Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________X>V Að vekja upp sína eigin drauga - Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður rifjar upp nokkur atriði varðandi áfengiskaup Jóns Baldvins Hannibalssonar sendiherra. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaóur er ósáttur viö ummæli Jóns Baldvins í síöasta Helgarblaöi DV „Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi fjármálaráöherra, tók út mikiö magn af áfengi á kostnað ríkisins í þessi skipti sumariö 1988. Hann notaöi til þess stööu sína sem fjármálaráöherra en hefur ekki, þrátt fyrir ærin tilefni, upplýst til hverra opinberra nota þetta áfengi fór þó aö hann haldi því fram aö þaö hafi fariö til slíkra nota en ekki einkanota sinna. Þaö er hreinn fyrirsláttur aö hann hafi ekki stuttu síöar getaö upplýst þetta. “ í kjölfar afsagnar Árna Johnsens alþingismanns hafa ýmis eldri mál þar sem spilling stjórnmálamanna kemur við sögu verið rifjuð upp. Fyrst ræddi Dav- íð Oddsson ýmis tilvik I viðtali við DV fyrir tveimur vikum og viku síðar taldi Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra sig hafa hreinan skjöld í viðtali við blaðið. Tilefnið var upprifjun á umdeild- um áfengiskaupum hans sumarið 1988. DV gekk á fund Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns en Jón Baldvin ræðir nokkuð um hann í áðurnefndu viðtali. Jón Steinar var fús til að rifja upp sumarið 1988. „Þann 3. ágúst sl. birti DV við- tal við Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra. Þar segir hann m.a.: ...Þetta gefur mér tilefni til að rifja upp annað mál sem var mér sýnu erfiðara. Málið snerist um málaferli, kennd við Magnús Thoroddsen. Verjandi hans, Jón Steinar Gunnlaugsson hæstarétt- arlögmaður, - maður úr innsta hring forsætisráðherra - beitti því í málsvörn sinni fyrir Magnús að víða væri pottur brotinn, spurðist fyrir um dularfulla reikninga úr fjármálaráðherratíð minni og dróttaði því að mér að ég hefði misnotað aðstöðu mína til að kosta afmælisveislu konu minnar. Fjölmiðlar tóku málið upp og þess- ar grunsemdir, aðdróttanir og brigsl stóöu mánuðum saman. „Ég þarf ekki að biðja sendiherrann afsökunar. Jafnvel þó að hann upp- lýsti nú með fullnœgj- andi hœtti að þessar áfengisúttektir hefðu ver- ið vegna opinberrar risnu, eins og hann hefur haldið fram, þyrfti ég ekki að biðjast afsökunar. Hann ætti þá frekar að þakka mér fyrir að hafa gefið sér tilefni til að sanna þjóðinni að hann sé „með hreinan skjöld“, svo notuð sé fyrirsögnin á viðtalinu við hann í DV á dögunum. “ Jón Baldvin Hannibalsson Jón Steinar telur hann alls ekki hafa hreinan skjöld hvaö varöar áfengis- kaup í nafni fjármálaráðuneytis sum- ariö 1988. Með eftirgangsmunum féllst Rík- isendurskoðun loksins á að rann- saka málið og komst að þeirri nið- urstööu, að þessar aðdróttanir væru með öllu tilefnislausar. Ég var með öðrum oröum hafður fyr- ir rangri sök. Hæstaréttarlögmað- urinn baðst aldrei afsökunar. Fjöl- miðlar með Stöð 2 í fararbroddi báðust aldrei afsökunar. En skað- inn var skeður. Stöð 2 efndi til skoðanakönnunar þar sem spurt var: Hver er spilltasti stjórnmála- maður Islands? Og ég vann með miklum yfirburðum. Þetta er dæmi um að fjölmiðlar hafa ekki alltaf rétt fyrir sér og biðjast sjaldnast afsökunar. En þeir eiga líka að bera ábyrgð, ekki satt? Ekki síst þegar þeim er íjarstýrt." Rifjum málið aðeins upp „Þessi ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar valda því, að nauðsynlegt er að rifja þetta mál upp fyrir lesendum DV. Það er þá nauðsynlegt að menn hafi í huga, að það er Jón Baldvin sjálfur sem á allt frumkvæði að því að svo er gert nú, 12 árum eftir málaferlin í máli Magnúsar Thoroddsens," segir Jón Steinar. „Fyrst er rétt að benda á að Jón Baldvin virðist vilja halda því að lesendum sinum að Davíð Odds- son, sem þá var borgarstjóri i Reykjavík, hafi átt einhvern þátt í störfum minum sem málflytjandi Magnúsar Thoroddsens I dóms- málinu forðum. Ekki veit ég hvað hann telur sig vinna með þessu. Þessi störf voru, rétt eins og öll önnur málflutningsstörf mín fyrr og síðar, vini mínum, Davíð Odds- syni, óviðkomandi." Tveír úttektarseðlar „í málinu gegn Magnúsi Thoroddsen, fyrrverandi forseta Hæstaréttar, var því haldið fram, að hann hefði meö áfengiskaupum til einkanota sinna, meðan hann gegndi stöðu sem handhafi for- setavalds, brotið reglur sem giltu um heimildir æðstu embættis- manna ríkisins og ráðuneytanna um kaup á áfengi á svonefndu kostnaðarveröi. í ljós kom að eng- ar slíkar reglur voru til. Séu ekki til reglur hlýtur að þurfa að upp- lýsa um framkvæmd. Ég leitaði því eftir því við öll ráðuneyti landsins að fá upplýsingar um framkvæmd þessara heimilda. Ég kom alls staðar að lokuðum dyr- um. Svör ráðuneytanna einkenndust af útúrsnúningum, undanbrögð- um og í nokkrum tilfellum líklega beinum ósannindum. Þá gerðist það að mér bárust í hendur eftir „óhefðbundnum“ leiðum gögn og upplýsingar um áfengisúttektir í gegnum ráðuneytin, sem virtust geta verið vegna einkanota ráð- herranna. Það er ekki bara í máli Árna Johnsens sem óbreyttum blöskrar. Meðal þeirra gagna sem mér bárust voru tveir úttektar- seðlar áfengis úr veislusölum rik- isins að Borgartúni 6 í Reykjavík, dagsettir 19. júlí og 5. ágúst 1988. Þessir seðlar komu úr fjármála- ráðuneyti og voru auðkenndir með orðinu „Ráðherra" á þeim stað á seðlunum þar sem venju- lega var getið þess beina tilefnis sem var fyrir úttekt. Seðlarnir voru undirritaðir af ritara ráð- herrans sem þá var Jón Baldvin Hannibalsson. Á báðum seðlunum voru sömu áfengistegundirnar til- greindar og var samtals um að ræða 99 flöskur af sterku áfengi; magn sem dugar sjálfsagt í 600-800 manna síðdegisveislu," segir Jón Steinar og afhendir DV afrit af umræddum seðlum. „Við rekstur málsins leitaði ég eftir upplýsingum um tilefni þess- ara úttekta. Meðal annars kom rit- arinn, sem undirritaði seðlana, fyrir dóm. Hún gat ekkert upplýst um tilefnið. Henni var ekki kunn- ugt um neinar móttökur eða veisl- ur um það leyti, sem seðlarnir voru dagsettir, sem skýrt gætu „Það er ekki bara í máli Árna Johnsens sem óbreyttum blöskrar. Með- al þeirra gagna sem mér bárust voru tveir úttekt- arseðlar áfengis úr veislu- sölum ríkisins að Borgar- túni 6 í Reykjavík, dag- settir 19. júlí og 5. ágúst 1988. Þessir seðlar komu úr fjármálaráðuneyti og voru auðkenndir með orðinu „Ráðherra“ á þeim stað á seðlunum þar sem venjulega var getið þess beina tilefnis sem var fyrir úttekt. Seðlarnir voru undirrit- aðir af ritara ráðherrans, sem þá varjón Baldvin Hannibalsson.“ þessar úttektir. Fram kom þó, að haldin hefði verið dagbók í ráðu- neytinu þar sem móttökur ráð- herra voru skráðar. Það eina til- efni sem henni gat dottið í hug var þingflokksfundur Alþýðuflokks- ins, sem haldinn hefði verið í Al- þingishúsinu 19. júlí 1988.“ Jón var búinn aö gleyma „Jón Baldvin, sem nú var orðinn utanríkisráðherra, sendi frá sér til- kynningu til fjölmiðla 1. júní 1989. í henni var því mótmælt að þessar úttektir hefðu verið vegna afmæl- isveislu eiginkonu hans, sem hald- in hafði verið 9. júli 1988, og ekki hefði verið boðið upp á áfengisveit- ingar á fundi þingfiokksins 19. júlí 1988. Hann veitti hins vegar engar upplýsingar til hverra nota þetta mikla áfengismagn hefði verið fengið. Sagði aðeins með nokkrum hroka að það væri ekki á sínu færi að upplýsa í þágu hverra móttökur hefðu verið haldnar þessa daga fyr- ir tæpu ári. Það væri á einskis manns færi að leggja þær á minn- ið, að minnsta kosti væru fæstar þeirra svo ógleymanlegar! Um þetta snerist málið. Ráðherr- ann hafði tekið út í tvennu lagi með um þriggja vikna millibili sumarið 1988 verulega mikið áfeng- ismagn úr Borgartúni 6, sem merkt var ráðherranum á úttektarseðli, án þess að gera neina grein fyrir því til hverra nota á vegum ráðu- neytisins áfengið hefði verið, þó að hann mótmælti því að áfengið hefði verið fengið til einkanota sinna. Það er auðvitað fyrirsláttur að ekki hafi verið unnt að upplýsa þetta 8-10 mánuðum síðar. Menn geta spurt sjálfa sig hvort ráðherr- ann hefði ekki upplýst þetta ef hann hefði getað, svo mjög sem hann segir málið hafa verið sér erfitt. Við blasir sú ályktun að hann hafi ekki getaö gefið á þessu neina aðra skýringu en þá að hafa tekið þetta áfengi til einkanota. í málflutningi mínum í máli Magn- úsar Thoroddsens fólst ekki einu sinni að slíkt hefði verið brot af hans hálfu. Ég vildi aöeins fá sann- ar upplýsingar um hvernig þessar heimildir hefðu verið nýttar vegna þess að ég taldi þær skipta miklu máli fyrir dómsmálið. í þessu sam- hengi má raunar nefna að Magnús Thoroddsen hafði sjálfur greitt kostnaðarverð fyrir það áfengi, sem hann hafði keypt. Það var hins vegar rikissjóður sem hafði staðið straum af þeim úttektum, sem seðlarnir tveir greindu." Afmælisveisla frúarinnar „Við umfjöllun fjölmiðla um þessar áfengisúttektir ráðherrans kom fram að eiginkona hans hafði haldið glæsilega fimmtugsafmælis- veislu sína á Hótel íslandi 9. júlí 1988. Þar var veitt áfengi og fjöl- menni mætt til að heiðra frúna. Þær grunsemdir vöknuðu að seðl- arnir tveir hefðu verið útbúnir til að mæta úttektum áfengis til veisl- unnar úr veislusölunum ríkisins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.