Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 26
26 -} LAUGARDAGUR 11. AGUST 2001 Helgarblað nv Sennilega vildu fáir vera í spor- um Einars Bárðarsonar í dag. Einar var forsprakki og frum- kvöðull Eldborgarhátíðarinnar sem enginn hefur viljað láta orða sig við siðan helgarvíman rann af mönn- um. Eldborgarhátíðin var ekki stærsta útihátíð verslunarmanna- helgarinnar en margt bendir til þess að hún hafi verið sú versta. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna framkvæmd hátíðarinnar en fátt hefur heyrst frá höfuðpaurnum sjálfum, Einari Bárðarsyni, sem yf- irleitt forðast ekki sviðsljós fjölmiðl- anna. Kappinn er örlítið þreytuleg- ar þegar hann sest niður með blaða- manni DV á heimili sínu nokkurn I veginn í miðju póstnúmeri 101 Reykjavík. Á veggnum hangir mynd í af Frank Sinatra með orðunum: I Did It My Way og á sannarlega ekk- ert illa við tilefnið. - Það virðist sem margt við þessa I Eldborgarhátíð hafi gengið fram af ' þjóðinni. Fékkstu svona vonda gesti, Einar? „Eins og sagði í yfirlýsingu okkar þá var yfirgnæfandi meirihluti gest- anna til fyrirmyndar og skemmti \ sér. Þeir sem komu til að skemmta I sér gerðu það og það var fyrir þá I sem þessi hátíð var haldin," segir I Einar. - Var það ekki þessi yfirlýs- ; ing sem nokkrir opinberir starfs- menn á hátíðarsvæðinu mótmæltu I og sögðu að væri röng? „Það náðist ekki að bera hana [ undir lækna á svæðinu í tæka tið, það voru auðvitað mistök sem við j göngumst við. En fulltrúar lögreglu og björgunarsveitanna samþykktu hana einróma. Læknar sem störfuðu á Eldborg- arhátíðinni sögðu aldrei við okkur að einhverju væri ábótavant meðan á hátíðinni stóð. Á sunnudeginum I sögðu læknarnir við okkur að þeir I myndu ekki breyta neinu ef ætti að gera þetta aftur." Sameiginleg ábyrgo - Kom þá óréttmæt gagnrýni að einhverju leyti í bakið á ykkur? „Þetta er og verður alltaf sameig- inleg ábyrgð allra sem þarna voru við störf, okkar og þeirra sem unnu þessi mál fyrir okkur. Það kastar henni engin frá sér. Það var engin athugasemd gerð við þessa aðstöðu meðan við vorum að setja hana upp og ekki meðan á hátíðahöldunum stóð. Ég hef ekki viljað blanda mér í umræðuna á opinberum vettvangi því ég er þeirrar skoðunar að sam- eiginlegur fundur með öllum þess- um aðilum sem að málinu komu sé eini vettvangurinn fyrir þessa um- ræðu." Einar segir að leitað hafi verið ráðgjafar allra þeirra sérfróðu aðila sem hlut áttu að máli og farið eftir þeirra tillögum í einu og öllu og stundum gengið lengra. „Annars hefðum við aldrei fengið ¦ starfsleyfi frá sýslumanni fyrir þessum hátíðahöldum. Við töldum okkur vera að vinna eftir þeim leið- beiningum." Eftir að hafa uppfyllt öll skilyrði ' sem sýslumaður setti upp þá geng- um við enn lengra og buðum Stíga- mótakonum að vera hjá okkur sem hvergi er farið fram á í reglugerð- inni. Við greiddum ferðir, uppihald og aðstöðu fyrir þær og leigðum sér- stakan sjúkrabíl inn á svæðið sem var eins konar sjúkrahús á hjólum. Þetta gerðum við umfram það sem farið var fram á við okkur." Enginn talaol við okkur - Þið teljið sem sagt að þiö hafið I gert eins vel og kostur var? „Já. Það er hins vegar leiðinlegt hvernig fólk hefur nýtt sér sviðsljós- ið til að kvarta yfir hátíðinni í stað- inn fyrir að koma gagnrýni beint til okkar, fólk sem engar athugasemdir gerði alla helgina þótt það væri á staðnum. Þetta fólk hefði átt að tala við okkur áður en það fór að tala við alla þjóðina. Það hefði verið hægðarleikur að bæta úr flestu, ef ekki öllu því sem menn segja núna að hafl verið ábótavant ef menn hefðu bara sagt okkur frá þvi þar og þá. Það er ekki eins og hátiðin hafi verið einangruð og viðs fjarri sið- menningunni." - í kjölfar Eldborgarhátíðar var Ekki benda á - Einar Bárðarson, forsprakki Eldborgarhátíðarinnar um- deildu, svarar fyrir sig og sína menn „Það er búið að skamm- ast yfirþessum hœttu- lega manni í fjölmiðlum og hátíðin fœr versta út- reið vegna viðkomu hans. Honum var sleppt nokkrum tímum eftir yf- irheyrslu. Þetta endur- speglar nú best að hér er verið að hengja bakara fyrir smið. Eiturlyfjasal- inn er frjáls en enn er vegið að mannorði hátíð- arhaldara!" fundað sérstaklega með landlækni og starfsfólki hátíðarinnar og síðan hélt dómsmálaráðherra sérstakan fund með málsaðilum og skipaði í kjölfarið starfshóp. Er þetta ekki staðfesting á því að hátíðin gekk fram af þjóðinni allri? „Fundurinn var nú haldinn vegna útihátíða almennt, ég held að þessu sé ekki beint að okkur. Við sem stóðum að þessari hátíð fengum reyndar engan kost á því að sitja þessa fundi. Það situr enginn í um- ræddum starfshópi ráðherra frá okkur og enginn sem reynslu hefur af því að setja sama hátíðahald eins og þetta. Ef eitthvað var athugavert við framkvæmdina þá vantar eitthvað í reglugerðina um útihátíðir. Það er sjálfsagt að taka þátt í að laga það en við höfum ekki fengið neinn kost á því." - Einar leggur mikla áherslu á það að öll gæsla, salernisaðstaða, ruslahirðing og ónnur aðstaða hafi verið miðuð við 10 þúsund manns samkvæmt kröfu sýslumanns. Hann segir að þegar flest var hafi 7-8 þús- und manns verið á svæðinu. Hefðu komið 10 þúsund manns þá hefðum við samt verið með 9 klósettum of mikið miðað við reglugerðina. Af fenginni reynslu helgarinnar myndi maður hugsanlega hafa fleiri klósett og það er innlegg í breytta reglu- gerð." Svona fólk er ekki velkomio En sé það rétt að þið hafið verið búnir undir að taka á móti 10 þús- und gestum, hvað fór þá úrskeiðis? Hvers vegna hefur þessi hátíð sér- stöðu hvað varðar fjölda nauðgana og ofbeldistilvik og slæma um- gengni? „Ég vona að yfirvöld taki á þeim einstaklingum sem áttu þátt í meintum nauðgunum, eiturlyfja- sölu og ofbeldi af fullri hörku. Fólk sem kemur meö þetta hugarfar er auðvitað hvergi velkomið en það er erfitt að fmna slíka skúrka í hópi átta þúsund manna. Það er talið t.d. að sá aðili sem var með smjörsýruna hafi verið einn. Það var vitað um hann áður Eldborg 2001 dvmynd hh „Það er alltaf ráðist á nýjustu hátíðina. Halló Akureyri var hökkuð í spað, Ux- inn var tekinn af lífi og þannig mætti lengi telja." en Eldborg var haldin. Hann var handtekinn hjá okkur tveimur tim- um eftir að staðfest var að um smjörsýru var að ræða. Það er búið að skammast yfir þessum hættulega manni í fjölmiðl- um og hátíðin fær versta útreið vegna viðkomu hans. Honum var sleppt nokkrum tímum eftir yfir- heyrslu. Þetta endurspeglar nú best að hér er verið að hengja bakara fyrir smið. Eiturlyfjasalinn er frjáls en enn þá er vegið að mannorði há- tíðarhaldara! Til okkar komu krakkar af öllu landinu, af öllum stéttum og með alls konar bakgrunn. Það er ekki eins og þetta hafi verið eitthvert sérstakt úrtak." Fundum ekki upp ungllngadrykkkju - Það virðist sem þessi hátíð hafi gengið fram af þjóðinni. Það er rætt um hærra aldurstakmark, herta gæslu og fieiri úrræði. Var Eldborg ef til vill síðasta útihátíðin? „Við fundum náttúrlega ekki upp unglingadrykkju, það er ljóst. Það er á hverju ári nýja hátíðin sem fær harðasta gagnrýni og það gerðist líka í ár. Um þetta mætti rekja mörg dæmi. Ungt fólk mun alltaf safnast saman til að skemmta sér. Það er gömul hefð fyrir því. Og það er ekk- ert séríslenskt fyrirbæri þó sumir virðist ímynda sér það." Eigum lika systur og mæöur - Er þá gagnrýni á ykkur sem að þessari hátið stóðu tilhæfulaus og ósanngjörn? „Alls ekki! Við verðum að bera ábyrgð því sem við getum. Umræð- an undanfarna daga hefur verið yf- irgengileg í eina átt og það hefur ekki borgað sig að taka þátt í henni opinberlega. Við eyddum 15 milljón- um í öryggisgæslu og aðbúnað fyrir gesti, að viðhöfðu samráði við þá sem best eiga að þekkja til, og við verðum þá líka að geta treyst því að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.