Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2001, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2001, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 Skoðun E»V Framkvæindastjórn ÍSÍ gaf dómstól ÍBR fyrirmæli LyQamál - Hvaö olli vanþóknun Ellerts, mannsins sem aö eigin sögn ætlaði engin af- skipti að hafa af störfum Birgis né dómstólsins? Til hvers þurfti Ellert þá aö vita fyrirfram aö Birgir ætlaði aö áfrýja? Hvað gerðirðu um verslunarmannahelgina? Georg ísaksson: Ég fór í brúökaup hjá vini mínum, lá svo í sólbaöi hina dagana og slappaöi af. Sumarliði Gústafsson: Ég var aö vinna, svo grillaöi ég og sleikti sólina. Harpa Þóröardóttir: Ég fór á þjóöhátíö í Eyjum og þaö var frábært. Ólafur Már Ægisson: Ég var í bænum að skemmta mér og það var mjög mikiö stuö. Snædís Leósdóttir, 6 ára: Ég fór í útilegu í Árnesi meö mömmu og þaö var rosalega gaman. Sonja Ásgeirsdóttir, 8 ára: Ég fór á Kántrýhátíöina á Skaga- strönd og ég skemmti mér mjög vel. Ellert Schram, forseti ÍSÍ, hélt því fram nýlega að hann hefði ekki haft áhrif á lyfjadómstól ÍSÍ og engin afskipti haft af því hvem- ig Birgir Guðjónsson læknir starf- aði við lyfjamál. í viðtali 20. júlí í dægurmálaþætti RÚV lýsti Ellert yfir megnri vanþóknun á því að Birgir skyldi ekki láta Ellert vita fyrirfram hvað til stóð áður en Birgir áfrýjaði lyfjamáli. Hvað olli vanþóknun Ellerts, mannsins sem að eigin sögn ætlaði engin afskipti að hafa af störfum Birgis né dóm- stólsins? Til hvers þurfti Ellert þá að vita fyrirfram að Birgir ætlaði að áfrýja? Fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, Sigurður Magnússon, gaf í þróttadómstól ÍBR fyrirmæli með bréfi 25. febrúar 1993 um það hvaða óskráð regla væri í gildi (að mati Sigurðar) í mótsögn við gild- andi reglu frá þingi ÍSÍ. Dómstóll- inn hlýddi fyrirmælum Sigurðar og dæmdi samkvæmt þeim og gekk svo langt að vitna í bréf Sig- urðar i dómnum. Er það við hæfl að fram- kvæmdavaldið stjórni dómstúl með þessum hætti? Hvað segði fólk við þvi ef forsætisráðherra myndi senda bréf til dómara og tilkynna að í gildi væri óskráð regla (að mati ráðherrans) þótt reglan væri í mótsögn við gild- andi lög frá Alþingi? Og hvað ef dómarinn myndi hlýða og dæma skv. fyrirmælum ráðherrans og vitna í fyrirmælin í dómnum? Þá yrðu væntanlega bæði ráðherrann og dómarinn að segja af sér. Öðru máli gegnir um íþrótta- hreyfinguna, sem Kolbeinn Páls- son kallaði „mafiu“ þegar hann hætti hjá ÍBR. I íþróttahreyfing- unni sitja menn sem fastast í stöð- um sínum þrátt fyrir svona at- hæfi. Þá náðist loksins sá árangur í júní sl. að hinn frægi dómstóll ÍBR Ella skrífar: Ég las í DV þann 1. ágúst að nafn- ið Anthony væri nú alislenskt. Mik- ið er ég fegin því að ég nefndi son minn því nafhi hjá Hagstofu 1989. Þá var mér meinað að nota það vegna ákvörðunar mannanafna- nefndar þar eð það taldist erlent. Ég ítrekaði aftur og aftur að sonur minn væri nefndur í höfuð föður síns, samkvæmt gamallri íslenskri hefð. Allt kom fyrir ekki og hann var skráður sem Anton! Svörin sem ég fékk þegar ég vildi „Er það við hcefi að fram- kvœmdavaldið stjómi dóm- stól með þessum hœtti? Hvað segði fólk við því ef forsœtis- ráðherra myndi senda bréf til dómara og tilkynna að í gildi væri óskráð regla (að mati ráðherrans) þótt reglan væri í mótsögn við gildandi lög frá Alþingi?“ „Ég ítrekaði aftur og aftur að sonur minn vœri nefndur í höfuð föður síns, samkvœmt gamallri íslenskri hefð. Allt kom fyrir ekki og hann var skráður sem Anton!“ fá að tala við höfund þessarar ákvörðunar var á þá leið að það væri of seint því sá maður væri kominn undir græna torfu. En nú er sem sagt nafnið Anthony orðið ís- var lagður niður ásamt flestum íþróttadómstólum sérsambandai Þeir heyra nú sögunni til eins og hinn frægi Sigurður Magnússon. íþróttahreyfingin er rekin af al- mannafé. Hún er ekki einkaklúbb- ur Ellerts Schram né fram- kvæmdastjórnar ÍSÍ. Þetta fólk sem hefur gengið svo langt að neita að leiðrétta eða ógilda sann- anlega upplogna íþróttaskýrslu ætti að segja af sér störfum sem fyrst svo aðrir geti tekið við. Burt með Ellert og svona fólk. lenskt 12 árum síðar þegar íslend- ingar eru ekki lengur sjálfstæðir eins og nýja tóbakslöggjöfm gefur til kynna. Með núverandi löggjöf erum við ofurseld uppljóstrurum og eigum jafnvel von á fangelsisvist fyrir að reykja yfir kaffibollanum á eigin heimili ef börnin okkar sjást líka inn um gluggann! Ég hélt að Sjálfstæðisflokkurinn stæði fyrir sjálfstæði en með sam- þykki þessarar löggjafar hefur flokkurinn selt sig fyrir 10% at- kvæða í nafni sovétkommúnista. Ágætt vefrit Árni Þór skrifar: Ég les mikið vefrit ungliðahreyf- inganna og hef haft af því gaman. Ánægjulegt er að sjá hve mikil gróska er í starfi unga fólksins. Þarna sjást skrif manna og kvenna með skoðanir. Unga fólkið er ekki ofurselt leið málamiðlana. Eitt rit ber þó höfuð og herðar yfir hin og það er er um leið eitt elsta vefrit landsins. Það er deiglan.com. Ég hvet fólk til að lesa pistlana sem þar birtast. Þeir eru skemmtilegir, fróð- legir en umfram allt góðir. Leti í vinnuskóla Reykjavíkur Guðmundur hringdi: Ég var á gangi hér uppi á Klambratúni um daginn þegar ég sá hina svokölluðu „starfsmenn" Vinnuskóla Reykjavíkur þar sem þeir voru að störfum. Þetta voru fjór- ir eða fimm krakkar og gerðu þeir ekkert annað en að flatmaga og kjafta á meðan meðan allur arfinn sem þeim var ætlað áð hreinsa fékk að blómstra. Verkstjórinn var hvergi sjáanlegur og ekkert eftirlit með krökkunum. Ef einhver skóli, hvort sem það er vinnuskóli eða annað, á að standa undir nafni þarf að hafa í honum einhverja kennslu. En því er ekki að heilsa þarna! Krakkarnir steinliggja allan daginn eins og þeir séu dauðir og fá meira að segja borg- að fyrir það! Ef ekkert er aðhafst mun eini lærdómurinn sem þeir draga af „skólanum“ vera sá að það sé gott og hagkvæmt að svindla og fara auðveldu leiðina út úr lífinu! Enn um bitlinga Þorgils sendi þessar linur: Alveg fmnst mér makalaust hversu lengi borg- aryfirvöld eiga að fá að komast upp með það að koma „sínu fólki“ í hin- ar ýmsu stöður í kerfinu. Nú síðast þurftum við að horfa upp á hinn rauðkinnótta Helga Pétursson fá auðvelda útleið - eftir að hafa kom- ið sjálfum sér í vandræði með kjánalegum yfirlýsingum fékk hann fina stöðu hjá Orkuveitu Reykjavik- ur. Og þar á hann vist að vinna að stefnumótun í umhverfismálum. Þetta er einmitt maðurinn sem hélt bíllausan dag í Reykjavík en mætti sjálfur á bílnum! Hvernig á þessi maður að geta haft eitthvað til þess- ara mála að leggja? Sögufalsanir Sigmunds Svala skrifar: Ég get ekki lengur orða bund- ist yfir ósvífni Morgunblaðsins í Árnamálinu. Það er ekki nóg með að ábyrgðarmenn blaðsins hafi reynt að gera eins Arni Johnsen. lítið úr sakamáli Árna og þeim frekast var unnt held- ur leyfa þeir skopmyndateiknaran- um og Eyjamanninum Sigmund að leika þar lausum hala og teikna myndir sem allar sýna með einum eða öðrum hætti Áma sem blásak- laust fórnarlamb. Vondir blaða- menn baða sig upp úr „ófórum" hans, Ámi greyið á flótta undan „pressuvaltaranum" og spilltir þing- menn að kasta aö aumingja Áma steinum úr glerhúsi! Þó að Mogga- menn séu vinir Árna (og Sigmund áreiðanlega besti vinur hans) er ekki forsvaranlegt að láta svona sögufalsanir liðast. DVI Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. Garri Minjar - takmörkuð auðlind Þjóðminjar em nú að verða eitt helsta bitbein íslendinga. Augljóslega munu þjóðminjar taka við af þorskinum sem ein umdeildasta og vand- meðfamasta takmarkaða auðlind sem landsmenn þurfa að skipta á milli sín meö einhverjum hætti. Nú þegar hefur komiö í ljós ágreiningur um hver megi grafa hvar og hvenær þegar von er á merkum fundum og óvíst hvort takast muni að ná sáttum í þeim efnum öllum. Útgerð á þjóð- minjar er þó ekki með öllu frjáls hér á landi, ólíkt því sem var þegar menn fyrst fóru að stjórna fiskveiöum en engu að síður hefur þótt rétt að gera sérstakar ráðstafanir til að tryggja veiðirétt sjálfstæðra fomleifafræðinga á þjóð- minjum og þannig h£dda uppi eðlilegri nýliðun í greininni - svo gripið sé til orðfæris sem þekkt er úr heimi sjávarútvegsins. Herjólfsdalur í Fréttablaðinu í gær er greint frá því að uppi sé talsverður slagur um fornminjar sem grafnar vom upp í Herjólfsdal fyrir nokkrum áratugum þegar Margrét Hermanns-Auðardóttir að rann- saka minjar þar. Garra minnir nú að út úr þeim rannsóknum hafi komið vísbendingar um að landnám á íslandi hafi hafist allnokkru fyrir landnám sem þóttu nokkuð merkileg tíðindi á sínum tíma. Nema hvað, að nú hefur Þjóðminja- safnið talsverðan áhuga á að komast yfir þessar minjar en Margrét Hermanns-Auðardóttir virðist samkvæmt fréttum ekki telja það sína skyldu að koma þessum munum í geymslu á Þjóðminja- safninu. Þvert á móti hefur hún haft þær læstar inni í skáp einhvers staðar í Háskólanum þar sem þær munu hafa fundist fyrir skömmu. Ekki gerir Garri sér grein fyrir hvar þessar minjar eru nú komnar niður en augljóst er að hér er á ferðinni verðugt verkefni fyrir nýja Þjóðminja- stofu sem mun vera í undirbúningi að stofna út úr embætti þjóðminjavarðar og verður væntan- lega einhvers konar systurstofnun Fiskistofu. Ekki gengur að umgangast auðlindina með þeim hætti að enginn viti hvar rannsóknargripirnir eru niðurkomnir! Gásar En það er víða deilt í fomleifauppgreftri og þjóðminjum. Miðhúsasilfursmálið fer að verða hversdagslegt smámál miöað við þann eldmóð sem fylgir ágreiningnum um hver má grafa og rannsaka á Gásum í Eyjafirði. Þar eru ein þrjú embætti, Héraðsminjavörður, Minjasafnsstjórinn á Akureyri og Þjóðminjasafnið, komin upp á kant við sjálfstæða rannsakendur og hafa þessar stofnanir verið sakaðar um ólögmætt brask með minjakvóta. Þar hafi nefhilega áðumefnd Mar- grét Hermanns-Auðarsdóttir átt allar veiðiheim- ildir á grundvelli rannsóknarreynslu sem hún aflaði sér fyrir nokkrum árum á þessu svæði. Úr því máli á enn eftir að skera og treystir Garri sér ómögulega til að fella dóm um hvemig það fer allt saman. Hitt er ljóst að nú er runninn upp tími gegndarlausrar sóknar fomleifafræðinga í fomleifar því að allir munu þeir vilja afla sér þeirrar veiðireynslu sem þarf til að tryggja sér sem flest rannsóknarleyfi. Fljótlega mun þá koma að því að fornleifamar verði fullnýttar - vonandi með sjálíbærum hætti - og munu þá gömlu leyfin stíga í verði, enda viðbúið að verð- vísitala muni þá stiga hratt á minjakvótamarkaði. GðlTI Anthony skráður Anton! Helgi Pétursson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.