Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 15. AGÚST 2001 ^kVT Fréttir Kröfulýsingarfrestur í Thermo Plus rann út á laugardag: Ekkert fæst upp í almennar kröfur - tilraunir til að selja fyrirtækið í einu lagi mistókust Kröfulýsingarfrestur í bú hins gjaldþrota kælitækjaframleiðanda Thermo Plus í Reykjanesbæ rann út laugardaginn 11. ágúst. Enn liggur ekki fyrir hversu háar heildarkröf- ur í búiö eru, en þær munu velta á hundruðum milljóna króna, sam- kvæmt heimildum DV. Stefán Bj. Gunnlaugsson, skipta- stjóri þrotabúsins, segir að ekki sé endanlega búið að taka saman tölur um kröfur í búið. Hann segist þó varla sjá að hægt verði að taka af- stöðu til annarra en forgangskrafna sem nemi tugum milljóna króna. Ólíklegt sé því að nokkrir fjármun- ir komi til greiðslu á almennum kröfum. Stefán segir að reynt hafi verið að selja þrotabúið í heild sem starf- hæfa einingu en það hafi ekki tek- ist. Hann hafi lengst af gert sér von- ir um að það væri mögulegt en þær vonir hafi brugðist. Nú sé búið að leigja húsnæði Thermo Plus í Reykjanesbæ sem var í eigu einka- aðila. Þá sé Glitnir búinn að fjar- lægja vélar sem keyptar voru i kaupleigu og Lýsing sé einnig að taka út vélbúnað sem keyptur var í gegnum það fyrirtæki. Annar tækja- búnaður sé að stórum hluta í eigu kanadíska bankans North Star sem lagði fram fjármuni til tækjakaupa gegn veði. Suzuki Vitara disil, bsk. Skr. 3/98, ek. 99 þús. Verð kr. 1390 þús. Suzuki Baleno Wagon, ssk.Skr. 6/97, ek. 56 þús. Verð kr. 940 þús. Suzuki Baleno GL, 3 d., ssk.Skr. 6/99, ek. 15 þús. Verð kr. 995 þús. Fjölmargir sitja nú eftir með sárt ennið og almennir kröfuhafar fá sennilega ekki krónu úr þrotabúinu. Stefán segir samt ekkert útilokað að menn geti enn keypt vélarnar úr fyrirtækinu ef þeir séu tilbúnir að setja þær upp á nýjum stað. Sala á fyrirtækinu í heild sé hins vegar ekki lengur inni í myndinni. DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJANSSON Ánægja Það er mikil ánægja með menning- arframtak Suðurnesjamanna sem nýta dráttarbraut sem óperu. Hér er Garðar Cortes ásamt fjölmörgum af- bragðssöngvurum sem fram koma í óperuflutningnum. Óperu á Suðurnesjum: Dráttarbraut verður að óperuhúsi DV. SUDURNESJUM: A fóstudag var frumsýnd ópera og sálumessa í Dráttarbrautinni í Keflavík og er það hópur sem kallar sig Norðuróp sem staðið hefur fyrir undirbúningi sýninganna. Verkin sem sýnd eru heita Gianni Scacchi eftir Puccini í þýðingu Jóhanns Smára Sævarssonar sem einnig fer með eitt aðalhlutverkið og Requiem eftir Sigurð Sævarsson tónskáld og er hann jafnframt ein aðaldriffjöðr- in í Norðurópi. í stað 50 manna strengjahljóm- sveitar er notast við hljóðgervla og er kór og hljómsveitarstjórnun í höndum Garðars Cortes. Fjöldi þekktra og óþekktra söngvara tekur þátt í sýningunni. Mikil vinna hefur farið í undirbúning sýninganna sem voru þrjár um helgina og svo á ljósanótt i september sem er menn- ingarhátíð í Reykjanesbæ. Óhætt er að fullyrða að þetta er stór og lofs- verður menningarviðburður fyrir Suðurnesjamenn og hefur Dráttar- brautin svo sannarlega fengið nýtt og óvenjulegt hlutverk. -ÞGK Gott sumar hjá Norrænu: Koma nýja skemmtiferða skipsins undirbúin DV, SEYDISFIRÐI:_______________________________ Mikil fjölgun farþega er með Nor- rænu í sumar og mikil ánægja með þróunina. Fjórar ferðir eru eftir og sú síðasta verður 6. september. Af- greiðsla skipsins á Seyðisfirði er mjög góð og allt gengur eins og vel smurð vél, fljótt og örugglega. Ný Norræna er væntanleg til Seyðisfjarðar í mars 2003. Það verð- ur glæsilegt skemmtiferðaskip með öllum þægindum og afþreyingar- möguleikum. Nýja skipið verður 30 metrar á breidd, 163 á lengd og 4.000 brúttótonn. Miklar breytingar verða við höfnina með komu skipsins. Af- greiðslan verður þá sunnan megin fjarðarins, i næsta nágrenni við íbúðabyggð bæjarins. Umhverfis- ferlinu er enn ekki lokið en senni- lega liggur það fyrir seint á þessu ári, en þá verður búið að bjóða verkið út þó að framkvæmdir geti ekki hafist. Eftir nokkra daga koma menn frá Færeyjum til þess að semja um gjald- töku af nýja skipinu. -KÞ Nokkuö tollskylt? ¦ Hér heldur hópur farþega á vit tollgæslunnar og hær þar í farangur sinn. DV-MYND KARÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR Gott sumar Norrænu Farþegar komnir á íslenska grund ogganga til toll- og vegabréfaskoðunar. Suzuki Baleno GL, 4 d., bsk. Skr. 7/97, ek. 51 þús. Verð kr. 740 þús. Suzukl Baleno Wagon, bsk. Skr. 12/97, ek. 74 þús. Verð kr. 860 þús. Suzuki Wagon R+ 4wd, 5d.Skr. 8/00, ek. 12þús. Verð kr. 1090 þús. Hyundai Sonata GLS, ssk. Skr. 6/97, ek. 63 þús. Verð kr. 890 þús. Subaru Impreza Wag. 4x4 Skr. 11/99, ek. 31 þús. Verð kr. 1580 þús. Suzuki Jimny, 3 d., bsk. Skr. 5/99, ek. 47 þús. Verð kr. 1090 þús. Suzuki Swift GLS, 3 d., bsk. Skr. 12/99, ek. 27 þús. Verð kr. 830 þús. Sjáðu fleiri á suzukibiiar.is $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.