Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 4
4 Fréttir Ágúst Einarsson prófessor um álver í Reyðarfirði og Norsk Hydro: Fáránleg samningsdrög - pólitísk misnotkun Ögmundar Jónassonar á stjórnarsetu í lífeyrissjóði TÖLVUMYND Alver viö Reyöarfjörð Ágúst Einarsson segir að breyta þurfi lögum um umhverfismat vegna þess að þau séu óljós. Óvíst sé hvort úrskurðir Skipulagsstofnunar og umhverfisráðherra í kærumáli séu bindandi. Ágúst Einars- son, prófessor og varaþingmaður Samfylkingarinn- ar, segir á heima- síðu sinni að af- leiðingar þess úr- skurðar Skipu- lagsstofnunar að hafna Kára- hnjúkavirkjun séu margvíslegar, „Ríkisstjórnin setur undir sig haus- inn og ætlar að hafa úrskurðinn að engu. Yfirlýsingar forsætis- og utan- ríkisráðherra eru bitrar og lýsa fyr- irlitningu á starfsfólki stofnunar- innar þótt ráðherrarnir beri ábyrgð á þeim iögum sem það starfar eftir. Þetta er ekki stórmannleg afstaða og hún grefur undan faglegum vinnubrögðum," segir Ágúst. Hann segir að breyta þurfi lögum um umhverfismat vegna þess að þau séu óljós. Óvíst sé hvort úr- skurðir Skipulagsstofnunar og um- hverfisráðherra í kærumáli séu bindandi. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem óvönduð lagasetning frá Alþingi leiði til réttaróvissu og bæta verði vinnubrögðin. „Líklega verður ekkert af fram- kvæmdum eins og var með Atlants- ál þegar íslensk stjórnvöld sátu eft- ir með sárt ennið. Norsk Hydro mun aldrei blanda sér í stríð um umhverfismál á Islandi sem veikir stöðu þeirra annars staðar í heimin- um. Lífeyrissjóðirnir vilja ekki heldur slikt stríð við félagsmenn sína og arðsamar fjárfestingar eru víðar en i álverum. Afstaða for- manns Lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna, Ögmundar Jónasson- ar, að vilja ekki einu sinni skoða málið sýnir pólitiska misnotkun á stjórnarsetu í lífeyrissjóði. Pólitísk rök gegn virkjuninni eru jafnrétthá og önnur rök en þau eiga ekki heima í stjórnum lífeyrissjóða," seg- ir Ágúst. Hann segir samningsdrögin við Norsk Hydro fáránleg en félagið eigi að útvega aðföng og sjá um sölu full- unninna afurða. „Þeir skammta okkur í báða enda það sem þeir vilja og eru þó minnihlutaeigendur. Menn ættu að muna hvernig Norð- menn féflettu íslendinga í Járn- blendiverksmiðjunni með sambæri- legum ákvæðum," segir Ágúst. Hann segir Austfirðinga telja þetta mál prófstein á brottflutning fólks og einhæfni atvinnulífs. „Ef ekkert verður úr þessu telja þeir að ríkisvaldið vilji ekki koma að- þrengdum byggðarlögum til aðstoð- ar. Það er alls ekki vist að afleiðing- arnar verði jafnalvarlegar fyrir Austurland og þeir telja nú en það er auðvitað réttur þeirra að stilla málinu upp sem annaðhvort eða. Það er því nauðsynlegt að huga að öðrum möguleikum fyrir austan ef þessi bregst,“ segir Ágúst Einars- son. -gk LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 I Ögmundur Jónasson: Ágúst snýr hlutum við „Ég er að velta því fyrir mér hvar Ágúst Einarsson hefur haldið sig síðustu dagana og vikumar meðan umræðan hef- ur farið fram um þessi efni,“ segir Ög- mundur Jónasson, alþingismaður og stjómarmaður Líf- eyrissjóðs starfs- manna ríkisins, vegna ummæla Ágústs Einarssonar, prófessors við Háskóla ís- lands og varaþingmanns Samfylkingar- innar, á heimasíðu sinni um virkjana- og álversmál á Austurlandi. Ágúst seg- ir að sú afstaða Ögmundar Jónassonar, formanns LSR, að vilja ekki skoða fjár- festingamöguleika lífeyrissjóðanna vegna hugsanlegrar virkjunar og ál- vers sé pólitísk misnotkun á stjórnar- setu í lífeyrissjóði. „Pólitísk rök gegn virkjuninni eru jafn rétthá og önnur rök en þau eiga ekki heima í stjórnum lífeyrissjóða," segir Ágúst á heimasíðu sinni. „Ágúst virðist ganga út frá því sem vísu að lífeyrissjóðirnir hafi gert það upp við sig að fjárfesta í álveri á Aust- urlandi og talar um þessi mál á þeim forsendum. Ég veit hins vegar ekki bet- ur en þeir séu að hverfa frá slíkum áformum í kjölfar niðurstöðu Skipu- lagsstofnunar. Hitt finnst mér alveg kostulegt að leyfa sér að halda því fram að pólitísk afstaða mín ráði fór. Hér er hann að snúa hlutunum algjörlega við, það er ég sem er aö reyna að koma í veg fyrir að lífeyrissjóðirnir séu misnotaðir í pólitískum tilgangi," segir Ögmundur. -gk Ögmundur Jón- asson. Ekki verið að tala um samninga - segir Geir Gunnlaugsson, stjórnarformaöur Reyöaráls „Maður verður oft undrandi þegar menn eru með stórar yfirlýsingar um mál sem þeir hafa takmarkaða vitneskju um,“ segir Geir Gunn- laugsson, stjómar- formaður Reyðar- áls, um ummæli í pistli Ágústs Ein- arssonar prófessors og varaþing- manns Samfylkingarinnar á heimasíöu hans, en þar gerði Ágúst að umræðuefni ýmislegt sem víkur að fyrirhugaðri bygg- ingu álvers á Reyðarfirði. í pistli sínum sagði Ágúst m.a.: „Samningsdrögin við Norsk Hydro eru fáránleg en þeir eiga að útvega aðföng og sjá um sölu fullunninna afurða. Þeir skammta okkur i báða enda það sem þeir vilja og eru þó minnihlutaeigend- ur. Menn ættu að muna hvernig Norðmenn féflettu íslendinga í Járnblendiverksmiðjunni með sambærilegum ákvæðum." „Það er ekki verið að tala um að semja um neina járnblendi- samninga, það er ekki uppi á borðinu. Það er hins vegar alveg ljóst að til þess að ná verkefna- fjármögnuri að þessu verkefni þarf að semja um sölu afurðanna og um aðföng fyrir fjármögnunar- timabilið, annars lána bankar ekki í verkefnið. Þeir vilja vita að verksmiðjan geti keyrt á fullum afköstum og hún geti selt allar sínar afurðir og þarna er verið að semja við Hydro um þau mál á þessu tímabili. Vegna þess að Hydro er okkar samstarfsaðili er fullkomlega eðlilegt að samið sé við þá. Þarna er gengið frá því að Reyðarál muni njóta þess verðs sem þessi afurð fer á til neytend- anna og Reyðarál mun einnig njóta á aðföngum þess verðs sem er á þeim á heimsmarkaði. Þetta er fullkomlega eðlilegt og engin ástæða til þess að vera að gera þetta eitthvað tortryggilegt." Varðandi fjármögnun álversins segir Geir að verið sé að vinna að henni samhliða öðrum þáttum. „Það er verið að vinna að þvi að undirbúa fjármögnun og aðra þætti málsins." - Hefur ekki komið bakslag í fjármögnunina við úrskurð Skipulagsstofnunar á dögunum? „Að sjálfsögðu skoða menn mál- ið og hvaða leið er farin á grund- velli þessa úrskurðar. Það er það sem verið er að skoða og Lands- virkjun er m.a. að skoða hvaða leið verður farin i þvi. Meira er ekki um það að segja á þessu stigi,“ sagði Geir. -gk •i'er ,:13? m **Vi* li* 'K ***' ‘*Vi* & gjg s s&ý. 4 12 *.*,«: V '•Æ Sólarlag í kvöld Sólarupprás á morgun Síódegisflóö Árdegisflóö á morgun Skýringar á veðurtáknum JAVII 21.57 05.09 23.05 11,40 AKUREYRI 21.51 04.41 03.38 04.13 15 -VINDATT 10°. ^___________-ío; VINDSTYRKUR Vconer HEIÐSKÍRT 1 metrum á sekúndu r«u» t JD O IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ AISKÝJAO SKYJAO Rigning eöa súld í kvöld verða fremur hægar suðlægar eða breytilegar áttir. Rigning eða súld verður í flestum landshlutum, þó síst í innsveitum norðanlands Hitinn verður 10 til 16 stig, hlýj- ast fyrir norðan. • W RIGNING SKURtR SLYDDA SNJÓKOIVtA % ===== ÉUAGANGUR RRUMU-VEÐ- SKAF-RENN- P0KA UR INGUR angoE ijþjlfJil Varasöm náttúran Nú er sá tími sem flestir landsmenn vilja nota í útivist. Er þá ekki úr vegi að drepa dýr. Á dögunum var fellt fyrsta hreindýr haustsins og þegar hafa þús- undir fiska verið færðir að landi. Það verður að teljast forsenda alls gamans að veðrið komi ekki aftan að manni og geri lífið leitt. Nauðsynlegt er að vera við öllu búinn, því náttúran sér engan mun á manni, mús eöa laxfiski. Veöriö á morgun Hægur vindur Á morgun verður fremur hæg austlæg eöa breytileg átt. Reikna má með rigningu eða súld norðan- og austanlands en annars veröa þar skúrir. Hiti verður 10 til 16 stig, hlýjast suðvestan- lands. Vindur: 5-10 sl O Hiti 7” til 16° Norölæg átt, fremur hæg. Rlgnlngarsuddl veröur noröan- og austanlands en skýjaö meö kóflum og stöku skúrlr fyrlr sunnan. Hltl veröur 7 tll 16 stlg. Miövikitd !0 Vindur: 5-10 Hiti 8“ til 16” 4 A A Norölæg átt, fremur hæg. Rlgnlngarsuddl veröur norðan- og austanlands en skýjaö með köflum og stöku skúrlr fyrlr sunnan. Hltl verður 8 tll 16 stlg. Öilum boöiö í mat á Dalvík 1 dag ætla fiskverkendur og fleiri f Dalvíkurbyggð að halda Fiskidaginn mikla og bjóða öllum í mat. Markmiðið með deginum er að fá sem flesta til að koma saman og borða fisk og eyða góð- um degi saman. Yfirkokkur Fiskidags- ins mikla verður Úlfar Eysteinsson, kokkur á Þremur Frökkum í Reykja- vík, en honum til aðstoðar verður 30 manna grillsveit. Á grillinu verður m.a. saltfiskur með sólþurrkuðum tómötum og hvítlauk, lúða í fetaosts- dressingu, lax í sætri sojasósu og stein- bítur í grOl- og steikolíu. Einnig verður boðið upp á Afríkusúpu úr þurrkuðum og möluðum þorskhausum. Boðið verður upp á siglingu um Oörðinn og Sæplast býr til 1000 kera völundarhús á lóðinni fyrir bömin. Að- gangur er ókeypis. -GG j Veöríö kl. 6 AKUREYRI léttskýjað 12 BERGSSTAÐIR léttskýjaö 10 BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR léttskýjaö vantar 11 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 13 KEFLAVÍK skýjað 13 RAUFARHÖFN alskýjaö 9 REYKJAVlK skýjað 13 STÓRHÖFÐI skýjaö 11 BERGEN skýjaö 14 HELSINKI hálfskýjaö 21 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 16 ÓSLÓ STOKKHÓLMUR skýjaö 20 18 ÞÓRSHÖFN skýjaö 11 ÞRÁNDHEIMUR úrk. í grennd 15 ALGARVE heiöskírt 28 AMSTERDAM skúr á s. klst. 17 BARCELONA skýjaö 25 BERLÍN skýjaö 20 CHICAGO skýjaö 20 DUBLIN skýjaö 17 HALIFAX mistur 20 FRANKFURT skýjaö 17 HAMBORG skýjaö 15 JAN MAYEN þoka í grennd 6 LONDON skýjaö 18 LÚXEMBORG skýjaö 18 MALLORCA léttskýjaö 30 MONTREAL léttskýjað 27 NARSSARSSUAQ léttskýjaö 9 NEW YORK mistur 29 ORLANDO hálfskýjað 25 PARÍS skúr á s. klst. 19 VÍN skýjaö 22 WASHINGTON mistur 26 WINNIPEG ■:Y/gCTiirj-:y^waigT heiöskírt 11 ES3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.