Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 Fréttir DV íbúasamtök Grafarvogs standa heils hugar að baki íbúum Garðhúsa: Embættismenn troða á borgurum - segir Hallgrímur N. Sigurðsson, formaður samtakanna Ibúar við Garðhús í Grafarvogi hafa mótmælt úrskurði skipulags- stjóra um lagningu Hallsvegar og íhuga að leita til dómstóla með mál- ið sem nú hefur staðið í 10 ár. íbúa- samtök Grafarvogs hafa staðið að baki íbúunum í málinu og segir Hallgrimur N. Sigurðsson, formað- ur samtakanna, að málinu sé hvergi nærri lokið, það sé ekki hægt að embættismenn séu að troða á þegnum borgarinnar með slíkum hætti. „Að sjálfsögðu tökum við undir gagnrýni íbúanna varðandi lagn- ingu Hallsvegar. Þetta er ákveöinn yfirgangur í embættismannakerf- inu þar sem í raun er verið að koma götunni inn á íbúa á fölskum forsendum," sagði Hallgrimur í samtali við DV. „Það er verið að segja fólki að umferðin um götuna verði minni en skipulagsstjóri í raun gerir ráð fyrir sjálfur. Þar á bæ segja menn að verið sé að skoða að setja niður tveggja akreina götu á meðan fram kemur í gögnum að setja eigi niður hraðbraut með fjór- um akréinum. Þeir virðast ætla að troða þessu upp á menn í byrjun og að því loknu er ekkert um að ræða annað en gatan verði sett í stokk, hún breikkuð og ibúamir fái ein- hverja aumingjastyrki til að kaupa sér þrefalt gler í gluggana." Hallgrímur segir skipulagsstjóra ekki hafa tekið tillit til athuga- semda sem gerðar voru, hvorki frá umhverfisráðherra né frá íbúum Garðhúsa og íbúasamtökunum. „Umhverfisráðherra felldi fyrri úr- skurð skipulagsstjóra úr gildi og bað um að framkvæmdin yrði skoð- uð betur, og setti fram í sjö liðum þau atriði sem hann ætlaðist til að yrðu unnin betur. Það hefur ekki verið gert með fullnægjandi hætti og virðist það ekki henta að gera þetta eftir tillögum ráðherra af ein- hverjum orsökum. Þar er meðtal- inn sá kostur að skoða hvort ekki þurfi að breikka götuna í framtíð- inni og setja hana í stokk. Við hjá íbúasamtökunum gerðum athuga- semdir í mörgum liðum við mats- skýrslu sem send var út varðandi framkvæmdina, þar sem vandað var til verks og íbúarnir í Garðhús- um gerðu enn vandaðri athuga- semdir með lögfræðiaðstoð sem þeir greiddu fyrir dýrum dómum. Síðan fá aðilarnir engin formleg svör eða rökstuðning gegn athuga- semdum sínum heldur er birtur einhver úrskurður og engin svör gefin frekar." Málinu er hvergi nærri lokið og segir Hallgrímur enga von um það að íbúamir láti við svo búið standa. „Það er ljóst að hvorki íbúarnir eða íbúasamtökin geta sætt sig við þetta, málinu verður fylgt eftir og það kært til umhverfisráðherra á ný. Vonandi tekur hún á þessu af sömu röggsemi og áður og komið verði í veg fyrir að embættismenn troði á þegnum borgarinnar. Ef sú leið dugar ekki er dómstólaleiðin ein eftir. Það verður ekkert hætt, fólk er búið að eyða milljónum í að verja sínar eignir og það lætur ekki embættismenn strika þær út fyrir ekki neitt,“ segir formaður íbúa- samtakanna. -gk SUS vill tafarlausa einkavæðingu Ríkisútvarpsins: Einkavæðing ekki á dagskrá - segir Björn Bjarnason menntamálaráöherra Björn Bjarnason. Stjóm Sam- bands ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér áskorun þar sem skorað er á ríkis- stjóm Islands og menntamálaráð- herra að breyta rekstrarfyrir- komulagi Ríkis- útvarpsins tafar- laust! Ályktun þessi kemur í kjöl- far ummæla Bjöms Bjarnasonar menntamálaráöherra á fjölmiðla- þingi í vikunni þar sem hann telur eðlilegt að hlutafélagavæða RÚV þó rikið eigi áfram hlutabréfin í fyrir- tækinu. Jafnframt kom fram hjá Bimi að hann telur ótímabært að RÚV Sjón- varp fari af auglýsingamarkaði á meðan dreifikerfið er ekki full- komnara en það er enda myndi slíkt leiða til þess að Stöð 2 hefði nánast einokun á auglýsingamark- aði í sjónvarpi viða um land. í ályktun SUS segir að stjórn sam- bandsins telji „að íslenska ríkið sé með veru sinni á íslenskum fjöl- miðlamarkaði að þrengja verulega að rekstri einkarekinna fjölmiðla. Til þess að sporna við þeirri þróun telur stjóm SUS nauðsynlegt að Ríkisútvarpinu verði tafarlaust breytt í hlutafélag og hlutur rikis- ins í félaginu verði síðan seldur einkaaðilum.“ Björn Bjarnason menntamála- ráðherra tekur ekki undir með ungliöunum í flokki sínum: „Ég hef svo oft sagt að það sé ekki stefna mín sem menntamálaráðherra að einkavæða Ríkisútvarpið að ég þarf varla að endurtaka það. Ég hef hvorki umboö frá ríkisstjórn né þingflokkum hennar til að hafa slíka stefnu og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki heldur ályktað á þann veg. Það er eitt að breyta RÚV í hlutafélag og annað að taka ákvörðun um að selja það,“ segir menntamálaráð- herra í samtali við DV. -BG Sveitarfélög í Þingeyjarsýslum: Sameiningar- kosning á döfinni Reinhard Reynisson. íbúar í sjö sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum munu ganga að kjörborðinu 3. nóvember og greiða atkvæði um það hvort sameina eigi sveitarfélög þeirra í eitt. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Skútustaða- hreppur, Reykjahreppur, Aðaldæla- hreppur, Tjörneshreppur, Keldu- neshreppur, öxarfjarðarhreppur og Húsavík. Fari svo að sameiningin veröi samþykkt í öllum sveitarfélögun- um sjö verður ný sveitarstjórn kjörin í kosningum í maí á næsta ári. Skiptar skoðanir eru varðandi það hvort sameiningin verður sam- þykkt, Reinhard Reynisson, bæjar- stjóri á Húsavík og formaður nefndar sem vinnur að undirbún- ingi sameiningarinnar, hefur sagt aö hann trúi ekki öðru en samein- ingin nái fram að ganga enda séu hagsmunir íbúanna best tryggðir á þann hátt. Sveitarstjómarmaður í ööru sveitarfélagi, sem DV ræddi við, sagðist vantrúaður á samein- ingu, ekki sist með tilliti til þess að fjárhagsstaöa sveitarfélaganna væri mjög mismunandi. Hún væri' t.d. mjög slæm á Húsavík og í Aðal- dælahreppi. -gk Tvær viö Fagrafoss Þærganga fram hjá Fagrafossi, upp af Klaustri, á leiö sinni í Laka. Fagrifoss er til víöa um land en þessi er þó sá fegursti - finnst þeim. Verslunarmannahelgi í Hvalfjarðargöngum: 27.841 bíll í gegn og metið slegið DV, HVALHRDI:_____________________ Mun íleiri bílar fóru um Hval- fjarðargöng um verslunarmanna- helgina nú en í fyrra. Frá föstudegi til mánudags fór alls 27.841 bíll um Hvalfjarðargöng en 22.669 bílar á sama tímabili í fyrra og 24.215 bílar um verslunarmannahelgina þar áður, árið 1999. Samdrátturinn í fyrra var einkum rakinn til þess að þá föru mun færri til Akureyrar en um verslunarmannahelgina 1999. Aukningin nú kann að eiga sér að hluta skýringar í mannfjöldanum á kántríhátíöinni á Skagaströnd en annars var einfaldlega mikil umferð í allar áttir í veðurblíðunni um verslunarmannahelgina nú. Föstudaginn fyrir verslunar- mannahelgi fóru 9.085 bílar um Hvaifjarðargöng, sem er metumferð frá því byrjað var að innheimta þar veggjald sumarið 1998. Til saman- buröar má geta þess aö 7.184 bílar fóru um göngin á sama sólarhring árið 2000 og 7.587 árið 1999. -DVÓ Umsjön: Birgir Guömundsson Kastljósið á Björn Ný könnun Gallups á stöðu fylk- inganna tveggja í borginni, Sjálf- stæðisflokks og Reykjavíkurlista, hefur dregið athyglina enn einu sinni að forustu- málum sjálfstæð- ismanna í I Reykjavík. í I könnuninni I mælist R-listi með I 54% fylgi á móti I 46% fylgi sjálf- stæðismanna sem á engan hátt getur ' talist viðunandi fyrir sjálfstæðis- menn - ekki síst þegar flokkurinn er í stórsókn á landsvísu. 1 pottin- um heyrðist í gær að margir flokksmenn, sem höfðu talið að Inga Jóna væri að ná tökum á ástandinu og því viljað gefa henni séns, hefðu aftur snúið við henni baki og sífellt fleiri horfðu nú til Björns Bjarnasonar ... Ný kenning En það eru fleiri blikur á lofti og sem kunnugt er hafa Frjálslynd- ir i hyggju að bjóða fram við borg- arstjómarkosningarnar. Hefur Margrét Sverris- dóttir (Her- mannssonar) ver- ið nefnd sem hugsanlegur odd- viti þess lista. Nú er sú kenning að ryðja sér til rúms að öfugt við það sem jafnan hefur verið talið muni framboð Frjáls- lyndra fyrst og fremst skaða R-list- ann en ekki D-listann í kosningun- um. Rökin eru þau að þeir sem á annað borð kjósi Frjálslynda séu að mótmæla einhverju og miklu fleiri muni þá mótmæla valda- flokknum R-lista en stjórnarand- stöðuflokknum D-lista. í samræmi við þessa kenningu munu ýmsir gegnheilir sjálfstæðismenn nú famir að mæla eindregið með framboði Frjálslynda flokksins ...! Summa lastanna I pottinum heyrast sífellt raddir - ekki síst frá eldri borgurum - sem eru hissa á því að Ámi Johnsen skuli hafa rataö í þau vandræði sem, hann nú sé kom- inn í. Oft er við-1 kvæðið aö þetta sé nú sýnu merkilegra þar sem „ekki sé nú óreglunni fyrir að fara hjá Árna“, en I Árni er sem kunn-' ugt er annálaöur bindindismaður. Sagt er að þegar gamall maður hafi viðrað þessar skoðanir sínar við einn þingmann Sjálfstæðis- flokksins úti á landi hafi þingmað- urinn sagt: „Já, en gættu að því að summa lastanna er alltaf sú sama!“ Nýr Lofsöngur? Þorvaldur Þorsteinsson, mynd- listarmaður og rithöfundur, dvelur nú í heimabæ sínum, Akureyri, við skriftir. Ekki er vitað um hvað bókin sem hann er aö skrifa fjall- ar en hitt er vitað að Þorvaldur sit- I ur á Sigurhæðum við vinnu sína, húsi Matthíasar Jochumssonar. í samtali við Menn- ingarvef Akureyr- ar segir Þorvaldur að góður andi sé í húsi skáldsins og ’gott að ein- beita sér að verkefninu enda öll aðstaða til fyrirmyndar. í pottinum velta menn því nú fyrir sér hvort Þorvaldur, sem er laginn við að semja ljóð við lög, geti ekki nýtt sér andagift hússins til að semja nýjan Lofsöng við annað lag sem henti betur til flutnings á þjóðhá- tíð í Eyjum en þjóðsöngurinn sem sunginn var þar á dögunum. Þá fengi kannski Lofsöngur Matthias- ar og lag Sveinbjörns að vera í friði fyrir brekkusöng...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.