Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Page 46
58 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 Tilvera DV lí f iö E F T I R V I N N U Flugkoma á Melgeröismelum Flugmódelfélag Akureyrar stendur fyrir flugkomu á Melgeröismelum í Eyjafjarðarsveit um helgina, bæði í dag og á morgun. Þar verða sýnd um 50 flugmódel af öllum stærðum og gerðum. Þarna verður t.d. sýnd eina flugmódelþotan á Islandi sem er í raun smækkuð mynd af orrustuþotu, með túrbínumótor og öllu tilheyrandi. Búist er við að um 100 manns muni verða í tjöldum á svæðinu en almenningi gefst kostur á að fylgjast með þessari uppákomu og telja aðstandendur hátíðarinnar að mesta fjörið verði á laugardag um eða upp úr hádegi. Annars hefst sýningin kl. 10 á laugardag. Böll SPARIPANSLElkUR IVIILUONÁ- MÆRINGANNA Arleeur sparidans- leikur Milljónamæringanna er í kvöld. Söngvarar Milljónamæring- anna aö þessu sinni veröa þeir Raggi Bjarna, Stephan Hilmarz, Bjarni Ara og Páll Óskar. Þeir munu skipta söngnum bróðurlega á milli sín, saman og sinn í hverju lagi. Á þessum árlegu sþaridans- leikjum hefur ævinlega veriö húsfyllir og færri komist aö en vilja. Klassfk KAMMERTÓNLEIKAR Á KIRKJU- BÆJARKLAUSTRI Arleeir kammer- tónleikar á Kirkjubæjarklaustri veröa haldnir dagana 10. til 12. ágúst í ellefta sinn, hvorki meira né minna, en margir af okkar fínustu hljóöfæraleikurum og söngvurum hafa stundaö þaö aö koma saman og flytja „metnaöarfulla efnisskrá eina helgi í ágústmánuöi" eins og segir í fréttatilkynningu. Egill Ólafs- son er fremstur meöal jafningja en einnig koma fram ókjörin öll af inn- lendum og erlendum listamönnum sem flytja músík í takt viö yfirskrift hátíöarinnar: Suöræn sveifla, argent- ínskur tangó, klassík og dægurlóg. VÍÓLA, MARIMBA OG HANDVERKS- DAGUR A ARBÆJARSAFNI Um helgina veröur dagskrá í Arbæjar- safnl. í dag klukkan 14 veröur samleikur á víólu og marimbu. Efnisskráin samanstendur af íslenskum þjóölögum og öörum kunnum lögum. A morgun veröur handverksdagur og mun fjöldi handverksmanna og kvenna sýna gamalt handverk. Smiöur sýnir spónskurö, geirneglingu og fræöir fólk um yfirborðsmeöhöndlun viöar. Málari oðrar. Skósmiöur gerir skó. Gullsmiður smíðar víravirkisskart og annar steypir í mót. Söölasmiöur gerir viö reiðtygi. Eldsmiöur veröur í smiöjunni. Þaö verður sett upp í vefstól, spunniö, prjónað, kniplaö, saumaö út, gerðir roöskór og margt fleira. Opnanir RANNVEIG HELGADÓTTIR í KETIL- HUSI A AKUREYRI Svnine Rann- veigar Helgadóttur veröur opnuö í dag á jaröhæö Ketilhússins á Akur- eyri. Sýningin veröur undir hringstig- anum og stendur til 26. ágúst. ÞÓREY EYÞÓRSDÓTTIR Í DEIGL- UNNI A AKUREYRI Svning Þóreyjar Eyþórsdóttur verður opn- uö í Deiglunni á Akureyri í dag. Sýn- ingin stendur til 26. ágúst. Sjá nánar: Lífiö eftir vlnnu á Vísl.ls Börkurinn tálgaöur af Eins og sjá má á myndinni er búiö aö skafa börkinn afgreinum trésins. Ef ekkert er aö gert drepst greinin á skömmum tíma. Aníta Annaöhvort hefur einhver táigaö nafn kærustunnar sinnar í tréö eöa einhver Aníta gert þaö. Reynt að bjarga gamla beykitrénu í Hellisgerði: Börkur græddur á tré Fyrir nokkrum vikum voru unnin skemmdarverk á sjaldgæf- um beykitrjám í Hellisgerði í Hafnarfirði. Börkurinn á greinun- um var tálgaður af og ef ekkert verður að gert drepast 60% af trénu á skömmum tíma. Tré flytja næringu milli róta og krónu eftir æðum í berkinum og sé hann rof- inn hringinn í kringum greinina stöðvast flutningurinn og greinin drepst. Valinn hópur garðyrkjumanna er þessa dagana að gera tilraun til að bjarga trénu með því að græða nýjan börk á sárin og tengja þannig saman lifandi vef sitt hvoru megin við sárið. Sextíu ára gamalt beykitré Björn Bögeskov Hilmarsson, garðyrkjustjóri í Hafnarfirði, seg- ir að beykið sem var skemmt sé tæplega sextíu ára gamalt og eitt af stærstu beykitrjánum á land- inu. „Við urðum fyrst varir við skemmdirnar fyrir þremur vik- um. Ég reikna fastlega með að þama hafi einhverjir óvitar að verki, annars er ég ekki viss. Börkurinn á beyki er harður og það þarf talsvert afl til að skafa hann af. Ég er búin að kæra skemmdirnar til lögreglunnar og hún er með málið í rannsókn." Þegar Björn er spurður hvort millinafn hans, Bögeskov, sé ástæða þess að hann vilji bjarga trénu skellihlær hann og segir að svo sé ekki. „Það er tilviljun, beyki er mjög sjaldgæft tré á ís- landi og mér fannst sjálfsagt að reyna þegar Hafsteinn Hafliðason hafði samband við mig og bauðst Björgunarsveitin Beyki Kristinn H. Þorsteinsson, formaöur Garöyrkjufélags íslands, Björn Bögeskov Hilmarsson, garðyrkjustjóri í Hafnarfirði, Hreiöar Sigurjónsson trésmiöur og Hafsteinn Hafliöason, umhverfisstjóri í Árborg og garöyrkjumaður allra lands- manna. til að hjálpa mér að bjarga því. Hann sagðist hafa kynnst bark- arágræðslu við ávaxtarækt í Sví- þjóð og spurði hvort viö ættum ekki að gera tilraun. Ég var fljótur til og við fengum fimm lurka frá kollega okkar í Agræösla Mjóar barkarræmur eru flysjaöur af beykilurkum sem fengnir voru frá Danmörku. Ræmurnar eru síöan lagöar yfir sáriö þannig aö þær tengja saman gamla börkinn sitt hvorum megin. Danmörku og ætlum að reyna að græða börkinn af þeim á fjögur stærstu sárin. Mér vitandi hefur ekki áður veriö farið út í svona stóra björgunaraðgerð á tré hér á landi áður.“ Björn segir að þetta sé versti tími ársins til að fram- kvæma svona líffæra- flutning. „Ég vona það besta og verð fullkomlega ánægður með 50% árang- ur. Við fengum lurkana til landsins í flýtimeðferð með hjálp landbúnaðar- ráðuneytisins og Rann- sóknastofnunar landbún- aðarins og kunnum þeim bestu þakkir fyrir.“ Þekkt í ávaxtarækt „Eins og áður hefur komið fram er búið aö fiysja börkinn af allan hringinn á nokkrum greinum," segir Kristinn H. Þorsteinsson, garð- yrkjustjóri hjá Orkuveitu Reykjavikur og formaður Garðyrkjufélags íslands. „Plantan getur því ekki flutt næringarefni eða vatn frá rót og upp í greinarnar og smám sam- an drepast greinamar. Ef aðgerðin heppnast á tréð að geta jafnað sig fullkomlega með tíman- um og haldið áfram að vaxa og dafna.“ Kristinn segist ekki hafa gert svona lagað áður. „Ég hef aft- ur á móti lesið mér til um ágræðslur af þessu tagi og veit að þetta er gert erlendis þar sem nag- dýr skemma ávaxtatré.“ Liturinn passar meira að segja „Við ætlum aö flysja börkinn af lurkunum í ræmum og leggja þær yfir sárið og vefja það siðan með sárabindum," segir Hafsteinn Haf- liðason, garðyrkjumaður allra landsmanna, „og vonandi vex hann saman við gamla börkinn. Þetta ætti að heppnast," segir Haf- steinn hlæjandi, „sjáðu liturinn passar meira að segja.“ „Ég hafði samband við gamlan kunningja minn sem er garð- yrkjustjóri í Birkerad í Danmörku og hann brást við eins fljótt og hann gat og sendi okkur nokkra búta.“ Aðspurður segist Hafsteinn ekki ábyrgjast að ágræðslan heppnist. „Við verðum samt að reyna allt sem í okkar valdi stend- ur til að bjarga trénu - þetta er lífstré þeirra Hafnfirðinga." -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.