Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 11. AGÚST 2001 53 I>V Tilvera Heimsmeistara- mót yngri spilara í Brasilíu 2001 - í fótspor meistarans Myndasögur Heimsmeistaramót yngri spilara í sveitakeppni hófst þann 6. ágúst í borginni Mangaritaba í Brasilíu og stendur til 15. ágúst. Átján lönd unnu sér rétt til þátttöku en aðeins 17 mættu til leiks. Evrópa á sterka fulltrúa á staön- um þar sem eru Noregur, Danmörk, Holland, Frakkland og ísrael en sem kunnugt er þá spila ísraelar ávallt sem Evrópuþjóö. Líklegir sigurveg- arar eru hins vegar Bandaríkja- menn sem fá að senda 2 sveitir vegna stærðar lands og fjölda bridgespilara. Kína sendir einnig sterka sveit og enginn skyldi af- skrifa heimaliðið að óreyndu. Norð- urlandameistarar yngri íslendinga eru hins vegar fjarri góðu gamni. Oft er talað um að sagan endurtaki sig og hvort sem það er rétt eður ei þá fann einn israelski spilarinn lúmskt útspil sem leiddi sagnhafa í gildru. Skoðum það betur. Spilið kom fyrir í fyrstu umferð mótsins í leik ísraels og Argentínu. S/A-V * Á643 »10864 * 86 * ÁG6 * G5 »D9 * ÁDG543 * D87 N |V A * K10982 »G3 * 109 * 10942 * D7 * ÁK752 * K72 *¦ K53 í opna salnum, þar sem ísraelar sátu n-s, gengu sagnir á þessa leið: Suöur Vestur Norður Austur 1» 2 ? 3 ? pass 4» pass pass pass Vestur spilaði út spaðagosa en sagnhafi gerði engin mistök þegar hann fór upp með ásinn, tók tromp- in, laufakóng og svínaði laufgosa. Það voru 420 til ísraels. í lokaða salnum, þar sem ísrael- Stefán Guðjohnsen skrifar um bridge amir sátu a-v, gengu sagnir hins vegar þannig: Suöur Vestur Noröur Austur 1" pass 2 grönd* pass 3 ? pass 4 » pass pass pass * góö hækkun í hjarta Vestur hafði ekki strögglað á tveimur tíglum og einnig neitað sér um að dobla þrjá tígla og ef til vill hefði hann komist upp með að koma makker inn á spaða með spaðaút- spili. En hann ákvað hins vegar að prófa lúmskt útspil, hjartaníu. Ólík- legt væri að það gæfi slag þar eð n- s voru upplýstir. með a. m. k. níu tromp milli" handanna. Þetta útspil virtist happdrættisvinningur fyrir sagnhafa. Hann lét tíuna úr blind- um og drap gosa austurs með ás. Síðan svínaði hann laufgosa, spilaði hjartaáttu og svínaði. Vestur drap á drottninguna og skipti í spaðagosa. Spilið var nú tapað því sagnhafi varð að gefa á spaðakóng og tvo slagi á tígul. ísrael græddi því 10 impa á spilinu. í fyrirsögn er talað um fótspor meistarans og hvort sem vestur hafði heyrt um það eður ei þá reyndi pólski bridgemeistarinn Tuszynski sama bragð gegn ítölum í úrslitaleiknum um Ólympíumeist- aratitilinn. Stórmeistarinn Lauria lét hins vegar ekki blekkjast því hann taldi ólíklegt að pólski stór- meistarinn hefði ekki átt betra út- spil en einspil í trompi. Smáauglýsingar bílar, bátar, jeppar, húsbílar, sertdibífar, pailbílar, hópferðabíiar, fornbíiar, kerrur, fjórhjói, mótorhjói, hjóihýsi, vélsleðar, varahlutir, viðgerðir, fiug, lyftarar, tjaldvagnar, vömbíiar...bílar og farartæki Skoöaðu smáuglýsingarnar á V(ttll*>lB 550 5000 Myndgátan Myndgátan hér til hliðar lýsir nafnorði. Lausn á gátu nr. 3075: Eggjárn 1/IT/NN /fra þem sr svo (ROSAt-£& C//e A& Þ*B S/f tr/etti HAzí-rAÐ koma s/ÁiAi&r v ^fiM/Af O0*(/V/Sf.(y is- Ó! Þeir báru mig Bð Ijúsinu! Langt inn I plramidann! Eytsók-*— Hvaðan koma fljúgancti diskar? Ég veit það ekki, Púki... sennilega frá Mars. Kennarinn minn segii að það sé ekkert á Mars oq ekki hægt fyrir fólk að lifa þar. 8 16 Vitleysai Heldurðu að það séu ekki einu sinni indíánavemíiarðvasði þar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.