Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2001 Fréttir DV Bandarísk þingnefnd á íslandi aö fræðast um nýtingu auðlinda Bændur vilja dún til Bandaríkjanna - fulltrúi Bændasamtakanna fundar með þingmönnunum íslenskir æðarbændur funda 1 dag með bandarískum þingmönnum um afnám laga sem banna innflutn- ing æðardúns til Bandaríkjanna. Þingmennirnir eru átta talsins, úr auðlindanefnd þingsins, og er að- altilgangur komu þeirra hingað að kynna sér sjálfbæra auðlindanýt- ingu íslendinga, sérstaklega í orku- og sjávarútvegsmálum. Með því er átt við skipulag fiskveiða - þ.e. kvótakerfið - og rafmagnsfram- leiðslu með virkjunum. Að tillögu bandaríska sendiráðs- ins var ákveðið að þingmennirnir bandarísku ræddu einnig við full- trúa Æðarræktarfélags íslands og bændasamtakanna en þessir aðilar vinna að því að fá breytt bandarísk- um lögum sem banna innflutning á æðardúni. Að sögn Árna Snæ- björnssonar hjá Bændasamtökun- um er bannið tilkomið vegna laga sem banna sölu afurða af friðuðum dýrum og segir hann það stafa af misskilningi og vanþekkingu á hvað í dúntekju felst. „Háttsettir embættismenn vestra ætla að leggja til að lögunum verði breytt þannig að hægt sé að flytja dúninn út til Bandaríkjanna. í fyrra kynntum við okkar málstað fyrir nefnd sem kom hingað frá Bandaríkjunum og féllst hún á sjónarmið okkar, þ.e. að dúnninn sé ekki afurð af æðarfuglinum í hefðbundnum skilningi heldur falli hann til og sé hirtur fuglin- um að skaðlausu. Auðlindanefnd- in, sem þessir menn eiga sæti I, kemur til með að fjalla um þessa lagabreytingu og því ákváðum við, að tillögu banda- ríska sendiráðs- ins, að kynna þeim málið.“ Aðspurður segir Árni það að sjálfsögðu vera gríðarmikið hagsmunamál fyrir bændur að geta hafið útflutning á Þingmenn í veislu. / gærkvöld bauð Halldðr Ásgrímsson bandarísku þingmönnunum í kokkteil í Þjóðmenningarhúsinu og seinna um kvöldiö snæddu þeir kvöldverð með Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Banda- ríkjamennirnir hafa ákveðiö aö ræða ekki við fjölmiðla fyrr en á morgun og óskum um myndatöku i ráðherraveislunum var hafnað. Ástæða þess mun vera ótti við að myndir af þingmönnunum við aðra og Ijúfari iðju en skyldustörf birtist af þeim heima í Bandaríkjunum. dún til Bandaríkjanna. Hann treyst- ir sér þó ekki til að áætla hversu miklar fjárhæðir eru í spilinu eða hvenær markaðurinn opnist. -fin Forsetinn heimsótti Þorlákshöfn á 50 ára afmælinu: Varasamt að kalla Þorlákshöfn úthverfi höfuöborgarinnar DV SUDURLANDI____________________ „Mér finnst Þorlákshöfn vera eins konar lærdómur fyrir okkur íslend- inga. Jafnvel þó að allar aöstæður séu andsnúnar þá er hægt á landsbyggð- inni að ná glæsilegum árangri ef vilj- inn er fyrir hendí. Hér er það fyrst og fremst fólkið sjálft sem hefur gert Þorlákshöfn að öflugri byggð því að aðstæðurnar voru þannig í upphafi fyrir fimmtíu árum að flest mælti gegn því að hér gæti risið öflugt þétt- býli,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, í Þorlákshöfn á laug- ardaginn. Ólafur var gestur á hafnar- dögum í Þorlákshöfn þar sem íbúar héldu upp á 50 ára afmæli staðarins með glæsibrag. Framtíðarbær á nýrri öld Þorlákshöfn er einn yngsti þéttbýl- isstaður landsins og hefur risið á fimmtíu árum frá því að vera varla meira en verðbúðabyggð í fullskapað þéttbýli. Hefur forsetinn trú á að Þor- lákshöfn haldi áfram að vaxa og dafna um ókomna framtíð? „Já, ég held það, vegna þess að sem betur fer hafa menn áttað sig á því að með nýj- um samgöngum, eins og Suður- strandarvegi sem tengir Þorlákshöfn við Reykjanes og höfuöborgarsvæðið með nýjum hætti, þá skapast hér fiöl- þætt tækifæri, bæði i ferðamennsku og í atvinnulífi. Ekki má heldur gleyma jarðhitanum. Mörg og ónýtt tækifæri felast í jarðhitanum en af honum er Þorlákshöfn mjög auðug. Stækkun hafnarinnar getur einnig orðið hér burðarás í aukningu og styrkingu atvinnulifs á nýrri öld. Það eru ekki aðeins hinar hefðbundnu at- vinnugreinar sem stundaðar hafa verið hér lengi í verstööinni Þorláks- höfn heldur fjöldinn allur af nýjum tækifærum sem bíða á nýrri öld,“ sagði Ólafur Ragnar. Allt landið getur verið úthverfi Með auknum búferlaflutningum á undanförnum árum hefur fólki í Þor- lákshöfn fjölgaö og jafnframt hefur íbúum á Árborgarsvæðinu, næsta ná- Aftanákeyrsla í Hafnarfirði: Bílstjóri laug til um nafn Bílstjóri á bláum fólksbíl, sem ók aftan á Toyota Corolla Liftback kl. 16.30 í gær, laug til um nafn og síma. Ung stúlka ók Toyotunni á leið suður Reykjanesbraut. Þegar hún var á Reykjanesbraut, við afleggjar- ann þar sem beygt er inn að Hafnar- fjarðarkirkjugarði, skall bíll aftan á Toyotunni svo nokkrar skemmdir hlutust af þegar stuðarinn gekk inn. Ungur maður ók bláa bílnum og hann gekkst strax við því að eiga sök á aftanákeyrslunni og gaf góö- fúslega upp nafn og símanúmer. Stúlkan var með bílinn að láni og vegna áfallsins láðist henni að taka niður númer bláu bifreiðarinnar. Þegar hún fór að kanna nafn og símanúmer mannsins í gær komst hún að því að hvort tveggja var rangt. Hún segir að maðurinn hafi verið í svörtum stuttermabol, dökk- hærður og stuttklipptur. Hún telur manninn vera á bilinu 24-30 ára. Óskað er eftir vitni eða að við- komandi gefi sig fram við lögregl- una í Hafnarfirði. -rt Forsetinn í heimsókn dv-mvnd njördur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, fagnaði afmæli þyggðar ásamt Þor- lákshafnarbúum um helgina. Hér er hann ásamt Sesselju Jónsdóttur bæjar- stjóra og Hjörleifi Brynjólfssyni, oddvita bæjarstjórnar. granna Þorlákshafnar, fjölgað. Það sama á við um fleiri byggðarlög sem liggja í nálægð höfuðborgarsvæðis- ins. Margir hafa kallað þessi hverfi úthverfi höfuðborgarinnar. Erum við að horfa upp á að þessar byggðir séu að taka við þeim hluta landsmanna sem vill flytja á mölina? „Ég held að það sé dálítið varasamt að nota orðið úthverfi höfuðborgarinnar um þessar byggðir hér á Suðurlandi og Vestur- landi. Staðreyndin er sú að þetta eru allt mjög sjálfstæðar byggðir. Þær eiga sér sterkan tilverugrundvöll í sögu sinni og í þeirri starfsemi sem fer fram í þeim í dag. Þær eru allar með ólíkum hætti, til dæmis hér á Suðurlandi. Munurinn á Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn er mjög mikill, svo að ég nefni nú aðeins þrjá staði. Þótt samgöngur hafi á undan- fórnum árum gert okkur kleift að ferðast um ísland með skjótari hætti en við gátum fyrir fáeinum áratugum og landið allt sé kannski þess vegna orðið eitt allsherjar úthverfi þá meg- um við ekki gleyma því að styrkur landsins felst í því að byggðirnar hafi sitt sjálfstæði. Ég held að sagan kenni okkur það á síðustu árum og áratug- um að byggðirnar hér á suðvestur- horninu geta allar þróast með ólíkum hætti hver fyrir sig. Það styrkir höf- uðborgina lika en aðrir landshlutar geta lika dregið vissan lærdóm af þessari þróun hér á Suðvesturlandi," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti íslands. -NH Umsjón: Birgír Guðmundsson Tónlistarútgáfa Ljóst er að bókaútgáfan Fróði verður á tónlistarlegum nótum fyrir þessi jól því í það minnsta tvær bókanna sem. forlagið hyggst gefa út tengjast tónlist og tón- listarmönnum. | Áður hefur ver- ið sagt frá því 11 pottinum að | Björn Jóhann I Björnsson blaðamaður sé * að skrifa sögu Álftagerðisbræðra. Nú hefur það spurst í pottinn að Dr. Gunni sé að skrifa Rokksögu íslands sem Fróði mun gefa út og að hún eigi að koma út fyrir jólin líka... Ilmar af gullnu glasi Mál Árna Johnsens hafa haft ýmsar afleiðingar i fór með sér og sumar þeirra voru hreint ekki fyrir- séðar. Ein {þessara afleið- j inga er að Rík- isendurskoðun hefur verið beðin um ljós- rit af rannsókn- argögnum sín- um þegar stofn- unin fór yfir áfengiskaupa- mál Jóns Baldvins Hannibalsson- ar og áfengiskaup fyrir afmæli Bryndisar Schram fyrir næstum hálfum öðrum áratug. Eftir að Jón Baldvin svaraði ummælum Davíðs Oddssonar um málið gerði Jón Steinar Gunnlaugsson athuga- semdir Jón Baldvin lætur ekkert eiga hjá sér og svarar lögmanninum í kjallargrein í dag. Á sínum tima kom fram að sendiherrahjónin töldu þessa um- ræðu alla mjög ómerkilega, eða, eins og skáldið sagði: „Ilmar af gullnu glasi/gamalla blóma angan,/ sorg sem var gleymd og grafin/ grætur í annað sinni.“ Jón B. og Gunnar Thor. En það er fleira sem menn ræða í sambandi við Jón Baldvin þessa dagana. I viðtali við DV á dögunum ræddi Jón talsvert um Gunnar heitinn Thoroddsen. í röðum sam- fylkingar- manna heyrast | nú raddir sem segja að áhugi Jóns Baldvins á Gunnari sé ekki tilviljun og minna á að Gunnar hafi átt afturkvæmt í pólitík eftir að hafa verið sendiherra og meira að segja orðið forsætisráðherra! Sömu aðilar segja þá að Jón Baldvin viti að ekki sé óalgengt að sagan endur- taki sig með einhverjum hætti og þarna sé fordæmi fyrir því að sendi- herra fari í pólitík. Það var hjá Sjálfstæðisflokknum en ekkert sé því til fyrirstöðu að slíkt gerist líka hjá jafnaðarmönnum... Mýkri ímynd Það hefur vakið nokkra athygli í heita pottinum að Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur verið í fæðingarorlofi í I sumar en eftir því sem næst verður komist er hann fyrsti íslenski ráð- herrann sem tekur sér fæð- ingarorlof. Full- | yrt er að með þessu hafi Árni gefið flokknum nokkuð nýja ímynd sem sé mun mýkri en jakkalakkaí- myndin sem flokkurinn hefur haft til þessa. Árni mun hafa skilgreint orlofið þannig að hann væri í 75% orlofi og 25% vinnu. Þau hlutföll munu þó hafa riðlast mikið, orlofinu í óhag, enda lítill skilningur meðal fjölmiðla og í pólitískri baráttu á því að ráðherrar þurfi að skipta á bleium og vera i fæðingarorlofi...!!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.