Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Side 10
10 !DV LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Framkvœmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Homsteinn í tilverunni Náttúruminjasafn íslands er að hluta í nokkrum óvist- legum kompum við Hlemmtorg, en að mestu leyti niðri í kössum. Bráðlega verður því endanlega lokað, því að hús- eigandi þarf að koma þar fyrir gistiheimili. Þetta er ein- stæð umgerö náttúruminja á Vesturlöndum. Virðingarleysi menntaráðuneytis og Alþingis við is- lenzkar náttúruminjar endurspeglast í því, að ísland er eina vestræna ríkið, sem ekki státar af nothæfu náttúru- minjasafni. Innan um öll monthús ríkisvaldsins er ekki fjárhagslegt rými fyrir náttúruminjasafn. Ekki stafar þetta af, að samband manns og náttúru sé eða hafi verið minna hér á landi en annars staðar á Vest- urlöndum. Þvert á móti er öll saga þjóðarinnar samofin náttúrunni í blíðu og stríðu. Við höfum haft og höfum enn þá sérstöðu að búa í landi, sem er enn í mótun. Á síðustu árum hefur þjóðin verið að vakna til vitund- ar um náttúruna og ganga á vit hennar. Ferðalög um há- lendið eru orðin eitt af fremstu áhugamálum þjóðarinnar. Fólk fer um ósnortin víðerni á tveimur jafnfljótum, á hest- baki, á hjólum, í fjórhjóladrifsbílum og á vélsleðum. Á ferðum þessum hafa menn lesið í náttúruna, fræðst um fjölbreyttan og litskarpan gróður hálendisins, lesið í jarðlög frá misjöfnum tímum og aðstæðum, virt fyrir sér sveitir fugla og skordýra og staðið í undrun andspænis risavöxnum gljúfrum, fossum og hömrum. Þjóðin hefur komið til baka reynslunni ríkari. Menn hafa komizt í tæri við tign og dulúð öræfanna. Síazt hefur inn virðing fyrir víðerni landsins, sem ekki hefur skilað sér til ráðamanna þjóðarinnar. Fólk hefur á nýjan leik gert náttúruna að hornsteini í tilveru sinni. Þetta endurspeglast í skoðanakönnunum. Helmingur þjóðarinnar, 45%-60% eftir orðalagi spurninga, er jákvæð- ur í garð umhverfisverndar, til dæmis þegar spurt er um orkuver við Eyjabakka eða Kárahnjúka. Að baki þessum tölum er mikil viðhorfsbreyting á skömmum tíma. Að vísu eigum við nokkuð í land til að verða eins vist- væn og íbúar Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, þar sem 60-80% fólks er samkvæmt skoðanakönnunum jákvætt í garð skilgreindra þátta umhverfisverndar. Við erum um það bil 15 prósentum og hálfum áratug á eftir. Ekkert getur komið i veg fyrir, að íslendingar fylgi í humátt á eftir vestrænum auðþjóðum, jafnvel þótt ráða- menn okkar prédiki, að þjóðin hætti að geta skaffað, ef hún fái of mikinn áhuga á umhverfismálum. Sultaráróður stjómvalda hættir smám saman að hafa áhrif. Menn vita af fenginni reynslu, að hvalaskoðun gefur margfalt meiri tekjur en hvalveiði. Menn em smám sam- an að átta sig á, að ekki felst efnahagsleg byrði í að gæta hagsmuna náttúrunnar. Við erum farin að læra af þjóðum á borð við Svisslendinga og Þjóðverja. Svisslendingar hafa losað sig við öll sín álver og eru grátfegnir, enda vegnar þeim betur en nokkru sinni fyrr. í Alpalöndum dettur engum lengur í hug að reisa risa- vaxnar stíflur með breytilegri vatnsborðshæð. Norðmönn- um dettur bara í hug að láta fremja slíkt á íslandi. Baráttan gegn eyðingu Eyjabakka sameinaði nývöknuð öfl umhverfisverndar hér á landi. Baráttan heldur áfram, þvi að þrautseig eyðingaröfl meðal ráðamanna þjóðarinn- ar vilja núna reisa stíflur, sem spilla Þjórsávemm sunnan Hofsjökuls og Miklagljúfri norðan Vatnajökuls. Hafa má til marks um, að eyðingaröflin hafa beðið ósig- ur, þegar stjómvöldum finnst vera sjálfsagt, að íslending- ar eigi náttúruminjasafn að hætti siðaðra þjóða. Jónas Kristjánsson Hundur í Hundeigandinn hrökk við þegar hann heyrði skella í bréfalúgunni. Hann herti upp hugann og tók upp bréfsnifsi sem lá á gólfinu og las: „Húsfundur kl. 20 í kvöld.“ Hann renndi augum yfir dagskrárliðina og sá sína sæng upp reidda. Hefð- bundin þrasmál voru talin upp, svo sem viðgerð á vesturhlið, deilur um bílastæði og þjófnaður úr póstköss- um. Á undan liðnum önnur mál var stóra málið: „Hundahald í hús- inu“. Hann bjó á sjöttu hæð í gömlu og grónu fjölbýlishúsi. Um nokk- urra mánaða skeið hafði hann hálf- partinn farið huldu höfðu vegna þess að dýr hans var óvelkomiö í fjölbýlið. Oftar en einu sinni hafði hundurinn lent í slagsmálum við einhverja þeirra fjölmörgu katta sem búsettir voru í húsinu. Sláturdýr? Á ýmsu hafði gengið frá því hinn íslenski fjárhundur gerðist heimilishundur á sjöttu hæð þegar fjölskylda hans fluttist búferlum utan af landi. Hundurinn var að sjálfsögðu óskráður enda tíðkast ekki til sveita að halda nákvæmt bókhald yfir hunda. Framan af var allt með kyrrum kjörum í fjölbýl- inu. Fjölskylda hundsins var sér meðvitandi um að dýrið væri óvel- komið og því var gjarnan farið með veggjum þegar fara þurfti með dýrið út. Þannig háttaði til í húsinu að þar voru tvær lyftur. Önnur var teppalögð og ætluð til flutninga á fólki en hin var öllu stærri og grófari enda ætluð til þess að flytja húsgögn og þunga- vöru. Vörulyftan stóð að mestu óhreyfð og þar sá fjölskyldan sér leik á borði. í hvert sinn sem farið var með hundinn heim eða að heiman var vörulyftan notuð. Sú tilhögun kom í veg fyrir árekstur við þá nágranna sem síst af öllu vildu sjá hund í sameigninni. Eitt sinn höfðu hjónin, með hund sinn í bandi, mætt karli af 11. hæð í anddyrinu. Hann var reyndar grunaður um að vera barnaníðing- ur svo þeim var ekkert um hann gefið. En maðurinn hafði mótaðar skoðanir á hundahaldi og lét þær óspart í ljósi eftir að hafa beðið þau að sýna sér leyfí fyrir hundin- um. Slíkt leyfi gátu þau ekki sýnt og þar sem þau reyndu að ská- skjóta sér fram hjá manninum færðist hann í aukana og tilkynnti þeim að hundahald væri bannað í húsinu: „Hundar eiga að vera til sveita eða á býlum með aðgang að sláturhúsi sem hefur Evrópusam- bandsstimpil þegar um er að ræða sláturdýr," sagði hann með alvöru- þunga um leið og hann mældi hundinn út. Hjónin voru frekar feimin og óframfærin með eindæmum en nú var þeim nóg boðið og þau hófu samtímis upp raust sína og þau æptu á hinn meinta barnaníðing sem nú virtist vera líklegur til að éta hund þeirra ef færi gæfist. Mað- urinn hrökklaðist inn í teppalögðu lyftuna sem umsvifalaust færði hann í hæstu hæðir. Hjónin skulfu bæði þar sem þau biðu eftir vöru- lyftunni. Hundinum virtist einnig brugðið þar sem hann beið þess með rófuna á milli lappanna að skjótast inn í öryggi vörulyftunnar. Það er reyndar alþekkt að dýr eru mannþekkjarar og hundurinn þessi var þar í fremstu röð. Hann hafði eitt sinn ráðist á fyllibyttu sem reyndi að gefa sig á tal við yngsta barnið í fjölskyldunni með það fyr- ir augum að gefa barninu sopa af appelsíni, blönduðu til helminga með vodka. Reyndar munaði minnstu að hundurinn léti lífið þar sem drykkjumaðurinn kærði árás- ina. Með harðfylgi tókst að verja hundinn. Föst lyfta Daginn áður en boðaður hús- fundur skyldi hefjast varð það óhapp sem setti slíkan blett á æru hundafjölskyldunnar að illa varð undir því risið. Vörulyftan festist á lyf tu milli annarrar og þriðju hæðar þar sem húsbóndinn var á niðurleið með hundinn sem þurfti nauðsyn- lega að gera þarfir sínar. Enginn neyðarhnappur var í lyftunni og því leið drykklöng stund áður en hjálparköll mannsins með hundinn heyrðust. Sá fyrsti sem kom á vett- vang gat ekkert gert í málinu og kallaði á fleiri. f lyftunni var ástandið erfitt. Maðurinn fylgdist grannt með hundinum sem hvað eftir annað hrökk í kuðung eins og hundar gera gjarnan þegar þeir hafa hægðir. Jafnskjótt þreif maðurinn til hundsins og hélt á honum til að fyrirbyggja að hann gerði þarfir sínar í lyftunni. Húsvörðurinn, for- maður hússtjórnar, gjaldkerinn og nokkrir óbreyttir íbúar voru komnir á vettvang. Það stóðst á endum að þegar búið var að glenna upp lyftudyrnar og fjögur andlit horfðu niður til manns og hunds þá gleymdi maðurinn sér. Hundur- inn hrökk í kuðung og slysið varð. Mikill óþefur gaus upp og hundeig- andinn sá enga leið til að fela skömm sína og Fylgi Sjálfstæðis- flokksins Birgir Guðmundsson fréttastjóri Sjálfstæðisflokkurinn er í sókn þessa dagana ef marka má skoð- anakannanir sem birtust bæði hér í DV í vikunni og sem Gallup hefur gert. Nokkrar sveiflur eru á fylgi annarra flokka líka en það eru tíð- indin með Sjálfstæðisflokkinn sem einkum koma á óvart. Þau koma á óvart vegna þess að flokkurinn er þessa dagana að ganga í gegnum erfitt mál. Árni Johnsen, þingmaður flokks- ins, hefur neyðst til aö segja af sér og sætir rannsókn bæði hjá Ríkis- endurskoðun og lögreglu. Það að einn af helstu foringjum flokksins skuli lenda í máli af þessu tagi, og um leið draga inn í spillingarum- ekki sé alveg sjálfgefið að góðærið haldi áfram til eilífðarnóns. Það er ekki mjög langt síðan mikillar svartsýni gætti um þróun efnahags- málanna og hrun krónunnar. Þá stóð Davíð upp og og blés í ræðu pólitíska félaga sína í æðstu ábyrgðarstöðum, hefði fyrir fram mátt ætla að yrði mjög íþyngjandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn hvað fylgi varðar. En svo virðist ekki vera. Vissulega sýnir könnun GaUups, sem framkvæmd var á löngum tíma og á meðan mesta umræðan gekk yfir, að eitthvað hægði á stuðingsaukningu við Sjálfstæð- isUokkinn á meðan. Niðurstaðan úr DV-könnuninni sýnir hins vegar að eftir að mesta „fjaðrafokið", svo gripið sé til orðalags Árna Johnsens, var yf- irstaðið þá stendur flokkurinn mun betur að vígi en hann gerði fyrir það. Efnahagsmálin Ýmsar skýringar heyrast og aUar geta þær átt sinn þátt í út- komunni. Þannig má imynda sér að breyttur tónn í efnahagsum- ræðunni hafi skilað Davíð Odds- syni og Sjálfstæðisflokknum ein- hverju nýju fylgi. Það má ekki vanmeta meðvitund almennings þessar vikurnar um efnahagsá- standið því menn hafa í stórum stíl hrokkið við þegar samdrátt- areinkennin hafa gert vart við sig - þegar menn átta sig á að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.