Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 57 I>1T Tilvera Afmælisbörn Arlene Dahl 77 ára í dag Hin norsk-ameríska Arlene Dahl var talin ein fallegasta leikkona í Hollywood á árunum um og eftir stríð og vakti hún hvarvetna athygli fyrir kvenleika og glæsimennsku. Hún fæddist í Minneapol- is þann 11. ágúst 1924 og er því 77 ára í dag. Meðal bestu mynda hennar voru Reign of Terro, Three Little Words, Wom- an's World, Sligtly Scarlet, og Journey to the Centre of the Earth. Arlene hefur gifst sex sinnum og er móðir leikarans Lor- enzo Lamas. • ••••• ••••••• Pete Sampras þrítugur á morgun Bandaríski tennisleikarinn Pete Sampras verður þrítugur á morgun. Sampras byrjaði sem atvinnutennis- leikari árið 1988 og hefur siðan unn- ið fjölda titla í greininni. Hann hefur meðal annars sex sinnum sigrað á Wimbledon, fimm sinnum á U.S. open og tvisvar á Australian open. Sampres fæddist í Washington, DC en er nú búsettur i Tampa á Flórída. Stiörnuspá Gildir fyrtr sunnudaginn 12. ágúst og mánudaginn 13. ágúst Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr. smm IWlÍliriY Vinir þínir skipuleggja helgarferð og mikil sam- staða ríkir meðal hóps- ins. Félagslífið tekur niikiö af tíma þinum en þeim tíma er vel varið. Það verður miMð um að vera fyrri hluta dagsins og þú tekur ef til vill þátt í því að skipuleggja viðburð í félagslífinu. Hrúturinn (21. mars-19. april): M Þú kynnist einhverjum nýjum á næstunni og það veitir þér ný tæki- færi í einkalífinu. Þú ættir að íhuga breytingar i félagslifinu. Þú ættir að láta meira að þér kveða í félagslrQnu. Vertu óhræddur við að láta skoðanir þínar í ljós og koma hugmyndum þínum á framfæri. Tvíburarnir (21. maí-21. iúnii: Þú færð að heyra gagn- rýni varðandi það hvern- ig þú verð tíma þínum. Þér finnst þú hafa mikið að gera en sumum finnst þeir vera vanræktir. Eitthvað sem þú hefur beðið eftír lengi verður loksins að veruleika. Þú átt ekki eftir að verða fyrir vonbrigð- um. Rómantíkin Uggur í loftinu. Liónið (23. iúli 'Þú færð fréttir sem þú i átt eftir að vera mjög 'iZSBÍSffl hugsandi yfir. Þú verð- ur að vega og meta stöðu þina áður en þú hefst nokkuð að. Þú átt rólegan dag í vændum sem einkennist af góðum samskiptum við fjölskyldu og ástvini. Róman- tíkin liggur í loftinu. Vogln (23. sept-23. okt.l: Mikið rót er á tilfinn- ingum þínum og þér gengur ekki vel að taka ákvarðanir. Mannamót lífgar upp á daginn. Þú færð einhverja ósk þína upp- fyllta, verið getur að gamall draumur sé loksins að rætast. Þetta veldur þér mikilli gleði. Bogamaour (22. nóv.-21. des.): jgBÍBEBa TÞér finnst ekki rétti tím- inn núna til að taka erf- [iðar ákvarðanir. Ekki gera neitt gegn betri vitund. Líklegt er að ákveðnar upplýsingar vanti. Þú gerir einhverjum greiða sem átti alls ekki von á slíku. Þetta veldur skemmtilegri uppákomu sem þú átt eftir aö minnast í nokkurn tíma. Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: *Þú hefur i mörgu að snúast og þarft á aðstoð að halda. Ástvinir þinir eru fúsir að veita þér aðstoð og skaltu ekki hika við að þiggja hana. Það er ekki allt sem sýnist og þó að einhverjum virðist ganga betur en þér á ákveðnum vettvangi skaltu ekki láta það angra þig. Nautið (20. april-20. mai.): MEEBSSMM Þér verður mest úr verki fyrri hluta dags- ins. Dagurinn verður afar skemmtUegur og lánið leikur við þig á sviði viðskipta. Þú finnur fyrir stuðningi við áform þín en jafnframt er ætlast til þess af þér að þú sýnir öðrum áhuga og stuöning. Krabbinn (22. iúní-22. iúií): IGíBSll ) Þó að þú sért ekki al- veg viss um að það sem í þú ert að gera sé rétt verður það sem þú velur þér til góðs þegar til lengri tíma er litið. Vinnan gengur fyrir þessa dagana énda mikið um að vera. Þetta kem- ur niður á hcimilislífiuu og kann að valda smávægilegum deilum. IVIevian (23. áeúst-22. sept.): "^^^NA Þú þarft að gæta þag- ^^ ^^mælsku varðandi ' verkefni sem þú vlnn- ur að. Annars er hætt við að minni árangur náist en ella. Vertu hremskilinn og heiðarlegur í samskiptum við aðra. Óheiðarleiki borgar sig aldrei og kemur mönn- um í koll. Kvöldið verður fjörugt. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.): [Þú ert óþarflega varkár fgagnvart tillögum í annarra en þær eru aUnýstárlegar. Þú myndir samþykkja þær ef þú þyrðir að taka áhættu. Ferðalag liggur í loftinu og hlakk- ar þú mikið tíl. Ef þú ert jákvæðir mun ferðin vera afar skemmtileg og eftirminnileg. Steingeitin (22. des.-19. ian.): Morguninn verður ró- legur og þér gefst timi fil að hugsa málin þar til eitthvað óvænt og ánægjulegt gerist sem að breytir deginum. Þú ert ekki vel upp lagður í dag og ættir ef hægt er að láta erfið verkefni bíða. Reyndu að gera eitthvað uppbyggjandi. Aflmiklll Jeppinn hjá Bjarka er nokkuö aflmikill og þarf hann stundum aö passa sig á því aö gefa honum ekki of mikiö inn. Torfæra: Dalamaðurinn knái Dalamaðurinn Bjarki Reynisson verður meðal keppenda í fimmtu umferð DV-Sport-torfærunnar sem verður í dag í malargryfjum við Blönduós. Bjarki hóf keppnisferil sinn í 2. keppni sumarsins og gekk honum vel í þeirri keppni. Þar tókst honum að ná þriðja sætinu í gótu- bílaflokknum en í næstu tveimur keppnum var Willysinn að stríða Bjarka með bilunum og því var ár- angur hans ekki eins góður og til stóð. Jeppi með reynslu Bjarki keypti jeppann sinn, sem er Wihys, af Hróífi Árna Borgars- syni í vor en áður var bíllinn í eigu Guðmundar Sigvaldasonar. Willys- inn hefur verið í torfærukeppni af og til frá 1986 og var gengi þeirra Guðmundar og Hrólfs Árna mis- jafnt. Stundum gekk þeim vel og stundum illa. í annarri keppni sinni var Bjarki búinn að breyta lit bilsins og slíta þar með á tengslin við Hrólf Árna. Það voru Jón Ingi Ólafsson og Kristján Finnur Sæ- mundsson sem höfðu mál- að bílinn fyrir hann, svart- an og gulan. Bíladella frá fæðfngu Bjarki Reynisson býr á Kjarlaksstöðum í Dala- sýslu ásamt foreldrum sin- um en þar smitaðist hann af bíladellu af eldri bræðr- um sínum fljótlega eftir fæðingu. Sérstaklega voru það jeppar sem áttu hug hans og hjarta en Bjarki er Akveðlnn Bjarki Reynisson er lipur en ákveðinn ökumaður og á vafalaust eftir að standa sig vel í torfæru- akstrinum. alvanur jeppamaður. Hann hefur ferðast mikið um landið og er því mjög vanur akstri í ófærð og torfær- um. Enda sýndi það sig strax í fyrstu keppninni að þar fór harður keppnismaður sem ætlar sér ekki að sitja aftarlega á merinni. Hann hafði mikla tilfinningu fyrir hreyf- ingum jeppans og getu hans. Því er ljóst að Bjarki á eftir að verða öðr- um keppendum skeinuhættur takist honum að fá jeppann til að virka. Bjarki hefur sjálfur staðið straum af kostnaði við rekstur bílsins fram að þessu en hyggst nú fara að leita sér að kostendum á jeppann enda er dýrt að halda úti keppnisbíl í tor- færunni. -JAK DV-MYNDIR JAK Dalamennirnir Bjarki Reynisson og aðstoðarmenn hans ætla sér að standa í toppþaráttunni í torfærunni en þeir stílltu sér upp viðjeppann fyrir síðustu keppni sem hald- in var í Mosfellshæ. F.v. Bjarki, Ólafur Kristjánsson, Guðjón Valgeir Guðjóns- son, Steingrímur Þorgeirsson, Kristinn Örn Þrastarson og Leó Björnsson. Tæknilegar upplýs- ingar um Willysinn Grindin í jeppanum er úr Scout en yfirbygging úr áli og plasti. Að framan er loftpúðafjórun en gormar að aftan. Dempararnir eru Ranco 9000. Vélin er 350 cid. Chevy. ÞjöppuhlutfaU hennar er 9.1:1. Knastásinn er Edelbrock RPM og er lyft hans 488.510. Ventlarnir eru 2.02 inn og 1.60 út. Ofan á vélinni er Edelbrock RPM Soggrein með 650 cfm HoUey blöndungi. MSD kveikju- kerfi er í jeppanum og á vélinni er nitro 175 búnaður. Vélin losar sig svo við afgasið um opnar flækjur. Áætlar Bjarki að afl vélarinnar sé vel yfir 350 hestöfl. Gírkassinn er 400 TurboHydramatic með Saab converter. MiUikassinn er Dana 300. Að framan er 9" Ford hásing en Dana 60 að aftan. Drifhlutfóllin eru 4.10:1. Bjarki keppir í götubílaflokki og er þess vegna með skófiudekk undir jeppanum sem vegur 1550 kg. -JAK Stóru smápröfumar frá Yanmar y" *> Stærðir. 0,5-7 tunn YANMAR dfa Sími 594 6000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.