Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2001, Blaðsíða 28
 Opel ^_-/3.rird ' V ^^™ % 1 ...» -.••--v - OPEL 1 /yiít>ríVi*7iri ¦¦¦.. ."' ¦ ík« FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot,.sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fulirar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 9. AGUST 2001 íbúar í Grafarvogi í slag viö borgaryfirvöld: Embættismenn leyndu úrskurði ráðherra Jón Sigurösson „Úrskurði ráð- herrans var stungið undir stól og hann ekki kynntur kjörn- um borgarfulltrú- um. Við erum í klóm embættis- manna og það er ójafn leikur," segir Jón Sigurðsson, for- svarsmaður þeirra íbúa við Garðhús sem berjast gegn því að Hallsvegur verði lagður að húsabaki hjá þeim. Jón vísar þarna til þes að umhverf- isráðherra nam úr gildi úrskurð skipulagsstjóra í desember á síðasta ári og krafðist frekara umhverfis- mats. í síðasta mánuði, hálfu ári eft- ir að úrskurðurinn féll, var Árna Þór Sigurðssyni, formanni skipu- lagsnefndar Reykjavíkurborgar, ekki kunnugt um hann og kom af fjöllum. Árni Þór staðfesti í samtali við DV að honum hefði lengst af ekki verið kunnugt um athugasemd- ir umhverfisráðherra. „Ég hafði ekki séö þessar athugasemdir um- hverfisráðherra. Auðvitað er eðli- legt þegar úrskurður sem þessi fell- ur að hann sé kynntur fyrir þeim nefndum borgarinnar sem um þetta fjalla, skipulagsnefnd, umhverfis- Arni Þór Sigurösson. Rónar og Coldplay í Fókusi á morgun gefur að líta ný- stárlegar hugmyndir um miðstöð fyr- ir drykkjumenn. Rætt er við bresku rokkarana í hljómsveitinni Coldplay um lífið, tilveruna og yflrvofandi ís- landsfór. Aðrir rokkhundar, Gunnar Bjarni Ragnarsson og Páll Rósin- krans, eru farnir að spila aftur saman með Jet Black Joe og segja frá ýmsu varðandi samstarfið nú og áöur. Skemmtistaðurinn Skuggabarinn fær virðulega minningargrein í blaðinu og sætasta knattspyrnukona landsins segir frá sjálfri sér. Að sjálfsögöu eru svo ítarlegar leiðbeiningar um hvert á að halda um helgina. I AUGNA&LIKINU GETUR VERIÐ \"> nefnd og borgar- ráði. Það hafði ekki verið gert en ég skal ekki um það segja hvort það snýst um tímasetn- ingar," segir Árni Þór. Hann segist ekki hafa kynnt sér úr- skurð skipulags- stjóra sem féll í fyrradag. „Ég skil viðhorf íbúanna og mér finnst koma til greina að leita frek- ari leiða til lausnar vandans. En þarna þarf rlkisvaldið að koma til þar sem þetta er stofnbraut og fjár- mögnuð af ríkinu," segir Árni Þór. Krafa íbúanna við Garðhús er sú að vegurinn verði settur í stokk eða húseignir þeirra að öðrum kosti keyptar upp. Fréttaljós á bls. 5 -rt DV-MYND GVA Lyktað af eyrarrós Lyktin ergóö en það veröur að bera sig eftir henni. Helgi Gíslason myndlistarmaður krýpur og teygar angan eyrarrós- arinnar í Súlnadal í Skaftafellssýslu. Hann reis á fætur annar maður-. Ólafur G. Einarsson kveðst geta sannað samráð um Frumafl: Segir Margeir vera sekan um svik - hugsanlegt að minnisblöð verði lögð fram Margeir Pétursson. „Þessir menn geta ekki búist við að þeir séu alveg ósnertanlegir. Mér er misboðið, það er einfalt," segir Ólaf- ur G. Einarsson, fyrrverandi stjórn- armaður í Lyfja- verslun íslands og bankaráðsformað- ur Seðlabanka ís- lands. Ólafur, sem skrifaði grein í Morgunblaðið í dag, þar sem hann fordæmir vinnubrögð Margeirs Péturssonar og félaga sem náðu meirihluta í Lyfjaverslun íslands. Þar segir hann Margeir hafa beitt „stórmeistarafléttu" til að ná undir sig fyrirtækinu. Hann segist sjálf- ur vera til vitnis um að Margeir hafi verið með í ráðum hvað varð- ar hin umdeildu kaup á Frumafli. Hann kveðst ekki hefði farið inn í stjórn Lyfjaverslunar ef hann hefði Olafur G. Einarsson. vitað „að það ætti að svíkja þetta allt saman"; „Það er ekkert annað orð til yfir þetta en svik. Þeir voru sjálfir búnir að samþykkja kaupin á Frumafli en komu því síðan inn hjá hluthöfum að verið væri að semja óhæfuverk. Ég sat tvo fundi með þáverandi stjórnarmönnum þar sem eingöngu var talað um kaup á Frumafli. Þar voru Margeir og Örn Andrésson," segir Ólafur.. Hann segir að til séu minnisblöð, undirrituð upphafsstöfum stjórn- armanna, og ef málið haldi áfram verði þeir dregnir fram í dagsljós- ið haldi Margeir og félagar þvi enn fram að þeir hafi hvergi komið nærri áformuðum kaupum á Frumafli. „Það er enginn vandi aö IVIörg eftirmál Ekki sér fyrir endann á deilum um Lyfjaverslun íslands. Myndin er af síöasta aðalfundi félagsins, sem var sögulegur. sanna þetta," segir hann. Ólafur var spurður hvort hann væri ekki í erfiðri stöðu sem bankaráðsformaður Seðlabankans að taka þátt í slíkum átökum: „Það get ég ekki séð. Ég veit ekki betur en þeir sem setið hafa í stjórn Seðlabanka í gegnum árin hafi verið í alls konar störfum öðr- um og þar með í bisness. Það er ekkert óeðlilegt við það og síst af öllu eftir að bankaeftirlitið fór úr hönd- um Seðlabankans. Ég er ein- faldlega að upplýsa um að þarna var búið að gera samninga um kaup á Frum- afli," segir Ólafur. Margeir Pétursson, sem fór fyrir þeim hópi sem bylti meirihlutanum, og er sakað- ur um svik, segist ekki átta sig á því hvers vegna Ólafur G. Einarsson komi nú fram með gagnrýni sína en hafi ekki mætt á aðalfundinn. „Það kemur mér ekki á óvart að Ólafur Geir og aðrir sem tóku þátt í þessu með Jóhanni Óla vilji útskýra sinn þátt í málinu. En það kom mér á óvart að hann skyldi ekki mæta á hluthafafundinn 10. júlí," sagði Margeir Pétursson 1 morgun. -rt „Timburmenn" Eldborgarhátíðar: Tugir síma týndir „Við gerum varla nokkuð annað en að svara í síma hringingum frá fólki sem var á Eldborgarhátíðinni og hef- ur týnt þar símum, veskjum og öðrum hlutum," sagði lög- reglumaður í Ólafsvik sem DV ræddi við í gær. Hann sagði að lögreglan hefði undir höndum 10-15 síma sem fundist hefðu en það væri alveg ljóst að nokkra tugi síma vantaði til viðbótar Verðmæti í súginn Það voru ekki aðeins tjöld og viðlegubúnaður sem skilinn var eftir á Eldborg, heldur og fjöldi síma. ef allir ættu að endurheimta sina síma. Þar fyrir utan væru svo veski og aðrir hlut- ir sem tapast hefðu. í gær var unnið af krafti við hreinsun á Eldborgarhá- tiðarsvæðinu og af nógu að taka. Ruslið var yfirgengilegt og í því kunna að leynast fjöldi farsíma og aðrir hlutir sem fólk sárvantar nú að gleð- inni lokinni. -gk Heilsudýnur ísérflokkil Svefn&heilsa *^T HBÍZ^lI****** Reykiavík 581 2233 Akureyri 461 1150

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.