Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 23
39 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2001 DV Tilvera \J0\-UM WMICL 6 899Í DV-MYNDIR NH ^MItiLUN C c C. 7 O J ( D . f£) j hiÐLUN A 0f8 Völundarhús Eiríkur Gíslason og Matthías Þorgrímsson buöu gestum sleikjó áöur en þeir reyndu aö finna leiö gegnum völundar- hús úr 1300 fiskikössum. Fimmtíu ára afmæli Þorlákshafnar: Vel heppnaðir hafnardagar „Við erum sæl og ánægð í dag eftir hátíðina, hún tókst vel í alla staði. Það voru allir í hátíðar- skapi, bæði heimafólk og gestir sem fóru héðan mjög ánægðir eft- ir heimsóknina," sagði Sesselja Jónsdóttir, bæjarstjóri Ölfuss, við DV í gær. Hápunktur 50 ára af- mælis Þorlákshafnar var haldinn með glæsibrag á hafnardögum nú um helgina. íbúar Þorlákshafnar byrjuðu afmælishátíð bæjarins á þrettándanum og síðan hefur hver atburðurinn rekið annan og verð- ur svo fram á haust. Hafnardagar hófust á fimmtudagskvöldið og á fostudaginn var dagskrá við höfn- ina. Þar skemmtu tónlistarmenn, aðkomnir og af heimaslóð. Sjálfur oddviti bæjarins, Hjörleifur Lífsbjörgin Jón Pálmi og Sigmundur Steinsson voru meö ýmsar geröir sjávarfangs á markaöinum viö höfnina. Brynjólfsson, dró fram rokkskóna og kom fram með hljómsveit sinni frá yngri árum. Laugardagurinn var hátindur hátiðarinnar. Þá byrjuðu íbúar á að koma niður á bryggju og snæða morgunverð í tilefni dagsins og eftir morgun- hressinguna fóru ungir og aldnir með veiðibúnað sinn á Suðurvar- arbryggjuna og kepptu í dorg- veiði. Þá var hátíðarstund í Þor- lákskirkju. Eftir hana fóru gestir að ráðhúsi bæjarins þar sem há- tíðardagskrá var í tilefni dagsins. Þar afhjúpaði forseti íslands lista- verk eftir Helga Gíslason. Hátíðar- höld héldu síðan áfram eftir há- degið fram eftir degi og stóðu langt fram á nótt. -NH Björg í bú Þær mæögur, AuðurAnna Hermannsdóttir, t.v., og Anna Jensdóttir, voru búnar að ná tveim koium á land.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.