Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 2
-fl
LAUGARDAGUR 11. AGUST 2001
Fréttir
T>TT
Skoðanakönnun DV um framtíð Árna Johnsens í stjórnmálum:
Árni á ekki aftur-
kvæmt á Alþingi
- telja þrír af hverjum fjórum kjósendum
Þrír af hverjum fjórum kjósendum
eða 75,4 prósent telja að Árni Johnsen
eigi ekki afturkvæmt inn á Alþingi.
Athygli vekur að 26,4 prósent stuðn-
ingsmanna Vinstri grænna telja að
Árni eigi afturkvæmt inn á Alþingi og
er það hæsta hlutfall, já-manna" þeg-
ar afstaða er skoðuð eftir stuðningi
við stjórnmálaflokka. Þetta er niður-
staða skoðanakönnunar DV sem gerð
var á þriðjudagskvöld.
Árni sagði af sér þingmennsku á
dögunum í kjölfar meintra spillingar-
mála og er afsögn hans fordæmislaus í
sögu Alþingis eftir endurreisn þess
árið 1845. í könnun DV var spurt: Tel-
ur þú að Árni Johnsen eigi aftur-
kvæmt inn á Alþingi? Úrtakið var 600
manns, jafnt skipt milli höfuðborgar-
svæðis og landsbyggðar sem og kynja.
Afstöðu tóku 93,5%, sem er afar hátt
svarhlutfall í skoðanakönnun. 4,5 pró-
sent voru óákveðin en 2 prósent neit-
uðu að svara spurningunni. Af öllu úr-
takinu töldu 23 prósent að Árni ætti
afturkvæmt inn á Alþingi en 70,5 pró-
sent svöruðu því neitandi. Ef einungis
er litið til þeirra sem afstöðu tóku
Á Ámi afturkvæmt Inn á Alþingi?
^efi
Svara ekki
Óákveönir2,0%
Þeir sem afstöðu tóku
Allt úrtaklð
sögðust 24,6 prósent telja Árna eiga
afturkvæmt inn á þing en 75,4 prósent
ekki.
Þegar afstaða kjósenda er greind eft-
ir stuðningi þeirra við stjórnmála-
flokka kemur í ljós að í hópi stuðnings-
manna Vinstri hreyfmgarinnar -
græns framboðs telja fiestir að Árni
Johnsen eigi afturkvæmt inn á Alþingi
eða 26,4 prósent. Hlutfall þeirra sem
eru sama sinnis er lægst meðal
stuðningsmanna Samfylkingar
eða 20 prósent. í þeim hópi er
einnig hæst hlutfall þeirra sem
svöruðu framangreindri spurn-
ingu neitandi eða 77,3 prósent.
Hlutfall óákveðinna og þeirra
sem svöruðu ekki spurning-
unni er lægst meðal framsókn-
armanna. -rt
Afstaöa eftir stuöningi
vlð stjórnmálaflokka
Óakv./sv. ekkl
Ný staða í sauðfjárslátrun í Hornafirði:
Bændur taka slát-
urhús Goða á leigu
Vandi bænda:
Beöið eftir
nefndaráliti
Nefnd sú sem landbúnaðarráð-
herra skipaði til að gera tillógur til
úrbóta á vanda nokkurra sláturleyfls-
hafa skilaði ekki af sér í gær en
nefndinni var gefinn frestur til 10.
ágúst til að klára vinnu sína. Ekki
náðist í Þórólf Gíslason, formann
nefndarinnar, í gær en hann var er-
lendis, en Guðmundur Sigþórsson,
skrifstofustjóri í landbúnaðarráðu-
neytinu, sagði að ekkert yrði gefið
upp um hvað nefndin væri að hugsa
fyrr en hún skilaði endanlega af sér
og þess væri ekki langt að bíða.
Samkvæmt erindisbréfi nefndar-
innar á hún að koma með tiilögur um
fjármögnun birgða og lækkun vaxta-
kostnaðar annars vegar og hvernig
hægt verði að tryggja öllum sauðfjár-
bændum slátrun fyrir sitt fé og leita
leiða til flutningsjöfnunar til þeirra
framleiðenda sem þurfa að sækja
slátrun um langan veg hins vegar. Þá
var einnig í erindisbréfinu óskað eft-
ir tillögum um framtlðarskipan þess-
ara mála. Ljóst er að fjölmargir bænd-
ur og sláturleyfishafar vítt um landið
bíða nú niðurstöðu nefndarinnar um
framhald samninga sem Goði hefur
verið að gera við nokkur kaupfélög
um leigu á sláturhúsum. -BG
DV, HORNAFIRDI:_____________________________
Góðar líkur eru á að vandamál
sauðfjárbænda í Hornafirði séu að
leysast þar sem Goði hefur tekið þá
ákvörðun að leigja út nokkur slátur-
húsa sinna í haust og þar á meðal
sláturhúsið á Höfn. Við getum fengið
húsið á leigu fyrir kr. 30-35 á kíló
kjöts sem er sama verð og er á hinum
sláturhúsunum, segir Ragnar Jóns-
son, formaður Búnaðarsambands A-
Skaft. Öllum bændum hér á svæðinu
hefur verið sent bréf þar sem nefnd
Búnaðarsambands A-Skaftafellssýslu
væntir þess að flestir viðskiptaaðilar
sláturhússins á Höfn vilji halda
áfram starfsemi í húsinu.
Sláturfjárfjöldi yfir 20 þúsund 1
haust er allt að þvi forsenda fyrir því
að hægt sé að hella sér út í slátrun
nú, segir í bréflnu til bænda. Áætlað-
ur fjöldi sláturfjár í sýslunni er um
20 þúsund og þar sem sláturhúsið á
Höfn er með útflutningsleyfi eru lík-
ur á að eitthvað af sláturfé komi af
Suðurlandi og að austan eins og ver-
ið hefur síðustu haust. „Við teljum
að nú sé að duga eða drepast í þessu
máli og rétt sé að láta á það reyna
hver almennur vilji bænda á svæð-
inu er og því látum við fylgja bréfmu
til bænda yfirlýsingu þar sem þeim
er gefinn kostur á að staðfesta þátt-
töku sína i væntanlegu rekstrarfélagi
DV-MYND JÚLÍA IMSLAND
Hlustað með athygli
Bændur fjölmenntu á fund í Mánagarði þar sem sauðfjárslátrun var rædd og
hver væru vænlegustu úrræði. Fremstur á myndinni er Þorleifur, bóndi í Hól-
um, sem fylgist með framsöguræðum af athygli.
um slátrun á Höfn," segir Ragnar
Jónsson.
Með undirritun yflrlýsingarinnar
lýsa framleiðendur sauðfjár- og ann-
arra sláturafurða á Suðausturlandi
sig reiðubúna til að gerast félagar í
lögformlegu félagi sem hafi það að
markmiði að annast slátrun og sölu
þeirra afurða sem til falla í slátur-
húsi á Höfn. Jafnframt verði heimil-
að að allt að 2,5% af verði þeirra af-
urða sem lagðar verði inn á komandi
starfsári verði lögð inn í stofnsjóð fé-
lagsins.
„Tíminn er naumur," segir Ragn-
ar, „og því verðum við að fá svör
bænda á mánudaginn kemur, þann
13. ágúst, og ef undirtektir verða góð-
ar eins og við vonum verður boðað
til stofnfundar í rekstrarfélagi um
slátrun á Höfn eins fljótt og unnt er."
-Júlía Imsland
Blaöíðí dag
Má klóna
menn?
Erlent fréttaljós
Hinsegin
dagar
DV-kynlíf
Engin leið til
baka
Arni Johnsen
-----"~----- .::-----T—T^
......!:.:::':
Besta myndin
DV-sumarmynda-
samkeppni
: '¦ . '. ' ----------------- . :
Túnfiskur !
DV-matur
Líffæra-
ágræðsla á tré
DV-tré
Stuttar fréttir
Tekur forystu
Ólöf María Jóns-
dóttir úr GK var
með forystu í
kvennaflokki eftir
annan keppnisdag
íslandsmótsins í
höggleik. Hún lék á
2 höggum yfir pari í
dag og hefur leikið
36 brautir á 11 höggum yfir pari
vallarins. Þórdís Geirsdóttir var
önnur, 12 höggum yfir pari, en
Kristín Elsa Erlendsdóttir er í
þriðja sæti á þrettán höggum yfir.
Þær eru allar í Golfklúbbnum Keili.
Stööugleiki
Tölur um húsbréfalán á þessu ári
benda til þess að stöðugleiki sé að
verða á markaði, segir Morgunblaðið.
Síðustu sex ársfjórðunga hefur tala
samþykktra skuldabréfaskipta verið
um 2.400 á hverjum ársfjórðungi.
Einnig segir að fjárhæðir samþykktra
skuldabréfaskipta, uppgert á 6 mán-
aða tímabilum, séu tiltölulega hæg-
fara en jöfn þróun í átt til lækkunar.
Barnaklám
Lögreglan vill að fyrirtæki sem
reka netþjónustu á íslandi beri
meiri ábyrgð á dreifingu
barnakláms en nú er. Barnaklám er
algengara en menn töldu og í sum-
um tilvikum hafa lögreglumenn
fundið slíkt efni við rannsóknir á
fjársvikamálum. Yfirvöld vilja beita
refsiábyrgð gagnvart þeim netfyrir-
tækjum sem brjóta af sér í þessum
efnum og reyna þannig aö koma í
veg fyrir barnaklám á Netinu.
Kamrar tæmdir
Kamrar Eldborgarhátíðar voru
tæmdir á mel skammt frá hátíðar-
svæðinu. Þetta er í blóra við starfs-
leyfi mótshaldara. Heilbrigðiseftir-
lit Vesturlands hefur gert athuga-
semdir við frágang eftir Eldborgar-
hátiðina. Þá hefur Vímulaus æska
sent formönnum þingflokka bréf og
fer þess á leit að Alþingi skipi rann-
sóknarnefnd til að rannsaka til hlít-
ar allt sem viðkemur Eldborgarhá-
tíð. RÚV greindi frá.
Milljaröafjarsvik
Ríkislögreglan hefur komið að
umfangsmiklu fjársvikamáli,
tengdu Barnahjálp Sameinuðu þjóð-
anna. Norskur yfirmaður skrifstofu
UNICEF í Kaupmannahöfn er talinn
höfuðpaurinn og fjárdrátturinn alls
um 2,5 milljarðar, samkvæmt frá-
sögn sænsku fréttastofunnar TT.
Norðmaðurinn er grunaður um að
hafa keypt loftpressur og bifreið af
íslensku fyrirtæki og látið Barna-
hjálpina greiða reikninginn.
Auglýst eftir íbúum
Akureyrarbær er að
láta gera sjónvarpsaug-
lýsingar sem hvetja
eiga einstaklinga til
þess að flytja til bæjar-
ms.
Míkil eyösla
Greiningardeild íslandsbanka
segir samneysluna, útgjöld hins op-
inbera, áhyggjuefni. Hún er allt of
umfangsmikil. I Morgunkorni
greiningardeildarinnar kemur fram
að hlutfall samneyslu af landsfram-
leiðslunni hafi aukist um 2,2% 1997
til 2000 og nam 23,7% af landsfram-
leiðslu. Aukningin er fyrst og
fremst vegna launahækkana hjá
hinu opinbera, segir í frétt greining-
ardeildarinnar.
Slátra i stað Goða
^JggffTh ul Kaupfélag Vestur-
^j>*L ' * Húnvetninga stefnir að
því að bjóða upp á
sauðfjárslátrun í haust.
Kaupfélagsstjórinn segir enn óljóst
hvernig að því verður staðið en ein
leiðin er að yfirtaka sláturhús Goða á
Hvammstanga sem er i eigu Kaupfé-
lagsins. RÚVAK greindi frá. -JBP