Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2001 Skoðun x>V Hver er uppáhalds- drykkurinn þinn? Jóhann Siguröarson nemi: 7up, þaö er mjög góöur og frískandi drykkur. Steinar Skarphéðinsson: Coco Cola og mysa eru uppáhalds- drykkirnir. Mysa því hún er svo holl og svo er Coca Cola svo frískandi. Kristjana Björnsdóttir: Vatn er uppáhaldsdrykkurinn minn því þaö er svo hollt og auövelt aö nálgast þaö. Bjarni Jakobsson: Pepsí því þaö er mjög gott á bragöiö og í rauninni þaö besta sem ég fæ mér aö drekka. Sara Daöadóttir: Egils Kristall er þaö besta sem ég drekk, e.t.v. því ég drekk ekki aöra gosdrykki. EyþórJónsson: Tvímælalaust Coca Cola, ég verö aö viöurkenna aö ég er algerlega háöur þeim drykk. Tenór í Sjallanum Anna María Jóhannsdóttir, Sunnuhlíö 21e, Akureyri, skrifar: Mikið hlakkaði ég til þess að fara á tónleika á laugardagskvöldið 4. ágúst. Ég og tengdasonur minn, Rúnar, fórum i okkar betri föt, því við berum virð- ingu fyrir tónlistinni og flytjendum hennar. Við hlustuðum aðeins á Franco Corelli, svona til að fá réttu til- finninguna, áður en við lögðum i hann. Mér var samt svolítið órótt. Klass- ískir tónleikar, Jóhann Friðgeir og Jónas Þórir, í SjaUanum. Þetta gat ekki farið saman að mínu mati. Og ótti minn var ekki ástæðulaus. Þvílík móðgun við listamennina og áheyr- endur. Við Rúnar þurftum að leita að sæmilega hreinum stólum til að sitja á (ég var í ljósri dragt), flestir voru klístraðir og mjög rykugir. „Ef þér finnst þetta slæmt þá Bœjarstjóri, viltu vera svo vœnn að láta reisa eitt stykki tónleikahús strax. skaltu ekki skoða sviðið," sagði tengdasonur minn glottandi. Auðvit- að skoðaði ég það! Þar gat að líta stofupíanó úr rauðum viði og svartan pianóstól! (Ekki faUegt saman - en hreint). Ógeðsleg, svört og skitug tjöld og úr loftinu héngu ryklufsur eins og spænskur mosi niður úr loft- ræstikerfi og ljósum og einhverjum svörtum (gráum) jámstöngum. Gott fyrir listamennina að anda þessu að sér! Nú var ekki um neitt annað að ræða en að loka augunum og ímynda sér að maður væri ein- hvers staðar annars staðar og bara hlusta og njóta þess. í hléinu var barinn opinn (reyndar fyrir tónleikana líka) og ekkert við það að athuga nema að þónokkrir tónleikagestir sem ekki sátu við borð tóku drykki með sér til sætis og settu glösin á gólfið hjá sér. Ég hélt upp- teknum hætti og hlustaði með lokuð augu að mestu. Þá gerðist það. Jó- hann Friðgeir var að syngja fyrri arí- una úr Tosca þegar tónleikagestur rak fótinn í glasið sitt með tilheyr- andi truflun og mjöðurinn rann út um gólfið. Þar sem ég var búin að opna augun leit ég í kringum mig og sá þá að maður, sem sat fyrir framan mig, var að teyga úr stóru bjórglasi. „Hvað er þetta eiginlega? Annaðhvort kann fólk sig ekki eða þá að þú ert hreinlega orðin snobbuð," hugsaði ég og sat og hlustaði það sem eftir var með opin augun. ' v ^ ,V: ■ f . r i J \ Minni kvennabolta takk! Gunnar G. skrifar: Ég vil i upphafl máls míns taka fram að mér þykir vænt um konur og virði þær. En stundum finnst mér að jafnrétti kynjanna, sem svo er kallað, taki á sig nokkuð óvæntar og ótrúlegar myndir. Þannig virðast íþróttafréttamenn hafa bitið það í sig að konur eigi að fá jafnmikið rými fyrir sínar iþróttir á íþróttasíð- um og karlar. Þarna er kvótanum skipt samkvæmt jafnréttislögum. Eftir sitja sáróánægðir lesendur sem vilja ekkert vita um íþróttir kvenna svona yfirleitt. Aðeins Vala og Þórey hafa verið að gera eitthvað af viti á Bréfritari vill ekki kvenna- bolta - en hvað segir hann um kvennaboltann í Bólivíu, þar er greinileg fjör á ferðum. þeim vettvangi. Síðastliðinn vetur sagði Viggó Sigurðsson umbúða- lausan sannleikann um íslenskan kvennahandknattleik - að stelpurn- ar kynnu hvorki að grípa né kasta. Hann fékk bágt fyrir að segja sann- leikann. Enginn hefur enn þorað að segja sannleikann um íslenska kvennaknattspyrnu. Mér fmnst hún sannast sagna ömurleg. Fjölmiðlar kvarta undan erfiðum rekstri, en þeir gætu sparað að senda mynda- tökulið sjónvarps og ljósmyndara og blaðamenn á kvennaknattspyrnuna. Hún er ekki svo burðug að taki því að tíunda hvern einasta leik með stórum myndum. Og að lokum, í guös almáttugs bænum birtið hestamennsku og dorgveiðar annars staðar í blaðinu en á íþróttasíöum. Það mætti allt eins birta tíðindi af nythæstu kúm og aflahæstu kolmunnabátum á íþróttasíðunum. Þetta á ekkert skylt við íþróttir, þetta er bara ágætt tóm- stundagaman. Garri horfði á ritstjóra tímaritsins Bleiks og blás í sjónvarpsviðtali um helgina svara fyrir þá staðreynd aö tímaritið hennar gefur upp tengil á heimasíðu sinni sem nota má til að komast auð- veldlega inn á síður með barnaklámi. Fyrir nú utan það að bamaklám er ólöglegt á íslandi, bæði að eiga það og dreifa því, þá þarf ekki að hafa mörg orð um hversu viðurstyggilegt ofbeldi þar er á ferðinni. Trúlega er þetta ömurlegasta birtingarmynd ónáttúru sem þekkist nú um stundir. Enda var ritstjórinn í mikilli vörn og ekki var annað hægt að skilja á málflutningi hennar en að þarna hefði hið virðulega tímarit sem hún ritstýrði orðið fyrir einhverri óprútt- inni utanaðkomandi árás. Garri man ekki betur en hún hafi talað um „tölvuhryðjuverk" í þessu sambandi og talið sérstaklega furðulegt að þetta mál kæmi upp nú - strax í kjölfar þess að flett hefur verið ofan af umfangsmiklum barnaklám- hring í Bandaríkjunum. Siögæðisfulltrúi Ritstjórinn var svo hneykslaður á þessu öllu að ef ekki hefði staðið skýrum stöfum á skjánum að þarna væri ritstjóri Bleiks og blás að tala þá hefði Garri trúað því að þetta væri siðgæðisfull- trúi í einhverju kvenfélagi á höfuðborgarsvæð- inu. Gott ef Garri sá ekki bregða fyrir feimnis- og blygðunarroða í vöngum hennar. Fyrir vikið trúði Garri því andartak að þarna hefði grátt og svart bæst ofan á bleikt og blátt með því að er- lendir klámkóngar væru að koma höggi á þenn- an ágæta ritstjóra og blaðið hennar. En Adam var ekki lengi í paradís því upplýst var í lok fréttarinnar af þessu máli að barnaklámstengill- inn á heimasíðunni væri búinn að vera þar í þrjú ár og það hefði verið fyrrverandi ritstjóri blaðsins sem hefði sett hann þarna inn! „Tölvu- hryðjuverkin“ voru þá ekki merkilegri en þetta - þau höfðu einfaldlega verið eitthvert skálkaskjól sem hugmyndaríkur ritstjóri skáldaði upp til að draga úr þeirri hneykslun sem óhjákvæmilega hlaut að bitna á blaði sem taldi það sniðugt að „þora“ að hafa barnaklámstengingu á heimasíðu sinni! Markaössetníng Garri er þeirrar náttúru að þykkjast við þeg- ar hann stendur fólk að því að ljúga upp í opið geðið á honum og það var ekki laust við að þykknaði heldur í honum við þessi tilþrif rit- stjórans. Og ekki bætti það úr skák að heyra það síðan í fréttunum að barnaklámstengingin var merkt þannig á heimasíðu Bleiks og blás að þar mætti finna flest það afbrigðilegasta sem í boði væri á Netinu. Það þarf þvi í raun ekki frekari vitnanna við - auðvitað var blaðið Bleikt og blátt, og þar með útgáfufyrirtækið Fróði, í rekstrarskyni að reyna að markaðssetja sjálft sig á íslandi með því að beita fyrir sig afbrigðilegu kynlífi og barnaklámi. Það er hins vegar skelfi- lega aumt að horfa upp á hvern ábyrgðarmann- inn á fætur öðrum reyna að skorast undan ábyrgð og bera fyrir sig jafn auðvirðilegar afsak- anir og „tölvuhryðjuverk" eða að þeir hafi ekki vitað hvað þarna var á ferðinni. GðlTI Bleikt og blátt áfram lögbrot Ekkert yfirnáttúrlegt Hjálmar Finnsson, fyrrverandi forstjóri, hringdi: Margir eru að furða sig á rákum á himni við sólsetur í síðustu viku. Þarna er ekki um neitt yfirnáttúr- legt að ræða. Þetta er um kvöld, orð- ið dimmt á jörðu, en í þessari hæð sem þotan er í er enn glaðasólskin. Það er sólskinið sem lýsir upp þessa útblástursþéttingu sem þotan skilur eftir sig. Þá glóir þetta sem gull. Maður sér hraðann á þessu og þetta lækkar á himninum eftir því sem austar dregur. Ég er sannfærður um að ég er með rétta skýringu. Börnin á útihátíðum Fulloröið fólk í góöum gír á Skaga- strandarhátíöinni. Þar skemmtu kyn- slóöirnar sér saman og allt fór vel. Hver er ábyrgðin? Móðir hringdi: Fréttir af útimótum eru eina ferð- ina enn válegar. Það sem mér finnst ömurlegast er að hópur barna virðist hafa átt greiða leið inn á útimótin. Mennirnir sem telja seðlana spyrjast ekki fyrir um aldur. En hver er ábyrgð foreldra og forráðamanna barna sem sækja þessar sukkhátíðir? Auðvitað á lögreglan að hafa eftirlit með þessu barnunga fólki og hafa samband við heimili þess. Það er ekkert eðlilegt að 13 til 15 ára krakk- ar séu að þvælast innan um allt brennivínið og dópið. Nógu snemma byrja þeir samt. Ég tek undir það að leyfi til mótshalds verða að vera ýmsum takmörkunum háð. Ofstæki í tóbakslögum Ofstækis- fullir ein- staklingar hafa enn einu sinni gert Al- þingi að skrípasam- komu sem samþykkir lög án þess að hugsa, og síðan segja menn eftir á að þetta hefðu þeir ekki átt aö sam- þykkja. Hér er átt við tóbaksvarna- lögin. Það að banna verslun að hafa tóbak í hillum sínum er stjómar- skrárbrot og kaupmenn ráða því i raun hvort þeir fara eftir þessum gölluðu lögum eða ekki. Svona of- fors og ofstæki er ekki til þess fallið að fá menn til að hætta í kófinu. Það á ekki að stjórna fólki með boðum og bönnum. Ég ætlaði nýlega að heimsækja vin minn erlendis sem sagði mér rétt fyrir brottförina að ég mætti ekki reykja á hans heimili. Reyndar er ég löngu hættur að reykja eins og hann - en ég kann ekki við þennan tón og aflýsti þess- ari heimsókn. Kúgun að hætti Þor- gríms Þráinssonar er ekki fyrir mig. Kristinn Sigurösson skrifar: Bannað, bannaö! Kaupmaður á Selfossi breiöir yfir varninginn - lögverndaö ofbeldi virkar öfugt. Ljósmengun í borginni Vilhjálmur Alfreösson skrifar: Á dögunum var gott viðtal viö Þorstein Sæmundsson stjarneðlis- fræðing í útvarpinu. Hann varaði við ljósmenguninni í Reykjavík og nágrenni. Ég tek undir hans orð. Fyrir hálfri öld las ég stjörnufræði við Glasgowháskóla. Þá var Glas- gow illa upplýst borg þannig að dá- semdir himingeimsins blöstu við á vetrarkvöldum. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.