Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 8
MIDVIKUDAGUR 15. AGUST 2001 Viðskipti DV Umsjón: Viöskiptablaöíð Mikill rekstrarbati hjá Delta hf. - hagnaður fyrir afskriftir hækkar um 70% Hagnaður af rekstri Delta fyrstu 6 mánuöi ársins nam 156 milljónum króna sem er í samræmi viö áætlan- ir þrátt fyrir 204 milljóna gengistap á tímabilinu. Afkoma fyrir afskrift- ir og fjármagnsliði var 523 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir 381 milljón. Þetta er veruleg aukning á milli ára en á sama tímabili í fyrra var hagnaður fyrir afskriftir 308 milljónir króna. Hreint veltufé frá rekstri nam 426 milljónum króna á tímabilinu sem er jafnframt veruleg aukning frá sama tímabili árið 2000, en þá nam veltufé frá rekstri 224 milljónum króna. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 1.508 milljónum króna, en voru 1.044 milljónir á sama tíma í fyrra, sem er 44% aukning á milli ára. Rekstrargjöld tímabilsins námu 1.114 milljónum króna, en voru 866 milljónir á sama tima í fyrra, sem er um 29% aukning á milli ára. Eigið fé i lok tímabOsins var 1.755 milljónir króna og hafði aukist um 207 milljónir frá áramótum. A Þýskalandsmarkað / ágúst fer sýklalyfið Ciprofloxacin á markað í Þýskalandi og hefur Delta tryggt sér stóra sölusamninga þar. Mlkil söluaukning í frétt frá Delta kemur fram að mikil söluaukning hefur verið á ár- inu og þrátt fyrir að Delta hafi ný- lega tekið í notkun nýjan tækjabún- að, sem stóreykur framleiðslugetu töfluverksmiðjunnar í Hafnarfirði, er fyrirsjánlegt að hann verður nær fullnýttur innan tíðar. í ágúst fer sýklalyfið Cipro- floxacin á markað í Þýskalandi og hefur Delta tryggt sér stóra sölu- samninga þar. Framleiðsla á lyfmu hófst á fyrri hluta ársins og endur- speglast það í 448 milljón króna hækkun á birgðum á timabilinu sem stafar fyrst og fremst af aukn- um hráefnabirgðum. Salan á Cipro- floxacin á árinu mun fara umtals- vert fram úr væntingum. Frá 1. júlí tók Delta hf. við rekstri lyfjafyrirtækisins Pharmamed á Möltu og er undirbúningur þegar hafinn að því að flytja hluta af fram- leiðslu Delta hf. til Möltu. Rekstur Pharmamed er því ekki inni í sam- stæðuuppgjöri Delta í 6 mánaða uppgjörinu. Delta stofnaði söluskrif- stofu á Mön, Medis Ltd., nú nýverið sem er hluti af stefnu félagsins að styrkja enn frekar markaðsstarf fé- lagsins erlendis. Gert er ráð fyrir að fleiri söluskrifstofur verði stofnaðar á komandi misserum. Gott hálfsárs- uppgjör hjá VÍS Hagnaður af rekstri VÍS fyrstu sex mánuði þessa árs nam 316 milljónum króna eftir skatta, samanborið við 109 miUjóna króna tap á sama tíma árið 2000. Reiknaðir skattar nema 111 m.kr. Hagnaður af vátryggingarekstri nam 556 m.kr., samanborið við 116 m.kr. tap á sama tíma á síðasta ári. Þá hafa verið færðar til tekna á vá- tryggingareksturinn fjárfestingartekj- ur að fjárhæð 1.232 m.kr. sem er mik- il hækkun frá fyrra ári en þá var sam- svarandi tala 686 m.kr. Hærri nafn- vaxtakrafa vegna aukinnar verðbólgu á stóran þátt í þessari breytingu. Út- jöfnunarskuld félagsins hefur hækkað um 100 m.kr. á árinu. Heildarniðurstaða efnahagsreikn- ings í júnílok 2001 nam 21.433 milljón- um króna, miðað við 19.909 milljónir króna í lok ársins 2000. Heildarvá- tryggingaskuld félagsins nam 17.005 milljónum króna á móti 15.272 millj- ónum króna í lok síðasta árs. Bókfært eigið fé er 3.576 milhonir króna, sam- anborið við 3.245 milljónir króna í lok ársins 2000. Landsbankinn og Landsbréf auka samstarfið Landsbréf hf. og fjárfestingarbanka- þjónusta Landsbankans munu eftir- leiðis koma fram undir sameiginlega heitinu Landsbankinn-Landsbréf á öllum sviðum verðbréfa- og fjárfest- ingarbankastarfsemi. Landsbréf, Fyrirtækjasvið og Al- þjóða- og fjármálasvið Landsbankans munu eftir þessa breytingu starfa nánar saman en verið hefur til þessa. Yfirstjórn þessara eininga innan Landsbankans er óbreytt, þ.e. Brynjólfur Helgason er framkvæmda- stjóri Fyrirtækjasviðs, Gunnar Þ. Andersen er framkvæmdastjóri Al- þjóða- og fjármálasviðs og Sigurður Atli Jónsson er forstjóri Landsbréfa hf. í frétt frá Landsbankanum-Lands- bréfum segir að ekki sé um veigamikl- ar skipulagsbreytingar að ræða en þó hefur verðbréfamiðlun fyrirtækjanna tveggja verið sameinuð hjá Landsbréf- um sem starfa áfram sem löggilt verð- bréfafyrirtæki í eigu Landsbankans. Magnús og Steingrímur kaupa Landssímahúsið í dag var skrifað undir kaupsamning um sölu á að- alstöðvum Simans við Austurvöll. Síminn sam- þykkti tilboð kaupenda þann 27. júní sl. og hefur verið að vinna að frágangi kaupsamnings frá þeim tíma. Sala þessi kemur i beinu framhaldi af þeirri stefnu Símans frá fyrra ári að færa sem mest af starf- semi Símans inn í Múla- stöðina og á svæðið þar í kring. Síminn og Landsafl mynduðu félagið Tækniak- ur um kaup á eignum Orkuveitunnar við Suður- landsbraut og Ármúla og var gengið frá þeim kaup- um fyrir tæpu ári. Síminn hefur þegar flutt hluta af starfsemi sinni þangað. Söluverðið á húseignum Símans við Austurvöll er 820 milljónir sem greiðist við undirritun. Kaupand- inn er verktakafyrirtækið Magnús og Steingrímur hf. Landsímahúsið Verktakafyrirtækið Magnús og Steingrímur hf. hefur ásamt nokkrum öflugum fjárfestum, keypt húseign Landssímans við Austurvöll. en með þeim eru nokkrir öfl- ugir fjárfestar. Samningur- inn felur í sér að Síminn af- hendir Hótel Vík og Sigtún, sem hýsir mötuneyti Símans, eftir 30 daga. Samhliða kaup- samningnum er samið um leigu á meginhluta eignanna að lágmarki í 16 mánuði en það er sá lágmarkstími sem Síminn ætlar sér til að flytja starfsemina á nýjan stað. Auk þess er leigusamningur gerður til 15 ára fyrir þann hluta húsnæðisins sem hýsir miðbæjarstöð Símans og tengingar við hana. Fyrstu breytingarnar fela í sér að starfsemi flyst úr Hótel Vík, annars vegar inn í Múla en hins vegar inn í laust hús- næði í öðrum byggingum Símans við Austurvöll. Mesta breytingin verður þó á starfsemi mötuneytisins en það flyst á næstu vikum i rými á þriðju hæð hússins og er unnið að því að koma upp aðstöðu þar. Mikil aukning húsbréfalána í júlí Heildarfjárhæð samþykktra hús- bréfalána í húsbréfakerfinu var 2.784 milljónir króna í júlí síðast- liðnum en var 1.972 milljónir í júlí í fyrra. Þetta er 41,1% aukning á milli ára. Heildarfjárhæð sam- þykktra húsbréfalána fyrstu sjö mánuði ársins er 17.491 milljónir króna á móti 16.790 milljónum á sama tíma í fyrra, en það er 4,2% aukning á miúi ára. Júlí er annar mánuðurinn í röð þar sem veruleg aukning verður í heildar- fjárhæðum samþykktra húsbréfalána en í júní var aukningin 35,7%. í maí var einnig aukning sem nemur 13,9% en í febrúar og mars var talsverður samdráttur í heildarfjárhæð sam- þykktra húsbréfalána. Að sögn íbúðalánasjóðs kemur í ljós við samanburö á milli ára að júní- og júlímánuðir síðasta árs eru illa samanburðarhæfir vegna óróa á skuldabréfamarkaði á þeim tíma. Hins vegar beri tölur þessa árs þess merki að stöðugleiki sé að myndast á markaði og hækkun lánsfjárhæða sé að skila sér. Síðustu 6 ársfjórðunga hefur tala samþykktra skuldabréfa- skipta verið um 2.400 í hverjum ársfjórðungi. Einnig eru fjárhæðir samþykktra skuldabréfaskipta, uppgert á 6 mánaða tímabilum, til- tölulega hægfara en jöfn þróun í átt til lækkunar. Ibúðalánasjóður segir því að varast beri að oftúlka einstaka sveiflur milli mánaða. Áætlað markaðsverð húsbréfa, sem gert er ráð fyrir að gefin verði út í tengslum við þessi lán, nemur 2.483 milljónum króna i júlí og hækkar um 45,6% frá júlí í fyrra. Fyrstu sjö mán- uði ársins er áætlað markaðsverð- mæti samþykktra húsbréfalána 15.800 milljónir króna en var 15.537 milljón- ir á sama tíma í fyrra. Þetta helst H^;'--"-;»v,,:i?'-'vip^!i..-. HEILDARVIDSKIPTI 1800 m.kr. ; Hlutabréf ; Húsbréf MEST VIÐSKIPTI 280 m.kr. 600 m.kr. j % Baugur 65 m.kr. j 0 Marel 65 m.kr. 10 íslandsbanki 41 m.kr. MESTA HÆKKUN '• OSamherji i 0 Húsasmiðjan 4,6% 3,2% : © Marel MESTA LÆKKUN ÖÞróunarfélag Islands 2,0% | 8,3% ; ©MP-Bio 3,3% ;©ÚA ÚRVALSVÍSITALAN - Breyting 2,2% 1031 stig O 0,22 %: Hlutabréf í Tokyo taka kipp Hlutabréfaverð i kauphöllinni í Tokyo tóku kipp upp á við eftir að seðlabanki Japans tilkynnti óvænt um enn frekari minnkun aðhalds peningstefnunnar. Á einum tímapunkti hafði Nikkei 225 hækkað um meira en 4% en end- aði siðan í 3,8%. Þetta var fjórða til- raun bankans til að „kveikja neista" í næststærsta efnahagslifi heimsins sem hefur löngum átt við að stríða mjög lítinn hagvöxt og verðhjöðn- un. Þessi síðasta aðgerð bankans dælir meiri peningum inn í við- skiptabankana og víkkar út hag- kerfið í gegnum peninga- og skulda- bréfamarkað. í yfirlýsingu þar sem bankinn skýrði aðgerðir sínar sagði hann: „Þar sem neikvæð þróun og svart- ari horfur eru varðandi hagvöxt og verðlag hefur bankanum fundist að hann þyrfti að styrkja peningalegan stuðning fyrir uppsveiflu." Evran styrkist Evran styktist snarlega í kjölfar ummæla Alþjóða gjaldeyrissjóðins um væntanlega veikleika í banda- ríska hagkerfinu. Evran kostar nú 0,902 dollara. Krónan hefur einnig styrkst síðasta klukkutímann og er gengisvísitala nú 137,4 á milli- bankamarkaði sem er litlu veik- ara en var við opnun í morgun og Bandaríkjadollar kostar 99 krón- ur, að því er kemur fram í fréttum frá afleiðudeild Kaupþings. Evran er nú 0,902 dollarar. Krónan hefur styrkst siðasta klukkutimann og gengisvísitalan nú er tæplega 135,4 á millibankamarkaði, sem er litlu veikara en var við opnun í morgun, og Bandaríkjadollar er í 99 krónum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.