Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 28
Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150 Heilsudýnur í sérjlokki! REILSUNNAR VEGÍ* JAR9YTURNAR AU5TUR! nokkra kílómetra í viðbót og hefði ég gefið eitthvaö í hefði þetta get- að endað með skelfingu," sagði Pálmar Smári. Hann sagði ljóst að eitthvað yrði til bragðs að taka til að koma upp um misindismenn eins og þann sem þarna hefur ver- ið að verki af vægast sagt undar- legum hvötum. -JBP ítrekuð skemmdarverk á bílum öryrkja: Allt að því Hættulegur verknaöur Pálmar Smári Gunnarsson til hægri í bílageymslunni. ítrekaö hafa veriö unnin skemmdarverk á bílum í læstri geymslunni og þaö sem alvarlegast er, hjól- baröar hafa veriö losaöir af felgunum en þaö getur leitt til alvarlegra slysa. Grafarvogsbúar slegnir vegna úrskurðar Skipulagsstjóra: Hraðbraut í gegn um Grafarvoginn - illa unnið, segja andófsmenn og hóta málaferlum Skipulagsstjóri hefur úrskurðað í máli íbúa við væntanlegan Hallsveg sem mótmæla því að gatan verði lögð fast við bakgarða þeirra. í upphafi er áformað að Hallsvegur verði tveggja akreina vegur en íbúarnir benda á að í aðalskipulagi sé gert ráð fyrir að gat- an verði stofnbraut. Þetta er í annað sinn sem embættið úrskurðar um Hallsveg og fellst á framkvæmdir, þvert á vilja íbúanna sem vilja að fjög- ur hundruð metrar Hallsvegar fari í stokk til að útiloka að hávaði fari yfir leyfileg mörk. „Úrskurðurinn er illa unninn að okkar mati. Þar er ekki svarað þeim skilyrðum sem umhverfisráðherra setti fyrir frekara mati. í úrskurði umhverfisráðherra voru athugasemd- ir i sjö liðum um að frekara mat á um- hverfisáhrifum skuli fara fram. Þá er í engu tekið tillit til íbúa eða íbúasam- takanna heldur ráða einstrengingsleg sjónarmið framkvæmdaaðilans," seg- ir Jón Sigurðsson, einn andófsmanna úr hópi íbúa og eigandi húss við fyrir- hugaðan Hallsveg. Hann segist ekkert botna í þeim vinnubrögðum sem úrskurðurinn ein- kennist af. Meðal annars sé skipulags- stjóri að velta fyrir sér miklum kostn- aði við að setja veginn í stokk. „Ætla mætti að einhver sumar- afleysingamaður hafi unnið þennan úrskurð, svo fáránlegur er hann. Ef embættið hefur unnið umhverfismat vegna Kárahnjúkavirkjunar með svip- uðum vinnubrögðum þá gef ég ekki mikið fyrir stofnunina," segir Jón. Barátta í áratug Ibúar á svæðinu hafa í 10 ár barist við kerfið. í upphafi fengu þeir út- hlutaðar lóðir undir þeim formerkj- um að þar sem Hallsvegur er nú áformaður yrði tveggja akreina tengivegur sem þá hét Vetrarbraut. Síðan var aðalskipulagi breytt árið 1990 og Hallsvegur kynntur sem stofnbraut. Áform eru um að beina umferð af Vesturlandsvegi um Halls- veg á væntanlega Sundabraut. Þetta telja íbúar að leiða muni til þess að stór hluti umferðar um Vesturlands- veg og frá Hamrahlíðarlöndum, 21 þúsund manna fyrirhugaðri byggð, fari um Hallsveg og í gegnum Grafar- vog. „Þannig mun hverfið klofna um hraðbraut," segir Jón. Hann segir að baráttunni sé alls ekki lokið. Málið muni fara fyrir dómstóla ef þörk kreQi. Þar muni íbúar krefjast þess að húseignir þeirra verði keyptar upp. „Sá kostn- aður er svipaður þeim sem þvi fylgir að setja veginn í stokk. Við erum að súpa seyðið af gömlum skipulagsmis- tökum við hönnun hverfisins," segir Jón. -rt Eftirmál vegna átaka viö Panamaskip í gærmorgun: Samvinnuferðir klagaðar til ASÍ * * * i» i» Eftirmál vegna komu skemmti- ferðaskipsins Clipper Adventure eru í uppsiglingu. Átök brutsust úit í gær milli forsvarsmanna verkalýðsfélaga og lögreglu þar sem mótmælt var komu skipsins sem ekki heldur kjara- samninga Alþjóðaverkamannasam- bandsins í heiðri. Formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur telur að ferðaskrifstofan Samvinnuferðir- Landsýn eigi aðild að lögbanni sem sett var á mótmælaaðgerðir. „Við höfum rætt þetta mál við Al- þýðusamband íslands þar sem Sam- vinnuferðir-Landsýn eru að stórum hluta í eigu verkalýðshreyfingarinn- ar,“ segir Jónas Garðarsson, formað- bann á aðgerðir okkar. Nú kreíjumst við þess að þeir sem þar voru að verki svari til ábyrgðar," segir Jónas. Guðjón Auðunsson, forstjóri SL, segir fyrirtækið ekki hafa neinn hlut að lögbanninu og beri eingöngu ábyrgð á farþegum eftir að þeir komi á land. „Við erum hvorki umboðsaðili skipsins, eiganda þess né útgerðar. Það er Eimskip sem er umboðsaðili. Þarna á að hengja bakara fyrir smið því forsvarsmanni Alþjóðaflutninga- verkamannasambandsins er fullkunn- ugt um það hver er útgerðaraðili skipsins," segir Guðjón. Nánar um átökin á bls. 6 -rt - morðtilraun - segir bíleigandi þegar búið var að hálflosa hjólbarðana undir bílnum „Þetta er allt að því morðtil- raun, menn vita aldrei hvar eða hvenær hjólbarðamir geta losnað undan bílunum og lögreglan lítur þetta mál mjög alvarlegum aug- um,“ sagði Pálmar Smári Gunn- arsson, íbúi að Sléttuvegi 9, íbúð- um öryrkja, en þar voru unnin ótrúleg skemmdarverk í læstri bif- reiðageymslu á mánudaginn, öðru sinni. Sá sem komist hefur í geymsluna hefur ekki aðeins ^ skemmt bílana heldur einnig losað allar felgurær vinstra megin á bíl- unum þannig að hjólbarðarnir hafa hangið á þeim en smám sam- an losna þeir í akstri. „Ég fór af stað á föstudaginn og það var búið að losa um allt, öll hjól. Þá var mér nóg boðið. Ég hringdi í lögregluna og hún kom fljótlega og skoðaði verksum- merki. Þeir litu líka á hina bílana í geymslunni og þá kom i ljós að búið var að skemma þá allflesta og losa dekkin á sumum þeirra. Þeir sem sluppu voru með stífa hjól- koppa sem erfitt er að ná af,“ sagði Pálmar Smári. Pálmar segir að þeir sem komn- ir séu inn í blokkina eigi greiðan aðgang að bílageymslunni en hún er læst að utan. „Sem betur fer voru menn ekkert að aka bílunum sínum, það hefði getað farið illa. Sjálfur hefði ég varla komist nema fannst bíllinn ekki alveg eins og hann á að vera. Ég reyndi hið snarasta að koma mér út úr um- ferðinni og til baka. Þegar ég komst inn í bílskýlið og fór að skoða bílinn þá héngu hjólin und- ir bílnum bókstaflega á lyginni," sagði Pálmar. „Á mánudag ætlaði ég af stað aftur á bílnum. Þá tók ég eftir að DV-MYND BRINK Mlnningarstund Aöstandendur fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði komu saman viö slysstaö í gærkvöld, réttu ári eftir aö ósköpin dundu yfir. Sex manns létust í slysinu, allt ungt fólk. Hér sjást foreldrar eins fórnarlambsins ásamt bræðrum flug- mannsins sem lést, Mohmads Daglas. Á milli þrjú og fjögur hundruö manns voru viö minningarathöfnina undir heiö- um himni í gærkvöld. ur Sjómannafélags Reykjavíkur. „Við teljum okkur hafa vissu fyrir því að forsvarsmenn ferðaskrifstof- unnar hafi staðið að kröfunni um lög- DV-MYND HILMAR Tekist á Ungir sjómenn sem aldnir mættu á kajann - og lögreglu. FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað i DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 8. AGUST 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.