Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Page 39
51 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 DV Tilvera % Augun á búð- arstúlkunni stækkuðu ört - og hún benti mér á að bollur væru ekki hollar og súkkulaði því síður Lækkaði hitann á öllum ofnun- um í húsinu „Ég blandaöi sam- an deiginu og hóf aö laga allar tegundirn- ar sem ég hafði keypt af búöingum. Á meðan ég beið eft- ir bollunum í ofnin- um skellti ég mér í ekta kokkagalla og setti góöa rokktón- list á. Eftir all- nokkurn tíma var ég búin að baka um 200 vatnsdeigsbollur og nú beið mín skemmtilegasti part- urinn þ.e. að sprauta mismunandi búðingi og sultu inn í þær ásamt því að hjúpa þær mismunandi súkkulaðitegundum. Ég sá fyrir mér að kærastinn minn myndi endanlega falla fyrir mér þegar hann labbaði inn í eldhús og sæi allar þær tegundir af vatnsdeigsbollum sem hann hefði einhvern tímann dreymt um. Þetta yrði eins og að labba inn i nammihús sem „Ég var alveg viss um aö ég myndi slá í gegn meö þessar bollur. Ég eyddi mörgum klukkutím■ um í baksturinn og var komin í svo mikinn ham aö ég var byrjuö aö teikna andlit og annaö eins á toppinn á bollunum. - En ég læröi þó af reynslunni og núna veit ég aö allt er gott í höfi. þaö var bara svo spennandi aö sjá Þröst fyrir sér umkringdan skreyttum vatnsdeigsboll- um. Ég mæli þó meö því aö fólk kynni sér matarsmekk annarra áöur en þaö byrjar aö elda fyrir þá til þess aö koma þeim á óvart". Stærsta ferðahelgi ársins er nú um garð gengin og hápunkti sum- arsins þar með náð að mati flestra ungmenna. Meirihluti landsmanna var á faraldsfæti um helgina og skemmtu sér flestir vel. Að þessu sinni er matgæðingur vikunnar Að- alheiður Ólafsdóttir, eða Heiða söngkona í Url, eins og flestir kalla hana, en þessa helgina var hún einmitt á ferð og flugi um landið. Þessi unga stúlka hefur haft í nógu að snúast og má taka sem dæmi að hún fór bæði á Eldborg um helgina og á þjóðhátíö í Eyjum þar sem hún var að skemmta með skólafélögum sínum sem taka þátt í sýningunni Wake me up before you go go. Þó það hafi verið nóg að gera hjá henni þessa helgi hefur hún eflaust verið eins og frí fyrir Heiðu því hún er ávallt hlaðin verkefnum. í vetur var hún að vinna að plötu sem hún tók upp ásamt hljómsveit sinni, Url, var aðalstjarnan í Wake me up before you go go og kláraði stúdentsprófin í VÍ. Fram undan er kynning á plötu Url sem kemur út í haust og mun Heiða því verða á faraldsfæti það sem eftir er sumars. Brjálað að gera „Það er búið að vera alveg brjálað að gera hjá mér upp á síðkastið, sér- staklega þar sem að ég er í hljóm- sveitinni Url og við erum að klára plötuna okkar sem kemur út í haust. Það sem bjargar mér eflaust er það að kærastinn, Þröstur Jó- hannsson, er með mér í hljómsveit- inni, það myndi eflaust enginn ann- ar strákur geta verið með mér þar sem það er alltaf svo mikið að gera hjá mér. Þannig aö í rauninni er það alger lukka fyrir mig að við erum saman ásamt því að vera í sömu hljómsveit því þannig getum við verið meira saman en elia.“ Hljómsveitin Url „Við Þröstur kynntumst þegar ég byrjaði að syngja með Url. Við byrj- uðum þó ekki að vera saman fyrr en hálfu ári seinna en samt sem áður myndi ég segja að þetta hefði verið ást við fyrstu sýn, allavega af minni hálfu. Fyrsta skiptið sem hann hitti fjölskyldu mína var hann varaður við því að þegar ég elda þá þarf alltaf allt að vera til staðar og þegar ég á annað borð legg þaö á mig að elda fyrir fjölskylduna þá er það alltaf eins og dýrindis hlaðborð. Eft- ir einhvern tíma flutti hann inn til mín og á bolludaginn ákvað ég að koma honum á óvart með því að baka fyrir hann. Ég settist niður og skrifaði niður allar girnilegar teg- undir af vatnsdeigsbollum sem ég gat hugsað mér. Þegar ég kom í búð- ina má segja að ég hafi algerlega fríkað út þvi ég gat einfaldlega ekki hætt aö kaupa mismunandi tegund- ir af búðingum, sultum og súkkulaði til þess að bragðbæta bollurnar. Ég vissi að það væri hefð hjá fjölskyldunni hans að borða góð- an mat á bolludagskvöld þannig að ég reyndi að kaupa það mikið inn að ég hlyti að detta niður á uppá- haldstegundina hans af bollum. - En eins og við vitum öll þá vilja sumir bollur með sultu, aðrir með búðingi og rjóma og enn aðrir bara með rjóma þannig að til þess að taka enga áhættu þá keypti ég bara allar tegundir sem hugsast gat. Ég ætlaði sko sannarlega að koma elsk- unni minni á óvart,“ sagði Heiða og við könnumst eflaust öll við tilfinn- inguna þegar við gleymum okkur við matargerð. Þungir pokar og gömul skólasystir „Að sjálfsögðu fór ég í stærstu matvöruverslun landsins því það var eini staðurinn það sem það var pottþétt að ég gæti fundið allt til alls. Þegar ég svo byrjaði að versla mætti segja að ég hefði farið inn i annan heim og dagdraumar um svipinn á Þresti þegar hann sæi hlaðborð af bollum tóku völdin. Ég sá fyrir mér að hann myndi labba inn í húsið og sjá allt út í vatns- deigsbollum, svona eins og þegar konurnar í myndunum koma heim til sín og ástmaður þeirra hefur sent þeim tugi ef ekki hundruð rósa sem þekja allt. í þessum draumum mín- um var ég viss um að hann myndi tárast af gleði yfir því hversu hepp- in hann væri að hafa náð sér í því- líkt fullkomna húsmóður eins og mig. í þessari sæluvímu sveif ég um búðina og var ekki lengi að fylla körfuna af öllum tegundum af búð- ingum, sultum, súkkulaði, og til þess að þetta væri allt saman pott- þétt keypti ég meira að segja venju- legan rjóma og svo rjóma í sprautu. Ég vissi að ég hefði allan daginn fyr- ir mér þannig að þetta ætti ekki að verða neitt vandamál. Þegar ég kom að afgreiðslukassanum vaknaði ég þó upp úr draumalandinu því göm- ul skólasystir mín var að vinna i þessari verslun. Svipurinn á henni benti til þess að henni fyndist magn- ið af mismunandi góðgæti fullmik- ið, enda er þetta manneskja sem drekkur einungis vatn og borðar léttpopp. Ég varð hálfvandræðaleg á svipinn og spurði hana hvort henni fyndust bollur ekki góðar. Ég hefði í rauninni getað sagt mér það sjálf að auðvitað borðaði hún ekki bollur því þær eru víst ekki nógu hollar. Þegar ég loksins kom heim og byrj- aði að tína upp úr pokunum komst ég í sæluvímu því ég vissi að það myndi bíða dýrindis veisla eftir Þresti þegar hann kæmi heirn." væri byggt úr pipar- kökum. Til þess að vera örugg um bragðið á hverri teg- und þá bragðaði ég á þeim öllum og að mínu mati hefði ég ekki getað stað- ið mig betur við baksturinn. Þegar ég var búin að fylla um 70 bollur fattaði ég það að ég þyrfti að hringja í kærastann og láta hann vita að hans biði óvæntur matarglaðningur heima. Hann var að sjálfsögðu mjög ánægður og lofaði mér því að hann myndi ekki borða neitt fyrr en hann kæmi heim um kvöldið. Þar sem hann kom ekki heim fyrr en frekar seint hafði ég nægan tíma til þess að útbúa góðgætið. Þegar ég var loksins búin að skreyta allar bollurnar rað- aði ég þeim öllum á borð eftir tegund, iækkaði hitann á ofnunum í húsinu svo súkkulaðið á bollunum myndi ekki bráðna og að lokum dempaði ég ljósin svo stemningin yrði rómantísk þegar hann kæmi heim,“ sagði Heiða. 200 vatnsdeigsbollur „Mér hefur sjaldan liðið jafn vel eins og þegar ég tók á móti honum þegar hann kom heim því mér fannst ég loksins orðin gjaldgeng húsmóðir sem væri tilbúin til þess að stofna heimiii. Mér til mikillar mæðu benti hann mér strax á það að húsið væri við frostmark og að við yrðum bæði fárveik ef ég stillti ekki ofnana. Ég sagði honum að það væri góð og gild skýring á þessu öllu saman og hann ætti eftir að þakka mér þegar hann vissi ástæðuna. Ég bað hann um að loka augunum og leiddi hann að borð- unum þar sem bollumar biðu hans. Ég verð að viðurkenna að það voru alveg ótrúlega margar bollur þarna og þegar hann opnaði augun fékk hann vægt taugaáfall og spurði mig strax hvort ég hefði fengið afgangana úr einhverju heildsölubakaríi. - En þegar hann spurði mig hvar matur- inn hans væri þá féllust mér hendur. Ég var auðvitað gráti næst og kjökraði að ég væri búin að vera á fullu i allan dag að útbúa fullkominn bolludag fyrir hann. Hann brosti til mín og spurði mig hvort ég vissi ekki að hann gæti ekki borðað vatnsdeigs- bollur. Mér fannst eins og heimurinn væri að hrynja. Þarna hafði ég ætlað að heilla ástina í lífi mínu upp úr skónum en það eina sem gerðist var það að hann borðaði ekki vatnsdeigs- bollumar, kvartaði undan óheyrileg- um kulda og ég sat uppi með 200 vatnsdeigsbollur," sagði Heiða og brosir breitt er hún rifjar þetta áhugaverða kvöld upp. -Saga Ýrr Camembertbrauð Fyrir 6 Gott í allar veislur og sem aðalrétt- ur 2 rúllutertubrauð 2 camembertostar 1/2 græn, 1/2 rauð og 1/2 gul paprika 1 peli rjómi 200-300 g skinka Rifið brauðið niður og setjið í eld- fast mót. Stráið niðurskorinni papriku og skinku yfir. Bræðið camembert og rjóma í potti og setjið yfir. Bakið í ofni við 180” C þangað tU osturinn er orðinn brúnleitur. Gott er að borða brauðið með rifsberjahlaupi. Hörpudiskur Fyrir 4 200 g hörpudiskur 2 dl matarolía 1/2 hvítlauks-sojasósa svartur pipar og salt eftir smekk 2 marðir hvítlauksgeirar Látið hörpudiskinn liggja í 2-3 tíma í leginum. Síðan á að þræða þetta upp á grUlpinna með t.d. lauk, papriku eða sveppum. GriUið í stutta stund á hvorri hlið. Uppskrrftir Lambafilet med krækiberjasósu og rauðkáli Fyrir 4 800 g lambafilet í 200 g steikum 3 msk. olía Rauðkál i krækiberjasósu 2-3 msk. matarolía 2 laukar 400-500 g rauðkál, nýtt 6-8 dl rauðvín (óáfengt) 1 msk. viUijurtir í púrtvíni (frá Pottagöldrum) 4 lárviðarlauf 1 dl krækiberjasaft 2 dl kjúklingasoð (vatn og Knorr-teningur) 2-3 msk. maizenamjöl eða sósu- jafnari Meðlæti 12-16 stk. kartöflur, smáar Brúnið kjötið vel í olíu á pönnu. Kryddið með salti og pip- ar. Setjið í 200' C heitan ofn í 6 mínútur, takið út úr ofninum, lát- ið standa í 3 mín. og setjið aftur inn í aörar 3 mínútur. Berið fram með rauðkáli og krækiberjasósu. Rauökál í krækiberjasósu Skerið laukinn í sneiðar og rauðkálið í strimla. Steikið í olíu í 12 mínútur. Bætið þá kryddjurt- við og sjóöið við vægan hita í 8-10 um og öllum vökvanum saman mínútur. Þykkið með sósujafn- aranum og sjóðið áfram í 2-3 mín. Setjið sósuna og kálið á miðja diska, skerið hverja steik í fjóra bita og raðið snyrtilega niður. Meðlæti Berið fram með soðnum kartöfl- um. Nykaup Þarsem ferskleikinn býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. w

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.