Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 28
44 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2001 Tilvera I>V í f ið Sýning í Slunkaríki Hlíf Ásgrímsdóttir opnaði á laugardag einkasýningu sína, Innihom, í Slunkaríki á ísafirði. Þar sýnir hún þrjú ljósmyndaverk sem fjalla um hom í lofti, veggjum og gólfi í kjallara Slunkaríkis. Einnig sýnir Hlíf níu vatnslita/ljósmynda-verk þar sem borið er saman horn í vínkjallaranum og horn í hversdagslegum heimilisskáp. Listakonan segir í sýningaskrá að eftir umhugsun hafi kviknað hjá henni hugmynd um að taka -t Ijósmyndir af látlausum en jafnframt heimilislegum stað og bera saman við vatnslitamyndir af öllu innanstokks í kjallara Slunkaríkis. Krár STRÍGÁSKÖRNÍR Á GAÚKNUÍVÍ Strigaskór no 42 heitir gömul rokk- sveit sem ætlar aö taka skóna af hillunni í kvöld og flytja tónlist sem hún samdi fyrir leikritiö Baal sem var á Herranótt hjá MR áriö 1995. Forvitnilegt. GÁLAN Á GAUKI Á STÖNG Gálan heldur útgáfutónleika í kvöld á Gauki á Stöng. Þaö er Júlíus Guðmunds- son sem skipar sveitina. Tónleikarnir hefjast klukkan 10.00. Myndlist MYNDLIST OG UÓÐ í LISTHÚSINU í LAUGARDAL Þessa dagana sýnir Anna Hrefnudóttir, mynlistarkona málverk og Ijóö. í Listacafé og Veislugallerí. Á sýningunni eru akrýlmálverk sem öli eru máluö á þessu ári. Flest verkin voru gerö í gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri sl. vetur en þar dvaldi Anna í boöi félagsins 1. janúartil 14. febrúar og lauk þeirri dvöl meö sýningu f Deiglunni. Sýningin er oþin alla virka daga frá klukkan 9 til 19 og laugardaga frá klukkan 10 til 19. , Henni lýkur 31. ágúst næstkomandi. ERNA GUÐIVIARS í SNEGLU LISTHUSI Frá því 3. ágúst síðastliðinn hefur Erna Guömars- dóttir kynnt verk sín í gluggum Sneglu listhúss. Sýndar eru vatnslitamyndir og myndir málaðar á silki. Erna sækir myndefni sitt í veðurfar og blæbrigöi íslenskrar náttúru. Snegla listhús á tíu ára afmæli í haust og munu sneglur þá efna til samsýningar af því tilefni. Snegla listhús er á horni Grettisgötu og Klaþþarstígs og lýkur kynningunni á verkum Ernu 19. ágúst. HREFNA HARÐARDÓTTIR Á AKUREYRI Hrefna Haröardóttfr leir- listarkonu sýnir í glugga Samlags- ins Listhúss í Listagilinu á Akureyri. Verkin eru öll unnin á síöustu vikum og eru mestmegnis vasar af ýmsum stæröum og formum. Hægt er aö skoða verkin dag og nótt fram til 19.8. SIGURÐUR EINARS í PAKKHÚSINU A HOFN Alþýðulistamaöurinn Siguröur Einars sýnlr í Pakkhúslnu á Hófn . Siguröur er búsettur á Selfossi en ættaður af Mýrum í Hornafiröi. Hann hefur hald- iö nokkrar einkasýningar, meðal annars I Hornafirði. Sýning Siguröar stendur til 17. ágúst. Pakkhúsið er opiö kl. 14-21. >. KIRKEBY OG HEKLA DÖGG í LISTASAFNINU A AKUREYRI Nú stendur yfir sýning á verkum danska listamannsins Pers Kirke- bys í Listasafninu á Akureyri sem samanstendur af málverkum, ein- þrykkjum, teikningum og skúlþtúrum frá árunum 1983-1999 en sýning- unni lýkur 16. september. r Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is DV-MYNDIR EINAR J. Alþjóðlegt yfirbragð Hinsegin dagar höföu á sér alþjóölegt yfirbragö í ár. Hópur homma frá Norö- urlöndunum ók um á vörubíl en einnig voru áberandi samkynhneigöir frá Taílandi og Mexíkó, svo nokkur lönd séu nefnd. Coco og Palli í góðum félagsskap Dragdrottningin Coco og Páll Óskar ásamt þeim Andres og Aria frá Taílandi. Gay Pride 2001: Regnbogi yfir Reykjavík - þúsundir taka þátt í hátíð samkynhneigðra Þúsundir Reykvíkinga, jafnt sam- kynhneigðir sem gagnkynhneigðir, flykktust niður í miðbæ á laugardag- inn til að taka þátt í Gay Pride-göngu sem samtök homma og lesbía stóðu að. Þetta er í þriðja sinn sem slík há- tíðahöld fara fram í Reykjavík og er óhætt að segja að þau hafi aldrei ver- ið jafn glæsileg og litrík og nú. Dragdrottningar, klæðskiptingar og hvers kyns uppáklæddar kynjaverur gengu frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar sem fram fór fjölbreytt skemmti- dagskrá. Páll Óskar Hjálmtýsson, einn skipuleggjenda hátíðarhaldanna, var að vonum ánægður þegar blaðamaður rakst á hann á Ingólfstorgi á laugar- daginn. „Þetta er bara stórfenglegt og náttúrlega framar björtustu vonum. Ég er enn þá í skýjunum, ég er ekki lentur á jörðinni eftir þessa göngu,“ segir Páll Óskar og er greinilega mik- ið niðri fyrir. Sjálfur stóð Páll í því að selja regnbogafánann, merki samkyn- hneigðra, í göngunni og segir hann viðtökurnar hafa verið einkar ánægjulegar. „Það sveif að alls konar fólk úr öllum stöðum og stéttum. Sér- staklega var ég ánægður með að eldra fólk vippaði sér upp að mér og keypti fána fyrir barnabörnin sín. Það var al- veg stórglæsilegt," segir Páll Óskar og tekur undir að þetta sé til marks um þá viðhorfsbreytingu til samkyn- hneigðra sem hafi átt sér stað á und- anfórnum árum. „Á þessum áratug sem ég hef verið úti úr skápnum hef ég náttúrlega upplifað mjög „drastísk- ar“ breytingar hvað varðar viðhorf al- mennings til samkynhneigðra. Þessi ganga er bara lifandi sönnun þess að í jafnumburðarlyndu samfélagi og við búum í þá er nákvæmlega engin þörf á því að vera í felurn." Tekjulind fyrir Reykvíkinga Aðspurður kveðst Páll Óskar ekki hafa orðið var við neina andúð eða fjandsamleg viðbrögð við göngunni. „í fyrra, þegar fólk vissi ekki almenni- lega hvað það var að fara út í, átti ég reyndar von á einhverjum ribböldum en þeir hafa bara haldið sig heima,“ segir Páll Óskar. Hann er ekki í vafa um að Gay Pride i Reykjavík sé kom- ið til að vera og bætir við að til standi að gera þetta alltaf stærra og glæsi- legra með hverju árinu. „Ég get líka lofað þér því að þegar við verðum Ingibjorg Sólrún meö regnbogafánann Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Hjörleifur Sveinbjörnsson, eig- inmaöur hennar, samglöddust hommum og lesbíum á laugardaginn. Villta vestrið Kúrekar voru áberandi á Gay Pride 2001. Hópurinn Litlu sætu lessurnar sýndi línudans á Laugaveginum og þessi fríöi flokkur ók i opnum blæjubíl framarlega í göngunni. búin að slíta barnsskónum og erum farin að hafa karnival-göngur eins og tíðkast í Rio de Janeiro þá verða há- tíðahöld sem þessi bara hrein tekju- lind fyrir borgina. Nú þurfum við bara að setjast á rökstóla og spá í það hvernig við getum bæði búið til pen- inga úr þessu og hvernig við getum orðið skipulagðari og fagmannlegri í vinnubrögðum," segir Páll Óskar að lokum. -EÖJ Dragdrottning dregin Ótal dragdrottningar tóku þátt í hátíöahöldunum eins og vera ber. Þessi prímadonna naut lífsins á palli sem var dreginn niöur Laugaveginn. Gleði á Ingólfstorgi Á Ingólfstorgi fór fram skemmtidagskrá aö göngu lokinni þar sem meðal annars komu fram Kór samkynhneigöra, Milljónamæríngarnir og Hedwig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.