Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Side 40
52 ■» Tilvera LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 DV Myrte Beach Víöa um heim eru frábærír golfvellir og það hlýtur aö vera draumur allra sem á annaö borö stunda golf að taka nokkrar holur á erlendri grund. Golfferðir: Púttað á erlendri grund Eins og allir vita nýtur golf mik- illa vinsælda hér á landi sem ann- ars staðar. Víða um heim eru frá- bærir golfvellir og það hlýtur að vera draumur allra sem á annað borð leggja stund á íþróttina að taka nokkrar holur á erlendri grund. í haust verður landanum boðið upp á sérstakar golfferðir til ýmissa áfangastaða, innan Evrópu og utan. Golf á Spáni og Portúgal Á Spáni eru margir góðir vellir sem bæði henta byrjendum og lengra komnum. Fyrir byrjendur hentar prýöilega að skella sér í golf- kennslu til Matalascanas. Þar er boðið upp á kennslu í öllu sem við- kemur golfíþróttinni á fyrsta flokks völlum og því kjörið fyrir þá sem vilja ná góðri sveiflu. Matalascanas er „sumarbær" Spánverja og í um 85 kílómetra fjar- lægð frá Sevilla. Bærinn stendur við í miönætursól á Arctic Open Þaö gæti því veriö sniöug hugmynd aö skipuleggia sumarfríiö meö þaö í huga aö fara hringinn í kringum landiö og spila golf í leiöinni. Islantilla á Spáni Fjöldi Islendinga þekkir golfvöllinn í Islantilla. Ýmsar endurbætur hafa verið geröar á vellinum aö undanförnu og því full ástæöa til aö drífa sig þangaö og rifja upp gamlar minningar. á Zaudin-golfvellinum sem er ekki í nema flmm mínútna fjarlægð frá miðbænum. Fjöldi íslendinga þekkir golfvöll- inn í Islantilla. Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar á honum að und- anförnu og því full ástæða til að drifa sig þangað og rifja upp gamlar minningar. Rétt utan við Albufeira í Portúgal er að finna að minnsta kosti fjóra skemmtilega velli sem eru fimmtán mínútna akstur frá borginni. Vell- irnir heita The Old Course, Pinhal, Languna og Millenium. Golf í Malasíu í haust verður boðið upp á að minnsta kosti tvær golfferðir til Malasíu, Farið verður til Kuala Lumpur og Borneo. Við Glenmarie-hótelið í Kuala Lumpur eru tveir átján holu golf- vellir sem að sögn kunnugra eru al- veg frábærir. Borneo er eyja, tveggja og hálfs tíma flugferð frá Kuala Lumpur. Niðri við ströndina er að finna skemmtilegan 27 holu völl, með golf- skála og tveggja hæða golfæfingar- svæði. Malasía er áhugaverð nýjung fyr- ir ferðaþyrsta íslendinga, landið er snyrtilegt og fólkið gestrisið. Langt yfir skammt Þeir sem vilja ferðast innanlands geta valið á milli ótalmargra golf- valla um allt land. Það gæti því verið sniðugt að skipuleggja sumar- fríið með það í huga að fara hring- inn um landið og spila golf í leið- inni. Þeir sem hafa mestan áhuga gætu til dæmis haft það að mark- miði að spila á öllum golfvöllum landsins á nokkrum sumrum. Góða skemmtun. -Kip ströndina og i nágrenni hans er Donana-þjóðgarðurinn og sögubær- inn E1 Rocio. í október árið 2000 var opnaður nýr golfvöllur í Matalascanas sem heitir Dunas de Donana. Völlurinn er 18 holur og þykir bæði krefjandi og skemmtileg- ur. Grasið á flötum og brautum er eins og best verður á kosið. Fimm af átján holunum eru með vatnstor- færum sem gera völlinn enn meira spennandi. Þeir sem vilja geta ekið frá Matalascanas til Sevilla og reynt sig Skemmtileg heilsubót Þaö getur veriö ótrúlega skemmtilegt aö rölta um í góðu veöri og taka nokkrar holur í leiöinni. Golf í Kuala Lumpur / haust veröur boöiö upp á aö minnsta kosti tvær golfferöir til Malasíu, í annarri feröinni er fariö til Kuala Lumpur en í hinni til Borneo. The Laugavegur Hiking Trail Ferðafélag ís- lands hefur gefið út leiðarlýsingu yfir gönguleiðina frá Landmanna- laugum til Þórs- merkur á ensku. Ritið, sem er 48 blaðsiður, er með fjölmörgum ljósmyndum og kortum. í heftinu er einnig að finna upplýsingar um undirbúning fyrir ferðina. Bjarmaland til Rússlands Ný íslensk ferðaskrifstofa, Bjarmaland, sem sérhæfir sig í ferð- um til Austur-Evrópu, efnir til borg- arferðar til tveggja stærstu borga Rússlands, Moskvu og Pétursborg- ar, 12.-26. september. Nánari upp- lýsingar á www.austur.com Ferðahandbók á Netinu Ef þú ert einn af þeim sem nenna ekki að þvælast með ferðahandbók sem er full af upplýsingum sem koma þér ekki að gagni þá er þetta einhvað fyrir þig. Á slóðinni www.booktailor.com getur þú raðað saman ferðaupplýs- ingum úr mismunandi ferðabókum og búið til þína eigin handbók. Hundahótel Hundaeigendur í Þýskalandi geta nú hætt að hafa áhyggjur af því hvar hundurinn á að vera á meðan þeir fara í frí. Hóteleigandi í Berlín breytti fyrir skömmu hóteli sínu í fyrsta flokks hundahótel þar sem Snati og félagar lifa í vellystingum á meðan eigendurnir ferðast áhyggju- lausir um heiminn. Sérkort um Fjaliabak Mál og menning hefur gefið út nýtt sérkort i mælikvarðanum 1:100 000 af göngu- og jeppasvæðinu að Fjalla- baki. Kortið nær yfir Landmanna- leið, Fjallabak syðra og leiðina í Lakagíga. Auk ökuleiða sýnir kortið vinsælar gönguleiðir eins og „Lauga- veginn" frá Landmannalaugum í Þórsmörk, Strútsstíg og leiðina í Skælinga. Á bakhliö kortsins er fjar- víddarkort af „Laugaveginum" og lit- myndir af náttúruperlum svæðisins. Mengun Bandaríkjamenn hafa miklar áhyggjur af baðströndunum í land- inu um þessar mundir. 83% fleiri ströndum var lokað í ár en í fyrra vegna mengunar. Sérfræðingar eru ekki á einu máii um af hverju mengunin stafar en flestir telja að hana megi rekja til skólplagna frá stórborgum. -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.