Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 42
54 LAUGARDAGUR 11. AGÚST 2001 Islendingaþættir I>V Urnsjóii: Kíartan Gunnar Kjartansson Stórafmælí I Attræö 90 ára Þórunn Guöjönsdóttir, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. 80 ára Björgvin Anton Jónsson, Höröuvöllum 4, Hafnarfirði. Guölnug Sigurjónsdóttir, Ásvegi 16, Reykjavík. Magnús Ólafur Jónsson, Skólastíg 16, Stykkishólmi. María Valsteinsdóttir, Litlahvammi 8b, Húsavík. Vigdís Ferdinandsdóttir, Gnoöarvogi 24, Reykjavík. 75 ára___________ Haraldur Hannesson, Víðigerði 2, Akureyri. 70 ára________ Kristinn I. Karlsson, Heiöarhrauni 23, Grindavík. Ólafur Grimsson, Kolbeinsgötu 28, Vopnafirði. 60 ára Hjördís Bára Þorvaldsdóttir, Bogabraut 17, Skagaströnd. Ingólfur Hansen, Nónhæö 6, Garöabæ. 50 ára Björn Kristlnsson, Hlíðarvegi 15, Njarðvík. 40 ára ______ Andrés Pétursson, Lækjasmára 90. Kópavogi Anna Gyða Rebekka Reynisdóttir, Goöaborgum 8, Reykjavík. Emilía María Hilmarsdóttir, Fjólugötu 1, Vestmannaeyjum. Helga Sigríöur Helgadóttir, Túngötu 12, Grenivík. Hjörtfríöur Jónsdóttir, Staöarhrauni 21, Grindavík. I 'istinn Bergmann Þórólfsson, 1 aiöarhrauni 30c, Grindavík. (ristján Ólafsson, álsaseli 36, Reykjavík. Smáauglýsingar EIÍ3 Þjónustu- auglýsingar ?I550 5000 Andlát Slgur&ur A. Sigurbergsson, til heimilis á Háaleitisbraut 30, lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi miðvikud. 8.8. Sigurjóna Slgur&ardóttir, áður til heimilis að Þúfubarði 11, Hafnarfiröi, lést á Sólvangi miðvikud. 8.8. Vigfús Ebenesersson frá Tungu í Valþjófsdal, lést á Landspítala Hringbraut miövikud. 8.8. Ingibjörg Tönsberg kennari, Reykjavík Ingibjörg Tönsberg kennari, Glæsibæ 13, Reykjavík, verður áttræð á mánudaginn. Starfsferill Ingibjörg er fædd á Hömrum í Grímsnesi og ólst þar upp. Eftir barnaskóla fór Ingibjörg að prests- setrinu að Mosfelli og undirbjó sig undir nám í Kennaraskólanum. Hún tók inntökupróf í Kennaraskólann og hóf þar nám 1941 en varð að hætta námi vegna veikinda. Ingibjörg fór í Húsmæðraskóla Reykjavíkur árið 1942 þar sem hún lærði matreiðslu. Árið 1948 tók hún próf upp í annan bekk Kennaraskólans, lauk kennaraprófi 1951, lærði kyngrein- ingu hænuunga í Danmörku 1953, lauk stúdentsprófi frá Kennara- skólanum 1974, las líffræði við HÍ í nokkur misseri og sótti námskeiö fyrir leiðsögumenn 1972. Eftir að Ingibjörg lauk prófi frá Kennaraskólanum var hún með smábarnaskóla heima hjá sér til ársins 1953. Hún kenndi við Landakotsskóla í Reykjavík 1954-57, var við einkakennslu 1957-79 og var forfallakennari við æfingadeild KÍ 1972 og var prófdómari við Langholtsskóla vorið 1953. Ingibjörg starfaði við kyngreiningu á hænuungum á Suðvesturlandi 1954-96. Þá hefur hún verið Áttræð leiðbeinandi og sjálfboðaliði í öldrunarstarfi í fjóra vetur. Ingibjörg sat í stjórn Det Danske Selskab í Reykjavík frá 1980, hlaut viðurkenningu frá Búnaðarsambandi Suðurlands á landbúnaðarsýningunni á Selfossi 1978, var formaður Kattavinafélags íslands 1988-90 og var síðan gjaldkeri félagsins um skeið, starfar i nefnd á vegum Bandalags kvenna i Reykjavík, sat í stjórn Kvenfélags Langholtssóknar, starfar í nefhdum á vegum Kvenfélags Árbæjarsóknar og situr nú í stjórn Foreningen Dannebrog. Fjólskylda Ingibjörg giftist 5.10. 1941 Einari Tönsberg, f. 13.1. 1910, d. 23.5. 1986, framkvæmdastjóra. Hann var sonur Hermanns Friðriks Tönsberg, bankastarfsmanns í Kaupmannahöfn, og k.h., Johanne Marie Tönsberg húsmóður. Ingibjörg og Einar eignuðust einn son, Hermann Tönsberg, f. 1.8. 1943, bókhaldsráðgjafa sem búsettur er í Reykjavík, kvæntur Kristínu Arnardóttur fulltrúa á Biskups- skrifstofu og eiga fimm börn en Hermann átti tvö börn áður. Langömmubörnin eru nú fimm talsins. Ingibjörg á tvö systkini: Þau eru Jóhanna, f. 24.8. 1931, kennari í Reykjavík, hún var gift Bjarna Helgasyni leigubifreiðarstjóra og á hún sjö böm; Gunnar, f. 15.12. 1932, bóndi á Hömrum, kvæntur Kristínu Carol Chadwick og eiga þau tvö börn. Foreldrar Ingibjargar voru Jóhannes Jónsson, f. 14.6.1885, d. 20.2. 1968, bóndi á Hömrum í Grímsnesi, og k.h., Sigríður Bjarnadóttir, f. 14.2. 1893, d. 19.1. 1991, húsmóðir. Ætt Foreldrar Jóhannesar voru Jón, bóndi á Þórisstöðum í Grímsnesi, Jóhannssonar, bónda á Kotferju, Hannessonar í Kaldaðarnesi og Rannveig Sveinsdóttir Jónssonar. Foreldrar Sigríðar voru Bjarni, bóndi á Minnibæ, Jörgensson, bóndi á Stærribæ, Bjarnason og Ragnhildur Jónsdóttir söðlasmiðs í Arakoti og síðar á Hömrum Björnssonar, silfursmiðs á Búrfelli Jónssonar. Jóhanna H. Lárusdóttir Cortes fyrrv. fótasnyrtir í Reykjavík Jóhanna H. Lárusdóttir Cortes Langholtskirkju fótasnyrtir, Snælandi 2, Reykjavík, er áttræð í dag. Starfsferill Jóhanna fæddist við Kárastíginn í Reykjavík og ólst upp í Reykjavík. Hún var í Austurbæjarskólanum, stundaði nám við Ingimarsskólann við Lindargötu, stundaði nám við Húsmæðraskólann á Laugarvatni 1940 og við Leikskóla Lárusar Páls- sonar í þrjú ár. Þá sótti hún tíma í söngnámi hjá Sigurði Birkis í einn vetur. Eftir að Jóhanna varð ekkja stundaði hún nám í fótaaðgerðum hjá Emmu Cortes fótaaðgerðar- meistara og lauk prófum í þeirri grein. Eftir að Jóhanna komst á eftir- laun hóf hún nám í postilínsmálun hjá Ingrid Hlíðberg en Jóhanna stundar enn þá iðju. Jóhanna hélt heimili fyrir fóður sinn og þrjá bræður eftir að móðir hennar lést. Þá lék hún hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur á árunum 1941^16, m.a. í leikritunum Gift og ógift, Pétri Gauti, og dansaði og söng í óperunni í álógum. Eftir að Jóhanna kvæntist fyrri manni sínum fluttu þau fljótlega til Stokkhólms þar sem þau voru bú- sett í tvö ár. Hún stundaði síðan al- farið heimilisstörf fram til 1965. Þá hóf hún að starfa við fótaaðgerðir og stundaði þá iðju á árunum til 1991 á Fótaaðgerðarstofu Emmu Cortes, Elliheimilinu Grund, á veg- um kvenfélaga Bústaðakirkju og og Kvennfélagasambands Kópavogs. Jóhanna söng í Dóm- kirkjukórnum um skeið. Þá starfaði hún og ferðaðist, einkum um hálendi íslands, með Ferðaklúbbnum Arnarfelli. Auk þess hafa Jóhanna og seinni maður hennar ferðast mikið erlendis, um Evrópu, Asíu og Ameríku. Fjölskylda Jóhanna giftist 11.6. 1946 Óskari T. Cortes, f. 21.1. 1918, d. 22.2. 1965, fiðluleikara er lék fyrstu fiðlu í Sin- fóníuhljómsveit íslands. Hann var sonur Emanuels Reinfrieds Henriks Cortes, f. 20.9. 1875, d. 12.7. 1947, verkstjóra hjá Gutenberg, og k.h., Bjargar Vilborgar Zoéga, f. 27.1. 1885, d. 26.10. 1960, húsmóður. Dætur Jóhönnu og Óskars eru Jónína Kolbrún Cortes, f. 16.10. 1947, þjónustufulltrúi, búsett í Kópa- vogi, var gift Viggó Snorra Pálssyni en þau skildu og eru synir þeirra Óskar Torfl, f. 2.6. 1969, kerfisfræð- ingur i Reykjavík, og Páll Snorri, f. 11.5.1975, háskólanemi í Bandaríkj- unum;Björg Cortes, f. 16.7. 1952, BA, hjúkrunarfræðingur í Reykja- vík, gift Andrési Sigvaldasyni lækni og eru börn þeirra Jóhanna Cortes, f. 4.2.1975, BA í félagsfræði, búsett í Reykjavík, og Brynja Cortes, f. 19.6. 1977, nemi við Listhá- skóla í Flórens. Seinni maður Jó- hönnu er Þorvaldur Steingrímsson, f. 7.2. 1918, fiðluleikari. Hann er sonur Stein- gríms Matthíassonar, læknis á Akureyri, og k.h., Kristínar Katrín- ar Thoroddsen hús- móður. Fyrri kona Þorvalds var Ingibjörg Halldórs- dóttir, f. 5.3. 1919, d. 8.1. 1966, hár- greiðslukona. Börn Þorvalds og Ingibjargar eru Sigríður, f. 12.4. 1941, leikkona í Reykjavík; Kristín, f. 31.10. 1942, hárgreiðslukona í Hafnarfirði; Hall- dór, f. 27.9. 1950, framkvæmdastjóri í Reykjavík. Hálfsystir Jóhönnu, samfeðra, var Ástríður, f. 22.2. 1909, d. 30.5. 1996, húsmóðir í Bandaríkjunmn. Albræður Jóhönnu: Aðalsteinn, f. 27.2. 1920, d. 14.3. 1974, búfræðingur og sjómaður í Reykjavik; Gunnlaug- ur, f. 10.3. 1923, fyrrv. skrifstofu- stjóri, búsettur í Reykjavík; Róbert, f. 1.11.1924, fyrrv. sjómaður, búsett- ur í Reykjavík. Foreldrar Jóhönnu voru Lárus Hansson, f. 16.12. 1891, d. 14.3. 1958, innheimtumaður Reykjavíkurbæjar og einn af stofhendum Karlakórs Reykjavík, og k.h., Jónína Gunn- laugsdóttir, f. 30.11. 1885, d. 12.1. 1943, húsmóðir. Jarðarfarir l| Árinu eJtírí Stórafmæli 95 ára Arnfríöur Vilhjálmsdóttir, Hólmgarði 56, Reykjavík. 90 ára__________ Brynhildur Stefánsdóttir, Vallholti 34, Selfossi. 85 ára__________ Laufey S. Jónsdóttir, Mávahlíð 11, Reykjavík. 80 ára_________ Magnús Pálsson, Syðri-Steinsmýri, Kirkjubæjarklaustri. 75 ára_________________ Gu&mundur Fri&riksson, Tröllagili 3, Akureyri. Kristbjörg Þórðardóttir, Skar&sbraut 1, Akranesi. Pétur Jóhannesson, Grundarbraut 4a, Ólafsvík. 70 ára Olafia Salvarsdóttir, Vatnsfirði, ísafj. Sigurður Guðmundsson, Gunnólfsgötu 18, Ólafsfirði. Þórarinn A. Guðjónsson, Stífluselið, Reykjavík. 60 ára Asgerður Agústsdóttir, Ryðrugranda 20, Reykjavík. Gréta Sigrún Tryggvadóttir, Árgerði, Dalvík. Sigríður Margrét Sigurðardóttir, Urðarbakka 24, Reykjavík. Sonja O. Gar&arsson, Kambagerði 2, Akureyri. 50 ára Bjami Vilhjálmsson, Grófarsmára 33, Kópavogi. Björg Svavarsdóttir, Vogabraut 2, Höfn. Eyjólfur Kristmundsson, Lóurima 9, Selfossi. Freydís Sjöfn Magnúsdóttir, Hraunstíg 1, Bakkafirði. Ingibjörg Siguröardóttir, Frostaskjóli 65, Reykjavík. Ingólfur H. Matthíasson, Kirkjuvegi 39, Keflavík. íris Sigrid Gu&mundsdóttir, Smáratúni 12, Selfossi. Sigurður Sveinbjörnsson, Baldursgötu 3, Reykjavík. Skúli Bergmann Garðarsson, Bjarkargrund 1, Akranesi. Svavar Helgason, Lautasmára 4, Kópavogi. 40 ára Aðalheiður G. Halldórsdóttir, Skógargerði 2, Reykjavík. Álfhei&ur Pálsdóttir, Hryggjarseli 6, Reykjavík. Guðmunda I. Þorbjörnsdóttir, Hlíðarhjalla 71, Kópavogi. Gunnar Guðmannsson, Sunnubraut 1, Dalvík. Magnús Eiríkur Eyjólfsson, Sólheimum 44, Reykjavík. Margrét Magna Árnadóttir, Hallfreðarstööum 2, N.-Múlas. Ólafur Sigurðsson, Öldugötu 10, Dalvík. Ómar Sæberg Gylfason, Arnarsíðu 4f, Akureyri.. Regina Jónsdóttir, Viöarrima 48, Reykjavík. Sigurbjörg Hjartardóttir, Rfuseli 11, Reykjavík. Sigvaldi Hafsteinn Jónsson, Breiðvangi 3, Hafnarfirði. Þorvaldur R. Kristjánsson, Fögrusíöu lla, Akureyri. Þórhalli Einarsson, Brúnastöðum 73, Reykjavík. Þuriður L. Rósenbergsdóttir, Hlíöarvegi 34, Ólafsfirði. Bergdís Rut Baldvinsdóttir, lést á heim- ili sínu, Vesturási 15, þriðjud. 7.8. Jarö- arförin fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtud. 16.8. kl. 13.30. Kristine Þorsteinsson frá Siglufirði lést' á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjud. 7.8. Út- förin fer fram frá Siglufjarðarkirkju föstud. 17.8. kl. 14.00. Krlstín Pétursdóttir, Innri-Skeljabrekku, Borgarfirði, veröur jarðsungin frá Hvann- eyrarkirkju laugard. 11.8. kl. 14.00. Sigurlaug Þóra Guðbrandsdóttir, Hóla- vegi 19, Siglufirði, veröurjarðsungin frá Siglufjaröarkirkju laugard. 11.8. kl. 14.00. Þorvaldur Skúli Hrafnkelsson lést sunnud. 5;8. Jarðarför fer fram frá Hall- grímskirkju þriöjud. 14.8. kl. 13.30. Kristleifur Þorsteinsson, ferðabóndi á Húsafelli í Borgarfiröi, er 78 ára í dag. Kristleifur kvæntist Sigrúnu Bergþórsdóttur húsfreyju en þau hjónin eru bæði af Húsafellsætt sem rakin er frá hinum sterka og stór- merka klerki og rithöfundi, Snorra Björnssynir. Reyndar voru báöir foreldrar Kristleifs af Húsafellsætt, Þorsteinn Þorsteinsson, hreppstjóri á Húsafelli, og k.h., Ingibjörg Kristleifsdóttir sem var dóttir Kristleifs Þorsteinssonar, fræðimanns á Stóra- Kroppi. Það væri því synd að segja að niðjar Snorri sitji ekki enn jörðina meö sóma. I Tónlistarmaður snjalli, Ólafur Gaukur, er 71 árs í dag. Ólaf þarf ekki aö kynna fyrir þjóöinni, a.m.k. ekki þeim sem komnir eru til vits og ára, svo nátengt hefur tónlistarstarf hans verið íslenskri dægur- og danstónlist um áratugaskeið. Ólafur haföi atvinnumennsku af hljóm- listarstörfum frá 1949 og lék þá á gítar meö ýmsum þekktustu danshljómsveit- um landsins, s.s. KK-sextettinum og Hljómsveit Svavars Gests. Lengst af var hann þó með eigin hljómsveit sem geröi sína eigin sjónvarpsþætti, Sungna og leikna, á sokkabandsárum ríkissjón- varpsins. Olafur þótti sleipasti gítarleikari dægur- lagabransans um árabil enda hefur hann starfrækt Gítarskóla Ólafs Gauks frá 1975. Hann er auk þess ágætis laga- og textahöfundur eins og m.a. ma heyra á Eurovisonlaginu hans Sjúbídú sem dóttir hans, Anna Mjöll, söng fyrír íslands hönd á sínum tíma. Kona Ólafs er Svanhildur Jakobsdóttir sem söng meö hljómsveit hans um árabil. Þorsteinn Gylfason heinv spekiprófessor veröur 59 ára á morgun. Þorsteinn er bróðir Þorvalds hagfræði- prófessors og Vilmundar rh. og ráöherra, en foreldrar Gylfi Þ. Gíslason, fyrrv. menntamálaráöherra og Guðrún Vil- mundardðttir. Þorsteinn hefur kennt heimspeki við HÍ frá því heimspekideildin var þar sett á laggir 1971 og unnið ómetanlegt starf við að auka hróður heimspekikennslu HÍ á erlendum vettvangi. Hann var frá upp- hafi og um árabil ritstjóri Lærdómsrita Bókmenntafélagsins, hefur samiö fjölda ritverka um heimspekilegt efni og hefur um árabil verið eftirsóttur fyrirlesari víða um heim. Þorsteinn hefur unniö mikiö starf fyrir ís- lensku óperuna, m.a. með þýðingum slnum, en hann er frabær íslenskumað- ur, óviöjafnanlegur stílisti, skáld gott og skemmtilegasti maöur á íslandi frá því Benedikt Gröndal var og hét.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.