Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 17
-f LAUGARDAGUR 11. AGÚST 2001 17 I>V Helgarblað Tllkynning um utiokt ráouneyta OagtMnmq Pjármálaráouneytió Ráðherra SuMurUun uUHUv 22 L. Elduris 15 fl.Beefeater 7 " Campari 19 " Glen Elgin 7 " Kellstader KObern. 2 ks. Tueros vindlar 1 ks. London Docks 10 pk. Prins Umdeildir úttektarseölar Ljósrit af tveimur úttektarseðlum sumariö 1988 sem sýna umtals- verðar áfengisúttektir Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi fjármála- ráðherra. að Borgartúni 6. Það var svo sem ekki skrýtið þó að einhverjum dytti þetta í hug, enda hafði verið upp- lýst að Jón Baldvin hafði í maí 1988 látið ráðuneyti sitt leggja til áfengi í fertugsafmæli ritstjóra Alþýðu- blaðsins. Telur Jón reyndar í við- talinu við DV að þetta hafi ekki verið „maður úti í bæ" og er með því að gefa i skyn að þessi áfengis- gjörningur sinn hafi verið eðlileg- ur. Varla hefur hann talið konu sína vera „konu út í bæ" eða hvað? I ljós kom að áfengið til afmælis- veislu eiginkonunnar hafði, ásamt öðrum veisluföngum, komið úr veislusölunum að Borgartúni 6. Veitingamaðurinn, sem rak veislu- salina, kom fyrir dóm og gaf þann framburð að frúin hefði skilað veislusölunum áfengismagninu sem til veislunnar hefði farið strax á mánudegi eftir veisluhaldið. í til- kynningu Jóns Baldvins til fjöl- miðla 1, júní 1989 var visað til þessa framburðar veitingamanns- ins og talið að hann sannaði, að áfengið til veislunnar hefði verið greitt fullu verði. Áfengið hefði fengist léð af lager veislusalanna en verið endurgreitt í sama magni strax næsta mánudag, 12. júlí 1988." Hamstraöl Bryndís víniö sjálf? Ráðherrafrúin gaf viðtal í tíma- ritinu Mannlífi einhvern tíma um sumarið 1989, þar sem hún var spurð um hvernig áfengis til veisl- unnar hefði verið aflað. Úr svörum hennar er eftirfarandi tekið orð- rétt: „Ráðherrar hafa risnu og það hefur þúsund sinnum gerst að þeir hafa haldið samstarfsmönnum eða flokksbræðrum hóf. Það er enginn svo vitlaus að hann viti það ekki. Eða hvað finnst fólki um þá hefð, sem tíðkast hefur um margra ára skeið, að fjármálaráðherra fái fyrir jólin nokkra kassa af eðalvíni að gjöf frá ríkiriu? Samkvæmt upplýs- ingum frá ráðuneytinu er þetta vín ætlað til gjafa en annars fylgist enginn með því hvað um það verð- ur. Er Geir „Harði", yfirskoðunar- menn hans og alþýðudómstóll Stöðvar 2 þeirrar skoðunar að þessu vini beri að skila til baka? Mega fjármálaráðherrar taka við slíkri gjöf?" „Ég sá sjálf um að útvega vínið í veisluna mína og notaði til þess að- ferð sem ég held að allir myndu nota. Ég hamstraði vín og var að þvi allan veturinn." Mun leita eftir gögnum „Lesendur geta spurt sjálfa sig hvernig þessi ummæli samræmast skýringunum á aðföngum veisl- unnar sem fram komu í réttarhöld- unum. Tekið skal fram, að ríkislög- maður óskaði skýringa fjármála- ráðuneytisins í tilefni þessara um- mæla frúarinnar. I svarbréfi ráðu- neytisins 22. nóvember 1989, sem lagt var fram í Hæstarétti, kom fram að engin dæmi séu um það hjá fjármálaráðuneytinu að fjár- málaráðherra hafi fengið gjafir frá ráðuneytinu, hvorki áfengi né ann- að. herra, athugað gögn, er þér hafið látið í té, um það með hvaða hætti afmælisveisla fyrrverandi fjármálaráðherrafrúar, sem hald- in var 9. júlí 1988, var fjármögnuð og borið saman við tvær úttekt- arnótur, dags. 19/7 og 5/8 1988, er varða reikningsgerð Borgartúns 6 á hendur fjármálaráðuneyti, vegna áfengisúttektar þess skv. risnuheimildum. Ofangreind athugun hefur ekki leitt neitt í ljós sem gefur tilefni BORGARTUN 6 Mnr. 13ÍO-3Í61 £M 2541) Tllkynning um úttekt ráouneyta OtQUiwig 7 19. 7.1988 Fjármálaráóuneytio Ráöherra 14 L. Elduris 6 fl.Beefeater 3 " Campari 6 " Glen Elgin* 1 ks. Tueros 1 " London Docks Þess er enn að geta að þann 12. október 1989 sendi Jón Baldvin Hannibalsson fréttatilkynningu til fjölmiðla. Tilkynningunni fylgdi bréf frá Ríkisendurskoðun til Jóns dagsett sama dag þar sem m.a. sagði svo: „Rikisendurskoðun hefur, að beiðni yðar, hr. utanríkisráð- til að tengja þetta tvennt saman eða rengja sannleiksgildi fyrir- liggjandi gagna um að greiðsla veislufanga hafi verið með eðli- legum hætti." Ekki fylgdu bréfinu neinar upplýsingar um þau gögn, sem ráðherrann hefði sent til Ríkis- endurskoðunar. Það vekur svo sérstaka athygli að stofnunin skuli ekki víkja neitt að því meg- inatriði málsins að upplýsa til hverra opinberra nota áfengið samkvæmt úttektarseðlunum tveimur fór. I tilefni af upprifjun Jón Baldvins á þessum atburðum nú hef ég ritað bréf til Ríkisend- urskoðunar og óskað, með tilvís- un til upplýsingalaga frá 1996, eft- ir ljósritum þeirra gagna sem stofnunin skoðaði áður en þetta bréf var ritað til ráðherrans. Mun ég upplýsa DV um svör stofnun- arinnar þegar þau berast." Spyr sá sem ekki veit? „Ég get ekki lagt neinn fullnað- ardóm á hvort úttektarseðlarnir tveir sýni úttektir á áfengi til af- mælisveislu frúarinnar. Það er hins vegar ljóst að ráðherranum fyrrverandi hefði verið í lófa lag- ið að leggja fram sönnunargögn sem hefðu verið til þess fallin að styrkja frásögn hans svo um munaði. Hann hefði tii dæmis getað upplýst í hvaða útsölu ÁTVR-áfengið hefði verið keypt mánudaginn 12. júlí 1988. Hann hefði svo getað óskað eftir kassastrimli hjá viðkomandi út- sölustað sem sýndi svo mikil áfengiskaup þennan dag. Slíkum gögnum er auðvitað haldið til haga. Frúin sagði í viðtalinu við Mannlíf að 48 fiöskum hefði verið skilað. Varla hafa margir íslend- ingar verið að kaupa sér slíkt áfengismagn þennan mánudag, eða hvað? Hann aflaði engra svona gagna. Hvers vegna? Spyr sá sem ekki veit." KJarni málsins „Kjarni þessa máls snýst svo sem ekkert sérstaklega um þessa afmælisveislu. Kjarni þess er sá að Jón Baldvin Hannibalsson, þá- verandi fjármálaráðherra, tók út mikið magn af áfengi á kostnað ríkisins i þessi skipti sumarið 1988. Hann notaði til þess stöðu sína sem fjármálaráðherra en hefur ekki, þrátt fyrir ærin til- efni, upplýst til hverra opinberra nota þetta áfengi fór, þó að hann haldi því fram að það hafi farið til slíkra nota en ekki einkanota sinna. Það er hreinn fyrirsláttur að hann hafi ekki stuttu síðar get- að upplýst þetta. Það er þá eitt- hvað mikið að í eftirliti með fjár- reiðum ríkisins ef slíkar upplýs- ingar hverfa í gleymskunnar dá á nokkrum mánuðum. Ég þarf ekki að biðja sendiherr- ann afsökunar. Jafnvel þó að hann upplýsti nú með fullnægj- andi hætti að þessar áfengisút- tektir hefðu verið vegna opin- berrar risnu, eins og hann hefur haldið fram, þyrfti ég ekki að biðjast afsökunar. Hann ætti þá frekar að þakka mér fyrir að hafa gefið sér tilefni til að sanna þjóð- inni að hann sé „með hreinan skjöld", svo notuð sé fyrirsögnin á viðtalinu við hann i DV á dög- unum. Satt að segja vona ég að hann geti gert það þó að ég telji það ekki líklegt, enda á ég ekki og hef aldrei átt neinar illsakir að troða við hann," sagði Jón Stein- ar Gunnlaugsson að lokum. -PÁÁ Sjaldan fellur Þrilljónlangtfrá vinningshafanum! mmúl ¦ ::>> Breytt og betra Lottó. Nú verður 1. vinningur alltaf um eða yfir 3 milljónír í einföldum potti. Það köl/um við Þrílijón! Þrilljón þýðir hærri 1. vinningur í einföldum eða margföldum potti, semsagt stæm' pottur, hærri Þriifjórt! Þú getur alls staðar unnið miiljónir en það er bara í Lottóinu sem þú getur unnið Þrilljónir! Kauptu pér miða fyrir kl. 18.40 í dag. Rööinkostar75krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.