpaður Undirheimar Hong Kong Tucker og Chan ná betur saman í þessari mynd en þeirri fyrri og er leikur þeirra því meira sannfærandi. Rush Hour 2, með þeim Chris Tucker og Jachie Chan, var vinsælasta kvik- myndin í bíóhúsum í Banda- ríkjunum um síðustu helgi og náði inn 67,4 milljónum dollara. Myndin segir frá tveimur mjög ólikum lögreglumönn- um sem vinna saman að því að koma upp um glæpahring í Hong Kong sem sérhæfir sig í að falsa peninga og smygla þeim til Bandaríkj- anna. Jachie Chan leikur rannsóknarlögguna, inspect- or Lee, sem er skyndilega kallaður heim úr fríi til að vinna að málinu. Hann kemst fljótlega að því að höfuðpaurinn er gamall en spilltur vinur fóður hans sem var lögga. Leikstjóri Rush Hour 2 er Brett Rather sem gerði m.a. Rush Hour 1 og Family Man. Þeir sem hafa sé Rush Hour 2 segja að hún sé bæði hraðari og fyndnari en fyrri myndin en sé byggð á sömu formúlunni. Eins og í fyrri myndinni mætist menning aust- urs og vesturs og karakterar sem auð- velt er að lesa í skreyta myndina. Tucker og Chan ná betur saman í þessari mynd en þeirri fyrri og er leikur þeirra því meira sannfærandi. í lok myndarinnar má sjá hversu mikið Chan leggur á sig til að leika öll áhættuatriði sín sjálf og þegar mynd- inni lýkur langar þig örugglega að sjá Rush Hour 3. -Kip HELGIN 27... 29. jútí SÆTI FYHRI VIKA TITIU. ALLAR UPPHÆÐIR 1 ÞÚSUNDUM BANDARiKJADOLLARA. INNKOMA INNKOMA FJÖLDI HELGIN: ALLS: BÍÓSALA O Rush Hour 2 67.408 67.408 3118 0 1 Planet of the Apes 27.535 123.740 3530 0 - The Princess Diaries 22.862 22.862 2537 o 2 Jurassic Park III 12.272 147.019 3462 0 3 America's Sweethearts 8.038 49.100 2211 o - Oríginal Sin ‘6.402 6.402 2194 o 4 Legally Blonde 5.851 71.358 2536 o 5 The Score 4.863 57.165 2211 0 6 Dr. Dolittfe 2 2.272 106.169 1681 © 7 Cats and Dogs 2.211 86.707 2122 © 8 The Fast and the Furious 2.130 136.973 1620 © 9 Scary Movie 2 1.182 69.950 1312 © 10 Shrek 1.072 257.919 1010 © 11 Kiss of the Dragon 714 34.705 591 © 18 Made 600 2.299 117 © 13 Tomb Raider 522 129.512 690 © 15 Atlantis: The Lost Empirer 441 80.521 501 © 16 Pearl Harbor 434 80.521 462 © 19 The Closet 411 3.352 128 © 28 Ghost World 342 793 23 Eiturlyfjaviðskipti vinsælust Kvikmynd Stevens Soderbergs, Traffic, er í efsta sæti á myndbanda- listanum þessa vikuna. Traffic er að mörgu leyti eins og heimildamynd í þremur hlutum sem allir eru sam- tvinnaðir. Ein sagan ijallar um bandariskan saksóknara sem leikinn er af Mich- ael Douglas. Douglas er staðráðinn í að ráða niðurlögum öflugs eitur- lyflahrings en þarf um leið að horfa upp á og berjast við eiturlyfjaneyslu dóttur sinnar. Önnur sagan í myndinni segir frá ævi mexíkósku lögreglunnar Javiers Rodriguez sem leikin er af Benicio Del Toro. Hann þarf að feta þröngan stíg milli eiturlyfjahrings- ins sem ræður ríkjum í umdæmi hans og að gæta vinar síns sem er uppljóstrari fyrir bandarísku eiturlyfja- lögregluna. Síðasta sagan í myndinni segir frá lífi eiturlyfjabaróns- ins og eiginkonu hans eftir að honum er stungið í grjótið og hún kemst að raun um hvað maður hennar gerir. Catherine Zeta-Jones leikur eiginkonu dópsalans og tekur hún til sinna ráða til að halda uppi þeim ríkmannlega lifsstíl sem þau hafa vanið sig á. Myndin státar af hópi úrvalsleikara og þeir sem hafa ekki séð hana nú þegar ættu að gera það sem fyrst. -Kip Þrjár sögur í einni Benicio Del Toro leikur lögreglu- mann sem þarf aö feta þröngan stíg milli eiturlyfjahringsins sem ræöur ríkjum í umdæmi hans og aö gæta vinar síns sem er uppljóstrari fyrir bandarísku eiturlyfjalögregluna. VIKAN 23. - 29. júlí FYRRI VIKUR SÆTl VIKA Timi. (OREIFINGARAÐIU) ÁUSTA 0 Ný Traffic (Sam myndbönd) 1 0 1 15 Minutes (myndformj 2 © 2 Cast Away (sam myndböndi 2 O Ný Dude, Where's My Gun iskífan) 1 0 3 Billy ElliOt (SAM MYNDBÖND) 3 0 5 Vertical Limit (skífani 5 O 4 The Way of the Gun isam myndbönd) 3 0 8 Meet the Parents (sam myndbönd) 7 0 6 Pay It Forvard (sam myndbönd) 4 © 9 Crouching Tiger.... (skífan) 7 © 7 Unbreakable <sam myndböndi 6 © 2 The Legend of Bagger Vance(SKíFAN) 2 10 Wonder Boys <sam myndböndi 7 © 11 Bless the Child iskífan) 4 © 15 0 Brother, Where Art Thou? (skífan) 11 © 12 Chill Factor (sam myndböndi 6 © 14 Family Man isam myndböndi 1 © 20 Gangster No. 1 iskífan) 3 © 16 Friends 7, þættir 13-16 (sam myndbönd) 4 LJL. 18 Friends 7, þættir 21-24 (sam myndbönd) 4 - þjóöremba og kvenfyrirlitning í James Bond Njósnari hennar hátignar, James Bond, er í huga margra holdgervingur hetjuskapar og karlmennsku. Njósn- arinn er þó ekki allur þar sem hann er séður því ef vel er að gáð kemur margt misjafnt fram í fari hans og hegðun. Hákon Gunnarsson bók- menntafræðingur hefur nýlokið MA- ritgerð um kappann þar sem hann tekur fyrir fimm James Bond-myndir og greinir þær meðal annars út frá feminisma og eftirlendufræðum. Myndirnar sem Hákon fjallar um eru Dr. No (1962), On Her Majesty’s Secret Service (1969), The Spy Who Loved Me (1977), The Living Daylights (1987) og Tomorrow Never Dies (1997). Segist Hákon hafa notað hinar Bond-mynd- irnar til hliðsjónar en látið bækurnar eiga sig með öllu. Bretland miðja heimsins Hákon segir myndimar um James Bond gegnsýrðar af breskri þjóð- rembu og heimsveldishugmynda- fræði. „Þegar Flemming var að skrifa bækurnar var nýlenduveldið á fallanda fæti en þær eru engu að síð- ur skrifaðar inn í hugmyndafræði ný- lenduveldisins," segir Hákon og bætir við að því sé haldið við í myndunum. „í Bond-myndunum er Bretland alltaf miðjan. Þeir ráða alls staðar. Það er til dæmis ráðist á rannsóknarstofu Bandaríkjamanna í Dr. No en það er samt Breta að redda málunum, ekki Bandaríkjamanna," segir Hákon. Þá er enn fremur rasismi undirliggjandi í myndinni. „Allar persónur sem eru afrískar eða austrænar eru illmennin en Bretar eru ekki í hlutverki ill- menna,“ segir Hákon og bætir við að það sé þó ein góð persóna sem sé dökk á hörund. „En hún er líka í hlutverki nýlendubúa sem er mjög hollur ný- lenduherranum, er þjónn hans. Hann fer og sækir skó húsbóndans þegar hann er beðinn um þaö,“ segir Hákon og bætir við aö persónan sé í þokka- bót dregin upp sem barnaleg, einfóld og hjátrúarfull. Afþreying ekki tekin alvarlega Að sögn Hákonar hafa James Bond- myndirnar fengið talsverða gagnrýni í gegnum tíðina fyrir þjóðrembuna, ekki síst Dr. No og Goldfinger. „Það hef- ur alltaf verið deilt á d þetta annað slagið en þetta hefur líka ekki verið tekið alvarlega vegna þess að þetta eru afþreyingar- bókmenntir." Há- kon bætir við að þó að síðustu myndirnar um James Bond hafi ekki verið skrifaðar af Flemm- ing sjálfum fylgi þær að mörgu leyti sömu lögmálum og fyrri myndir í þessum efn- um. Bond-stúlkan dægrastytting James Bond verð- ur ekki aðeins brigslað um þjóðrembu heldur er hann í þokkabót karlremba af verstu sort. „Það er alltaf ákveðin ástarsaga í Bond. Hann hittir Bond- stelpuna og á endanum eru þau sam- an. En svo byrjar ferlið alltaf aftur í næstu mynd,“ segir Hákon. „Sam- skiptin eru mótuð af því að þau eru tímabundin dægrastytting,“ segir Há- kon en bætir við að staða kvenna í Bond-myndunum hafi þó breyst. „I fyrstu myndunum hafa þær ekki einu sinni rödd heldur er talað yfir leikkonurnar. Þær verða meiri per- sónur eftir því sem á líður. í fyrstu myndunum eru Bond og illmennið áberandi en í seinni myndunum fær Bond-stúlkan meira vægi,“ segir Há- DV-MYND EINAR J, Hákon Gunnarsson bókmenntafræðingur Hákon hefur nýlokiö MA-ritgerö þar sem hann greinir James Bond-kvikmyndirnar út frá ýmsum stefnum, svo sem eftirlendufræöum og feminisma. kon. Engu að síður ráða Bond- stúlkurnar oft úrslitum og koma hetjunni jafnvel til bjargar. „Bond kemst ekki af án Bond- stelpunnar. Hún er til dæmis með einhverjar upplýsingar sem hann þarf til að komast að illmenninu eða eitt- hvað svoleiðis. Hún er því sterk að þessu leyti,“ segir Hákon. Persónur og F leikendur Nokkrir leikarar hafa túlkað hlutverk Bonds í gegnum tíðina og segir Hákon talsverðan mun á persónunni eftir því hver leikur hana hverju sinni. „í meðförum Rogers Moores varð hann hálf- gerð grínpersóna. James Bond er mikið karl- menni. Engu að síður er hálfpartinn gert grín að þeim hetjudáðum sem Bond í kunnuglegri stellingu Njósnarinn frægi er ekki allur þar sem hann er séöur hann vinnur. Hann drepur einhvern og þá kemur brandari á eftir og morð- inu snúið upp í grín,“ segir Hákon en bætir við að þetta sé algengt einkenni hasarmynda. Hinir leikararnir tóku hetjuhlutverk James Bonds alvarlegar að sögn Hákonar og þá sérstaklega Timothy Dalton. Bendir Hákon einmitt á það í ritgerð sinni að hann taki að sér hlutverkið á miðjum ní- unda áratugnum þegar hasarmyndir voru í mikilli uppsveillu og dragi per- sónusköpunin því dám af hasar- myndahetjum á borð við Rambo. Alltaf gaman aö Bond Aðspurður kveðst Hákon ekki stefna á að gefa ritgerð sína út, að minnsta kosti ekki í heild sinni. Hann er um þessar mundir að vinna að grein um njósnarann fræga fyrir Tímarit Háskóla íslands sem er að vissu leyti unnin upp úr MA-ritgerð- inni. Einnig mun hann skrifa stutta grein um Bond i blað sem kvikmynda- klúbburinn Filmundur gefur út. En skyldi hann líta James Bond öðrum augum núna en áður? „Maöur sér hann náttúrlega í allt öðru ljósi núna. En það er samt alltaf gaman að Bond, þó að hann sé eins og hann er,“ segir Hákon Gunnarsson að lokum. -EÖJ Umboðsmaður I Akranesi Kristbjörg Antóníusdóttir Stekkjarholti 17 sími 431 2913

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.