Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 6
MIDVIKUDAGUR 15. AGUST 2001 Préttir i>^r Bygging f jölnota íþróttahúss á Akureyri: Málið í uppnámi - segir Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri sem segir fjárveitingar komnar langt fram úr áætlun á Akureyri, um fyrirhugaöa bygg- ingu fjölnota íþróttahúss á svæöi íþróttafélagsins Þórs en samkvæmt upphaflegum ákvörðunum áttu jarö- vegsframkvæmdir vegna byggingar- Kristján Þór Júlíusson ,,Þetta er komiö langt upp fyrir þær tölur sem menn voru aö vinna meö í upphafi. til viökomandi Kristján Þór Júlíusson „Það má segja að málið sé í upp- námi að því leyt- inu til að það liggur engin ákvörðun fyrir um framhald verka. Sú ákvörð- un verður ekki tekin fyrr en við erum búnir að meta alla þætti sem lúta að mál- inu, s.s. fjárhag- inn, fram- kvæmdatímann og fjárveitingar málaflokks," segir bæjarstjóri innar að hefjast í haust. Upphaflegar kostnaðaráætlanir vegna hússins, þar sem verður knattspyrnuvöllur í fullri stærð, gerðu ráð fyrir um 250 milljóna króna kostnaði. Málið var mikið í umræðunni fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar 1998 og í málefna- samningi núverandi meirihluta í bæjarstjórn segir að framkvæmdir verði hafnar á kjörtímabilinu. Nú stefnir í að svo verði ekki og fram- kvæmdum seinki í a.m.k. eitt ár. Framkvæmdaáætlun hefur farið sí- hækkandi og var komin í um 400 milljónir króna, og þegar tilboð í byggingu hússins voru opnuð á dög- unum nam lægsta tilboð 447,5 millj- ónum króna. . „Þetta er komið langt upp fyrir þær tölur sem menn voru að vinna með í upphafi. Nú verða menn að meta málið í ljósi ýmissa stærða, s.s. kostnaðartalna milli áætlunar og áætlaðrar niðurstööu út úr verk- inu. Menn verða að gera sér grein fyrir þeim mun sem þar er á, það þarf að huga að fjármögnun og það þarf að horfa til þess hvað við erum að leggja inn í viðkomandi mála- flokk sem er íþrótta- og tómstunda- mál. Það eru margir þættir sem við verðum að vega og meta þegar við tökum ákvörðun um það hvort og hvenær við höldum þessu verki áfram," segir Kristján. - Átt þú við að „kvótinn" til þessa málaflokks sé uppurinn? "Við erum búnir að leggja miklu meiri fjármuni inn í málaflokkinn en gert hefur verið ráð fyrir í fjár- hagsáætlunum, það er alveg ljóst. Nú síðast vorum við að taka inn 150 milljónir króna í fjárhag íþrótta- hreyfingarinnar sem við höfðum ekki reiknað með en það eru samn- ingarnir við KA, Þór og Golfklúbb- inn. Á þessu stigi get ég ekkert sagt fyrir um framhaldið varðandi fjöl- notahúsið. Það verður bara að koma í ljós eftir fekari vinnu hvert það verður," segir Kristján Þór. -gk íslensku menntasamtökin kynna hugmyndafræði sína: Skólamenn þinga — Dwight Allen vill færa námsefni yfir á grunnskólastig A Asvöllum í Hafnarfirði hefur í vikunni staðið yfir námskeið fyrir kennara og skólafólk þar sem kynnt er hugmyndafræði alþjóðasamtak- anna „The Council for Global Ed- ucation" (CGE) um áherslur í skóla- Hugmyndafrœöi skólans Frá námskeiðinu á Ásvöllum þar sem hugmyndafræöi „ The Council for Global Education" var kynnt. starfi. Það eru íslensku menntasam- tökin sem standa að námskeiðinu í samvinnu við CGE en íslensku menntasamtökin eru sem kunnugt er að hefja rekstur á leikskóla og grunnskóla í Áslandi í Hafnarfirði þar sem þessi hugmyndafræði verð- ur höfð að leiðarljósi. Yfir 100 aðilar hafa sótt nám- skeiðið. Leikskóla- og grunnskóla- kennarar víðs vegar af landinu eru fjólmennastir en einnig eru starfs- menn skólaskrifstofa, t.d. í Hafnar- firði, áberandi, svo og ráðgjafar Menntasamtakanna, m.a. Herdís Egilsdóttir, sem kenndi í ísaksskóla í marga áratugi, og Áslaug Brynj- ólfsdóttir, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík. Þá heldur Karl Frí- mannsson, skólastjóri Hrafnagils- skóla í Eyjafirði, erindi en þar hef- ur þessi hugmyndafræði verið not- uð við kennslu. Einn leikskólakenn- ari kemur á námskeiðið frá Færeyj- um en þar sem annars stað- ar er mikill áhugi á hug- myndafræði CGE. Fyrirlestrar dr. Bills Huitts og dr. Dwights Allens vöktu mikla athygl. Bill Huitt kynnti svokallað „stjörnu-líkan" sitt sem er eins konar leiðarvísir hvers einstaklings til að ná vel skilgreindum og metnaðar- fullum markmiðum til inni- haldsfyllra og hamingjurík- ara lífs. Dwight Allen, sem meðal annars hefur skrifað metsólubók um menntun ásamt nemanda sínum, Bill Cosby, vakti óskipta athygli námskeiðsgesta fyrir afdráttarlaus- ar skoðanir sínar á úreltum viðhorf- um í menntastofnunum og meint stefnu- og metnaðarleysi. AUen tel- ur að hægt sé að flýta árangri með- al annars með því að færa hluta þess námsefnis sem kennt er á fram- haldsskólastigi á grunnskólastig. Allen vakti, líkt og aðrir fyrirlesar- ar, athygli á þeirri byltingu á að- gangi að upplýsingum sem Netið hefur skapað og klykkti út með þeirri fullyrðingu að helmingur þess sem við lærum í dag sé úreltur innan þriggja ára. Slíkur sé hraðinn á framkomu nýrra og nákvæmari upplýsinga á flestum sviðum hug- og raunvísinda. 517 metra þverhnípi Þau standa þrjú á tindinum og sá fjóröi lítur hjá. Súlnatindar teygja sig til himins, listilega sneiddir af Skeiðarárjökli í aldanna rás. Þverhnípiö við fætur göngufólksins er 517 metrar. A siglingu i tvo ar DV, AKRANESI DV-MYND DANÍEl V. ÓLAFSSON Norskt siglingafólk Kristine Pryssande, Atle Opheim og börn í Akraneshöfn á seglskútunni Fortuna. Það hlýtur að vera mikið æv- intýri að sigla á seglskútu um heimsins höf í tvö ár. Þetta hafa þau gert Kristine Pryssande frá Svíþjóð og kærasti hennar, Atle Opheim frá Noregi, en frétta- maður DV hitti þau við Akra- neshöfn með þremur börnum þeirra. „Við hófum ferðina í Noregi í ágúst 1999 og sigldum um Evr- ópu til Madeira og til Kanarí- eyja og yfir til Karíbaeyjanna þar sem við vorum í hálft ár. Síðan sigldum við suöur til Venesúela og Brasilíu og fórum svo aftur af stað i janúar. Þá sigldum við til Dóminíska lýð- veldisins, Kúbu, Flórída, New York, Nova Scotia, Grænlands og svo til íslands. Við höfum verið hér á íslandi i eina viku og ætlum svo að sigla suður til Vestmannaeyja og svo til Fær- eyja, Hjaltlands og heim til Nor- egs," segir Kristine viö DV. Hún segir að börnin séu á veturna í skóla og þau hafi komið í heimsókn til þeirra um jólin og áramótin til Karibaeyj- anna og Brasilíu en þau hafa rosalega gaman af því að sigla á skipinu og eru farin að kunna vel við sig. Kristine segir að mjög gott sé að sigla skipinu og þar fari vel um þau. Hún býst ekki við því að þau sigli meira því að hún ætlar að fara að sinna viðskiptum og býst við því að þau verði í Noregi eða Svíþjóð. -DVÓ Heíti potturinn Umsjón: Blrgir Gu&mundsson Fleyg ummæli í pottinum var verið að ræða tímamótaummæli Haralds Jo- hannessens rikislögreglustjóra sem hann lét. falla í viðtali við Þóru Krist- ínu Ásgeirs- dóttur, frétta- konu í Ríkisút- varpinu, i gær. ] Haraldur var I spurður hvort það takmarkaði ekki möguleika lögreglumanna til sjálfstæðra rann- sókna að aðgangur að klámi á Net- inu í tölvum lögreglunnar væri bannaður. Haraldur sagði svo ekki vera en það gengi náttúrlega ekki upp að „700 lögregluþjónar væru að vafra um á klámlínum á Netinu í vinnunni". Þegar hann var spurður hvort hann teldi hættu á að lög- regluþjónar legðust í klámið ef þessi tenging væri opin sagðist rík- islögreglustjóri vilja láta það liggja milli hluta. Pottverjar minnast þess ekki að hafa fyrr heyrt yfirmann á stofnun draga upp jafn krassandi lýsingu á starfsfólki sínu ef ekki yrði efnt til sértækra mótaðgerða...! Löggan óhress En í pottinum heyrist lika að ekki séu ekki allir jafn hrifnir af þessari yfirlýsingu ríkislögreglu- —, stjóra og talsverður kurr hefur komið upp meðal lög- regluþjóna sem telja að sér vegið með þessu svari Har- alds Johannessens. Segja þeir að það sé sérkennilegt ef ekki megi treysta mönnum sem eiga að halda uppi lögum og reglu í landinu - oft við krefjandi og erfiðar aðstæður - til þess að hafa sama aðgang að Internetinu og allur almenningur hefur vegna hættu á að þeir leggist í stórum hópum í klámlínur í vinnutímanum! „Okkur er ekki skemmt," sagði lógreglumaður í heita pottinum þegar þessi mál bar á góma í gær... Siv og Kolbrún Á kreml.is eru nú birtir nokkrir palladómar um þingmenn sem ým- ist eru sagðir heitir eða kaldir. Dæmi um heita i þingmenn eru þær Kolbrún Halldórsdóttír og Siv Frið- leifsdóttir. Um' Kolbrúnu Hall- dórsdóttur segir þar: „Eins og eð- alvinin batnar Kolbrún með hverju árinu. Það er ótrúlegt að hún skuli vera jafngömul og flokksbróðir hennar, Steingrímur J. Sigfússon." Og um Siv Frið- leifsdóttur segir: „ Frúarlegu dragt- irnar og alger skortur á umhyggju fyrir umhverfmu breyta þvi ekki að Siv er einn laglegasti þingmað- urinn." Guðni og Steingrímur En Kremlverjar stimpla menn líka sem „kalda þingmenn" og í þeirra hópi eru þeir Steingrímur J. og Guðni Ágústsson. Um Guðna segir: „Þungar brún- irnar, pírð aug- un og skakkt brosið minna helst á grasker á hrekkjavöku. Stöðugt kossa- flangs Guðna utan i búfénaði jaðrar líka við að vera óheilbrigt." Og um Steingrím J. Sigfússon segir: „Ágætlega mælskur en er uppi á rangri öld. Steingrímur lítur út eins og hann eigi að ganga í gæruskinni og sauð- skinnsskóm um öræfi landsins að leita kinda."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.