Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 9
MIDVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2001 1>*V Fréttir Vatn mun að óbreyttu hækka mikið í verði: Gullkista Islendinga gæti verið fundin - formaður efnahagsnefndar telur sóknarfæri í vatnsfrekri starfsemi innanlands Egilsson, formaður Vilhjálmur efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis, segir að ísland henti vel til iðnaðar sem krefst mikillar vatns- notkunar og þar kunni að liggja auk- in sóknarfæri. Sláandi niðurstöður komu fram á ráðstefnu um vatns- skort í Stokkhólmi nýverið. 450 millj- ónir manna búa sem stendur við vatnsskort í heiminum og óttast sum- ir vísindamenn að sú tala kunni að hækka upp í 2,7 milljarða á næstu 25 árum ef ekki verði gripið til aðgerða. „Þetta verður stærra og stærra vandamál og vatn á eftir að hækka mikið í verði á vissum svæðum. Fyr- ir okkur snýst málið hugsanlega um beinan útflutning á vatni en ekki síð- ur held ég að skoða verði hvaða möguleikar séu hér fyrir ýmsa vatns- freka starfsemi. Ef við sinntum fram- tíðarrannsóknum í þessum málum held ég að okkar svið ætti einkum að vera hvernig við getum sinnt sem best starfsemi sem er mjög vatns- krefjandi, s.s. ýmiss konar eldi, mat- vælaframleiðslu og sumum öðrum iðnaðargeirum," segir Vilhjálmur. Enginn vinnuhópur hérlendis er að störfum til að kanna möguleika vatnsins fyrir Islendinga en e.t.v. verður bragarbót gerð á. Vilhjálmur leggur áherslu á mikilvægi samstarfs við útlendinga í þeim efnum. Alþjóð- legt samstarf við rikar þjóðir og mikla vatnsnotendur sé þar ofarlega á borði. Hið íslenska gull? íslendingar hafa ákveðið að taka þátt í oliuleit við landgrunnið og hafa hundruð milljóna fariö í gullleit án þess að árangur hafi orðið. Vatn er aftur á móti sú náttúruauðlind sem íslendingar eiga nóg af og i ljósi nýj- ustu upplýsinga vaknar sú spurning hvort menn séu að leita langt yfir skammt. Gerðar hafa verið gerðar til- raunir með útflutning 1 neyslupakkn- ingum en Vilhjálmur vill ekki meta hvort raunhæft geti verið að fara út í stórfelldan útflutning í gegnum leiðslukerfi. Hann bendir á að kostn- aður við olíulagnir sé t.d. gríðarlegur. Innlent fréttaljós BJORN ÞORLAKSSON blaðamaöur „Staðreyndin er sú að á ýmsum svæðum í heiminum er vatni sóað," segir Vilhjálmur og nefnir dæmi um ýmsan landbúnað þar sem aðeins sé greitt fyrir brot af því vatni sem raunhæft væri að setja upp ef menn líta til framtíðar. Raunasaga Norömanna Sveinn Hannesson hjá Samtökum iðnaðarins segir að undanfarið hafi menn þar á bæ horft fremur til tæki- færa á sviði heita vatnsins. „Þá er ég fyrst og fremst að tala um efnaiðnað og við erum með ýmis verkefni í gangi á því sviði. Ég held að okkar tækifæri séu fyrst og fremst þar. Mál- ið er að vatn er enn þá ódýr vara og viða til. T.d. í Noregi hafa óhemju Ometanleg verömœti Treglega hefur gengiö aö hressa íslenskt efnahagslíf með vatnsútflutningi en áherslubreyting kann að verða í framtíðinni. Fátt svalar þorstanum betur en ískalt Gvendarbrunnavatn. mörg fyrirtæki reynt fyrir sér í vatnsútflutningi en ekki orðið ágengt. Það er heilmikil raunasaga," segir Sveinn. Ef sú spá rætist að vatn muni hækka i verði, opnast hins veg- ar nýir möguleikar að mati Sveins. Álverln smámál miöað vl6 vatnið Umhverfisvænn iðnaður er eitt helsta baráttumál vinstri grænna og Steingrimur J. Sigfússon, formaður flokksins, segist viss um að vatns- möguleikar íslendinga séu vannýttir. Hann segir að tíðindin af ráðstefn- unni í Stokkhólmi komi sér ekki á óvart heldur séu þau í samræmi við fyrri spádóma ábyrgra samtaka. í því efni minnir Steingrímur á ritdeilu í fyrra milli sín og Björns Lomborgs en sá síðarnefndi gerði lítið úr vatns- skorti í heiminum. Steingrímur segir að íslendingar eigi að gera kosti íslenska vatnsins með beinum hætti að útflutnings- vöru. „Ef við kæmum einhverju ís- lensku vörumerki á neysluvatns- markað heimsins yrðu einhver álver - þótt stór séu - bara eins og rykið undir skónum okkur ef við berum saman möguleikana. Við ættum að leggja aukna áherslu á að kynna okk- ur möguleikana í þessu sambandi," segir Steingrimur. Hann telur það mjög þess virði að stjórnvöld myndi vinnuhóp til að kortleggja hlutina í þessum efnum og þá með áherslu á ímynd landsins. „Framganga íslenskra stjórnvalda er mjög mótsagnakennd. Annars vegar eru menn að ræða vetnisframleiðslu og leggja áherslu á hreinleika lands- ins sem ferðamannalands og ósnortin víðerni. Hins vegar er þessi ímynd rifm niður, t.d. með stóriðjuáformun- um og afstöðunni til Kyoto." 66 gráður góðar Steingrímur segir vatnsnauðina ekki aðeins bundna við hitabelt- islöndin og þróunarríki heldur fari hún líka vaxandi í vestrænum iðn- ríkjum. Eftirspurn eftir vatni mun fara ört vaxandi og tölur um aukn- ingu átappaðs vatns í Bandaríkjun- um séu hreinlega ævintýralegar. „Mig minnir að þar sé um 30% aukn- ing á ári." Þórsbrunnur er einmitt að verja hundruðum milljóna króna til að markaðssetja íslenskt vatn í Amer- íku og telur Þórir Kjartansson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, að góðir möguleikar séu á að brjótast inn á þann verðmæta markað. Hitt er einnig ljós að ýmsir hafa tapað stórfé á tilraunum til útflutnings á vatni en e.t.v. voru þeir bara aðeins á undan tækífærunum. Hjálmar Árnason, formaður iðnað- arnefndar Alþingis, hefur, eins og fram kemur á öðrum stað í blaðinu, hugmyndir um að flytja út heilu olíu- skipin, full af íslensku vatni. Menn greinir á um leiðir en möguleikarnir virðast fyrir hendi þar sem landinn nýtur þeirrar tilbreytingar að græða á hnattstöðu landsins. Refir eru goðir felagar - refatemjari Dýragarðsins í Slakka fer utan til að læra allt um úlfa „Ég er að vinna með þeim alla daga vikunn- ar og líkar sannarlega vel við þá, þeir eru góð- ir félagar," segir refatemjarinn Sven Al- exis Van Houdt, 27 ára Belgi sem vakið hefur athygli fjölmargra gesta sem komið hafa í Dýragarðinn í Slakka í sumar. Belginn sér um refi dýragarðsins og segir að þeir séu góð dýr. í „sjóinu" hans Svens á klukkutíma fresti má sjá rebba narta létt í matföður sinn og leika við hann á ýmsan hátt. „Núna tel ég dagana, ég fer um mánaðamótin til Wolf Park í Indiana í Bandaríkjunum til að læra að umgangast Félagar úlfa. Þetta er mjög Hann er laglegur, hann rebbi litli sem Sven Alexis leikur spennandi verkefni og garðinum í Slakka. við í Dýra- ég býst við að koma aftur í lok nóvember," sagði Sven Alexis. Hann segist ekki vita hvort hann kæmi heim með úlf, hann vissi ekki hvort slíkt væri heimilt en ef til vill mættu úlfar vera í dýragörðum hér, en þeir þyrftu mikið pláss. Úlfarnir í Úlfa- garðinum eru mann- elskir og lifa við hálf- náttúrulegar aðstæður. Helgi Sveinbjörns- son, fyrrverandi starfs- maður Sjónvarpsins, setti dýragarðinn á fót fyrir nokkrum árum ásamt fjölskyldu sinni. Aðsóknin hefur farið hægt og bítandi upp á við og um helgar í sumar hefur verið ör- tröð á staðnum og margir skipuleggja sunnudagsbíltúrinn með Slakka í huga. -JBP Verð frá 35.500 AUar stærðir EVRÓ Grensásvegi 3 s: 5331414

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.