Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 12
12 Útlönd MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2001 DV Bjargaö frá skæruhernaöi Indverskur hermaður gætir hér drengla sem skæruliðar ætluðu að þjálfa til skæruhernaðar. Skæruliðar: Felldu átján her- menn í Kasmír Liðsmenn eins skæruliðahóps múslima í Kasmírhéraði í Indlandi sögðust hafa fellt átján hermenn í næturárás á herbúðir indverska hers- ins. Staðfesting hefur ekki fengist frá indverskum yfirvöldum. Mörg helstu skæruliðasamtök múslíma í Kasmír hafa þvertekið fyrir að standa á bak við árás á tvær konur í borginni Srinagar. Sýru var skvett í andlit þeirra þar sem þær löbbuðu um slæðulausar sem er brot gegn lögmálum Kóransins. Tals- menn samtakanna segja verknaðinn fyrirlitlegan og telja að indverskir hermenn hafi staðið á bak við árás- ina til að koma slæmu orði á múslíma. Víndrykkjumenn ríkari og gáfaðri Á meðal þess sem kemur í ljós við skoðun danskra rannsóknarmanna á tengslum víndrykkju og heilsu er að víndrykkjumenn eru að jafnaði efnaðri og betur gefnir heldur en þeir sem drekka bjór eða sterka drykki. Einnig kom fram að vín- drykkjufólk stundaði yfirleitt heil- brigðara liferni og ætti sjaldnar við andleg vandamál að stríða. Samkvæmt rannsókninni eru bjórdrykkjumenn mun líklegri til að þjást af kvíða og taugaveiklun heldur þeir sem drekka vín. Fyrri rannsóknir á víndrykkju hafa sýnt fram á fyrirbyggjandi áhrif gegn hjartasjúkdómum og vissum tegundum krabbameins. Mullah Abdul Salam Zaeef Sendiherra Afganistans í Pakistan hefur ofan af fyrir sendifulltrúum. Fá ekki að hitta trúboðsfangana Sendifulltrúar Þýskalands, Bandaríkjanna og Ástralíu bíða enn í Pakistan eftir því að fá vegabréfs- áritun inn í Afganistan til að hitta þegna landanna sem eru þar í haldi Talebana. Um er að ræða 4 Þjóð- verja, 2 Bandaríkjamenn og 2 Ástr- ala. Þeir eru ákærðir fyrir bera út boðorð kristinnar trúar sem hægt er að refsa með dauðadómi. Yfírvöld i Afganistan vilja ekki veita áritun- ina ef fulltrúarnir hyggjast hitta fangana. Hins vegar fá þeir hana ef þeir vilja ræða við fulltrúa stjórn- valda í Afganistan. Þau hafa sagt að fangamir fái fimm ára dóm. Palestínsk f jölskylda: Sonurinn syrgður sem píslarvottur Palestínskur sprengjumaður Ji- had-samtakanna sprengdi sjálfan sig í loft upp á kaffihúsi í bænum Kiryat Motzkin í ísrael í gær en tókst ekki að fella fleiri með sér. 15 gestir kaffihússins slösuðust hins vegar í árásinni. Fjölskylda árásarmannsins syrgði hann sem píslarvott í gær. Faðir hans, sem er lamaður, kallaði son sinn sannan karlmann og sann- trúaðan múslíma eftir sjálfs- morðsárásina í gær. Hundruð Palestínumanna lögðu leið sína í hí- býli fjölskyldu sprengjumannsins í gær og vottuðu foreldram hans og tólf systkinum virðingu sína. Muhammad Mahmoud Nasr gekk inn í Wall Street-kaffihúsið í Kiryat Motzkin í gær í þeim tilgangi að sprengja sjálfan sig og fleiri í loft upp. Hann staðnæmdist þegar hann kom inn og horfði í augun á gengil- beinu: „Veistu hvað þetta er?“ spurði hann og benti á bringuna á sér. Hann kallaði síðan: „Guð er mikill" og tendraði sprengjuna. Muhammad Nasr Jihad-samtökin dreifðu mynd af manninum sem sprengdi sjálfan sig upp á kaffihúsi í ísraei í gær. Vitni segja Muhammad hafa aflimast við sprenginguna og lenti höfuðið af honum á nálægu borði. Þetta er önnur sjálfsmorðsárásin í ísrael á fjórum dögum. Sjálfs- morðsárásunum tveimur var beint gegn ísraelskum ungmennum. Eftir sprengjuárás sem drap 15 manns i Jerúsalem á fimmtudag tók ísraels- her Austurlandahúsið herskildi en það hýsir höfuðstöðvar Frelsissam- taka Palestínu, PLO. Ariel Sharon forsætisráðherra segist aldrei nokkurn tímann ætla að skila hús- inu aftur. Talsmaður ísraelsstjórnar sagði í gær að hver sjálfsmorðsárás kostaði sitt fyrir Palestínumenn. Nú ætlaði ísrael að „breyta leikreglunum" og gripa til afdrifaríkari aðgerða. Ónefndur háttsettur ísraelskur stjórnmálamaður greindi frá því í gær að Sharon forsætisráðherra hefði fallist á endurnýjaðar friðar- viðræður við Palestínumenn í gær, fyrir sjálfsmorðsárásina. Eignir prins settar undir hamar Angela Ng frá Malasíu viðir hér fyrir sér klósettáhöld úr gulli á uppboði á eigum Jefri prins, bróður Soldánsins af Bru- nei. Fyrirtæki Jefri fór á hausinn og skyldi eftir 1600 milljarða skuld. Alls eru uppboðshlutirnir geymdir i 21 vöru- skemmu, þ.á m. nokkrar snekkjur, og er vonast til að það fáist um 1700 milijarðar króna heila klabbið. Hætta á að IRA dragi tilboð sitt til baka Með því að leggja niður heima- stjórnina í Norður-írlandi tima- bundið telur Martin McGuinness, aðalsamningamaður Sinn Fein, að breska ríkisstjórnin hafi grafið undan friðarferlinu í héraðinu. John Reid, ráðherra yfir málum N- írlands í bresku ríkisstjórninni, ákvað á fóstudag að leggja niður heimastjómina í héraðinu. Sú að- gerð stóð aðeins i 24 tima og var þannig nýtt smuga í lögum um N- írland sem gerir það að verkum að deiluaðilar hafa auka sex vikur aukalega til að ná sáttum um fram- kvæmd á friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa. McGuinness segir að með því að leggja niður heimastjómina, þó ekki væri nema í smátíma, þá hafi það valdið því að IRA, írski lýð- PTslarvotta minnst Gerry Adams, leiötogi Sinn Fein, talar á minningarathöfninni í gær. veldisherinn, gæti ákveöið að slíta sambandi við John de Chastelain, formann alþjóðlegrar nefndar sem hefur yfirumsjón með afvopnun skæruliðahópa á N-írlandi, og dragi sig alfarið úr friðarferlinu. McGuinness telur einnig að Dav- id Trimble og aðrir leiðtogar sam- bandssinna hafi gert lítið úr störf- um de Chastelains. Þeir heimtuðu áþreifanlegar aðgerðir i átt til af- vopnunar af IRA og virtust ekki treysta Chastelain og nefndarfélög- um hans. John Reid segist verða fyrir miklum vonbrigðum ef IRA gengur út úr friðarferlinu eftir samkomulagið sem náðist í sein- ustu viku. í gær var haldin minningarat- höfn um tíu kaþólikka sem sveltu sig í hel í mótmælaskyni vegna hersetu Breta á Norður-írlandi. Mannúðlegar landtökur Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði í gær að land- tökuáætlun hans væri mannúðleg en hún miðar að því að bújarðir hvítra verði settar í hend- ur blökkumanna. „Við köstum ekki Bretunum út þó þeir kasti okkur vanalega út úr heimalandi sínu. Fótalaus vill á Everest Bandaríkjamaður sem missti báða fæturna í flugslysi gerir nú til- raun til að verða fyrsti maðurinn án fóta til að klífa Everest. Einungis neðri hluta fóta hans vantar, nokkra sentímetra fyrir ofan ökkla. Níðingalisti á glámbekk Breska lögreglan rannsakar nú af hverju leynilegur listi með nöfnum 200 kynferðisafbrotamanna í Lincolnskíri fannst á bílastæði fyrir utan verslunarmiðstöð. Fidel Castro á afmæli Fidel Castro Kúbuleiðtogi er 75 ára í dag. Hann tók í gær forskot á sæluna og fagnaði með Hugo Chavez, forseta Venesúela, sem kall- aði kommúnistaleiðtogann eilifðar- ungling við tilefnið. Yfir 100 látnir í flóðum Skyndileg flóð hafa orðið að minnsta kosti 108 manns að fjör- tjóni í norðausturhluta írans um helgina. Óttast er að mun fleiri séu þegar látnir. Stokkar upp ríkisstjórn Mohammad Khatami, nýlega endurkjörinn for- seti írans, skipaði í gær 5 nýja ráð- herra og lét einn skipta um ráðu- neyti. Ekki er reiknað með að stefnubreyting fylgi uppstokkun- inni og telja stjómmálaskýrendur líklegt að Khatami muni ekki fær- ast frekar í umbótaátt af ótta við að vekja upp úlfúð meðal íhaldsmanna. Bændur gegn McDonald s 2000 þúsund bændur, undir for- ystu bændaleiðtogans Joses Boves, mótmæltu alþjóðavæðingu fyrir ut- an McDonald's-veitingastað í smá- bæ í Frakklandi í gær. Bove rústaði sama veitingastað árið 1999. Frjósamar pöndur 13 pöndur í Sichuan-héraði í suðausturhluta Kína eiga von á sér á næstu mánuðum. Reynslan sýnir að helmingur þeirra mun eiga tvíbura og er því von á 13 til 20 nýjum pöndum í heiminn. Pöndur eru í útrýmingarhættu og eru aðeins 1000 í heiminum. Ráðist á Votta Jehóva Hópur, vopnaður stálrörum, réðst á samkomu Votta Jehóva í fyrrum Sovétlýðveldinu Georgíu í gær. Fossett enn á lofti Ævintýramaðurinn Steve Fossett nálgaðist Páskaeyju í gærkvöld á áttunda degi hnattflugs síns með loftbelg. Talið er að hann eigi að minnsta kosti viku eftir á flugi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.