Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2001, Blaðsíða 14
+ FIMMTUDAGUR 9. AGUST 2001 FIMMTUDAGUR 9. AGÚST 2001 19 Utgáfufélag: Utgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjölfur Sveinsson Framkvæmdastjórl: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstlórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjðri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrlft: Þverholtl 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aorar deildir: 550 5999 Grœn númer: Auglýsingar: 800 5550, Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is RitstJJórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugero: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins T stafrænu formi og f gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Virkjað verður Flest bendir til, að virkjað verði við Kárahnjúka. Ríkis- stjórnin mun hafna málefnalegri niðurstöðu Skipulags- stofnunar „af því bara" og leggja málið fyrir Alþingi á komandi vetri. Þar verður virkjunin samþykkt fyrir jól með öruggum meirihluta stjórnarflokkanna. Þetta er eðlileg málsmeðferð í lýðræðisríki. Kjörnir full- trúar taka endanlega ákvörðun eftir mikla umræðu í þjóð- félaginu. Þeir þurfa ekki að taka tillit til málefnalegra sjónarmiða að hætti embættismanna. Þeir hafa pólitískt vald til að taka ranga ákvörðun, sem öðlast gildi. Steinarnir í vegi virkjunarinnar eru annars eðlis og snúa fremur að fjármögnun álversins á Reyðarfirði. Ekki hefur reynzt kleift að fá erlendan ofurfjárfesti til að kosta verið. Niðurstaða Skipulagsstofnunar verður ekki til að efla áhuga manna á að taka þátt í harmleiknum. Norsk Hydro vill bara eiga lítinn hluta í álverinu, en ætlar sér eigi að síður að hafa sömu viðskiptaeinokun og Alusuisse hefur gagnvart ísal. Gróði Norsk Hydro verður til með því að sitja beggja vegna borðsins, selja Reyðaráli allt hráefnið og kaupa síðan allt álið frá því. Mjög er horft til lífeyrissjóðanna. Þar sitja menn, er girnast persónulegar tekjur og persónuleg völd af setu í stjórnum fyrirtækja og hafa reynslu af því að láta sjóðina kaupa handa sér stjórnarsæti. Þeir munu eftir nokkurt hik fórna hagsmunum sjóðfélaganna fyrir sína eigin. Lífeyrissjóðir eiga að festa peninga sína sem víðast til að tryggja öryggi sjóðfélaga. Heppilegast er að fjárfesta í erlendum safnsjóðum til að útiloka íslenzkar sveiflur. Heimskulegast er að fjárfesta mikið í stökum fyrirtækjum, því að það eykur áhættu sjóðfélaga of mikið. Stjórnarmenn lífeyrissjóða geta litið fram hjá slíkum málefhalegum sjónarmiðum alveg eins og íslenzkir stjórn- málamenn geta litið fram hjá málefnalegri úttekt Skipu- lagsstofnunar. Lýðræðið stendur hvorki né fellur af völd- um rangra ákvarðana, sem teknar eru í nafni þess. Ef við gerum ráð fyrir, að hægt verði að kría saman peninga í Reyðarál, er fátt, sem getur komið í veg fyrir Kárahnjúkavirkjun. Ekki er að vænta umhverfisstuðn- ings norskra stjórnvalda sem aðaleiganda Norsk Hydro, því að áhugi er lítill í Noregi á islenzku umhverfi. Ekki verður horft fram hjá þeirri staðreynd, að drjúgur meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna tveggja á ís- landi er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun. Rikisstjórnin hefur því umboð fylgismanna sinna til að halda áfram með mál- ið meðan þessi stuðningur grasrótarinnar bilar ekki. Komið hefur í ljós, að ítarleg greinargerð og niðurstaða Skipulagsstofnunar hefur ekki magnað andstöðuna við Kárahnjúkavirkjun í þeim mæli, sem búast hefði mátt við. Umhverfissjónarmið hafa ekki átt eins greiðan aðgang að hjörtum íslendinga og ætla mætti af umræðunni. Málið snýst ekki um val milli efnahags og umhveríis. Leidd hafa verið sterk rök að því, að virkjun og álver séu þjóðhagslega óhagkvæm, beini fjármagni og kröftum landsmanna inn á gamaldags brautir, sem hamli gegn sókn þjóðarinnar til atvinnuhátta framtíðarinnar. Málið snýst frekar um gamla nítjándu aldar drauminn frá upphafi iðnvæðingarinnar, þegar menn vildu beizla náttúruna með valdi og knýja hana til fylgilags. Þetta er svipuð ranghugsun og felst í tröllslegum mannvirkjum, sem risið hafa i hlíðum yfir snjóflóðaplássum. Hálf þjóðin er enn þeirrar skoðunar, að lifibrauðið felist í baráttu við náttúruöflin, og hefur ekki áttað sig á, að tækifæri nútímans eru allt önnur. Því verður virkjað. Jónas Kristjánsson I>V Skoðun Almenningshlaup eru gleðigjafi Guöm. G. Þórarinsson verkfræöingur Kjallarí Það er undravert að sjá hversu margir taka þátt í almenningshlaupunum og hve mörg almenningshlaup eru haldin. Forseti ÍSÍ, Ell- ert Schram, hefur oftsinnis lagt áherslu á þennan þátt í íþróttastarfmu, þ.e. að laða almenning til þátttöku, ekki byggja allt á afreksíþrótt- um. Sá sem setti Viðavangs- hlaup ÍR í fyrra sagði að hér áður fyrr hefði víða- vangshlaupið verið keppn- ishlaup fyrir helstu íþróttamenn okkar en nú væri það orðið fjölda- hlaup almennings og hann lýsti ánægju sinni með þá þróun. Fleiri og fleiri íþróttafélög og jafnvel fyrirtæki og stofnanir standa að almennings- hlaupum þar sem unnt er að velja sér vegalengd við hæfl og fjölskyldan getur 611 verið með og notið útivistar og hreyfingar. Ég nefni Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins og Vímuefna- hlaupið í Hafnarfirði sem dæmi. Gríðarlega skemmtilegt Akureyr- armaraþon og þar er þáttur sem gaman er að gera að umræðuefni. í þessum fjöldahlaupum fá allir þátt- takendur verðlaunapening fyrir þátttökuna. Það er gaman og hvetur. Auk þess er keppt í aldursflokkum sem gefur þeim eldri meiri ánægju. Akureyringarnir höfðu sérstakan aldursflokk fyrir þá sem eru yfir 70 ára. Það fannst mér mjög til fyr- irmyndar og sá flokkur var ekki tómur. H20-hlaupið Nýlega stóð Orkuveitan fyrir fjölskylduhátíð og al- menningshlaupum í Heiðmörk. Þarna var framhald á þvi sem Vatns- veitan setti af stað á 90 ára afmæli sínu fyrir 2-3 árum. Eitt af því sem vekur afhygli manns í þessum hlaup- um er hve allir eru glaðir og hressir. Andrúmsloftið er svo vinsamlegt. Hlaupaleiðin í 10 km hlaupinu var dálítið erfið, mikið upp í móti á mal- arstígum Heiðmerkur en umhverfið er fallegt og upplífgandi. Sigurvegari varð íslandsmethafmn í maraþon- hlaupi, Sigurður P. Sigmundsson, þó hann hafi mikið til hætt keppnis- hlaupum. Hin síunga amma, Bryndís Svavarsdóttir, sem hlaupið hefur Eitt afþvísem vékur athygli manns íþessum hlaupum er hve allir eru glaðir og hressir. Andrúmsloftið er svo vinsmlegt. fleiri maraþonhlaup en nokkur ann- ar, liklega tæplega 30, var með og þarna var lika einn af helstu aflvök- um almenningshlaupa í dag, Pétur Franzson, sem þjálfar hóp Náms- flokkanna og margir margir fleiri. Og þetta var svo sannarlega í boði Orkuveitunnar, engin þátttökugjöld, Hænufet í rétta átt Það er ástæða til að gleðjast yfir þeim árangri, sem aðildarríki lofts- lagssamnings Sameinuðu þjóðanna náðu á fundi sínum í Bonn. Sérstak- lega er ástæða til að fagna því að Bandaríkjunum skyldi ekki takast að eyðileggja samninginn með þvi að koma í veg fyrir það að Kyoto-bókun- in gengi í gildi. Niðurstaða fundarins í Bonn er sú að samningurinn kemst á og það skiptir mestu. Þó verður að viður- kenna að eftirgjöf Evrópuríkjanna varð á endanum svo mikil að einung- is náðist að stíga agnarlítið skref, miklu minna en vonast hafði verið eftir í Haag í nóvember sl. En þó skrefið sé lítið þá er það svo mikil- vægt að það mátti ekki fyrir nokkurn mun tapast. Markmiðið er samdráttur Kyoto-bókunin frá 1997 átti að tryggja að markmið samningsins - samdráttur í losun gróðurhúsaloft- tegunda, næði fram að ganga. Þó tor- tryggnir leiðtogar (t.d. Davíð Odds- son) reyni stöðugt að halda því fram að áhrif loftslagsbreytinganna séu ekki vísindalega sönnuð þá er það viðurkennt að vísbendingarnar séu of margar og of sterkar til að réttlæt- anlegt sé að bíða með aðgerðir. Vís- indamenn hafa verið sammála um að þörf sé á samdrætti í losun um 60-80%, ef jafnvægi á að nást í Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaöur móti. Vísbendingarnar eru of margar og of sterkar til að rétt- lœtanlegt sé að bíða með aðgerðir. kolefnabúskap jarðarinn- ar. í Kyoto komu menn sér saman um að stefna að 5,2% samdrætti á fyrsta bókhaldstímabili (2008-20012). Eftir að nið- urstaða náðist í Bonn er ljóst að samdráttur verð- ur einungis 3%. „íslenska ákvæöiö" Hlutur íslendinga í þessu ferli öllu hefur ver- ið dapurlegur. íslensk stjórnvöld hafa allan tím- ann lagt áherslu á að fá undanþágur frá markmiðum samningsins og hafa barist af afli fyrir því að fá meðgjöf umfram aðrar þjóðir til að geta losað ótakmarkað magn vegna hugmynda um stóriðjuframkvæmdir. í Kyoto var það viðurkennt að ísland nyti nokkurrar sérstöðu og þar með var okkur, einum þjóða, heimilað að auka losun um 10% frá viðmiðunar- árinu 1990. Þetta nægði íslenskum stjórnvöldum ekki, þau ákváðu, eitt iðnríkjanna, að undirrita ekki bók- unina heldur einbeita sér að því að finna upp formúlu sem sniðin væri að stóriðjuáformum ríkisstjórnar- innar og kölluð „íslenska ákvæðið". Með „íslenska ákvæðinu" erum við aö smeygja okkur undan eðlilegum skuldbindingum um samdrátt í los- un, þvert á óll markmið samnings- ins. Þó leyfa íslenskir ráðamenn sér að staðhæfa að möguleg samþykkt „íslenska ákvæðisins" sé i anda samningsins. Slíkur málflutningur er villandi og hafður uppi í ámælis- verðum tilgangi. Stefna íslenskra stjórnvalda felur það í sér að ein- stæðri náttúru hálendis íslands yrði fórnað á altari mengandi stór- iðju og það er enginn hnatt- rænn ávinningur fólginn í því. Auðlindir Islands þarf að nýta á sjálfbæran hátt til þess að ávinningurinn af nýting- unni geti talist hnattrænn. Heimsmeistarar í losun Meðgjöf sú sem íslenskir ráðamenn hafa barist fyrir að fá með stóriðjuverkefnum ger- ir okkur ekki að ábyrgum þátttakendum í ferli loftslags- samningsins, heldur þvert á Hún gerir það að verkum að við, sem í dag losum nokkurn veginn það sama á mann og önnur Evrópu- ríki, tökum það á okkur að gerast heimsmeistarar í losun á hvert mannsbarn. íslenskir ráðamenn, sem hafa litið á Bandaríkjamenn, Japani, Ástrali og Kanadamenn sem sína helstu bandamenn, hafa ekki sýnt markmiðum loftslagssamningsins nægilegan skilning. Þeir hafa ekki viljað sýna sig með þeim þjóðum, sem hart hafa barist fyrir samdrætti í los- un, þannig sáu þeir ekki ástæðu til að vera með hinum Norðurlandaþjóöun- um í sameiginlegri stuðningsyfirlýs- ingu við málamiðlunartillögu Jans Pronks, forseta fundarins í Bonn, og nú hefur umhverfisráðherra lýst því yfir að hún telji það ólíklegt að ís- lendingar fullgildi Kyoto-bókunina verði „íslenska ákvæðið" ekki sam- þykkt á næsta fundi samningsins, sem haldinn verður í Marokkó í nóv. nk. Sjónarmið á borð við þessi eru síður en svo til fyrirmyndar og geta ekki kallast annað en ábyrgðarlaus skammtímasjónarmið. Kolbrún Halldórsdóttir verðlaunapeningar og bolir og veit- ingar, brauö, pasta, grænmeti og drykkir og sjálfur Magnús Scheving hitaði upp fyrir hlaupið og afhenti verðlaunin. Ástæða er til að þakka þeim sem frumkvæði hafa að þessum auknu almenningsíþróttum, ná al- menningi út í ferska loftið og hreyfa sig. Áfram og meira Ég veit ekki hve mörg svona hlaup eru haldin árlega en mér er nær að halda að þeim fari fjölgandi og þátt- takan eykst, þátttakendur skipta oft hundruðum. Reykjavikurmaraþonið er e.t.v. fjölmennast. Mér er minnis- stætt þegar Samhygðarhlaupið var haldið í vor og hlaupið um hlaðið hjá Stefáni í Vorsabæ að þar var sett þátttökumet, yfir 90 þátttakendur. Stundum er einn frumkvöðull að baki framkvæmdinni eins og þar, mig minnir að Þór, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans á Selfossi, hafi sagt við verðlaunaaf- hendinguna að Markús ívarsson ætti þetta hlaup. Og fram undan eru al- menningshlaup langt fram á haust og jafnvel í vetur. Allir með. Guðm. G. Þórarinsson ! Ummæli Stíðinu er ekki lokið j,Þaö er ekki hlutverk Skipu- lagsstofnunar að drepa vísindaleg- um niðurstöðum á dreif með moð- suðu þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi - af einskærum ótta við ásak- anir um að stofnunin stundi pólitík. Skipulagsstofnun sækir fyrirmæli sín í lög sem sett voru á Alþingi. 1. ágúst 2001 var hamingjudagur fyrir áhugafólk um náttúruvernd á is- landi og það er eðlilegt að gleðjast yfir þessari niðurstöðu. En stríðið um hálendið er engan veginn búið þó þessi orrusta sé að baki. Þjórsár- verum er nú ógnað af meiri alvöru en um langa hríð því álbræðslan á Grundartanga kallar kútinn." Steindór Hreiöarsson á Múrinn.is IKUSLlgcU © Hálir krákustígar „Dæmi sýna svo ekki verður um villst að tengsl Sjálfstæðisflokks- ins inn í kjarna þeirra manna sem mest völd hafa í íslensku atvinnulífi eru gríðarmikil. Tengsl af þessu tagi þurfa ekki alltaf að vera óeðlileg enda ekkert að þvi að atvinnurekendur hafi hugsjónir í pólitík. Þarna er hins vegar oft um hála krákustíga að feta ef ekki eiga að blandast saman hagsmunir þeirra sem reka fyrirtækin sem greiða í flokkssjóði og þeirra sem taka við fénu og halda utan um stjórnar- tauma landsins. Nauðsyn opins bók- halds stjórnmálaflokka hefur líklega aldrei verið skýrara en nú." Pistill á www.samfylking.is Spurt og svarað Ætti fyrirœtlunum um Karáhnjukavirkjun að veralokið, nú eftir .W~ ^ O..W Steingrímur Hermannsson, form. Umhverfissamtaka íslands. Skammsýni land- námsmanna „Úrskurður Skipulagsstofnun- ar hlýtur að verða kærður en þá verður umhverfisráðherra líka vandi á höndum. Eftir því sem ég heyri á forystu- mönnum í stjórnmálum verður virkjað eystra, þrátt fyrir þennan úrskuð; sú ætlan liggur í orð- um þeirra. En þetta er skammsýni sem minnir mig svolítið á landnámsmennina sem komu hing- að til lands fyrir ellefu hundruð árum eða svo. Þeir gengu svo á skóginn í landinu að helmingur af gróðurmoldinni fór með vatni og vindum. En landnámsmennirnir höfðu ekki þá þekkingu að styðjast við sem okkar vísindamenn hafa i dag en á henni eigum við að byggja og leggja virkjunar- áform til Kárahnjúka til hliðar." Katrín Fjeldsted alþingismadur. Bíðum eftir rammaáœtlun „Alþingi setti nýverið lög um mat á umhverfisáhrifum og skipulagsstjóri hefur úrskurðað í samræmi við þau. Mér þætti æskilegt að bíða eftir eftir ramma- áætlun um virkjanir á íslandi en henni er ætlað að meta þá virkjunarkosti sem á landinu bjóð- ast. Ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun ætti að bíða þar til niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyr- ir. Þá hefur ítrekað verið bent á verðmæti há- lendisins norðan Vatnajökuls, til dæmis fyrir þjóðgarð. Þar held ég að séu verðmæti sem ættu ekki að vera neinum dulin." Stefán Jón Hafstein fjölm iðlamaður. Siv stefhir ípóli- tískt sjálfsmorð „Nei, það er eðlilegt að mats- ferlið fari alla leið á enda, sam- kvæmt lögum, til umhverfisráð- herra. Reyna verður á öll rök í málinu. Hins vegar benda fyrstu viðbrögð ráðamanna til þess að þeir líti á lög um umhverfismat sem „vesen" sem trufli þá bara við að komast að fyrir fram gefinni niðurstöðu. Lög og rök skipti engu. Það er sorglegt að sjá svo frumstæða hugsun, þegar reynir á að mikil- væg ákvörðun sé tekin með bestu fáanlega þekk- ingu að vopni en ekki þvermóðskuna nakta. Siv Friðleifsdóttir stefnir í pólitískt sjálfsmorð á 150 kílómetra hraða - sem vex eftir þvi sem Halldór og Davíð tala meira." Hjálmar Árnason alþingismaður. Ýmsir orðnir hundasúrumenn „Þessi úrskurður er einn lið- ur i löngu ferli og sú þróun er ekki komin að lokapunkti. Hann er þó ekki langt undan. Hvaða niðurstöðu umhverfisráðherra kemst að, ef málið verður kært til hennar, þori ég ekki að spá um. Einnig kannsvo að fara að málinu verði vis- að til kasta Alþingis, það er að þingið yrði látið taka hina endanlegu og pólitísku ákvörðun í þessu máli. Það hefur vakið athygli mína að ýmsir sem mæltu með Kárahnjúkum í umræðunni um Eyjabakka hafa nú breytt um afstöðu og tekið upp hundasúrustefnuna svonefndu." Börnunum byrlað eitur á útihátíð Háaloftið jf| Úrskurður stofnunarinnar veröur að líkindum kærður en ýmsir telja að erfitt verðl fyrir umhverfisráðherra að snúa honum. Islensk æska hefur gert sína árlega byltingu og snú- ið aftur til fyrri starfa. Ef- laust eru sumir enn með móral og timburmenn, þreyttir, svefnlausir og vannærðir. Tugþúsundir ungra íslendinga nutu úti- skemmtana víða um land um helgina. Hætt er við að ekki eigi allir ljúfar endur- minningar um hátíðarhöld- in. Allmargir eiga um sárt að binda. Útimótum í dag fylgja í auknum mæli eit- urlyfjaneysla, nauðganir og ———— annað líkamlegt ofbeldi. Ekki ætla ég mér þá dul að fara að messa yfir æskufólkinu. Ungt fólk verður að fá eðlilega útrás fjarri foreldravaldinu, náttúran og áfengisvandamálið hafa sinn gang. En það er ekki sama hvernig að mótshaldinu er staðið. Forráðamenn bera mikla ábyrgð, það er ekki nóg að telja seðlana. Unga fólkiö er gróðalind Útimótin eru árviss atburður, stundum eru þau gróðalind nýríka, dugmikla, áræðna, hugmyndaríka fólksins. Það má græða á því að breyta þúfnakollum í tjaldstæði. Og tjaldstæði er dýrt. Innifalið er að fá að hlusta á Botnleðju, Greifana og Skítamóral, að maður tali nú ekki um öldungana í Lúdó. Líka er inni- falin löggæsla, útikamrar og öskutunnur. Og innifalið er að fá tækifæri til að vera úr sjónmáli við foreldra og uppalendur um sinn. Daglegar fréttir af útimótssvæðun- um voru skuggalegar, einkum frá Kaldármelum. Ekki síst þegar í ljós kom að mörgum ungum stúlkum hafði verið nauðgað eftir að þeim hafði verið byrlað róandi lyf sem ætlað er húsdýrum. Jafnvel var talið að hópur ungra manna hefði nauðg- að stúlku. Hvers konar líf verður það hjá stúlkum sem verða fyrir slíku áfalli? Ég get ímyndað mér að þau sár grói seint. Það er átakanlegt að heyra um eiturbraskarana sem eiga náðuga daga og valsa átölulaust um sum útimótin. Á þessum kauðum verður lögreglan að taka. Það er meira aðkallandi en að eiga i útistöð- um við aldraða sjómenn í friðsam- legum mótmælum. Harkan eykst Útimót hafa breyst frá því um 1960 þegar þessi mót voru að hefja sitt skeið. Hvort heldur það var á Laug- Jón Birgir Pétursson skrifar: arvatni eða í Herjólfsdal, þá var gaman að lifa þessa daga. Það skal viðurkennt nú að landinn í Eyjum fór þó illa í kroppinn þannig að styttra varð í brekkusöngn- um en ella hefði orðið. En hvað um það, flest fór vel. í þessa daga var aldrei fjallað um nauðganir á útimótum, það ég man. Og eiturlyfin voru ekki notuð. Síðan hef- ur harkan aukist. Fyrir 300 árum var svatl- veislan Jörvagleði haldin í ——~— sumarlokin vestur í Dölum. Ungir íslendingar lögðu land undir fót og sóttu yfir fjöllin sjö. Þarna gerðist ýmislegt og stúlkur áttu börn á þorra eða góu árið eftir. Talsvert var um brennivínsdrykkju og stór- hættulegan dans. Yfirvöld þeirra tíma bönnuðu þetta sakleysislega æskulýðsmót forfeðra og formæðra barnanna sem um helgina skemmtu sér á Kaldármelum og víðar. I dag tíðkast ekki að banna en bet- ur mætti vanda til leyfisveitinga. Há- tíðahöldin eru með ýmsum brag og sýnist mér að Þjóðhátíð í Eyjum sé best skipulögð og áföllin fátíð enda reyndir menn á ferð. Af Eyjamönn- um má margt læra í þessum efnum. Skagstrendingar eiga líka lof skilið, að ekki sé talað um Galtalæk og fleiri staði þar sem vönduð útimót fóru fram. Útimótin í dag eru að því leytinu hættulegri en fyrrum að þjóðfélagið er harðara og ósvífnara, hvort held- ur miðað er við Jörva árið 1700 eða Vestmannaeyjar árið 1960. Unga fólkið sem þarna er að skemmta sér á ekki aðeins í höggi við allt of mik- ið brennivín og bjór, heldur líka fíkniefni sem ógeðslegir delar halda að fólkinu. Og ofbeldið birtist í mörg- um ógeðfelldum myndum. DV-MYND NJORÐUR HELGASON „ Útimótin eru árviss atburður, stundum eru þau gróða- lind nýríka, dugmikla, áræðna, hugmyndaríka fólks- ins. Það má grœða á því að breyta þúfnakollum í tjald- stœði. Og tjaldstœði er dýrt." (Myndin erfrá vel heppnuðu útimóti á Skagaströnd um helgina.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.