Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2001, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 9. AGÚST 2001 I>V Utlönd IRA staðfestir sam- komulag um afvopnun í yflrlýsingu í morgun staðfesti írski lýðveldisherinn, IRA, að áætlun um að taka vopn samtak- anna úr umferð hefði verið sam- þykkt. Á mánudaginn lýsti kanadiski hershöfðinginn John de Chastelain, formaður alþjóð- legrar afvopnunarnefndar á Norð- ur-írlandi, því yfir að IRA hefði samþykkt áætlun um afvopnun. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem IRA viðurkennir opinberlega að hafa samþykkt áætlunina. David Trimble, leiðtogi Sam- bandssinnaflokks Ulster, heldur fast í að orð dugi ekki til heldur þurfi IRA að sýna vilja sinn i verki og hefja afvopnun eða a.m.k. setja fram tímaáætlun um hvenær hún hæfist. De Chastela- in segir að afvopnunaráætlunin sem samið var um milli afvopn- unarnefndarinnar og IRA sé upp- haf á ferli sem tryggi afvopnun. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, telur að möguleikinn sé fyr- Erfiöar ákvarðanir Blair þarf að ákveöa hvaö skal gera með N-lrland á sunnudaginn. ir hendi að leysa öll þau deilumál sem hingað til hafa komið í veg fyrir endanlegan frið. Þar á hann við uppstokkun i skipulagi lög- reglunnar, brottflutning breskra hermanna, afvopnun og endur- skipulagning stjórnkerfisins. Ad- ams segir þó að ástandið eins og það er í dag gæti verið upphaf að ófremdarástandi. Enginn ætti að vanmeta það og vinna ætti að lausn málsins. Hann varaði einnig David Trimble við því að hann væri að stefna friðarferlinu í hættu með viðbrögðum sínum við yfirlýsingu IRA. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bertie Ahern, for- sætisráðherra írlands, ræddust við i síma í dag um ástandið. Bla- ir er í frii í Mexíkó. Að sögn tals- manns hans fóru þeir yfir stöðu mála í N-írlandi en annað gaf hann ekki upp. Blair þarf á sunnudag að veh'a á milli hvort hann leysir upp Hættulegar mlnjar um stríö vletnamskur sprengjusérfræðingur skoðar hér stóra bandaríska sprengju sem sleppt var tiljarðar í Víetnamstríðinu en sprakk ekki. Mikið magn ósprunginna sprengna, sem varpað var úr flugvélum, liggur á víð og dreif um landið. Sprengjurnar drepa tugi manns árlega. Aðallega þegar íbúar lítilla þorpa reyna að taka þær í sundur fyrir brotajárn. Indónesía: Megawati opinber- ar ráðherralið sitt Megawati Sukarnoputri, forseti Indónesiu, opinberaði nýtt ráð- herralið sitt í morgun. Fátt kom á óvart í vali hennar en því var ætlað að auka tiltrú fjármálamarkaða á landinu og ná sátt milli pólitískra eininga. Svo virðist sem þessu markmiði hafi verið náð og brást markaður- inn vel við vali Megawati. Auk þess hlaut ráðherraliðið stuðning leið- toga fyrrverandi stjórnarflokksins Golkar. Megawati skipaði tvo sérfræðinga til að endurreisa efnahagslífið. Dorodjatun Kuntjoro-Jakti, fyrrver- andi sendiherra í Bandaríkjunum og virtur hagfræðingur, var skipað- ur ráðherra efnahagsmála. Boedino, þekktur embættismaður, var settur Megawati Sukarnoputri Ráðherralið fyrsta kvenforseta Indónesíu hefur hlotið góöan hljómgrunn. fjármálaráðherra. Honum er lýst sem yfirveguðum bankamanni. Verkefni fjármálaráðherra verður að samþykkja áætlanir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um endurreisn efnahagslífsins, minnka gríðarlegan fjárlagahalla og koma markaðnum til að blómstra. Eini ráðherrann sem einnig þjón- aði undir forsæti Abdurrahmans Wahids er öryggismálaráðherrann Susilo Bambang Yudhoyono. Af honum fer gott orð og þykir hann meðhöndla erfitt ástand af stakri ró. Honum var meðal annars hrósað fyrir að standa uppi I hárinu á Wa- hid þegar hann vildi lýsa yfir neyð- arástandi í maí. Wahid rak Yudhoyono skömmu áður en hon- um var sjálfum steypt af stóli. heimastjórn N-Irlands og boðar til kosninga eða setur héraðið aftur undir beina breska stjórn. Einn enn kostur er að leysa upp stjórnina tímabundið til að gefa deiluaðilum meiri tíma til að ræða saman. IRA hefur ásamt flestum öðrum hryöjuverkasamtökum á N-írlandi haldið vopnahlé seinustu tvö ár. Kínverjar viður- kenna eyðnivá Kinversk yfirvöld viðurkenna nú að alvarlegur eyðnifaraldur er kom- inn af stað í miðhluta Kína. í tæpt ár hafa eyðnisamtök og fjölmiðlar greint yfirvöldum frá faraldrinum í héraðinu Henan en talað fyrir dauf- um eyrum. Faraldurinn fór af stað eftir að fjöldi fólks seldi blóðbönk- um á vegum kínverska ríkisins blóð sitt. Hreinlætiskröfur voru ekki uppfylltar með þeim afleiðingum að um hálf milljón manna í Mið-Kína er smituð. Blóðbankinn hafði þann háttinn á að tekið var blóð úr nokkrum einstaklingum í einu og því blandað saman í tanki. Þá var blóðvökvinn tekinn úr og afgangin- um dælt aftur í blóðrás gjafanna. esta verðið hjá íslandssíma settu gamla símann þinn upp í nýjan Nokia síma ma istandssíma og þú sparar mest í sumar. Með áskrift hjá íslandssíma færðu aðgang að öflugasta dreifikerfi á höfuðborgarsvæðinu og fóik talar lika ailtaf sfn á milli á lægsta verðinu eða frá 5,50 tíi 10,50 kr.á mínútuna. tiíboðin eru bað því að um tólf ménaða bindisamning sé að ræða uppítpkusíminn komi með hleðsiuíæki og virki. Þú getur valið um að staðgreiða símann eða borga með 12 jöfnum greiðslum sem dreifast á simareikninginn næstu tóíf mánuði. Hringdu í síma 800 1111 til að fá frekari upplýsingar. íslandssími ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.