Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 27
% LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 39 JD>"V Helgarblað mig „/ næstu viku verða menn búnir að gleyma verslunarmannahelginni og á nœsta ári verða haldnar aðrar útihátíðir. Á meðan þetta er dægur- mál þá gengur vélin. í gœr var það Árni John- sen, í dag eru það útihá- tíðir á morgun eitthvað annað." þeir sem um það sáu skili sinu verki og beri á því ábyrgð. Við verð- um aö vona að þau sakamál sem upp koma í kjölfarið fái eðlilega meðferð. En ég vil taka það skýrt fram að við höfum mikla samúð með þeim sem urðu fyrir ofbeldi á Eldborg, hvort sem það var kynferðislegt eða annað. Okkur er alls ekki sama um þetta fólk og erum ekki stoltir af því sem fyrir það kom. Fólk má ekki gleyma því að við eigum líka systur, dætur og mæður. Við eigum líka fjölskyldur sem við þurfum að horfast í augu við og það er ekki gaman þegar svona er í pottinn búið. Við reynum að fylgjast með þessum málum eftir bestu getu og höfum hvergi reynt að geri litið úr þjáningum þessa fólks." Sjálfskipaöir byssumenn - Komu viðbrögðin ykkur á óvart? „Nei, í rauninni ekki. Það er alltaf ráðist á nýjustu hátíðina. Halló Ak- ureyri var hökkuð í spað, Uxinn var tekinn af lífi og þannig mætti lengi telja." - Einar segir að hugmynd þeirra sem að Eldborgarhátíðinni stóðu hafi verið að halda vandaða tónlistarhátíð og nefnir Roskilde eða Hróarskeldu- hátiðina í Danmörku sem fyrirmynd. En verður Eldborg aftur að ári? „Fyrir okkur var þetta hugsjóna- starf fyrir íslenska tónlist og fyrsta skreflð í að skapa islenska hátíð eins og Hróarskeldu. Við vildum skapa tónlistarveislu á þessum fallega stað. Von okkar var sú að hann yrði eftir- sóttur staður að spila á fyrir hljóm- sveitir, ekki bara innlendar heldur erlendar líka. Síðan hafa sjálfskipaðir byssu- menn ímyndaðs réttlætis séð um að ganga af þessari hugmynd dauðri og ég veit eRki hvort við höfum svo mik- inn áhuga á því að gera þetta aftur. Það voru þarna 50-60 hljómsveitir sem sumar voru vaktar upp frá dauð- um til að koma þarna fram. Þetta gladdi marga og margir skemmtu sér vel en það hefur fallið í skuggann. Við búum yfir mikilli þekkingu eftir þetta en hefur ekki verið boðið að taka þátt í starfi til þess að færa slík- ar hátíðir til betri vegar. Með þessu finnst okkur opinberir aðilar vera að einangra okkur. Með þessu fellur sá skuggi á okkur að við kunnum ekki til verka. Ég efast um að við höfum áhuga á að endurtaka þetta undir þessum formerkjum." - Miðað við gestafjölda - varð hagnaður af þessu? „Það fara engar íbúðir á uppboð en miðað' við þann kostnað sem er að hlaðast upp verður ekki mikið eftir umfram eðlilegan launakostnað." Meöan dægurvélin gengur - Þú hefur verið kallaður „spin doctor" og ímyndarmeistari. Nú má segja að þú sitjir hinum megin við borðið og þurfir á ímyndarráðgjöf að halda. Hvernig kanntu við þetta hlutverk? „Ef menn eru heiðarlegir og taka ábyrgð á sínum málum þá þarf ekki á neinni ráðgjöf að halda. Ég hef ráðfært mig við mitt samstarfsfólk og fjólskyldu en þarf að öðru leyti enga aðstoðarmenn í því. Það er ekki hægt að fegra þetta eða gera það áhugaverðara. Við erum að greina vandann og gera hreint fyrir okkar dyrum." - Hefurðu staðið í þessum spor- um áður og fmnst þér þetta auðvelt? „Gallinn við þetta allt saman er sá að sjórinn drekkir sinni eigin öldu eins og Einar Ben sagði. í næstu viku verða menn búnir að gleyma verslunarmannahelginni og á næsta ári verða haldnar aðrar úti- hátíðir. Á meðan þetta er dægurmál þá gengur vélin. I gær var það Árni Johnsen, í dag eru það útihátíðir, á morgun eitthvað annað. Ég vona bara ... eða öllu heldur skora á dómsmálaráðherra að fylgja þess- um vinnuhóp sínum eftir. Ég vona að hún styrki hann og setji í hann fólk sem haldið hefur útihátíðir svo að í hópnum verði ekki bara fólk með eina skoðun. Ég vona að hún geri það frekar en að gera þetta að enn einum opinbera saumaklúbbn- um sem ekkert skilur eftir sig nema eina stóra reglugerðafroðu sem enn og aftur enginn getur unnið eftir. Við unnum eftir settum reglum en samt er enginn ánægður! Eftir situr þó gott samstarf við Ólaf sýslumann, Björn lögreglustjóra, Sigrúnu oddvita, björgunarsveitar- menn og landeigendur. Þetta er allt fyrirmyndarfólk pg gott að vinna með. Hvað mig persónulega varðar þá er ég nú á þeirri skoðun að sterkir menn séu ekki dæmdir á því hversu auðveldlega þeir séu slegnir niður heldur hversu snöggir þeir séu aft- ur á fætur." -PÁÁ Hvað gerðist á Eldborgarhátíðinni? Þar söfnuðust saman 8-9000 gest- ir, aðallega ungt fólk, og skemmtu sér frá fimmtudegi til mánudags. 10 stúlkur leituðu til starfsmanna Stígamóta á meðan á hátíðarhöldun- um stóð og kváðust hafa verið beitt- ar kynferðislegu ofbeldi eða nauðg- að. 1 tveimur tilvikum er talið að um hópnauðgun hafi verið að ræða. Fórnarlömbin voru öll á aldrinum 16-18 ára gömul. Talsvert magn af smjörsýru, sem er sterkt bragðlaust svæfmgarlyf, var í umferð á hátíðinni. Lyfinu er einkum ætlað að „rota" fórnarlömb svo nauðgarar geti komið fram vilja sínum. Nær algert minnisleysi mun fylgja í kjölfarið. Smjörsýran virðist hafa verið seld á Eldborgarhátíðinni og vitað að henni var t.d. blandað i LGG- mjólkurdrykki. Ofbeldi, annað en kynferðislegt, var einnig mjög áberandi og virðist flokkur manna hafa gengið um svæðið i þeim tilgangi einum að berja og misþyrma þeim sem voru einir á ferð eða varnarlitlir vegna ölvunar. Umgengni um svæðið var afar slæm og hreinsunarstarf stendur enn yfir þegar þetta er skrifað. Ruslagámar yfirfylltust, ruslapokar virðast almennt ekki hafa verið not- aðir. 300 tjöld voru skilin eftir af ásettu ráði og í nokkrum tilvikum kveikt í þeim og óðrum viðlegubún- aði. Mikill fjöldi óskilamuna er í vörslu lögreglu og starfsfólks, þar á meðal 40-50 farsímar. Starfsfólk Stígamóta og þeir læknar sem störfuðu við neyðar- móttöku á svæðinu hafa látið í ljós þá skoðun að aðstaða sem þeim var boðið upp á hafi verið alls ófull- nægjandi og gæslu og eftirliti á svæðinu hafi verið mjög ábótavant. Gagnrýnendur hafa notað orð eins og „stjórnlaus hryllingur" eða „fór algerlega úr böndunum" og „mikil grimmd og ofbeldi" til þess að lýsa ástandinu á Eldborg sem þeir segja að hafi versnað dag frá degi og keyrt úr hófi á mánudag. Fyrsta nauðgunin var tilkynnt þeg- ar á aðfaranótt föstudags. -PÁÁ Hvernig var? Gagnrýnendur hafa notaö orð eins og „stjórnlaus hryllingur" eöa „fór alger- lega úr böndunum" og „mikil grimmd og ofbeldi" til þess að lýsa ástandinu á Eldborg sem þeir segja að hafi versnað dag frá degi og keyrt úr hófi á mánudag. Nokkrar tölur um nauðganir: Eldborg sló öll met - aðeins f jórða hvert brot tilkynnt Samkvæmt tölum, sem Stígamót hafa tekið saman, bárust fimm til- kynningar vegna nauðgana til sam- takanna árið 1995 sem sérstaklega tengdust útihátíðum. Árið 2000 voru slíkar tilkynningar níu talsins vegna útihátíða en á miðvikudag höfðu samtökunum borist tilkynningar um alls 13 nauðganir á útihátíðum um verslunarmannahelgina 2001, þar af 10 á Eldborgarhátíðinni og tvær til- raunir til nauðgunar þar að auki. Þó ekki sé ástæða til að draga miklar ályktanir af þessum tölum gefa þær ótvíræða vísbendingu um að slíkum tilvikum virðist fara fjölgandi og ennfremur að Eldborgarhátíðin hafi slegið öll met hvað þetta varðar. Þar var flestum nauðgað. Samkvæmt tólum Stígamóta voru aðeins tæp 9% nauðgara alveg ókunn fórnarlambinu í þeim tilvik- um þar sem leitað var til samtak- anna. Árið 2000 leituðu 380 einstak- lingar til Stígamóta en 214 voru að koma í fyrsta skipti. Samkvæmt tölfræði, sem amerísk samtök gegn nauðgunum, hliðstæð við Stígamót, gefa út, þekkir fórnar- lambið nauðgarann náið í tæplega 70% tilvika. í 45% tilvika er nauðgarinn undir áhrifum áfengis eða eiturlyfja. Tæplega 70% nauðgana eiga sér stað á kvöldin og næturnar. í 30% tilvika beitir nauðgarinn vopni eða deyfilyfi til að koma vilja sínum fram. Rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að 12% táningsstúlkna og 20% fullorðinna kvenna hefur verið nauðgað á ævinni. Hliðstæðar rann- sóknir meðal ungra kvenna í banda- rískum háskólum sýna að 15% þeirra hafi einhvern timann verið nauðgað. Áþekkar rannsóknir i öðr- um löndum meðal ungra kvenna sýna að þetta hlutfall er 14% á Nýja- Sjálandi, 12% í Englandi og 8% í Kanada. Talið er að nauðganir séu minnst sýnilegar allra glæpa. Talið er að einungis 16% nauðgana séu yfirleitt tilkynntar eða kærðar til lögreglu. Nýlegar tölur frá íslandi sýna að ein- ungis lítið brot af þeim nauðgunum sem tilkynntar eru til lögreglu enda í ákæru á hendur gerandanum. Tilkynningar og kærur berast oft mjög seint, stundum mörgum vik- um, mánuðum eða árum eftir afbrot- ið. Af þessu má ráða að hafi vit- neskja um 13 nauðganir borist til Stígamóta fáum dögum eftir verslun- armannahelgi er í raun líklegt að brot af þvi tagi hafi skipt mörgum tugum yfir þessa einu helgi. Það er líklegt að 30-40 nauðganir hafi í rauninni átt sér stað á Eldborgarhá- tíðinni þótt aðeins hafi borist spurn- ir af 10. -PÁÁ Þórólfur Þórllndsson. Þórólfur Þórlindsson: Stjórnlaust ofbeldi eykst „Útihátiðir hafa alltaf verið til sér- stakra vandræða og þeim fylgt ákveðinn fórnarkostnaður. Það virðist sem ofbeldi sé að verða stjórnlaus- ara en áður og stjórn- leysi i samskiptum fólks eykst jafn- framt," sagði Þórólf- ur Þórlindsson pró- fessor þegar DV leitaði álits hans á því hvaða ályktanir mætti draga af hátíð- arhöldum liðinnar helgar. Þórólfur hefur rannsakað lifsstil ungs fólks og unglinga undanfarin ár og þekkir margt í þeim efnum betur en aðrir. „Það er augljóst að ofbeldi er að breytast. Á síðustu 5-10 árum sjáum við meira af tilgangslausu ofbeldi en áður og það lýtur ekki þeim óskráðu reglum sem áður giltu. Ókunnugir ráð- ast á ókunnuga að tilemislausu og meira vægðarleysi er sýnt. Þetta stjórnleysi ásamt meira sinnuleysi fólks um ókunnuga leiðir af sér að fólk óttast ofbeldi mun meira en áður." Sögur um unglinga sem brenndu tjöld sín og skildu eftir í lok EJdborgar- hátíðarinnar hafa vakið nokkra at- hygli. Er það ekki þversögn að ung- lingar sem vinna meira en jafhaldrar þeirra annars staðar í heiminum skuli ganga svona um eigur sínar? „Þetta minnir á ritúal eða athöfn, að brenna allar brýr að baki sér. Islensk- ir unglingar vinna meira en jafnaldrar þeirra hjá öðrum þjóðum og hafa þar af leiðandi meiri tekjur og verða í þeim skilningi fyrr fullorðnir. Ég minnist þess ekki að hafa séð þetta áður í þessum mæli." Þórólfur minnti á að útihátíðir, lik- ar þeim sem nú er rætt um, eigi sér langa sögu í íslenskri skemmtana- menningu. Fyrstu útihátíðirnar, sem vöktu umtal og hneykslan fyrir hömlu- lausar skemmtanir, voru á Hreðavatni upp úr 1950 en margir muna einnig Húsafell nokkrum árum síðar, Saltvík kringum 1970 og rómaðar Atlavíkurhá- tíðir í byrjun áttunda áratugarins. Ef til vill má rekja þessa hefð enn lengra aftur. Á fyrri helmingi 20. aldar var réttardagurinn ein stærsta hátíð ársins. í Skeiðaréttum í Árnessýslu fór að tíðkast upp úr 1920 aö reisa sam- komutjöld og þá fór fólk að flykkjast úr Reykjavik austur í réttirnar og þótti þá velsæmi og skemmtanahaldi mjög fara aftur og vakti hneykslan og reiði í samfélaginu. Enn lengra er aftur til Jörfagleði og smalabúsreiða fyrri alda þegar ungt vinnufólk hópaðist saman og hafði í frammi guðlaust og óábyrgt athæfi. Sagt er að 19 börn óskilgetin hafi kom- ið undir á einni af seinustu Jörfagleð- inni. Með samstilltu átaki yfirvalda og kirkjunnar tókst að kveða þessar skemmtanir niður og útrýma þeim. -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.