Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2001 DV Fréttir 7 - tilraunir til að selja fyrirtækið í einu lagi mistókust Kröfulýsingarfrestur í bú hins gjaldþrota kælitækjaframleiðanda Thermo Plus í Reykjanesbæ rann út laugardaginn 11. ágúst. Enn liggur ekki fyrir hversu háar heildarkröf- ur í búið eru, en þær munu velta á hundruðum milljóna króna, sam- kvæmt heimildum DV. Stefán Bj. Gunnlaugsson, skipta- stjóri þrotabúsins, segir að ekki sé endanlega búið að taka saman tölur um kröfur i búið. Hann segist þó varla sjá að hægt verði að taka af- stöðu til annarra en forgangskrafna sem nemi tugum milljóna króna. Ólíklegt sé því að nokkrir fjármun- ir komi til greiðslu á almennum kröfum. Stefán segir að reynt hafi verið að selja þrotabúið í heild sem starf- hæfa einingu en það hafl ekki tek- ist. Hann hafl lengst af gert sér von- ir um að það væri mögulegt en þær vonir hafi brugðist. Nú sé búið að leigja húsnæði Thermo Plus í Reykjanesbæ sem var í eigu einka- aðila. Þá sé Glitnir búinn að flar- lægja vélar sem keyptar voru í kaupleigu og Lýsing sé einnig að taka út vélbúnað sem keyptur var í gegnum það fyrirtæki. Annar tækja- búnaður sé að stórum hluta í eigu kanadiska bankans North Star sem lagði fram flármuni til tækjakaupa gegn veði. Thermo Plus í Reykjanesbæ Fjölmargir sitja nú eftir meö sárt ennið og almennir kröfuhafar fá sennilega ekki krónu úr þrotabúinu. Stefán segir samt ekkert útilokað fyrirtækinu ef þeir séu tilbúnir að fyrirtækinu í heild sé hins vegar að menn geti enn keypt vélarnar úr setja þær upp á nýjum stað. Sala á ekki lengur inni í myndinni. Kröfulýsingarfrestur í Thermo Plus rann út á laugardag: Ekkert fæst upp í almennar kröfur DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON Ánægja Þaö er mikii ánægja meö menning- arframtak Suðurnesjamanna sem nýta dráttarbraut sem óperu. Hér er Garöar Cortes ásamt fjölmörgum af- bragðssöngvurum sem fram koma í óperuflutningnum. Óperu á Suðurnesjum: Dráttarbraut verður að DV, SUDURNESJUM: A föstudag var frumsýnd ópera og sálumessa í Dráttarbrautinni í Keflavík og er það hópur sem kallar sig Norðuróp sem staðið hefur fyrir undirbúningi sýninganna. Verkin sem sýnd eru heita Gianni Scacchi eftir Puccini í þýðingu Jóhanns Smára Sævarssonar sem einnig fer með eitt aðalhlutverkið og Requiem eftir Sigurð Sævarsson tónskáld og er hann jafnframt ein aðaldrifflöðr- in í Norðurópi. í stað 50 manna strengjahljóm- sveitar er notast við hljóðgervla og er kór og hljómsveitarstjórnun í höndum Garðars Cortes. Fjöldi þekktra og óþekktra söngvara tekur þátt í sýningunni. Mikil vinna hefur farið i undirbúning sýninganna sem voru þrjár um helgina og svo á ljósanótt í september sem er menn- ingarhátíð í Reykjanesbæ. Óhætt er að fullyrða að þetta er stór og lofs- verður menningarviðburður fyrir Suðurnesjamenn og hefur Dráttar- brautin svo sannarlega fengið nýtt og óvenjulegt hlutverk. -ÞGK Gott sumar hjá Norrænu: Koma nýja skemmtiferða- skipsins undirbúin DV. SEYDISFIRÐI:___________________ Mikil flölgun farþega er með Nor- rænu i sumar og mikil ánægja með þróunina. Fjórar ferðir eru eftir og sú síðasta verður 6. september. Af- greiðsla skipsins á Seyðisfirði er mjög góð og allt gengur eins og vel smurð vél, fljótt og örugglega. Ný Norræna er væntanleg til Seyðisflarðar í mars 2003. Það verð- ur glæsilegt skemmtiferðaskip með öllum þægindum og afþreyingar- möguleikum. Nýja skipið verður 30 metrar á breidd, 163 á lengd og 4.000 brúttótonn. Miklar breytingar verða við höfnina með komu skipsins. Af- greiðslan verður þá sunnan megin flarðarins, í næsta nágrenni við íbúðabyggð bæjarins. Umhverfis- ferlinu er enn ekki lokið en senni- lega liggur það fyrir seint á þessu ári, en þá verður búið að bjóða verkið út þó að framkvæmdir geti ekki haflst. Eftir nokkra daga koma menn frá Færeyjum til þess að semja um gjald- töku af nýja skipinu. -KÞ Nokkuö tollskylt? Hér heldur hópur farþega á vit tollgæslunnar og i farangur sinn. (íf ' DV-MYND KARÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR Gott sumar Norrænu Farþegar komnir á íslenska grund og ganga til toll- og vegabréfaskoðunar. Subaru Impreza Wag. 4x4 Skr. 11/99, ek. 31 þús. Verð kr. 1580 þús. Suzukl Jimny, 3 d., bsk. Skr. 5/99, ek. 47 þús. Verð kr. 1090 þús. Suzuki Swift GLS, 3 d., bsk. Skr. 12/99, ek. 27 þús. Verð kr. 830 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI .. I*/M ..... SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100 Suzuki Baleno Wagon, ssk.Skr. 6/97, ek. 56 þús. Verð kr. 940 þús. Suzuki Baleno GL, 3 d., ssk.Skr. 6/99, ek. 15 þús. Verð kr. 995 þús. Suzuki Baleno GL, 4 d., bsk. Skr. 7/97, ek. 51 þús. Verð kr. 740 þús. Suzuki Baleno Wagon, bsk. Skr. 12/97, ek. 74 þús. Verð kr. 860 þús. Vitara dísil, bsk. ek. 99 þús. 1390 þús. Suzuki Wagon R+ 4wd, 5 d.Skr. 8/00, ek. 12 þús. Verð kr. 1090 þús. Hyundai Sonata GLS, ssk. Skr. 6/97, ek. 63 þús. Verð kr. 890 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.