Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2001, Blaðsíða 5
Umdeildur Hallsvegur Kirkjugaröur Gagnvegur Iþróttahús FIMMTUDAGUR 9. AGUST 2001 Fréttir DV - röng gögn lögð til grundvallar framkvæmdinni, segir talsmaður íbúanna Ibúar í Húsahverfi í Grafarvogi, sem búa við þann umdeilda kafla þar sem Hallsvegur á að koma, eru ævareiðir eftir að skipulagsstjóri úrskurðaði öðru sinni að fram- kvæmdin megi fara fram. íbúarnir telja að úrskurðurinn sé illa unninn og hann einkennist af því að ekki sé tekið tillit til athuga- semda þeirra og ibúasamtaka Graf- arvogs. Verði Hallsvegur stofn- braut, svo sem gert er ráð fyrir á skipulagi, mun að mati íbúanna verða beint gífurlegum umferðar- þunga um brautina og í gegnum Grafarvog. Að mati ibúanna er að- eins það eitt til ráða að láta þann 500 metra kafla sem um er að ræða í stokk. Borgin gerir nú ráð fyrir að Hallsvegur verði grafmn niður um þrjá metra á umræddu svæði auk þess að háar hljóðmanir rísi. Þetta segir Jón Sigurðsson, einn forsvars- manna íbúanna, að eyðileggi ekki aðeins útsýni íbúanna þar sem man- irnar skyggi á húsin, heldur muni niðurgrafinn vegurinn verða snjóa- kista að vetri. Þá sé Ijóst að hávaði verði mikill af bílaumferðinni. „Það er óskiljanlegt að framkvæmdaaðil- inn, borgin og Vegagerðin skuli ekki ljá máls á því að setja veginn í stokk. Sú framkvæmd myndi leysa þessi vandamál," segir Jón. Nú búa íbúarnir sig undir það að fara fyrir dómstóla með málið sem þeir segja allt eitt allsherjar skipu- lagsklúður sem þeim sé ætlað að súpa seyðið af með því að fá hrað- braut við bakdyr sínar. Jón segir að gangi framkvæmdin fram með þeim hætti sem nú er um rætt verði kraf- an fyrir dómstólum sú að eignir þeirra sem næst búa við Hallsveg verði keyptar upp. Kostnaðurinn við uppkaupin yrði að mati Jóns 10 ára bar- áttusaga 1988. Lóðaúthlutun hefst. 1991. Nýtt aðalskipulag, 1999-2010, auglýst. 1991. íbúar við Garðhús mót- mæla legu Hallsvegar. 1994. Skipulagsnefnd sam- þykkir 2 til 3 metra hljóðmön. 1995. Nýtt aðalskipulag, 1996-2016. Hallsvegur, stofn- braut frá Sundabraut að Vest- urlandsvegi og í Hamrahlíðar- lönd. 1999. íbúar mótmæla legu Hallsvegar og visa til umhverf- ismála. 2000. Umhverfismat kynnt. 2000. íbúar senda inn at- hugasemdir í 22 hðum. 2000. Skipulagsstjóri sam- þykkir Hallsveg með skilyrði. 2000. íbúar senda inn stjórn- sýslukæru til umhverfisráð- herra. 2000. Umhverfisráðherra úr- skurðar um að fara skuli fram frekara mat. Sjö atriði. 2001. Frekara mat á um- hverfisáhrifum kynnt. 2001. Hallsvegur lækkaður í landi um 3 metra. 2001. íbúar senda inn at- hugasemdir til skipulagsstjóra. 2001. Skipulagsstjóri gefur grænt ljós á framkvæmdina. svipaður því að vegurinn yrði sett- ur í stokk. í þessu máli er athyglis- vert að kostnaður af stokknum félli á Vegagerðina en komi til skaða- bóta vegna skipulagsmistaka þá verður borgin að greiða þann reikn- ing. Áætlaður kostnaður við stokk- inn er um 400 milljónir króna en uppkaup húsa við Garðhús gætu kostað rúmlega hálfan milljarð króna. Tengibraut varð stofnbraut Upphaf deilunnar um Hallsveg má rekja allt til þess tíma þegar lóð- um var úthlutað árið 1988. Þá gerði skipulag ráð fyrir að milli Gufu- nesskirkjugarðs og Garðhúsa kæmi tengibraut sem kölluð var Vetrar- braut. Árið 1991 var skipulaginu breytt og nú var ákveðið að hin nýja gata skyldi heita Hallsvegur. íbúar mótmæltu þegar og í framhaldinu var fundað með umhverfisráðherra og borgarstjóra. Þá var ákveðið að Hallsvegur ætti að liggja liggja 10 metrum norðar eða úr 20 metrum frá lóðarmörkum í 30 metra. Árið 1994 samþykkti skipulagsnefnd teikningu þar sem sýnd er 2-3 metra hljóðmön. Þar var vísað til samþykktar íbúanna sem þeir segja að hafi aldrei átt sér stað að því undanskildu að einn verktaki sam- þykkti skipulagið. Ári síðar var samþykkt nýtt aðal- skipulag 1996 til 2016 þar sem Halls- vegur er orðinn stofnbraut frá Sundabraut að Vesturlandsvegi og upp í Hamrahlíðarlönd. Enn mót- mæltu íbúarnir. Þann 17. apríl árið 2000 tilkynnti Vegagerðin fram- kvæmdina til Skipulagsstofnunar og 5. júní sendu íbúarnir inn at- hugasemdir til skipulagsstjóra í 22 liðum. Eigi að síður féllst skipulags- Reynir Traustason blaðamaður stjóri á lagningu Hallsvegar með skilyrði um að hljóðstyrkur fari ekki yfir 55 desíbel í íbúðabyggð og reynt verði að ná honum niður í 45 desíbel. í ágúst sama ár gripu íbúarnir til þess að kæra úrskurðinn til um- hverfisráðherra, í desember kvað umhverfisráðherra upp þann úr- skurð að úrskurður skipulagsstjóra væri úr gildi felldur og að frekara mat skyldi fara fram. Ráðherra tí- undar þar sjö atriði. Hið einkenni- lega er að kjörnum borgarfulltrúum voru ekki kynntar athugasemdir ráðherrans. í júní sl. var lagt fram frekara mat á umhverfisáhrifum. Þar er til- greint að Hallsvegur verði lækkað- ur í landi um 3 metra. íbúarnir við Garðhús mótmæltu til Skipulags- stofnunar sem í fyrradag gaf grænt ljós á framkvæmdir. Röng gögn íbúarnir eru ekki af baki dottnir þrátt fyrir þann úrskurð. Jón Sig- urðsson, talsmaður andófsmann- anna við Garðhús, segir úrskurðinn stórgallaðan og hann taki ekki nema að litlu leyti tillit til athuga- semda umhverfisráðherra. Þannig sé á engan hátt skoðaður sá mögu- leiki að setja umrædda 400 metra í stokk svo sem kveðið sé á um í úr- skurði ráðherra. Skipulagsstjóri takist á hendur að lýsa þvi að of dýrt sé að setja um- ræddan kafla í stokk án þess að meta arðsemi allrar framkvæmdar- innar frá Vesturlandsvegi að Sunda- braut. „Með þessu móti gefur embættið ráðherranum langt nef,“ segir Jón. Hann segir úrskurðinn vera í fleiru afar undarlegan. Þannig sé ekkert tillit tekið til umsagnar Hollustu- verndar sem segir umsögn varðandi hávaðamörk í matsskýrslu ekki vera nógu skýr. Umdeilt svæði Hér á Hallsvegur að koma - ef borgin hefur sitt fram. Andófsmenn Árni Friðbjarnarson, Gunnar Sigurðsson og Jón H. Sigurðsson hafa í 10 ár barist við borgaryfirvöld. „Umsögn Hollustuverndar er hundsuð," segir hann. Gamlar áætlanir Jón segir að alvarlegasta atriðið varðandi Hallsveg sé að notast sé við gamlar áætlanir varðandi um- ferðarþunga. Þannig sé talað um 25 þúsund bíla á dag um Vesturlands- veg þegar nýrri rannsókn segi um- ferðina verða 45 þúsund bíla dag- lega. Þetta skipti máli þar sem um- ferð af Vesturlandsvegi og úr Hamrahlíðarlöndum muni að miklu leyti fara um Hallsveg og þaðan á Sundabraut. „Þarna er verið að koma með eitt stykki Miklubraut í gegnum Grafar- vog sem mun kljúfa hverfið. í ein- fóldu máli er verið að koma með hraðbraut í bakgarða okkar. Því unum við ekki og baráttan heldur áfram. Við munum ekki taka skellinn af þessu skipulagsklúðri," segir Jón. Hann og aðrir íbúar við Garðhús eru búnir að berjast við borgina í 10 ár vegna þessa máls. Jón segir kostnað þeirra vegna þessarar bar- áttu vera 3 milljónir króna. Það skipti þó engu máli og baráttan haldi áfram. „Við munum væntanlega kæra úrskurðinn aftur til umhverfisráð- herra og ef við neyðumst til að fara fyrir dómstóla þá gerum við það. Taki borgin þá áhættu að þurfa að greiða okkur húsin út og reiða af hendi jafn mikla peninga og það kostar Vegagerðina að koma vegin- um í stokk, þá er það í lagi okkar vegna. Við munum berjast til loka þessa máls,“ segir Jón. íbúar við Garðhús í Grafarvogi íhuga að leita til dómstóla vegna Hallsvegar: Hraðbraut í bakgarðinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.