Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2001 Fréttir DV Fjárhagslegur stuðningur við stjórnmálaflokka: Yfirgnæfandi meirihluti vill tolurnar fram i dagsljosið - samkvæmt skoðanakönnun DV - mest andstaða meðal sjálfstæðismanna Pétur H. Blöndal Skoðanakönnun DV sýnir fram á að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda, eða tæplega 9 af hverjum 10, vill að stjóm- málaflokkunum verði gert skylt að upplýsa um fjárhagslegan stuðning ein- staklinga og fyrirtækja. Þessi vilji und- irstrikast enn fremur af þeirri stað- reynd að einungis 6,7 prósent kjósenda eru óákveðin í afstöðu sinni í þessum efnum eða neita að gefa hana upp. And- staðan við að gera þessar tölur opinber- ar er mest hjá sjálfstæðismönnum. Könnun DV var gerð á þriðjudags- kvöld í liðinni viku. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvig/ur því að stjóm- málaflokkunum verði gert skylt að upplýsa um fjárhagslegan stuðning ein- staklinga og fyrirtækja? Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt milli höfuðborg- arsvæðis og landsbyggðar, sem og kynja. Þegar niðurstöður úr öllu úrtak- inu em skoðaðar vom 81,8 prósent að- spurðra fylgjandi því að upplýst yrði um fjárhagslegan stuðning einstak- linga og fyrirtækja við stjómmála- flokka, 11,5 andvíg, 4,3 prósent vom óá- kveðin i afstöðu sinni og 2,4 prósent neituðu að svara. Sé einungis litið til þeirra sem af- Styrkir til flokka: Breytir litlu að opinbera „Ég er sjálfur hlynntur því að þetta verði skoðað hjá mínum flokki en ég veit ekki hvort menn eiga að vera að hlaupa svo mikið á eftir skoðanakönn- unum,“ segir Pétrn- H. Blöndal, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks- ins. „Það em rök bæði með og á móti því að opinbera bókhald flokkanna. Rökin fyrir því að opna er að þá liggur ljóst fyrir hver er að styrkja og hvort einhver tengsl séu á milli þess og þeirra hagsmuna sem verið er að vinna að. Á móti kemur að við höldum leynilegar kosningar og fólki er frjálst að kjósa. Það getur vel verið að einhver vilji styrkja stjóm- málaflokk myndarlega án þess að það komi fram. Auk þess myndi það breyta litlu að gera þetta opið. Ótal leiðir em til þess að komast fram hjá þessu og reynslan erlendis sýnir að þetta hefur ekki slegið á þær áhyggjur sem menn hafa.“ Óháður aðili fái aögang „Það er nauðsynlegt að viðhafa fyrir- komulag um fjárreiður stjómmála- flokkanna sem er á þann veg að trúnað- ur ríki á milli þjóðar og stjómmálahreyf- inga,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Fram- sóknarflokks. „Ég held að það verði að skoða hugmyndir um að tryggja að- gang að upplýsing- um um bókhald stjómmálaflokkanna með jákvæðu hugarfari. Það væri skyn- samlegt að óháður aðili, eins og Ríkis- endurskoðun, hefði ótakmarkaðan að- gang að upplýsingum um bókhald flokkanna sem lúta að styrkveitingum einstaklinga og fyrirtækja." -jtr Bílvelta Bílvelta varð við Gilsárbrú á Jökul- dal í fyrrinótt þegar ökumaður lítiilar bifreiðar neyddist til að fara of mikið út vegarkant þegar hann var að mæta flutningabifreið. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum var ökumaður einn á ferðinni í litla bílnum. Hann slapp án meiðsla en bíll- inn er talinn ónýtur. -gk Kristlnn H. Gunnarsson. Fjárhagslegur stuöningur viö stjórnmálaflokka oplnberaöur Óákveðnir Svara ekki 4,3%2,4% Þelr sem afstöðu tóku Allt úrtaklö stööu tóku vom 87,7 prósent fylgjandi og 12,3 prósent andvíg. Svör kjósenda vom einnig greind eftir stuðningi þeirra við stjómmála- flokka. Yfirgnæfandi meirihluti stuðn- ingsmanna allra flokka vill að fjárhags- legur stuðningur við flokkana verði dreginn fram í dagsljósið. Stuöningurinn við þá hugmynd er mestur meðal stuðningsmanna Frjáls- lynda flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, um 90 prósent. Tæp- lega 85 prósent framsóknar- manna eru fylgjandi en einung- is 71,4 prósent sjálfstæðis- manna. Þar er andstaðan við að opinbera fjárhagslegan stuðn- ing við flokkana langmest en 22,3 prósent sjálsfstæðismanna era andvíg þeirri hugmynd. -rt Afstaöa eftlr stuðningi við stjórnmálaflokka ÓákveWn*»vara akkl DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Brunarústir Þaö var ekki mikiö eftir af sumarbústaönum viö Stóradai eftir eldsvoöann á taugardagskvöidiö. Sumarbústaður undir Eyjafjöllum brann til kaldra kola: Sárgrætilegt að geta ekkert aðhafst - segir nágranni - þrjár konur forðuðu sér á hlaupum „Mér varð gengið út á veröndina við minn bústað og sá þá að eldur var laus í bústaðnum við hliðina. Ég hljóp til og greip með mér hand- slökkvitæki en eldurinn var svo fljótur að magnast að ekki varð við neitt ráðið,“ segir Georg Skærings- son frá Vestmannaeyjum en hann horfði á sumarbústað nágranna sinna, nærri Stóradal undir Eyja- fjöllum, brenna til kaldra kola á laugardagskvöldiö. Þjár konur voru í sumarbústaðn- um sem brann og er ein þeirra barnshafandi, gengin 7 mánuði með. Konurnar voru að fást við eldamennsku á gaseldavél og eigin- menn þeirra voru við vinnu utan- húss en voru reyndar að koma aö bústaönum í þann rnund að eldur- inn varð laus. Skyndilega kviknaði í eldavélinni og komst eldurinn strax í slönguna sem liggur aö gaskútnum og gasið sprautaðist út. Konurnar áttu fótum fjör að launa því eldurinn breiddist mjög hratt út og bústaðurinn varð strax alelda. „Það var sárgrætilegt að standa þama og geta ekkert aðhafst," segir Georg, en hann er einmitt í slökkvi- liðinu í Vestmannaeyjum. Hann segir að ekkert hafi verið hægt að gera til að stöðva eldinn og þegar slökkviliðið kom frá Hvolsvelli um 20 mínútum síðar hefði nánast ekk- ert verið fyrir slökkviliðsmennina að gera annað en að slökkva í glóð- unum. Bústaðurinn sem brann er liðlega 20 ára gamall en hafði verið algjör- lega endurnýjaður af eiganda sínum sem lagt hefur í það mikla vinnu. Georg segir að kvöldið fyrir brun- ann hafi sumarbústaðareigandinn haft á orði við sig að nú færi fækk- andi þeim skiptum að elda þyrfti viö gas þvi búið var að leggja raf- magn í bústaðinn og kaupa átti eldavél nú eftir helgina. „Fólkið var allt í mikilli geðs- hræringu sem eðlilegt er. Þarna voru miklar tilfmningar og fólkið er búið að vera að byggja þarna upp í mörg ár en er svo svipt öllu á and- artaki. Það var raunalegt aö horfa upp á þetta,“ sagði Georg. -gk Skipasmíðar styrktar Ríkisstjórnin og iðnaðarráðherra hafa ákveðið að ; veita Samtökum iðnaðarins styrk til að styrkja skipasmíðaiðnað- inn í landinu. Styrkurinn hljóð- ar upp á 3,8 milljónir og er verk- efnið tvíþætt. í fyrsta lagi á að afla þekkingar um starfsskilyrði skipasmíðaiðnaðar hjá sam- keppnisþjóðum og í öðru lagi um aðferðir sem þar er beitt til að tryggja samkeppnis- og markaðs- stöðu. Gistinóttum fækkar Gistinóttum íslendinga á hótel- um og gistiheimilum hefur fækk- að frá árinu 1999. Þannig eru gist- næturnar 29.766 færri milli ár- anna 1999 og 2000, eða 9,27%. Það svæði sem fækkaði mest hjá á ársgrunni var Norðurland vestra en aukning varö á Suðurnesjum. -MA Sex vilja selja Alls bárust sex tilboð í ráðgjöf vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hlutabréfum í Landsbanka ís- lands. Tilboöin eru frá KPMG Corporate Finance í Danmörku, PriceWaterHouseCoopers í Lund- únum og Reykjavík, ING Bargins Limited, Nothern Partnership Limited, HSBC investment bank og Deloitte&Touche Smáskjálftar Smáskjálftar fundust á nokkrum stöðum á landinu um helgina. Á laugardagsmorgun urðu fjórir skjálftar skammt frá Selfossi og var sá stærsti 1,8 á Richter. Þá var smáskjálftahrina norðaustur af Grímsey og fjórir skjálftar urðu við Eldey út af Reykjanesi Kemur til greina Fulltrúar Fram- sóknarflokks, Samfylkingar og V instrihreyfingar- innar - græns framboðs í út- varpsráði Ríkisút- varpsins telja allir að til greina komi aö taka Ríkisútvarpið út af aug- lýsingamarkaði. Björgvin G. Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Sam- fylkingarinnar, vakti máls á þessu á Stöð 2 sem einnig greindi frá afstöðu útvarpsráðs. Viökvæmar upplýsingar Viðkvæmar upplýsingar um persónuhagi fólks eru meðal efn- is sem tölvuvírusnum Sircam hef- ur tekist aö dreifa meðal notenda tölvupósts. Einnig hefur hann dreift upplýsingum um rekstur fyrirtækja. Mbl. greindi frá. Fyrsti áfangi kominn Skákmaðurinn Arnar E. Gunn- arsson tryggði sér fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli þeg- ar hann sigraði norska skák- manninn Petter G. Stokstad í ní- undu og síöustu umferð Norður- landamótsins í skák sem fram fór í Bergen i Noregi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.