Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 19
+ i I I LAUGARDAGUR 11. AGÚST 2001 DV Helgarblað Kvoslœkur er nœsti bœr við Lambalœk og bústað- ur Harðar Sigurgestsson- ar og Áslaugar Ottesen stendur rétt við landa- merkin. Það er haft fyrir satt að Hörður hafi viljað hafa hönd í bagga með því hverjir eignuðust Kvoslæk svo hann fengi ekki eitthvert pakk sem nágranna. Uppboðinu á Kvoslæk var frestað og skömmu síðar varð heyr- inkunnugt að Magnús Leópoldsson fasteignasali hefði keypt jörðina fyrir rúmar 24 milljónir. Magnús seldi Kvoslæk hlutafélagi sem var sérstaklega stofnað um kaupin og er Hörður Sigurgestsson formaður þess svo hann getur lík- lega haft síðasta orðið þegar kemur að þvi að velja nágranna. Nú er komið á daginn að nokkrir virðu- legir frammámenn í Sjálfstæðis- flokknum eru meðal hluthafa i Kvoslæk og verða því Björn Bjarna- son menntamálaráðherra, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjun- ar og fyrrum ráðherra, meðal ná- granna Harðar á Lambalæk. Þannig má segja að í kringum Lambalæk og Kvoslæk sé orðið til nokkurs konar víghreiður Sjálf- stæðisflokksins í Fljótshlíð, með umtalsverðri samþjöppun pólitisks valds á litlu svæði. Þingmenn og flugstjórar Nýlega bættist Óskar Magnús- son, fyrrum forstjóri Hagkaups og lögfræðingur, í hóp Fljótshliðarelít- unnar en hann og Hrafnhildur, kona hans, byggðu sér hús á Sáms- staðabakka en Hrafnhildur er alin upp á Sámsstöðum. Á Litla-Moshvoli á athvarf Hreggviður Þorsteinsson endur- skoðandi en í Tjaldhólum bjó til skamms tima hinn litrM listamað- ur, Benedikt Árnason, ásamt eigin- 3«^ ¦^ »u X. J>M* Fijótshlíöin er eftirsótt Hér er horft yfir land Kvoslækjar, frá bústaö Harðar Sigurgestssonar á Lambalæk. Hörður er formaður sérstaks hluta- félags sem keypti Kvoslæk en Bjórn Bjarnason, Kjartan Gunnarsson og Friðrík Sophusson eru meðal hluthafa. konu sinni, Agnesi Löve. Nú eru Tjaldhólar í eigu Guðjóns Steins- sonar og Særúnar Bragadóttur. Á Uppsölum erú þeir ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaður og Jón Ólafur Tómasson skráðir eig- endur og eru þau eigendaskipti ný- lega orðin. Á Núpi í Fljótshlið hef- ur Andrés Guðnason, þekktur skó- kaupmaður í Reykjavík, haslað sér völl ásamt afkomendum sínum. Á Torfastöðum í Fljótshlíð á Þór Sig- urbjörnsson, flugstjóri hjá Flugleið- um, talsvert land og sumarbústað. Sögufrægasti staðurinn í Fljóts- hlíð er svo að sjálfsögðu Hlíðarendi þar sem Gunnar Hámundarson lifði og dó í bardögum sem lýst er í Njálu. Ekki verður séð að neinn hafi fest kaup á þessu höfuðbóli enn sem komið er en jörðin er í eigu þriggja aldraðra systkina, Guðjóns, Svövu og Gunnars Helgasonar. Jörðin Árkvörn, innarlega i Fljótshlíð, er í eigu Jóns Kristins- sonar, barnalæknis í Reykjavik, sem keypti æskuheimili sitt þar fyr- ir fáeinum árum. Hér mætti bæta við þeim sem eru aðeins frægir en ekki ríkir en krydda vissulega samfélagið i Fljótshlíð og nefna séra Önund Björnsson, sem situr á Breiðabóls- stað, og Arthúr Björgvin Bollason sem býr á Torfastöðum. Lambalækur í Rjótshlíb /' kringum Lambalæk og Kvoslæk er orðið til nokkurs konar víghreiöur Sjálf- stæðisflokksins í Fljótshlíð, með umtalsverðrí sambjöppun pólitísks valds á litlu svæði. DV-MYNDIR NJORÐUR Bústaðirnir á Lambalæk Þarna búa Hörður Sigurgestsson, Brynjólfur Bjarnason og Stefán Ólafsson. Uppsalir Á Uppsölum hefur ísólfur Gylfí Pálmason, ungur þingmaður á uppleið, haslað sér völl. Hefurou efni á Fljótshlíð? Hér að framan var nefnt að Kvoslækur hefði skipt um eigend- ur fyrir nærri 25 milljónir króna og þótti mörgum dýrt þar sem um er að ræða landlitla jörð, án kvóta og illa húsaða. Af framan- skráðu má þó ljóst vera að ekki er í kot vísað að eiga jörð í Fljóts- hlíð og mætti helst bera það sam- an við að eiga einbýlishús eða lóð í Arnarnesi. Einhverjar jarðir í Fljótshlíð munu vera falar og þannig er t.d. Efri-Þverá, á besta stað í hlíðinni fögru, föl um þessar mundir fyrir 20 milljónir. Að lokum er rétt að geta þess að hér er fjallað um Fljótshlíð eins og það sé sveitin frá Hvols- velli og inn alla hlíð, allt inn aö Fljótsdal. Sá hluti þessa svæðis sem næst er Hvolsvelli tilheyrir þó Hvolhreppi en hreppamörk hans og Fljótshlíðarhrepps eru milli Núps og Uppsala, ekki langt innan við Hvolsvöll. -PÁÁ Þeir eru þar líka Óskar Magnússon á Sámsstaöabakka Arthúr Björgvin Bollason á Torfastöðum. Önundur Björnsson á Breiöabólsstaö. f ^\ ¦ffisw** ..... . . 1 ¦..,.-, - rf -.^JN 1 + Vindás Á Vindási búa Friðrik Pálsson, fyrrum forstjórí SH, Þorleifur Pálsson, sýslu- maður í Kópavogi, Stefán Pálsson bankastjórí og Kári Arnórsson hestamaður. 19 NOTAÐIf* BfLÁft ETBI DAEWOO NUBIRA II ST. '00, SVARBLAR, 5 GIRA, EK. 12 Þ. KM. V. 1.490.000. PEUGEOT 106 COLORLINE 07/98, BLÁR, SSK., EK. 20 Þ. KM, 5 DYRA. V. 770.000. SKODA FELICIA LXI, VSK., 07/99, GRÆNN, 5 GÍRA, EK. 38 Þ. KM. V. 590.000. M. BENZ E-320 ELEGANCE, 4MATIC, '97, GRÆNN, SSK., EK. 70 Þ. KM. V. 3.750.000. DAEWOO MUSSO TDI GR.LUXE 03/00, V-RAUÐ. 71 Þ. KM. V. 2.980.000. EK. TOYOTA AVENSIS 1800 TERRA '99, GRÆNN, SSK., EK. 59 Þ. KM. V. 1.395.000. MUSSO E-23 BENSIN '98, SILFURL, SSK., EK. 51 Þ. KM. V. 1.950.000. CHEVROLET SUBURBAN, 9 MANNA, '91, BLAR, SSK., EK. 132 Þ. KM. V. 1.190.000. Greiðslukjör, Visa/Euro raðgreioslur.skuldabréf, öll skipti möguleg, ódýrari. Komdu með bílinn, skráð'ann og við auglýsum hannfrítt á Netinu með mynd. BÍLASALAN<S>SKEIFAN • BILDSHOFÐA 10 • S: 577 2800 / 587 1000 Jftumyri.: BOæaljiQi - HyutEyrat^ibj lO-Snra.462 1430

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.