Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2001 Fréttir 3ÖV Tilraunaverkefni Blindrafélagsins og heilbrigðisyfirvalda: Lenti í hremming- um með hundinn - þyrfti miklu meiri stuðning, segir Friðgeir Jóhannesson Friðgeir Jóhannesson og blindra- hundurinn hans, Erró, hafa lent í all- nokkrum hremmingum frá því að Friðgeir fékk hundinn fyrir tæpum tveimur árum. Friðgeir er fyrsti ís- lendingurinn í meira en 30 ár sem hefur fengið leiðsöguhund sér til að- stoðar. Um er að ræða tilraunaverk- efni sem heilbrigðisyfirvöld og Blindrafélagið standa m.a. að. Eins og komiö hefur fram í DV missti Friðgeir sjónina í kjölfar hroðalegs vinnuslyss 1998. Hann vildi komast allra sinna ferða þrátt fyrir það og ákvað að taka þátt í til- raunaverkefninu með blindrahund. Friögeir bjó á Kleppsvegi þegar hann fékk hundinn sem hafði verið sér- þjálfaður til að leiða blinda. í fyrstu gekk allt vel. Einum tvisvar sinnum kom það þó fyrir að hundurinn fór aðra leið en Friðgeir hafði ætlað hon- um á gönguferðum þeirra. Á þessu ári flutti Friðgeir í Yrsu- fell og þá kárnaði gamanið. Báðir voru ókunnugir umhverfmu, hann og Erró. Að auki gátu alltof margir vegfarendur alls ekki virt þá gull- vægu reglu að láta blindrahunda að störfum í friði heldur voru alltaf að stöðva Erró til að klappa honum. Þessi atriði urðu til þess að það dró úr einbeitingu hunds- ins. Hann fór að slá slöku við. í einni gönguferðinni keyrði þó um þverbak því Friðgeir vissi allt í einu ekki hvar hann var staddur. Það tók hann á þriðju klukkustund að komast heim með hundinn. „Þetta varð til þess að ég missti allan kjark,“ sagði Friðgeir. „ Ég steinhætti að fara út með Erró á tímabili og þar með virtist þessi leið til sjálfshjálpar hafa lokast." Hann gafst þó ekki upp en hafði samband við Blindrafé- lagið og tjáði formanninum vandræði sín. Með eftirgangs- munum tókst að fá fjárveit- ingu til að fá hundaþjálfara til aðstoðar. Hann kom frá Dan- mörku og vann með Friðgeiri og Erró í tvo daga. Sú vinna skilaði góðum árangri og nú fer Friðgeir allra sinna ferða á ný með Erró sem hundaþjálf- arinn kvað fyrirmyndar- blindrahund, athugulan og ábyrgan. „Það versta er að ég er að basla þetta einn,“ sagði Friðgeir. „Ég er sá eini sem notar blindrahund hér á landi. Ég get því ekki hringt og ráð- fært mig við neinn sem skilur ná- kvæmlega það sem ég er að tala um. Eftir að ég fékk hundinn afhentan vill ríkið ekkert skipta sér af honum. Þeim fmnst hann víst vera orðinn nógu dýr. Ef vel ætti að vera þyrfti ég miklu meiri stuðning. Það kom til dæmis fyrir, eftir að við vorum nýflutt í Yrsufellið, að Erró slapp út úr garðinum áður en við náðum að loka honum fullkom- lega. Hann var gripinn af hundaeftir- litsmanni sem lét mig leysa hann út fyrir 18.000 krónur. Það var fyrst þá að ég áttaði mig á því að heilbrigðis- ráðuneytiö hafði afhent mér hundinn óskráðan og ómerktan. Ég hef nú bætt úr hvoru tveggja eins og lög gera ráð fyrir.“ -jss DV-MYND PÖK Alltaf saman Þar sem Friögeir er, þar er Erró. Þeir fara nú saman í göngutúra á ný. Þá skiptir höfuömáli aö vegfarendur láti hundinn algjörlega í friöi þegar hann er aö störfum. Meö afskiptum eyöileggja þeir möguleika Friögeirs á aö fara allra sinna feröa. Sjö syntu frá Viðey til lands dv-mynd brink. Synda, hlaupa, sigla eöa aka. Maraþonmenn láta ekki aö sér hæöa. Sjö menn úr maraþonliöi sem kennt er við Sri Chinmoy syntu í gær frá Viöey til Sundahafnar. Mennirnir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Ekki liggur fyrir hvort framtíöin veröi meö þeim hætti aö maraþonhlaup veröi þreytt, þá Viöeyjarsund og síöan sigling, róöur eöa aörar þrautir þannig aö úr verði nokkurs konar fjölþraut eins og stundum hefur sést erlendis. Hún gæti kannski heitiö Islandsþrautin? Nefnd skilar af sér hugmyndum um slátrun í haust: Dularfullur eins og andatrúin - segir Guöni Ágústsson, um tillögur til úrlausnar í sláturtíðinni Gengurvel á úthafskarfa við Grænland DV, AKRANESI: Frystiskipum sem stundað hafa úthafskarfaveiðar suður af Græn- landi hefur gengið vel síðustu dagana. Frystiskipið Höfrungur III kom á miðin fyrir um viku síðan og hefur verið í stöðugri vinnslu síðan. Helga María hélt úr höfn í gær og átti fyrir hönd- um 670 sjómílna siglingu á út- hafskarfamiðin. Karfinn sem veiðist á þessum slóðum er að- eins smærri en sá sem veiddist í vor en er að öðru leyti mjög góð- ur. Ingunn AK landaði rúmum 2.000 tonnum af kolmunna á Vopnafirði í gær. Kolmunnaveið- in hefur verið þokkaleg að undan- förnu. Stærri og öflugri skipunum gengur áberandi best í þessum veiðiskap um þessar mundir. Afl- inn fékkst aðallega inni í fær- eysku lögsögunni að þessu sinni en þó var veiöin farin að færast syðst í Rósagarðinn inni í ís- lensku landhelginni undir lok veiðiferðarinnar. -DVÓ/STH Reyk j avíkurf lug völlur: Enn innbrot í bíla Lögreglunni í Reykjavik var til- kynnt snemma í morgun um innbrot í sex bifreiðar á bílastæði innan- landsflugs Flugfélags íslands á Reykjavíkurflugvelli. Þar höfðu skemmdarverk verið unnin á öllum bifreiðunum sem um ræðir, rúður m.a. brotnar, en ekki farið inn í nema eina bifreiðina og stolið úr henni útvarpstæki. Innbrot í bifreiðir á þessu bilastæði eru mjög algeng enda svæðið nokkuð af- skekkt og gæsla ekki þar að nætur- lagi. Þá var lögreglu tilkynnt um inn- brot í tölvufyrirtæki í austurborg- inni í nótt og maður handtekinn þar á vettvangi. Sá var búinn að taka til eitthvað af hlutum sem hann hugð- ist hafa á brott með sér. gk „Ég er hræddur um að ég verði að vera dularfullur eins og andatrúin í þessu máli. Það er á afar viðkvæmu stigi núna og ég get ekkert um það sagt annað en að það kemur niðurstaða í vikunni," sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra í samtali við DV í gær. Nefnd sú sem ráðherra skipaði til að gera tillögur um vanda sláturleyfishafa og þá stöðu sem skapast hefur vegna slátrunar í haust hefur skilað af sér tillögum eða hugmyndum til ráðherra. Verk- efni nefndarinnar var þríþætt: í fyrsta lagi að koma með tillögur um framtíðarlausn, í öðru lagi að gera tillögur um fjármögnun og fjár- magnskostnað vegna birgðahalds og í þriðja lagi að koma meö tillögur um einhvers konar flutningsjöfnun fyrir þá bændur sem þurfa um lang- an veg að sækja með sláturfé. Að sögn Guðmundar Sigþórssonar í landbúnaðarráðuneytinu lúta hug- myndir nefndarinnar að öllum þess- um þremur þáttum en Guðmundur vísaði að öðru leyti til ráðherra um innihald hugmyndanna. Ljóst er að fjölmargir biða eftir því að niðurstaða fáist um tillögur nefndarinnar því leigusamningar kaupfélaganna um sláturhús Goða á Austurlandi og víðar eru háðir út- komunni úr þeim. Sama er að segja um stöðuna í Búðardal. -BG Nefndarmenn auð- lindanefndar Banda- ríkjaþings, sem heim- sóttu landið, telja að mikið þrekvirki hafl verið unnið í íslensk- um fiskveiðimálum. Sjávarútvegsráð- herra segir að þeim hafi eigi að síður verið gerð mjög ítar- lega grein fyrir þeim erfiðleikum sem við höfum átt í varðandi stofnstærðar- matið. Fréttablaðið greindi frá. Mikið tap deCODE Tap deCode, móðurfélags íslenskrar erfðagreiningar, var 1200 milljónir króna á öðrum ársQórðungi sem er 18% meira en á sama tíma í fyrra. Tekj- ur félagsins á öðrum ársfjórðungi nam 600 miljónum króna. Gengi félagsins er nú rúmlega 8 dollarar á hlut. Kaupa Landssímahúsiö Verktakafyrirtækið Magnús og Steingrímur hf. hefur keypt húseign Landssimans við Austurvöll. Kaup- verðið á 8.500 fm er 820 milljónir, eða tæplega 100.000 krónur á fermetra. Hugmyndin er að gera það að hóteli. Nýr stjórnarformaður Delta Á stjómarfundi Delta í gær var tek- in ákvörðun um að Pétur Guðmundar- son hrl. tæki við stjómarformennsku af Hannesi Guömundssyni, en Hannes hefur verið nánasti samstarfsmaður Jóhanns Óla Guðmundssonar og er framkvæmdastjóri Frumafls. Goði verður Kjötumboðið hf. Goði hf. tOkynnti í gærmorgun um nafnaskipti tO hlutafélagaskrár og hef- ur tekið upp nafnið Kjötumboðið hf. Þar meö er Goði eingöngu nafn á vöru- línu Norðlenska. Smygltilraunir á fólki Margar tilraunir eru gerðar tO að smygla fólki tO BandarOcjanna gegnum ísland. Rúmlega fimmtíu hefur verið vísað frá landinu frá áramótum með fólsuð skilríki. Eftirlit hefur verið hert. 16 ára aldursmörk Ríkissaksóknari telur aö mörkin mOli bamakláms og ann- ars konar kláms liggi við 16. afmælisdag- inn. Bamaklám telst ef böm og unghngar, 15 ára og yngri, eru sýnd á klámfenginn hátt. Þessa skOgreiningu er þó hvergi að finna í lögum þar sem þeir teljist böm sem em ekki orðnir 18 ára. - RÚV greindi frá. Eiga kröfur á Goða Þriðjungur tO helmingur bænda í landinu á kröfur á hendur Goða hf, sem er í greiðslustöðvun síðan um mánaðamót. Á annað þúsund bænda eigi kröfur á Goða hf og er þeim boðin aðstoð við að gæta hagsmuna sinna á fundi með kröfuhöfum á morgun, 16. ágúst, samkvæmt heimasíðu Bænda- samtakanna. Fær konungsorðu Ólafur G. Einars- son, formaður banka- ráðs Seðlabankans, hefur verið útnefnd- ur stórriddari með stjömu hinnar kon- unglegu norsku heið- ursorðu. Oröan er veitt fyrir framlag Ólafs tO að þróa og bæta samstarf Is- lands og Noregs á menningarsviði. Forkastanlegt Ungir sjáifstæðismenn segja hækk- un rödsútgjalda, ár eftir ár, forkastan- lega og vOja að Geir H. Haarde fjár- málaráðherra og rOdsstjórn tryggi ábyrga fjármálastjóm og dragi vem- lega úr útgjöldum svo lækka megi skatta. -HKr Kanar hrifnir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.