Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 52
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eoa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
LAUGARDAGUR 11. AGUST2001
d
Eldhúsið .
Núverandi eigendur eru hættir.
gengur
að Eldhúsi
Forsvarsmenn Eldhússins i Kringl-
unni sinntu ekki i gær þeirri kröfu
verkalýðsfélagsins Eflingar að gera
upþ þau vörslugjöld starfsmanna sem
eru í vanskilum allt síðan í september
á síðasta ári. DV greindi frá því í gær
að Eldhúsinu var lokað um miðjan
júlí. í ljós kom að skattar og lífeyrisið-
gjöld, sem dregin höfðu verið af starfs-
fólkinu, höfðu ekki skilað sér í réttar
hendur. Starfsmenn fengu því bak-
reikninga frá skattinum um mánaða-
mótin auk þess sem engin laun voru
greidd út. Efling gaf Úrvalsvörum,
sem reka Eldhúsið, lokafrest þar til í
gær til að ganga frá greiðslum. Ekkert
gerðist í þeim efnum og því mun
verkalýðsfélagið ganga að Eldhúsinu
og innheimta kröfurnar.
Einn eigenda Eldhússins sagði við
DV að leitað væri allra leiða til að
greiða umrædd gjöld. -rt
DV-MYND NJORÐUR HELGASON
Tónlistartöffarar
Ólafur Þórarinsson, Heimir Davíös-
son og Hjörleifur Brynjólfsson á æf-
ingunni í Þorlákshöfn í gærkvöld.
Hafnardagar í Þorlákshöfn:
Oddvitinn
er poppari
DV, ÞORLÁKSHÖFN:
„Við erum að rifja upp gamla tíma
frá því við vorum með bönd hér á
yngri árum, frá 1973 til '79," sagði
Hjörleifur Brynjólfsson, oddviti
bæjarstjórnar Ölfuss, sem var ásamt
Heimi Davíðssyni og Ólafi Þórarins-
syni, Labba í Glóru, að æfa pró-
gramm kvöldsins í gærkvöld fyrir
endurkomu hljómsveitarinnar
Clírótes og Trió Ró. Hafnardagar eru
i Þorlákshófn og í tilefni þeirra fer
oddvitinn aftur í gervi popparans.
Labbi er gestaspilari með þeim félög-
um í kvöld því félagi Hjörleifs og
Heimis, Ómar Ásbergsson, lést af
•"-v1 slysfórum árið 1979. -NH
EFLISTÞÁELDHÚSIÐ? |
r
DV-MYND HARI
Rigningartíð
/Vú, þegar sumri hallar, er runnin upp sú t/'ð að rigningar aukast. Haustiö læöist að og áöur en varir tekur Vetur konungur völdin. Enn írfa þó nokkrar vikur af
sumrinu og þegar himnarnir opnast þarf að skella sér /' regngallann eins og þetta fólk á götum höfuöborgarínnar gerði I gær.
Styttist í 1. september og kvóta á smábáta:
Ráðherra útilokar
ekki miðlunarleið
- mjög sterkur þrýstingur á aö endurvekja miðlunartillögu
„Ég útiloka ekki að það
verði ofan á og vissulega nálg-
ast 1. september óðfluga," seg-
ir Árni Mathiesen sjávarút-
vegsráðherra aðspurður hvort
hann muni breyta reglugerð
þannig að hin svokallaða
málamiðlunarleið í málefhum
smábáta á þorskaflamarki geti
tekið gildi. Málamiðlunin felst
í því að til að draga úr óæski-
legum áhrifum kvótasetning-
ar á smábáta, sem mun að
óbreyttu bresta á um mánaðamótin,
með því að úthluta aukalega 1800
tonna ýsukvóta til þessa útgerðar-
flokks og 1500 tonnum til viðbótar af
steinbít. Steinbítur yrði þá aftur sett-
ur undir kvóta. Árni Mathiesen segir
að málið sé enn í skoðun enda sé það
bæði flókið og viðkvæmt og mun erf-
iðara viðfangs nú en á Alþingi í vor
þegar ekki náðist samstaða um að
fara þessa leið. Ráðherra segir að
Arni Mathiesen
sjávarútvegsráð-
herra
hans vilji sé klár, hann hafi
alltaf viljað fara þessa leið,
en hins vegar sé ekki einfalt
að sjá hvernig sú leið yrði
farin undir þeim kringum-
stæðum sem nú eru uþpi.
„Mér sýnist vera alveg klár
klofningur innan raða smá-
bátamanna í þessu máli. Ég
hef verið að fá mjög sterk
viðbrögð frá útgerðarmönn-
um smábáta, sérstaklega á
Vestfjörðum en líka víðar að.
Ég gæti trúað að á bak við þessa
menn sé um helmingur smábátaafl-
ans. Þessir menn eru að þrýsta á um
að málamiðlunartillagan verði tekin
upp að nýju, þ.e. þessi tillaga sem var
minn fyrsti valkostur í þessu máli,"
segir Árni. Hann segist líka verða var
við óánægju með þá ákvörðun að gefa
veiðar á steinbít frjálsar þar sem
menn telji að sú aðgerð hjálpi ekki
eins hún átti að gera. „Því má
kannski segja að það sé tilgangslaust
fyrir mig að hanga mikið á þeirri
ákvörðun ef hún skilar ekki því sem
hún átti að gera," segir ráðherrann.
Aðspurður hvort hann sjái að í nið-
urstöðu nefndar um endurskoðun
laga um stjórn fiskveiða, sem á að
skila af sér um mánaðamótin, muni
koma eitthvert útspil sem muni
höggva á þennan hnút segist ráðherra
ekki vita til að þar sé neitt sem sé frá-
brugðið eða mundi stangast á við
málamiðlunartillögu sína. Kvótasetn-
ingin á smábátana brestur á þann 1.
september og segir Árni alveg ljóst að
kvótasetningu verði ekki frestað -
stjórnarskráin einfaldlega heimili það
ekki. Því sé krafa þeirra sem enn
haldi sig við það að fresta verði kvóta-
setningu út í hött. „Sumir vilja engu
skeyta um stjórnarskrána og keyra
málið alveg fram af brúninni fremur
en að leita að einhverri niðurstöðu,"
segir sjávarútvegsráðherra. -BG
Lögreglan á ekki að ritstýra blöðunum:
Ríkislögregla óskar skýringa
National
Geographic
myndar Kára-
hnjúka
Hið heimsfræga og aldraða tíma-
rit National Geograpic hefur sent
hóp manna til íslands sem hafa það
verkefni að mynda Kárahnjúka,
Dimmugljúfur og öræfi Austur-
lands. Þetta er lið ljósmyndara, rit-
stjóra og sérhæfðra blaðamanna
sem hefur verið falið að kynna
miUjónum lesenda blaðsins um
heim allan þá náttúruperlu sem þar
er finna.
Að sögn heimildarmanna DV
brugðu menn skjótt við þegar frétt-
ist af því að til stæði að virkja við
Kárahnjúka og sendu hópinn hing-
að í snatri. Heimildarmaður DV
hafði eftir myndritstjóra leiðangurs-
ins að hér væri í uppsiglingu um-
hverfisslys og einhver mesta
heimska sem hann hefði séð á sín-
um ferli.
í gær hreppti leiðangurinn fagurt
veður á svæðinu en þoka og rigning
mun hamla störfum í augnablikinu.
-PÁÁ
„Við höfum óskað eftir að fá upp-
lýsingar og öll gögn varðandi sam-
skipti lögreglunnar og fjölmiðla. Við
erum að skoða hvernig þessum sam-
skiptum er háttað og viljum fá heild-
armynd," sagði Guðmundur Guðjóns-
son hjá Ríkislögreglustjóra í gær. It-
rekað hefur lögreglan haft óeðlileg af-
skipti af starfi blaðamanna á undan-
fórnum misserum, nú síðast þegar
lögregla reyndi að hindra fréttamenn
í starfi við Reykjavikurhöfn. Lög-
reglustjórinn i Reykjavík fékk bréf
embættisins í gær, undirritað af Jóni
Snorrasyni sem leysir Harald Johann-
essen af í fríi hans.
Stjórn Blaðamannafélags íslands
samþykkti í gær harðorða ályktun
vegna framgöngu lögregluþjóna við
eftirlit með mótmælum á hafnarbakk-
anum i vikunni. „Lögreglan hindraði
þar enn og aftur blaðamenn við störf
og braut stjórnarskrárvernduð rétt-
indi þeirra, m.a. með því að taka fyr-
ir linsu á ljósmyndavél, sem er hvort
tveggja, ofbeldisverknaður og lög-
brot," segir í ályktun blaðamanna. Er
þess krafist að lögreglan i Reykjavík
biðji hlutaðeigendur afsökunar og
tryggi að slík framkoma verði ekki
endurtekin.
Stjórn Blaðamannafélagsins segist
hafa þungar áhyggjur af framkomu
lögreglu í garð blaðamanna sem hefur
ekki batnað þrátt fyrir fögur fyrirheit
um bætt samskipti.
„Maður hefði talið að umræðan í
kringum Li Pen-heimsóknina hefði
skilað einhverjum árangri. Lögreglan
baðst afsökunar - en greinilega er
hún enn við sama heygarðshornið,"
sagði Þór Jónsson, varaformaður
Blaðamannafélags íslands, í gær.
Hann sagði það hreint ekki í verka-
hring lögreglu í lýðsræðisríki að
ákveða hvað er frétta- eða myndaefhi
og hvað ekki. -JBP
Heilsudýnur tsérftokki!
Svefn&heilsa
Reykiavík 581 2233 Akureyri461 1150
Rafkaup
Ármúla 24 • slmi 585 2800
t