Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 11. AGUST 2001 21 :dv Helgarblað Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður: Engin leið til baka - bljúgur Árni höfðar til samúðar heimamanna Meðan þjóð og þing bíða þess að Ríkisendurskoðun Ijúki rannsókn á því sem kallað hefur verið einu nafni „mál Árna Johnsens" heldur lifið áfram. Árni hefur hægt um sig heima í Vestmannaeyjum og tjáir sig lítt eða ekki við fjölmiðla en hann er samt talsvert áberandi í fjölmiðlum. Að sögn heimamanna í Eyjum, sem DV ræddi við, er „kallinn" tölu- vert á ferli meðal fólks og tekur þá tali sem hann þekkir. Hann er að sögn bljúgur og hógvær i viðmóti og vill lítt ræða sinar ávirðingar við kunningja sína enda kannski ekki ástæða til. Fjölskyldan fer alls ekki huldu höfði heldur þvert á móti blandar geði við bæjarbúa. Árni með mömmu Það þótti merk frétt um verslun- armannahelgina að Árni skyldi standa upp í brekkunni í Herjólfs- dal og stýra hefðbundnum fjölda- söng. Fjölmiðlar sögðu að honum hefði verið tekið eins og popp- stjörnu en kaldhæðnir heimamenn sögðu DV að það hefði verið minna baulað á hann en venjulega. í kjölfarið birtist mynd af honum með aldraðri og langveikri móður sinni framan á Séð og heyrt þar sem bæði brostu á þjóðhátíð en Árni seg- ir inni í blaðinu að hann vilji ekki blanda fjölskyldu sinni í sín mál. Vinur Árna í Vestmannaeyjum túlkaði viðhorf heimamanna á þann veg við blaðamann DV að nú ríkti logn á undan storminum. Eyjamenn gerðu sér flestir grein fyrir því að Árni ætti eftir að standa reiknings- skil gerða sinna og þá kæmi ef til vill fleira upp á yfirborðið en gert hefur fram að þessu. Vinurinn vildi sem sagt meina að þeir vildu vera almennilegir við sinn mann þangað til stormurinn skylli á. Annar heimamaður, sem er ekki eins hlynntur Árna, sagði að þjóö- hátíðarnefnd hefði ætlað að fella Árna út af hefðbundinni dagskrá en hann hefði sagt við þá eitthvað á þá leið að ef hann missti brekkusöng- inn væri ekkert eftir. Arni og tölurnar í þeirri viku sem rennur á enda með þessu blaði hafa komið fram þrenns konar niðurstöður skoðana- kannana DV sem allar varpa ljósi á afstöðu þjóðarinnar til Árna Johnsens og skýra hver á sinn hátt eftirköst málsins.' stjórnmálamaðurinn þá slær hann engin met. Bæði heldur Davíð Odds- son forsætisráðherra enn sinu óvin- sældameti, rúmlega 59% frá 1991, og Finnur Ingólfsson seðlabankastjóri og Jón Baldvin Hannibalsson sendi- herra komust báðir nálægt mælingu Árna meðan þeir fengust enn við stjórnmál. En þetta eru vissulega undantekningartilvik því yfirleitt dugar að 20-30 nefni stjómmála- mann til þess að hann komist á toppinn í óvinsældum. Af þessu mætti hugsanlega ráða að mörgum þætti Árni ekki tiltak- anlega slæmur, eða ekki miklu verri en aðrir stjórnmálamenn, nema þeir sem kusu að skilgreina hann ekki sem stjórnmálamann i þessari könnun, en sú skoðun hefur heyrst. Logniö og stormurinn Þriðja niðurstaðan birtist síöan í DV í dag en í áminnstri könnun var spurt hvort menn teldu að Árni ætti afturkvæmt inn á Alþingi. Þrír af hverjum fjórum, eða 75,4%, telja það af og frá. Mjög margir tóku afstóðu til þessarar spurningar, eða 93,5%, sem er óvenjuhátt hlutfall. Það vekur athygli að þegar svar- endur eru flokkaðir eftir stjórn- málaskoðunum virðast Vinstri- grænir einna umburðarlyndastir en 26% stuðningsmanna þeirra telja að Árni eigi afturkvæmt. Einhvern veginn hefði maður búist við þess- ari afstöðu frá flokksmönnum Árna sjálfs. Þegar þetta er allt lagt saman þá hlýtur niðurstaðan að verá sú að Vestmannaeyingar hafi rétt fyrir sér. Þeir skilgreina þennan tíma sem lognið á undan storminum og vilja vera hlýlegir og kammó við „kallinn", eins og þeir kjósa að kalla hann, sérstaklega meðan hann hefur ekki hlotið formlegan dóm fyrir afbrot sínu. En það virðist aug- ljóst að brosið ristir ekki djúpt því í hjarta sínu hafa menn ákveðið að það er engin leið til baka. -PÁÁ Arni Johnsen söng brekkusöng á þjóöhátíö aö vanda Margir virtust hissa á því aö hann skyldi leggja í þaö en aö sögn var honum fagnaö eins og poþpstjörnu. í fyrsta lagi sýna tölurnar að Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt þrátt fyrir mál Árna. Það stað- festir að forystumönnum flokksins hefur tekist að skilja milli flokks og manns í þeim skilningi að „mann- legur harmleikur" getur seint átt við heilan flokk. í öðru lagi sýnir könnun á vin- sældum stjórnmálamanna að þótt Árni skrapi botninn í þeirri könnun með 54,8% atkvæða sem óvinsælasti 2&. ttpt - Sérferð Visa korthafa ViSA Þrjár nætur í höfuðborg Portúgals og 4 nætur á sólarströnd. Sól býður til skemmtilegrar dvalar í Lissabon sem oft hefur verið nefnd San Francisco Evrópu. Dvalið verður á nýju og stórglæsilegu íbúðahóteli Sólar í Albufeira, Paraiso de Albufeira. kr. á mann í tvíbýli með sköttum Skoöunarterðir greiðast sérstaklega. Ferðaskrifstofan SÓL hf. • Grensásvegi 22 • Sfmi 5450 900 • www.sol.is heitar ferðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.