Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 11. AGUST 2001 JO^T Helgarblað Fyrirtækin flæða í burtu: Ég skal dansa á þorrablótinu - Óli Már Aronsson, oddviti á Hellu, raeðir við DV um erfitt atvinnuástand og erfiða líf sreynslu Ég get gengiö svona að nafninu til hjálparlaust en er negldur saman með teinum. Ég býst við að ég megi vel við una enda var ég býsna ákveðinn í því að komast aftur á fæturna. Ég hét því á sínum tíma að dansa á þorrablótinu í vetur og gat staðið við það þótt ég væri með hækjur. „Eruð þið að leita að dánarbúinu á Hellu," spurði miðaldra kona í mat- vöruversluninni á Hellu þegar DV spurði hvar væri hægt að finna odd- vitann. Þessi tilraun til gálgahúmors endurspeglar óneitanlega þær áhyggj- ur sem íbúarnir á Hellu hafa vegna ótryggs ástands í atvinnumálum. Þeim flnnst bærinn vera dáinn og að- eins eftir að skipta upp reytunum. Við hittum svo Óla Má Aronsson, oddvita Rangárvallahrepps, á skrif- stofu hans á hæðinni fyrir ofan versl- unina þar sem konan var svo fyndin. Hann sá ekki fyndnina í þessari at- hugasemd konunnar. I fyrsta lagi bendir flest til þess að kjúklingasláturhús, sem Reykjagarð- ur hefur starfrækt á Hellu um árabil, verði tekið upp og flutt í Mosfellsbæ, að frumkvæði Búnaðarbankans sem hefur keypt eignir Reykjagarðs. Flest bendir til að bankinn vilji selja Reykjagarð til fjárfesta sem eiga slát- urhús í Mosfellsbæ. Reykjagarður hefur verið einn stærsti vinnuveitandinn á Hellu, með 70-80 ársverk. í öðru lagi hefur fyrirtækið Vélar og þjónusta sagt upp nokkrum starfs- mönnum sem hafa unnið hjá fyrirtæk- inu á Hellu og enn fremur hefur Goði ákveðið að hætta starfrækslu stór- gripasláturhúss á Hellu og við það missa tugir manna vinnuna. Samtals eru því störf 90-100 manna í hættu á „Fólk hefur áhyggjur af þessu og er uggandi um sinn hag. Ég vil ekki vera mjög svartsýnn í dag en mabur verður að vera raunsær. Við þurfum að sýna samtaka- mátt en við ráðum auðvitað engu um þessi mál." Hellu en á staðnum búa um 600 manns og tæplega 800 í hreppnum öll- um. „íbúum hefur í raun ekki fækkað mjög mikið undanfarin ár. Hér bjuggu 811 manns þegar flest var en eru nú 770. Þrátt fyrir jarðskjálftana í fyrra varð ekki vart við neinn brottflutn- ing. í dag er hér ekkert atvinnuleysi og hefur ekki verið að undanfórnu," segir Óli Már og kveðst vissulega hafa töluverðar áhyggjur af þessu ástandi en bendir þó á að, ekkert hafi endan- lega verið ákveðið í þessum efnum. Hann segir að í eftirmálum skjálft- anna hafi nokkur hús skipt um eig- endur og brottfluttir Hellubúar jafn- vel snúið heim aftur. DV-MYNDIR HILMAR ÞÓR Oli Már Aronsson, sveitarstjóri á Hellu Óli telur útlitiö í atvinnumálum Hellubúa uggvænlegt ef rúmlega ÍOO manns munu missa vinnuna. En hann er vanur aö takast á viö erfiöleika og þekkir af eigin raun baráttu upp á líf og dauða. Engir stórgripir meir „Stórgripasláturhúsið hefur verið rekið hér 135 ár með ágætum árangri. Það er rætt um að stórgripaslátrun verði þá engin á Suðurlandi nema á vegum Sláturfélags Suðurlands og þyrfti þá að flytja gripi héðan til Borg- arness að minnsta kosti. Þetta finnst fólki hér skjóta skökku við þar sem þetta er það hérað á landinu sem framleiðir mest af mjólk og nauta- kjöti. Samdráttur eins og sá sem hér stefnir í hefur siðan áhrif á aðra þjón- ustustarfsemi og verslun á svæðinu." - Verður vart við svartsýni og áhyggjur af ástandinu? „Fólk hefur áhyggjur af þessu og er uggandi um sinn hag. Ég vil ekki vera mjög svartsýnn í dag en maður verð- ur að vera raunsær. Við þurfum að sýna samtakamátt en við ráðum auð- vitað engu um þessi mál." Óli Már hefur verið oddviti í sínu sveitarfélagi í rúm ellefu ár. Er ástandið verra en hann hefur áöur séð? „Þangað til fyrir 4-5 vikum fannst mér atvinnuástandið hér vera gott og sá enga ástæðu til annars en bjartsýni fyrir hönd Hellu. En þetta hefur breyst mikið og mér finnst það veru- lega skuggalegt ef rúmlega 100 manns missa vinnuna hér. Þetta fóLk býr ekki allt á Hellu eða í Rangárvalla- hreppi en málið er jafn alvarlegt þrátt fyrir það." Vantar aðstoö - Finnst þér koma til greina að op- inberar stofnanir eða stjórnvöld grípi með einhverjum hætti inn í ástandið? „Ég sé ekki í fljótu bragði hvernig Vettvangur slyssins Þaö var hér viö Gljúfurholtsá í Ölfusi sem bíll meö tóman mjólkurtank sner- ist í hálku og fór þversum á veginum. Óli Már var aö koma á móti honum ásamt öðrum bíl. Ókumaður þess bíls lést en Óli var hætt kominn. það ætti að gerast. Það væri mjög vel þegið ef stjórnvöld hjálpuðu okkur við að auka fjölbreytni í atvinnu. Það er oft rætt um að færa ríkisstofnanir út á land og við myndum fagna því. Það var rætt um að færa Innheimtustofn- un sveitarfélaga hingað en það rann út í sandinn. Slik aðstoð er sú sem mér sýnist vera vænlegust." Milli lífs og dauöa Óli hefur persónulega og erfiða reynslu af því sjálfur að takast á við mótlæti og erfiða tíma. Hann slasaðist mjög alvarlega i harkalegu umferðar- slysi rétt austan við Hveragerði fyrir fáum árum og lá lengi milli heims og helju. Haldin var meðal annars bæna- stund í kirkjunni í Odda til þess að veita honum styrk í erfiðum meiðsl- um. Hvaö var það sem gerðist? „Þetta gerðist í nóvember 1998. Ég var á leið til Reykjavíkur og það var tómur mjólkurflutningabíll á leið austur með tóman tengivagn. Það var krapi og hálka á veginum og við Gljúf- urholtsá í Ölfusi snerist mjólkurflutn- ingabíllinn, tengivagninn lenti þvers- um á veginum en dráttarbíllinn fór ofan í ána. Það var fólksbíll á undan mér en ég var á stórum jeppa og viö lentum báð- ir undir tengivagninum. Maðurinn sem var í fólksbílnum lést í árekstrin- um. Bíllinn minn mun hafa kastast aftur á bak um 20 metra við árekstur- inn en þegar ég rankaði við mér var tengivagninn eiginlega ofan á fram- rúðunni hjá mér," segir Óli og rifjar þessar stundir upp af nokkurri rósemi þótt skammt hafi verið milli lífs og dauða þennan nóvemberdag við Gljúf- urholtsá. Svaf í hálfan mánuð „Ég man ekkert eftir árekstrinum sjálfum. Ég man eftir að hafa rankað við mér skömmu eftir slysið og þá var ég fastur í flakinu, illa klemmdur, enda hafði stýrið og allur framendi bilsins kýlst saman. Nágranni minn, sem var á eftir mér í bíl, kom að mér og gat losað sætið örlítið svo það varð rýmra um mig. Ég var illa brotinn á brjóstkassa og fótum á mörgum stöðum. Eftir þetta datt ég að mestu leyti út úr heiminum en man eftir mér eftir frumskoðun á 'sjúkrahúsinu og þá var konan mín komin til mín og ég talaði við hana og man að ég bað hana að hringja í fólk og fresta til morguns fundi sem ég átti að hafa síðar um daginn. Síðan lá ég meðvitundarlaus í önd- unarvél í hálfan mánuð. Þetta voru slæm brjóstmeiðsli og menn héldu kannski að ósæðin væri sködduð. Fyrst átti aðeins að láta mig sofa í 2-3 daga en þegar átti að vekja mig þá brást líkaminn illa við. Konan mín var þarna milli steins og sleggju því allan tímann vissi enginn hvort ég myndi hafa það af eða ekki. Ég vaknaði slðan og þá svífur mað- ur bara í morfinvímu og hefur það i sjálfu sér ágætt en veit mest lítið um það sem fram fer." Ég skal dansa á blótinu - Að frumkvæði sóknarprestsins i Odda var haldin bænastund í kirkj- unni og var þátttaka geysilega mikil og segist Óli alltaf vera þakklátur fyr- ir þann hlýhug sem þar birtist. í dag eru liðin tæplega þrjú ár síðan slysið varð. Hefur þú náð fullri heilsu á ný? „Nei, fæturnir eru ekki nógu góðir. Ég get gengið svona að nafninu til hjálparlaust en er negldur saman með teinum. Ég býst við að ég megi vel við una, enda var ég býsna ákveðinn í því að komast aftur á fæturna. Ég hét því Það var fólksbíll á undan mér en ég var á stórum jeppa og við lentum báðir undir tengivagninum. Mað- urinn sem var í fólksbíln- um lést í árekstrinum. Bíll- inn minn mun hafa kastast aftur á bak um 20 metra við áreksturinn og þegar ég rankaði við mér var tengi- vagninn eiginlega ofan á framrúðunni hjá mér." á sínum tíma að dansa á þorrablótinu veturinn 1998 og gat staðið við það þótt ég væri með hækjur. Ég var i hjólastól um tíma fyrst eftir slysið en þegar ég fór á Reykjalund í endurhæf- ingu í febrúar þá ók ég sjálfur til Reykjavíkur." - Hvekkjast menn ekkert gagnvart þvi að aka eftir svona slys? „Ég hef ekki fundið fyrir því og satt að segja man ég ekki alltaf eftir því þegar ég ek um slysstaðinn hvað þar gerðist. Það eru stórir partar sem ég man mest lítið eftir og það kemur áreiðanlega aldrei aftur." - Breytir svona lífsreynsla manni mikið? „Maður hugsar öðruvísi á eftir. Einhvern veginn verða hvers konar vandamál hversdagsins léttvægari og maður lætur þau ekki pirra sig eins mikið og áður. Það verður einhvern veginn auðveldara að greina aukaat- riðin frá aðalatriðunum á eftir en áður var." -PÁÁ Suzuki Baleno Wagon, ssk.Skr. 6/97, ek. 56 þús. Verð kr. 940 þús. Suzuki Baleno GL, 3 d., ssk.Skr. 6/99, ek. 15 þús. Verð kr. 995 þús. Suzuki Baleno GL, 4 d., bsk. Skr. 7/97, ek. 51 þús. Verð kr. 740 þús. Suzuki Baleno Wagon, bsk. Skr. 12/97, ek. 74 þús. Verð kr. 860 þús. Suzuki Wagon R+ 4wd, 5d.Skr.8/00,ek.12þús. Verðkr. 1090 þús. Hyundai Sonata GLS, ssk. Skr. 6/97, ek. 63 þús. Verð kr. 890 þús. Subaru Impreza Wag. 4x4 Skr.11/99, ek. 31 þús. Verð kr. 1580 þús. Suzuki Jimny, 3 d., bsk. Skr. 5/99, ek. 47 þús. Verð kr. 1090 þús. Suzuki Swift GLS, 3 d., bsk. Skr.12/99,ek. 27þús. Verð kr. 830 þus. Sjáöu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI •##•> SUZUKI BILAfí HF. Skeifunnil 7, slmi 568-5100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.