Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2001 DV Fréttir Hlíðarfjall Dalvíkingar munu annast fram- kvæmdir viö nýja skíöalyftu. Stólalyftan í Hlíðarfjalli: Árfell bauð lægst Árfell á Dalvík átti lægsta tilboðið í smiði undirstöðumannvirkja fyrir skíðalyftuna sem setja á upp í Hlíðar- íjalli fyrir árslok. Kostnaðaráætlun fyrir verkið nam 21 milljón króna en tilboð Árfells var um 17 miOjónir. Sex tOboð bárust og var hæsta tilboð- ið frá Hyrnu á Akureyri, um 23 millj- ónir króna. Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðar- fjaOi, segir að nú verði tilboðin yflr- farin en stefnt sé að því að fram- kvæmdir við undirstöðurnar hefjist mjög fljótlega, en þeim á að vera lok- ið 15. október. Fyrir þann tima verða fyrstu hlutar lyftunnar farnir að ber- ast frá Austurríki en skíðalyftan, sem verður sú fullkomnasta á landinu, með flutningsgetu á um 2 þúsund manns á klukkustund, var keypt frá fyrirtækinu Doppelmayr i Austurríki. Karl segir að starfsmenn Hlíðarfjafls muni, ásamt starfsmönnum Dopp- elmayr, setja upp lyftuna sjálfa og því verki á að ljúka fyrir áramót. -gk Beltagröfur Stóru smágröfurnar frá Yanmar 'a Stærðin 0,5-7 tonn Fréttamaður Sjónvarps skrifaði Skipulagsstofnun vegna virkjunarframkvæmda: Omar sagður leika tveimur skjöldum - þjóna hvorugum aðilanum, segir Ómar Ragnarsson Skammaöur Austfirðingar eru ekki sáttir viö Ómar Þ. Ragnarsson, fréttamann ríkis- sjónvarpsins. Ómar Þ. Ragn- arsson, fréttamað- ur ríkissjónvarps- ins, er einn þeirra ijölmörgu sem sendu inn erindi vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Skipulagsstofnun bárust afls 362 at- hugasemdir vegna mats á umhverfisá- hrifunum. Á heimasíðu Samstarfsnefndar um staðarvalsat- huganir iðnaðarsvæða á Reyðarfirði, STAR, er Ómar sagður andstæðingur Kárahnjúkavirkjunar og talinn leika tveimur skjöldum með því að vera samtimis að ijaOa um úrskurðinn og eðlilegt sé að fréttastjórar RÚV gripi í taumana. Á sínum tíma reiddust margir Austfirðingar Ómari vegna fréttaflutnings af Fljótsdalsvirkjun og Eyjabakkalóni og á fundi á Egflsstöð- um var samþykkt ályktun þar sem skorað var á Ríkissjónvarpið að víkja honum úr starfi. Skipulagsstofnun leggst gegn byggingu Kárahnjúka- virkjunar vegna umtalsverðra um- hverfisáhrifa og ófuOnægjandi upplýs- inga um einstaka þætti framkvæmd- arinnar og umhverfisáhrifa hennar í skýrslu sem birt var 1. ágúst sl. Austfirðingar vita ekki Ómar segir að þessar fullyrðingar sýni að talsmenn STAR viti ekki hvað hann hafi sent Skipulagsstofn- un. Það þurfi þeir að vita áður en Austfirðingamir feOi dóm yfir hon- um. I ljósi þess skilji hann aðfinnsl- urnar. Hann segist hafa verið að kanna mismunandi virkjunarkosti í þessu máli síðustu tvö ár en hann hafi aldrei verið í þeirri aðstöðu að biðja einhvem um að kanna það fyrir sig. Því hafi hann ákveðið að bíða eftir mati á umhverfisáhrifum hjá Landsvirkjun því þar hafi verið kafli sem kaflaðist Aðrir virkjunar- möguleikar til að virkja ána. „En það var ekkert nema þrepa- virkjanir niður Jökuldal, ekkert annað. Ég vildi fá að vita hvort það væri hægt að virkja ána með miðl- unarlóni á öðrum stað og í öðru lagi hvort það væri hægt að byggja stóra Fljótsdalsvirkjun og sökkva Eyja- bökkum og sleppa Kárahnjúkavirkj- un. Þetta var fyrirspurn sem ég sendi um það hvort hægt væri að virkja ána með minni umhverfis- áhrifum en ekki athugasemd og þvi síður kæra,“ segir Ómar. Fyrirspurnir frá fjölmiðlamanni Ómar segist ekki hafa verið að skoða möguleika á virkjun annarra fljóta sem fafli norður frá Vatna- jökli, s.s. Jökulsár á Fjöllum, vegna þess að Landsvirkjun hafi gefið það út að virkjun Jökulsár á Dal sé eini möguleikinn. Hann hafi sent þessar fyrirspurnir sem fjölmiölamaður. „Ég stend alveg við það að ég hafi ekki brotið neitt hlutleysi né skapað mér neitt vanhæfi með því að reyna að láta athuga hvort hægt sé að virkja Jökulsá á Dal með minni um- hverfisáhrifum. Það þekkja það allir fjölmiðla- menn að við verðum að leita til op- inberra stofnana til að kanna mál og fá upplýsingar og svör,“ segir Ómar. Hann segir óeðlilegt að vera stimplaður sem andstæðingur Kára- hnjúkavirkjunar. „Það hefði verið eðlilegra og heppilegra að þessir menn hefðu haft samband við mig og spurt hvað það var sem ég sendi. Vegna þess að það var talið iflger- legt að meta verðmæti svæðisins spurði ég einnig um það hvort það væri jafnvel hægt að finna aðferð tfl að bjóða svæðið út. Þá stæðu menn frammi fyrir beinum tilboðum. í þriðja lagi spurði ég hvort það væri hægt að útbúa Kárahnjúkastíflu þannig að hægt væri að skola út úr lóninu með botnrás líkt og gert er í Ufsarlóni,“ segir Ómar og kveðst ekki hafa fengið neins svör. „Ég hef hvorugum aðflanum þjón- að,“ segir Ómar Þ. Ragnarsson. -GG Húnaþing vestra: Vill kanna þver- un Hrútafjarðar Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur hug á því að könnuð verði hagkvæmni þess að þvera Hrúta- fjörð en með því styttist landvegur- inn mifli Hólmavikur og Hvamms- tanga um 32 km og mflli Hvamms- tanga og Búðardals um 22 km. Telur sveitarstjórnin að þessi þverun geti haft mjög jákvæö áhrif á þróun byggðar beggja vegna Hrútafjarðar ásamt því að hún styttir leiðir mflli þéttbýlissvæða í hinu nýja Norð- vesturkjördæmi. Skorað er á samgönguráðherra, þingmenn Vestfjarða, Vesturlands og Norðurlands vestra og Vegagerð- ina að endurskoða vegaáætlun á komandi vetri og að tryggt verði fjármagn tU þess að þvera Hrúta- fjörö við Reykjatanga og Kjörseyrar- tanga. Sveitarstjórn Húnaþings vestra vifl að rannsóknin verði unn- in á árunum 2002 til 2003. -GG heitar ferðir! Takmarkað sætaframboð! Ferdaávfsun DV og Sólar gildir nu sem 75,ooo kr. inneign íviku eda tveggja vikna ferd til Algarve f Portúgal 31, ágúst. Lengdu sumarið og njóttu afbragðsþjónustu og vandaðra gististaða með DV og Sól

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.