Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2001, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 9. AGUST 2001 13 x>v Menning Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri: Tónlist, jöklar, hraun og himneskt veður Um helgina verða haldnir á Kirkjubæjar- klaustri árlegir kammertónleikar undir stjórn Eddu Erlendsdóttur píanóleikara. Þetta er í ell- efta skipti sem tónleikarnir eru haldnir en þeir eru haldnir i samvinnu Eddu og menningar- málanefndar Skaftárhrepps. „Það eru þrettán ár síðan ég fékk þá hug- mynd að halda alþjóðlega tónlistarhátíð á Kirkjubæjarklaustri. Það varð að veruleika tveimur árum síðar þegar búið var að safna fyrir vönduðum konsertflygli til að hafa á staðnum. Með því var skapaður grundvöllur fyrir því tónleikahaldi sem hefur verið árlegur viðburður síðustu ellefu árin," segir Edda Er- lendsdóttir. Hún segir að aðstaðan fyrir tón- leikahald á Klaustri sé mjög góð auk þess sem umgjörðin sé hin fegursta. „Jöklar, hraun og fjöll og himneskt veður." Líka öðruvísi tónlist Edda segir að í ár séu tónleikarnir að mörgu leyti frábrugðnir þvi sem verið hefur. Tónlistin er fjölbreyttari: suðræn sveifla, argentínskur tangó, klassík og dægurlög. „Egill Ólafsson og franski bandóneonleikar- inn Olivier Manoury koma með öðruvísi tónlist en flutt hefur verið á fyrri tónleikum. Egill syngur klassíska tónlist eftir Schubert, Brahms, Gerswhin, Ríkarð Örn Pálsson, argentínsk tangóljóð og lög sem hann hefur samið við ljóð Nínu Bjarkar," segir Edda og bætir við: „Egill getur allt." Ásamt Agli og Olivier koma fram Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfa- dóttir sellóleikari, Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari og Helga Þórarinsdóttir víóluleikari sem eru öll hljóðfæraleikarar í Sin- fóníuhljómsveit Islands. Frá Belgíu kemur Michael Guttman fiðluleikari sem er meðlimur í Ariaga-strengjakvartettinum sem er einn þekktasti strengjakvartett Belga. Hljóðfæraleikararnir eru allir meðlimir í hljómsveitinni Le Grand Tango sem undir stjórn Oliviers Manoury hefur sérhæft sig i flutningi á argentínskri tangótónlist sem hann útsetur sjálfur. Mörgum er eflaust minnisstætt Tónlist Hópurinn í æfingabúðum Um helgina veröa haldnir árlegir kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri. Það er menningarmála- ríefnd Skaftárhrepps og Edda Erlendsdóttir sem standa aö tónleikunum ellefta árið í röð. þegar sveitin kom fram á Listahátíð í Reykja- vík fyrir nokkrum árum. Fjölbreytt dagskrá Tónleikarnir byrja á föstudaginn klukkan níu þar sem flutt verða verk eftir Egil Ólafsson, Rossini, Puccini, Gerswhin og Barber. Á laug- ardag klukkan fimm heldur dagskráin áfram en á efnisskrá eru verk eftir Schubert, Brahms, Anibal Troilo, Astor Piazzolla, Osvaldo Pugliese, Jose Cabral, Carlos Gardel og Jose Dames. Á sunnudag lýkur tónleikunum með því að flutt eru verk eftir Brahms, Dvorák, Rík- arð Örn Pálsson, Egil Ólafsson, Piazzolla, Olivi- er Manoury, Mario Demarco, Vincente Greco, Juan Carlos Cobian og Anibal Troilo. Hlaupið á fjallið Edda segir að aðsókn að tónleikunum á Kirkjubæjarklaustri hafi alltaf verið góð. „Dagskráin i ár er opnari og höfðar meira til yngra fólksins þannig aö ég á von á því að hópurinn verði fjölbreyttari en áður en við hófum átt tryggan hóp gesta." Og Edda segir ekki loku fyrir það skotið að góða veðrið á Kirkjubæjarklaustri verði not- að til spilunar utandyra. „Náttúran er mjög sterk og dregur mann til sín. í gær hlupum við á fjallið og horfðum á hreinan og tæran jökulinn. Það er því aldrei að vita hvað gerist." Tenór í Sjallanum Laugardaginn 4. ágúst var efnt til tónleika á vegum Listasumars á Ak- ureyri 2001. Fram kom tenórsöngv- arinn Jóhann Friðgeir Valdimars- son og með honum Jónas Þórir pí- anóleikari. Tónleikarnir voru haldnir í Sjallanum á Akureyri. Tónleikar Jóhanns Friðgeirs og Jónasar Þóris voru ekki hluti af áætlaðri dagskrá Listasumars á Ak- ureyri 2001 heldur var nýtt tækifæri sem upp kom til að fá þessa lista- menn til Akureyrar til tónleika- halds. Framtakið féll ljóslega í góð- an jarðveg. Það sýndi aðsóknin. Upphaflega hafði verið meiningin að tónleikarnir yrðu haldnir i Deigl- unni. Fljótlega kom í ljós að það húsnæði mundi engan veginn rýma alla þá sem vildu hlýða á listamenn- ina tvo. Þvi var leitað til forráða- manna Sjallans sem brugðust vel við og veittu aðgang að höfuðsal hússins til tónleikanna. Sjallinn er ekki besta húsnæði sem hugsast getur til tónleikahalds. Galla i hljómburði var reynt að bæta með mögnurum og tókst það bærilega en ekki öllu meira en svo. Því miður var „ekkó" ekki nógu vandlega unn- ið og gætti þess einkum í hendingalok, en þá bar verulega á óþægilegu tómahljóði úr magn- arakefinu. Efnisskrá tónleika þeirra Jóhanns Friðgeirs og Jónasar Þóris skiptist I tvennt um hlé. í fyrri hluta fluttu þeir félagar níu verk af nokk- uð léttara taginu en í hinum síðari fjórar aríur úr óperunum La Bohéme, Tosca og Turandot, sem allar eru eftir G. Puccini. Auk sunginna at- riða flutti Jónas Þórir nokkur píanóverk. Falleg rödd og mikiö öryggl „Jóhann Friðgeir er söngvari sem vert er að veita mikla athygli. fallega rödd sem liggur vel og sem hann beitir af miklu öryggi. áreynslulaus og lipur á öllu tónsviði sínu." Jóhann Friðgeir er söngvari sem vert er að veita mikla athygli. Hann hefur fallega rödd sem liggur vel og sem hann beitir af miklu ör- yggi. Röddin er áreynslulaus og lipur á öllu tónsviði sínu, háir tónar vel fullir og bjartir og lágir gæddir góðum þrótti. Jóhann Friðgeir komst ekki að öllu á fullan skrið í fyrri hlnta efnisskrár sinnar en gerði þó vel í Con te part- iro eftir F. Sartori og L. Quarantotto og Þá var ég ungur eftir Jónas Þóri, en í þessum verkum náði hann fagurri túlkun, ekki síst i síðari hlut- um lags Jónasar Þóris. í flutningi Jóhanns Friðgeirs á Sjá dagar koma, eftir Sigurð Þórðarson, brá fyrir einkennilega miklum áhrif- um flutnings Kristjáns Jóhanns- sonar á þessu lagi og stakk það verulega í stúf við önnur verk á efnisskrá hans. í seinni hluta efnisskrárinnar var Jóhann Friðgeir í essinu sínu. Túlkun var víða mikið falleg, svo sem í aríunum Che gelida manina úr La Bohéme og Recondita armonia úr Tosca. Á þessum vett- vangi var Jóhann Friðgeir greini- lega á heimaslóð og náði sér að fullu á flug sem var bæði glæsilegt og hrifandi. Annað tveggja auka- laga var Hamraborgin eftir Sig- valda Kaldalóns. Flutningur þess var nokkuð ósamstæður og ljóst að Jóhann Friðgeir hefur það ekki enn að fullu á valdi sínu. Undirleikur Jónasar Þóris var góður. Hljóðfærið hefði mátt vera betra en Sjallinn býður ekki upp á flygil heldur einungis bærilegt stofupíanó. Við meiru varð því ekki búist. Milliverkin sem Jónas Þórir flutti voru leikin af öryggi. Eitt þeirra var Aría á G-streng eftir J.S. Bach og annað On the Street Where You Live. Bæði þessi verk voru jözzuð og bærilega af hendi leyst. Hið síðar- nefnda tileinkaði Jónas Þórir Ingimari Eydal. Það var við hæfi að minnast hans á þessum stað, svo ríkur þáttur sem tónlistariðkun hans var í menningarlífi Akureyrar á meðan hans naut við. Haukur Ágústsson Hann hefur Röddin er Umsjön: Sígtryggur Magnason Fröken Júlía kemur óð úr fríi Fröken Júlía hefur verið í sumarfríi að undanförnu en mætir að nýju i Smiðjuna við Sölvhólsgötu á föstu- dagskvöld og er enn og aftur alveg óð. Þetta er sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara en sýningar standa ein- ungis yfir út ágústmán- uð. Leikstjóri sýningar- innar er Rúnar Guðbrandsson en leikarar eru Sigrún Sól, Árni Pétur Guðjónsson og Pálína Jónsdóttir. Söngnámskeið í sumar Ingveldur Ýr, söngkona og söngkennari, heldur margs konar söngnám- skeið í ágúst, þar á meðal námskeið sem eru ætluð byrjendum og fólki með einhverja reynslu, svo sem kórsöngvurum, kenn- urum, leikurum og öllum þeim sem nota röddina mikið. Námskeiðin veita innsýn inn í helslu atriði í söng, raddbeitingu og tónlist. Kennd eru grunnatriði í söng; öndun, lík- amstaða og raddæfingar, tóneyrað þjálfað og einfóld atriði í nótnalestri kynnt. Einnig verður boðið upp á unglinganámskeið þar sem kennd eru sömuatriði við hæfi ungra radda. „Masterclass" verður á boðstólum fyrir söngvara og söngnema sem eru lengra komnir og vilja auka víðsýni og tækni þar verður einnig unnið með erlend tungumál og framkomu. Ingveldur er einnig byrjuð að taka niður pantanir vegna vetrarnámskeiða sem hefj- ast í september og er hægt að nálgast upp- lýsingar í síma 898 0108. Listasumar í Súðavík Dagana 9.-12. ágúst verður haldið Lista- sumar í Súðavík. Hátíðin er samvinnu- verkefni FÍH, Súðavíkurhrepps og Sumar- byggðar hf. Þetta er í þriðja sinn sem hátíð- in er haldin. Á fóstudagskvöldinu hefst dagskráin meö spennandi og áhugaverð- um fyrirlestri Jóhanns Breiðfjörð um þá sérstöku reynslu að upplifa það að hafa drukknað. Að fyrir- lestrinum loknum hefjast djasstónleikar Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur, leik- og söngkonu, þar sem hún syngur um ástina. Laugardagskvöldið 11. ágúst verður brekkusöngur og varðeldur í brekkunni neðan við skólann undir stjórn Vagns- systkina frá Bolungarvík. Sunnudaginn 12. ágúst verður opnuð listsýning á Lego-mun- um feðga og mósaíkverkum mæðgna. Tón- listarmessa verður i Súöavíkurkirkju og þar munu djasstónlistarmennirnir Gunnar Gunnarsson og Sigurður Flosason flytja kirkjulega tónlist í djasskenndum útsetn- ingum. Að messu lokinni verður safnaðar- stjórn með fjölskyldukaffi í skólanum en þar mun barnastjarnan Jóhanna Guðrún syngja fyrir gesti. Hádegi með Hallgrími Einar Jóhannesson klarinettuleikari og organistinn Pavel Manásek koma fram á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 9. ágúst kl. 12.00-12.30. Tón- leikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Sum- arkvöldi við orgelið sem haldin er ár hvert í júlí og ágúst í Hallgrímskírkju. Á efnisskránni eru verk eftir sautjándu aldar meistarana Johann Sebastian Bach, Giuseppi Tartini og Wolfgang Amadeus Mozart. Óli Stolz í Deiglunni í kvöld veröur sjö- unda kvöld Tuborgdjass í Deiglunni á Akureyri. í þetta sinn leikur djas- stríóið Jazztríó Óla Stolz en það er skipað Jóni Páli Bjarnasyni, sem leikur á gítar, Birki Frey Matthíassyni, sem leik- ur á trompet og fliigelhorn, og Ólafi Agli Stolzenwald sem leikur á kontrabassa. Hrært verður í súpu sígildra djassnúmera og lög eftir ólíka höfunda leikin. Má þar nefna höfunda eins og Benny Golson, Clif- ford Brown og Charlie Parker.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.