Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 DV Útlönd Gerry Adams Segir upplausn heimastjómarinnar vera áfall fyrir friðarferiiö. Norður-írland: Heimastjórnin leyst upp John Reid, Norður-írlandsmála- ráðherra Bretlands, hefur ákveðið að leysa heimastjórn Norður-ír- lands tímabundið upp. Reid telur sig með þessu gera möguleikann á friðarsamkomulagi sem mestan. Ákvörðunin tók gildi á miðnætti og vonaðist ráðherrann til þess að heimastjórnin gæti komiö aftur saman undir lok helgarinnar. Nú- verandi kreppa í friðarferlinu kem- ur í kjölfar afsagnar Davids Trimbles, fyrsta ráðherra Norður- írlands, 1. júní. Hann sagði af sér vegna tregðu írska lýðveldishersins til að afvopnast. Samkvæmt núgildandi löggjöf hefðu kosningar verið haldnar 6 vikum eftir afsögn Trimbles ef Reid hefði ekki leyst upp heimastjórnina. Gerry Adams, leiðtogi kaþólikka, gagnrýndi Reid harðlega fyrir ákvörðunina og sagði hann vera að verðlauna Trimble fyrir að bregöast leiðtogahlutverki sínu. Bretland: Þingmannshjón handtekin Fyrrverandi þingmaður íhalds- flokksins í Bretlandi, Neil Hamill, var í gær handtekinn ásamt eigin- konu sinni, Christine, vegna alvar- legrar kynferðisárásar. Lögreglan yfirheyrði hjónin vegna ásakana um kynferöisafbrot í London 5. maí á þessu ári. Hamilton hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Hann var lýstur gjaldþrota í fyrra eftir að hafa tapað lögsókn gegn verslunarkeðjueigand- anum Muhammed A1 Fayed. Michael J. Fox gagnrýndi Bush, skjálfandi og nötr- andi af sjúkdómi sínum. „Það tekur tima fyrir pillurnar aö virka, “ sagöi hann viö fréttamann. Stofnfrumur: Bush gekk ekki nógu langt Leikarinn, Michael J. Fox, sem er með parkinsonveiki, gagnrýnir George W. Bush Bandaríkjaforseta fyrir að hafa ekki tekið stærra skref í að leyfa stofnfrumurannsóknir. Bush lýsti því yfir í fyrradag að hann hygðist leyfa fjárframlög rík- isins til takmarkaðra rannsókna á stofnfrumum sem ekki eiga mögu- leika á því að verða að börnum. Fox er ötull baráttumaður fyrir stofn- frumurannsóknum en þær eru tald- ar geta átt stóran þátt í lækningu við parkisonsveiki, sykursýki, hjartaáföllum, alzheimerssjúk- dómnum og mænuskaða, svo eitt- hvað sé nefnt. Palestínumenn heita hefndum: Arafat varar við vaxandi ofbeldi Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, varar ísraelsmenn við því að vaxandi ofbeldi muni koma í kjölfar hefndaraðgerða þeirra gegn Palestínumönnum. Hermdarverka- maður Hamas-samtakanna gerði sjálfsmorðsárás á pitsustað í mið- borg Jerúsalem á fimmtudag með þeim afleiðingum að 16 létust og um 90 særöust. ísraelsmenn beittu herþotuárás- um til að hegna palestínskum yfir- völdum fyrir verknað skæruliða- samtakanna. Einnig tóku þeir höf- uðstöövar Frelsishers Palestínu her- skildi og flögguðu Davíðsstjömunni á bygginguni. Talsmaður Arafats sagði í gær að Palestínumenn ættu ekki annars úrkosti en að auka mótstöðu sína gegn ísraelum í ljósi bersýnilegra ögrana þeirra. Hann sagði að palestinska þjóðin yrði að taka á sig rögg og endurheimta stofnanir sínar og höfuðstöðvar PLO. Sjálfsmorðsárásin á fimmtudag er Yasser Arafat Varar viö auknu ofbeldi. Talsmaður hans segir Palestínumenn veröa aö veita meiri mótspyrnu. talin vera hefnd fyrir morð ísraels- manna á leiðtogum Hamas-samtak- anna. Stefna Ariels Sharons forsæt- isráðherra, sem kennd hefur verið við launmorð, miðar að því að drepa leiðtoga hryðjuverkasamtaka skipulega. Árás Hamas í fyrradag kom níu dögum eftir að ísraelski herinn drap 9 Palestínumenn, þar á meðal tvo leiðtoga samtakanna og tvö böm. Sharon hefur verið harð- lega gagnrýndur fyrir launmorða- stefnu sína. ísraelsk yfirvöld segja Arafat beinlínis ábyrgan fyrir sjálfs- morðsárásinni. Benjamin Netan- yahu, fyrrverandi forseti ísraels, segir að umheimurinn verði að taka á Arafat vegna hryðjuverka- árásanna. George W. Bush Bandaríkjafor- seti var einnig hvassyrtur í garð Arafats og kallaði á aðgerðir af hans hálfu til að handtaka þá seku og koma í veg fyrir frekari hryðjuverk í framtíðinni. Lögreglumaður fyrir dóm Lögreglumaöurinn Joseph Gray mætti í hæstarétt New York-ríkis í Bandarikjunum ásamt eiginkonu sinni, Diane, í gær. Hann er sakaöur um aö hafa ekiö ölvaður á konu og tvö börn og valdiö dauöa þeirra 5. ágúst. Gray lýsti sig saklausan af þremur manndrápum og ölvunarakstri. Ævintýri við Norðursjó: Olíusjóður Noregs yfir 5000 miiyarða sjóðnum skipt jafnt upp á miili íbúa landsins í dag. Á síðasta ári eyddu Norðmenn u.þ.b. 380 milljónum úr sjóðnum á dag til opinberra mála, eða sem svarar um 139 milljörðum á ári. Þetta er umtalsvert lægri upphæð en kemur inn í sjóðinn sem bólgnar út með hverjum deginum sem líður. Á sama tíma deila norskir stjórn- málamenn, sem búa sig undir þing- kosningar í næsta mánuði, um það hvort réttlætanlegt sé að taka 120 eða 150 milljörðunum meira eða minna úr sjóðnum á ári til öldrun- ar-, heilbrigðis- og menntamála. DV, ÓSLÓ Peningarnir streyma inn í olíu- sjóð Norðmanna um þessar mundir. Á fyrstu sex mánuðum ársins hefur sjóðurinn aukist um 1000 milljarða íslenskra króna og stendur nú í rúmlega 5000 milljörðum. Þetta kemur fram í útreikningum sem norska ríkissjónvarpið, NRK, hefur látið gera. Þegar oliusjóðurinn var stofnað- ur árið 1996 var innstæöan aðeins þrjátíu milljarðar. Samkvæmt þessum tölum myndi hver einasti Norðmaður fá sem næmi einni milljón í vasann yrði Olíuborpallur Norömenn græöa á tá og fingri á oi- iuvinnstu viö landiö. Færeyingar virö- ast næstir en íslendingar sitja eftir. Prescott sýnir tilfinningar John Prescott, aðstoðarforsætis- ráðherra Bretlands, grét við jarðarfór Longfords lávarðar í gær. Longford er fyrrum frammá- maður Verka- mannaflokksins. Prescott hlaut heimsfrægð þegar hann kýldi eggjakastara á kosn- ingarölti i vor en hann er fyrrum cinmtiftiir frá T4nll Hitti týndan son í leigubíl 61 árs leigubílstjóri í Brighton á Bretlandi átti óvænta endurfundi við týndan son sinn þegar hann var við vinnu sína eitt kvöldið. Sonur hans, sem hann hafði ekki séð í 34 ár, dúkkaði upp í leigubilnum ásamt fylgikonu. Konan kom auga á að eftirnafn leigubílstjórans var hið sama og sonarins. Hann hafði talið fóöur sinn látinn. Ráðist á San Francisco Vinstrisinnaðir skæruliðar réð- ust á bæinn San Francisco í Antioguiahéraði í Kólumbíu í fyrra- dag og myrtu þrjú börn. Bærinn var sem rúst á eftir. Úkraínumönnum fækkar Samkvæmt opinberum tölum, sem birtar voru í gær, hefur úkra- ínsku þjóðinni fækkað um 3 milljón- ir síðan hún fékk sjáifstæði árið 1991. Talið er að fátækt hrekji Úkra- ínumenn út í dauða eða landflótta. Þeir eru nú 49 milljónir. Leitað að sprengjumanni Lögreglan í London hefur látið teikna mynd af grunuðum gerenda í sprengjuárás ka- þólikka í pöbba- hverfi í borginni. Hann leigði bifreið sem lagt var við sprengjuvettvanginn og talaði með mjúkum írskum hreim. Loftárásir á írak Um 50 breskar og bandarískar herþotur gerðu loftárásir á þrjár loftvamastöðvar íraka um miðjan dag í gær. Loftvarnir íraka verða sí- fellt háþróaðri og veldur það vestur- veldunum nokkrum áhyggjum. Cochran í hákarlamálið Fjölskylda banka- starfsmanns frá Wall Street, sem missti vinstri fót- inn í hákarlaárás við Bahamaeyjar, hefur sett sig í sam- band við lögfræð- inginn Johnnie Cochran. Eiginkona bankamanns- ins grét á blaðamannafundi í vik- unni og sagði strandverði hafa stað- ið aðgerðarlausa og horft á. Flugeldaslys í Portúgal 5 létust og einn særðist alvarlega í sprengingu í flugeldaverksmiðju norðaustur af Oporto í Portúgal í gær. Orsök slyssins er ókunn. Aftur kaþólskur Sambíski erkibiskupinn Emman- uel Milingo, sem hótað var bann- færingu vegna þess að hann giftist kóreskri konu og gekk í sértrúar- söfnuð, segist hafa ákveðið að ganga aftur til liðs við kaþólsku kirkjuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.