Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 4
Fréttir MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2001 X>V Flugvél Flugmálastjórnar íslands TF-FMS: Ráðuneyti á ferð og flugi - samgöngu-, dómsmála- og iönaöarráöuneyti mest í loftinu Ekki bara notuö til mælinga á og viö flugvelli landsins. Drjúgur tími fer i aö fljúga fyrir ráöuneytin og stofnanir. Gísli S. Einarsson alþingismaður hefur óskað eftir upplýsingum úr leiðarbók flugvélar Flugmálastjórn- ar TF-FMS um allar hreyfmgar vél- arinnar undanfarin tvö ár. í vor óskaði DV eftir upplýsingum um flug vélarinnar 12 mánuði aftur í timann, eða frá apríl 2000 til maí 2001. Voru þau gögn afhent 4. maí sl. Þar er sundurliðuð eftir flugtím- um notkun ráðuneyta og stofnana. Flugmálastofnun neitar að upplýsa hverjir hafi verið farþegar i um- ræddum tilvikum en vísar á við- komandi ráðuneyti eða stofnun. Samtals var flogið á vegum ráðu- neyta og forsetaembættis á þessu timabili í tæpar 65 klukkustundir. Á vegum ýmissa stofnana var hins vegar flogið í 30 klukkustundir. Flugmálastjórn taldi sig ekki geta gefið upp við afhendingu gagna hvaða einstaklingar hefðu flogið með TF-FMS á þessu tímabili. Flug- málastjórn innheimti gjald vegna notkunar áðurnefndra aðila en fram til 1. janúar í ár var gjaldið 77.000 krónur á flugtíma en hækk- aði í 85.000 um áramótin. Sam- kvæmt þessu var innheimtur kostn- aður vegna flugs fyrir ráðuneyti og forsetaembætti þessa tólf mánuði samtals 5.062.800 krónur. Fyrir stofnanir voru innheimtar 2.343.600 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn er hlutverk flugvél- arinnar skýrt skilgreint. Helsta hlutverk hennar er að annast flug- prófanir. Það er að stilla radar- senda og búnað á flugvöllum lands- ins, enda er tækjabúnaður vélar- innar miðaður við það. Auk þess er henni ætlað að sinna leitarflugi og taka átt björgunarstörfum þegar þörf krefur. Vélin hefur einnig ver- ið leigð í verkefni fyrir dönsku flug- málastjórnina á Grænlandi. Þrátt fyrir þessi skilgreindu hlutverk hef- ur vélin ítrekað verið leigð til ráðu- neyta og ríkisstofnana þegar hún hefur ekki verið í sinum foátu verk- efnum. Samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn er nokkuð öruggt að einhvem tíma hafi stangast á þarfir ráðuneyta og Flugmála- stjómar. Ráðuneytin séu hins vegar vel meðvituð um skilgreint hlut- verk vélarinnar sem gangi þá fyrir. Vélin getur borið 9 farþega auk flugmanna. Til að slíkt sé hægt þarf þó að fjarlægja ýmsan búnað úr vél- inni til að koma sætum fyrir í stað- inn. Vélin er, eins og áður sagði, vel búin tækjum og hámarksflughraði hennar er áþekkur og á Fokkervél- um Flugfélagsins, eða um 500 km á klukkustund. Hún er af gerðinni Beechcraft Super King Air 200, smíðuð árið 1985 og skráð hér á landi áriðl997. Samgönguráöuneytiö mest á lofti Duglegasta ráðuneytið í að nýta sér flug TF-FMS var samgöngu- ráðuneytið, eða í alls 16,5 klukku- stundir á áðurnefndu tímabili. Þess má þó geta að flugvellir heyra und- ir það ráðuneyti. Dómsmálaráðu- neytið var með næstmesta flugið, eða 10,8 klukkustundir. Þá kom iðn- aðarráðuneytið og forsætisráðu- neytið með skráð flug hvort um sig í 9,4 klukkustundir. Þá kom sjávar- útvegsráðuneytið með 6,3 klukku- stundir, menntamálaráðuneytið með 3,3 klukkustundir, forseti ís- lands með 2,6 klukkustundir, fjár- málaráðuneytið með 2,4 klukku- stundir, heilbrigðisráðuneytið með 1,7 klukkustundir, utanríkisráðu- neytið með 1 klukkustund, land- búnaðarráðuneytið með 0,9 klukku- stundir og félagsmálaráðuneytið með 0,4 klukkustundir. Fyrir stofnanir var flogið mest fyrir Ratsjárstofnun, eða i 16,1 klukkustund. Þá kom Raunvísinda- stofnun Háskólans með 12,4 klukku- stundir, Flugráð með 0,9 klukku- stundir og Tryggingastofnun ríkis- ins var með 0,6 klukkustunda flug. -HKr. Breikkun Reykjanesbrautar: Umhverfismat undirbúiö - endurbætur á bugðunni við Kúageröi ræddar Verkfræðistofan Hönnun vinnur nú að undirbúningi umhverfismats vegna framkvæmda við breikkun Reykjanes- brautar. Unnið er á vegum Vegagerð- arinnar á grundvelli matsáætlunar sem Skipulagsstofnun hefur sam- þykkt. Stefnt er að því að matsskýrsl- an verði tilbúin og kynnt í haust. Lokahönnun og gerð útboðslýsingar hefur nú verið boðin út vegna fram- kvæmdanna. Miðað er við að þær geti haflst á næsta ári. Frumdrög hafa verið gerð að hönn- un Reykjanesbrautar, frá mörkum Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar- hrepps til Njarðvíkur. Útboðið sem nú fer fram er í lokahönnun og gerð út- boðslýsingar fyrir verkið. Ýmsir kost- ir eru bomir saman í skýrslu um fmmhönnun. Er lagt til að brautin verði tvær akreinar í hvora átt. Hver akrein verði 7,5 metrar á breidd, með 11 metra graseyju á milli. Framkvæmdum verður þannig hátt- að að lögð verður ný akbraut við hlið þeirrar gömlu. Sökum þess hve veg- lína er kröpp við Kúagerði hafa ýmsar tillögur komið fram um hvemig breikkun vegarins verður útfærð til að tryggja öryggi á þeim stað. Hefur sú tiilaga verið gerð að núverandi veg- línu yrði haldið að mestu leyti á sama stað en þó reynt að lengja beygjuna þannig að hún verði ekki eins kröpp og hún er nú. Ekkert hefur enn verið ákveðið í þessu efni. For- og verkhönnun fyrir þá tvo kaíla sem næstir eru Hafnarfirði á að vera lokið 17. desember nk. auk út- boðslýsingar fyrir fyrsta kaflann sem liggur meðal annars um Kúagerði sem skal lokið í byrjun júní í vor. Forhönn- un fyrir þá þrjá kafla sem liggja sunn- ar skal lokið í lok apríl í vetur og verk- hönnun fyrir þá svo og útboðslýsing fyrir allan veginn nema fyrsta kaflann á að vera lokið 1. april 2003. -DVÓ DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON Drungaleg viðvörun Talan á skiltinu á Hellisheiöi hefur hækkaö úr tíu i tólf um helgina. 12 hafa týnt lífi í umferðar- slysum DV, SELFOSSI: Umferðin heldur áfram að taka sinn toll. Nú hafa 12 manns látist í umferðinni það sem af er árinu. Á sama tíma í fyrra höfðu 19 látist. Samanburðurinn er þó ekki mark- tækur að því leyti að árið 2000 var mesta hörmungaár í umferðarsög- unni. Nú er fjöldinn sami og hefur ver- ið undanfarin ár og því ljóst að grípa verður til aðgerða af hálfu vegfarenda til að fækka slysum. Ekkert átak mun fækka slysum í umferðinni betur en samstilltur vilji þeirra sem eru á vegum og göt- um. Til að fækka óhöppum þarf að hugsa áður en lagt er af stað. -NH Hafnarfjörður: Bæjarstjori hugar að bryggjuhverfi Hugmyndir um listaháskóla í Hafnarfirði eru runnar út í sand- inn, að sögn Magnúsar Gunnarsson- ar, bæjarstjóra í Hafnarfirði. Hann segir á heimasíðu sinni að í staðinn verði hugað að bryggjuhverfi á norðurbakkanum. Bæjarstjórinn segir Listaháskóla íslands hafna að- stöðu fyrir skólann í Hafnarfirði. „Afstaða stjórnar Listaháskólans er skýr og munu því bæjaryfírvöld snúa sér að annarri uppbyggingu á norðurbakkanum án Listaháskóla íslands. Á næstu vikum hefst vinna í samvinnu við hagsmunaaðila á norðurbakkanum um uppbyggingu á glæsilegu bryggjuhverfi sem ráð- gert er að risi þar á næstu árum. Er ekki nokkur vafi að hér verður um afar vinsælt svæði að ræða enda eina sanna bryggjuhverfið á höfuð- borgarsvæðinu sem tekið verður undir íbúðabyggð og tengda þjón- ustu,“ segir Magnús. -DVÓ Veðrið i kvóld | Solargangur og sjavarföll 1 Veðrið á morgun pJP 12“ (5 fi Ýirí' ' u. (S 12°> A fs y fiarf"'"' ;ftí° REYKJAVIK Sólariag i kvöld 21.44 Sólarupprás á morgun 05.22 Síbdegisflóö 15.16 Árdeglsflób á morgun 03.47 Skýringar á veðurtákniun ^VINDÁTT 10V—WTI -10 AKUREYRI 21.41 04.54 19.49 08.20 VINDSTYRKUR i metrum á sekúndu HEIÐSKÍRT *Nfhost €> €> O Súld eða rigning fyrir norðan Noröaustlæg eða breytileg átt, 3 til 8 m/s. Súld eða dálítil rigning norðan- og austanlands en skýjað meö köflum suövestan til. Hiti 8 til 18 stig aö deginum, hlýjast suðvestanlands. LÉTTSKÝJAÐ HÁIF- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAO f3 íxry") \ : W RIGNING SKÚRIR W: SLYÐDA , ; SNJÓKONIA w S? Í* ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA 13 SS?iP«V: Vegir landsins Upplýsingar um færð og ástand fjallvega, vegaframkvæmdir, lokanir á vegum og ýmislegt fleira er tengist vegum landsins má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar, í þjónustusíma hennar eða í Textavarpinu. mmmmmmmmmmmmmmmmtmmmmmmmmnvirmv fT1 r.i g.tsB3a«a< Skýjað með köflum suðvestan til Norðaustlæg eða breytileg átt, 3 til 8 m/s. Súld eða dálítil rigning norðan og austanlands en skýjað með köflum suövestan til. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast suðvestanlands. Fostuíi^iir Latigard; mm Sunruidíigu Vindur: /f 3-5 tn/8 Hiti 8° iil 15" Fremur hæg breytileg átt og víba skúrlr. Hitl 8 tli 15 stlg. Vindur: 4A 10-15 xtv* Hiti 8° til 15° Austlæg átt, 10 til 15 m/s meb suburströndinnl en hægari annars stabar. Rigning sunnan- og austanlands og hiti 8 til 15 stig. 5-10 Itv'* Hiti 8° til 15° Breytlleg átt og viba rigning. mmvm MBhIÍ : AKUREYRI súld 9 BERGSSTAÐIR skýjaö 9 BOLUNGARVÍK skýjaö 8 EGILSSTAÐIR súld 9 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 9 KEFLAVÍK léttskýjaö 8 RAUFARHÖFN þokumóða 8 REYKJAVÍK léttskýjaö 7 STÓRHÖFÐI þoka 10 BERGEN þokumóöa 16 HELSINKI þoka 14 KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 19 ÓSLÓ súld 17 STOKKHÖLMUR 17 ÞÓRSHÖFN skýjaö 13 ÞRÁNDHEIMUR rigning 13 ALGARVE léttskýjaö 18 AMSTERDAM léttskýjaö 20 BARCELONA léttskýjað 22 BERLÍN heiöskírt 20 CHICAGO skýjaö 15 DUBUN rigning 13 HALIFAX skúrir 17 FRANKFURT léttskýjaö 21 HAMBORG léttskýjaö 21 JAN MAYEN alskýjað 7 LONDON léttskýjaö 20 LÚXEMBORG helöskírt 20 MALLORCA léttskýjað 24 MONTREAL heiöskírt 18 NARSSARSSUAQ rigning 8 NEWYORK skýjaö 22 ORLANDO léttskýjaö 27 PARÍS skýjaö 20 VÍN heiöskírt 20 WASHINGTON heiöskírt 18 WINNIPEG heiöskírt 16 ■r:ttgy8.e::A«vV-:cai:t«rÆaYviaKJtui.t<i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.